Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ORVFI elst íðorðanefnda
Skjár – raflögn
– rofi
ELSTA starfandi íð-orðanefnd landsinser Orðanefnd raf-
magnsverkfræðinga
(ORVFI), en sú orðanefnd
varð 60 ára hinn 16. maí sl.
Nefndin hefur, að sögn
formanns hennar, Bergs
Jónssonar rafmagnsverk-
fræðings starfað óslitið frá
stofnun.
„Nefndin hefur gefið út
tólf orðabækur og þrátt
fyrir langan aldur hefur
hún aðeins haft þrjá for-
menn,“ bætti Bergur við.
– Hvers vegna var
nefndin stofnuð?
„Það var fyrst og fremst
vegna áhuga þeirra raf-
magnsfræðinga sem þá
voru í landinu árið 1941,
þegar rafmagnsverkfræð-
ingadeild var stofnuð fyrst sér-
deilda innan Verkfræðingafélags
Íslands. Nokkrir þeirra höfðu
starfað með orðanefnd Verkfræð-
ingafélags Íslands sem var stofn-
uð árið 1919 og birtust orðasöfn
með rafmagnsorðum í tímariti
Verkfræðingafélagsins árin 1920
og 1923. Á þessu má sjá á hversu
gömlum merg þessi íðorðasöfnun
stendur.“
– Hvers konar orð hafa oftast
komið inn á borð hjá ykkur?
„Við höldum okkur að mestu
leyti við orkusviðið og fjarskipta-
sviðið en líka önnur tengd svið raf-
magnsfræðinnar.“
– Getur þú nefnt okkur þekkt
orð sem nefndin hefur búið til?
„Það eru orð eins og skjár, seg-
ulsvið, raflögn, spennistöð, rofi og
tengill. Þá nefna fjölda orða úr
fjarskiptasviði, svo sem loftnet,
myndband og hljóðband. Sjón-
varpsmálið býr yfir mörgum ís-
lenskum orðum þannig að sjón-
varpsstarfsmenn þyrftu ekki að
tala nema íslensku sína á milli.“
– Hvenær kom fyrsta orðabók-
in ykkar út?
„Það var árið 1952 og þá gáfum
við út Danskt-íslenskt bráða-
birgðaorðasafn úr rafmagnsfræði
og skyldum greinum. Næst kom
út 1965 Raftækni og ljósorðasafn
fyrra bindi. Árið 1973 kom út síð-
ara bindi af fyrrnefndu verki. Að
því loknu varð langt hlé í útgáfu-
starfi en unnið var af kappi engu
að síður við orðasöfnun og orða-
smíði. Árið 1988 kom svo fyrsta
bindi í nýrri ritröð sem bar yfir-
heitið Raftækniorðasafn og var
undirtitillinn: Þráðlaus fjarskipti.
Þessi nýja ritröð var á allt annan
veg uppbyggð en fyrri rit ORVFI,
í henni eru skýringar hugtaka á
tveimur til þremur tungumálum
og íðorð á átta til níu tungumálum
auk íslensku. Þess má geta að íð-
orð er þýðing á erlenda
orðinu term og er í ís-
lenskri orðabók Árna
Böðvarssonar skýrt
sem sérfræðiorð í til-
tekinni fræðigrein. Nú
eru komin út níu rit í
þessari ritröð, þar með
talið íslenskt-enskt –
enskt-íslenskt orðasafn án skýr-
ingahugtaka.“
– Eiga margir sæti í ORVFI?
„Það eru tíu verkfræðingar og
tæknifræðingar sem eiga sæti í
nefndinni og auk þess starfar með
okkur íslenskufræðingur sem ráð-
gjafi um íslenskt mál. Níu af þess-
um tíu nefndarmönnum hafa setið
fimm ár eða lengur í nefndinni,
allt upp í 32 ár. Meðalstarfstími
þessara níu manna í nefndinni er
23 ár. Þá má með réttu ætla að
orðanefndarstörf séu ekki leiði-
gjörn, þess má geta að fundir eru
haldnir vikulega og hefur svo ver-
ið lengst af. Fundafjöldi hefur
komist upp í 43 fundi á ári, starfið
hefur ávallt verið ólaunað.“
– Eru konur í nefndinni?
„Við höfum gert allt sem við
höfum getað til að fá konur til
starfa í nefndinni en haldist illa á
þeim fáu sem látið hafa tilleiðast
og nú er engin kona í nefndinni –
því miður.“
– Er erfitt að finna íslensk orð
yfir erlend sérfræðiheiti í raf-
magnsverkfræði?
„Í mörgum tilvikum er léttasta
aðferðin að þýða eitthvað af þeim
erlendu íðorðum sem til eru yfir
hugtakið en við reynum að hafa ís-
lensku íðorðin gegnsæ. Þetta er
ein aðferðin, önnur aðferð er sú að
reyna að mynda íslensk orð, taka
upp gömul íslensk orð eða þá að
búa til einhvers konar hljóðlíking-
ar.
Gott dæmi um það sem við höf-
um tekið upp úr gömlu máli er orð
eins og skjár. Sími er einnig gam-
alt íslenskt orð og er líka til í öðr-
um tungumálum svo sem í finnsku
– sima, sem þýðir ein-
hvers konar þráður.
Sem dæmi um hljóðlík-
ingar má nefna enska
orðið to scan, þarna
bjuggum við nýyrðið að
skanna, þetta orð beyg-
ist eins og sagnirnar
banna, hanna, kanna,
manna og sanna. Sérlega erfið-
lega hefur gengið að finna íslenskt
íðorð í stað enska íðorðsins radio.
Til þess að fá lausn á því máli var
kallaður saman fundur 20 til 30
valdra manna og niðurstaðan varð
engin þannig að við notum fjöl-
mörg íslensk orð til að lýsa því
sem radio nær yfir.“
– Telur þú mikla nauðsyn á að
búa til íslensk íðorð?
„Mér finnst það beinlínis lífs-
nauðsyn tungunni að eiga íslensk
orð fyrir öll hugtök sem fram
koma. Þannig höldum við frá
notkun og blöndun erlendra orða í
íslensku.“
Bergur Jónsson
Bergur Jónsson fæddist í
Reykjavík 16. apríl 1934. Hann
tók stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1954 og fór eft-
ir það til Þýskalands og lauk raf-
magnsverkfræðiprófi við
tækniháskólann í München og
vann að því loknu í Þýskalandi
hjá Siemens-Schuckertwerke AG
í Erlangen til 1966, kom þá Ís-
lands og vann hjá Landsvirkjun
sem verkfræðingur til 1979, þá
var hann skipaður rafmagnseft-
irlitsstjóri ríkisins. Stofnunin var
lögð niður 1996 og eftir það
starfaði Bergur fyrir iðnaðar-
ráðuneyti til 1. maí 1999. Hann
er kvæntur Ingunni Guðmunds-
dóttur bókasafnsfræðingi og
eiga þau fjögur börn.
Meðalstarfs-
tími níu
nefndar-
manna
er 23 ár
Hann skal sko fá að vita hvar Davíð keypti ölið þegar ég næ í rassgatið á honum.
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálráðherra, hefur til-
kynnt SÁÁ að fjárveiting til sam-
takanna hafi verið hækkuð um 36
milljónir og er þar um að ræða
leiðréttingu fyrir árin 2000 og 2001
vegna launahækkana á árinu 1999.
Jafnframt mun rekstrargrunnur
stofnunarinnar á árinu 2002
hækka um 18 milljónir króna. Í
bréfi sem heilbrigðisráðherra
sendi SÁÁ segir að samtökin hafi
haldið uppi starfsemi sem er um-
fangsmeiri en ríkið hafi verið
reiðubúið að fjármagna en notað
sjálfsaflafé eins og safnanir, hlut-
deild í hagnaði spilakassa o.s.frv.
til að greiða það sem upp á vanti.
Á undanförnum árum hafi fjár-
framlög til stofnunarinnar verið
aukin verulega enda talið að fjár-
magn til meðferðar vegna vímu-
efnavandans nýtist vel í höndum
þróttmikilla áhugamannasamtaka.
70% aukning frá 1997
Fram kemur í bréfinu að frá
1997 hafi framlög ríkisins til SÁÁ
hækkað um 70%, en í þeirri tölu
eru byggingastyrkir taldir með.
„Það er von ráðuneytisins að þessi
fjárveiting hjálpi til við að leysa
þann fjárhagsvanda sem stofnunin
á við að stríða, þannig að nið-
urskurðurinn komi sem minnst
niður á skjólstæðingum stofnunar-
innar,“ segir í niðurlagi bréfsins.
Á heimasíðu SÁÁ segir að þessi
fjárveiting skipti miklu máli og
muni hjálpa samtökunum í þeim
fjárhagsvanda sem að steðji og
geri það að verkum að sú lokun
sem þegar hefur verið ákveðin á
Staðarfelli verði nú aðeins tíma-
bundin ráðstöfun.
Ríkissjóður hefur hækk-
að fjárveitingar til SÁÁ
INNBROT í málaverkagalleríið við
Skólavörðustíg 27. apríl sl. er að
mestu upplýst. Þrír menn hafa við-
urkennt aðild sína að málinu. Flest
málverkanna, sem stolið var, eru
komin í leitirnar. Þau virðast að
mestu óskemmd.
Maður, sem lögreglan handtók í
upphafi rannsóknarinnar, hefur við-
urkennt aðild sína að innbrotinu
ásamt tveimur öðrum mönnum er
tengjast málinu með einum eða öðr-
um hætti. Rannsókn málsins heldur
áfram.
Innbrot í
galleríið
að mestu
upplýst
♦ ♦ ♦