Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN laugardag var Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi slitið í 36. sinn. Í ræðu Margrétar S. Ísaksdóttur kom fram, að 45 nemendur stunduðu nám við skól- ann í vetur og útskrifuðust tveir úr 10. bekk. Skólastarf gekk óvenjuvel þar sem veður var gott í allan vetur og aldrei þurfti að aflýsa skóla vegna veðurs. Veturinn var að mörgu leyti óvenjulegur að því leyti að forseti Íslands kom í heimsókn á haustdögum og var svolítill und- irbúningur undir þá heimsókn. Sóknunum í kringum skólann var færð brjóstmynd af sr. Árna Þór- arinssyni á Stóra-Hrauni á miðjum vetri og var þemavika um sr. Árna í tilefni þess. Nemendur skólans eiga þess kost að læra á hljóðfæri hjá Stein- unni Pálsdóttur í Borgarnesi og stunda 60% nemenda tónlistar- nám, sem er óvenjuhátt hlutfall nemenda í grunnskólum. Margrét skýrði frá því að tilraun var gerð með það í vetur að leyfa nemend- um að halda áfram í stærðfræði eftir sinni getu. Nokkrir nemend- ur hafa tekið námsefni tveggja ára á einum vetri og skilað afburðaár- angri. Virðist þetta gefa góða raun og hvetja alla nemendur til að gera sitt besta í stærðfræði. Þá kom það fram hjá Margréti að tveir kennarar skólans hverfa þaðan til annarra starfa og einnig hættir hún sem skólastjóri. Ráð- inn hefur verið nýr skólastjóri, Jó- hanna Halldóra Sigurðardóttir og kemur hún úr Mosfellsbæ. Ekki féll dagur úr í Laugagerðisskóla vegna óveðurs Morgunblaðið/Daniel Hansen Börnin spiluðu á gítar við skólaslitin. Eyja- og Miklaholtshreppur standa fyrir mótum í hæsta gæða- flokki. Þá notaði stjórnin tækifærið og afhenti Hreini Halldórssyni, for- stöðumanni íþróttamannvirkja á Egilsstöðum, skjöld til minningar um vígsludag hússins. Einnig var Jónasi Þ. Jóhannssyni, sveitarstjóra á Norður-Héraði, afhentur skjöldur vegna vígslu íþróttahúss á Brúarási í Jökulsárhlíð. Síðar verða Stöðvar- hreppi og Breiðdalshreppi veittir sams konar skildir vegna vígslu íþróttahúsa. STJÓRN Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands afhenti bæjaryfir- völdum á Austur-Héraði nýlega við- urkenningu vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Egilsstöðum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur haft það fyrir sið undanfarin ár að veita sveitarfélögum sem hafa verið ötul við að byggja upp íþróttamann- virki sérstaka viðurkenningu. 11. maí sl. afhenti varaforseti ÍSÍ, Sig- ríður Jónsdóttir, bæjarstjóra Aust- ur-Héraðs, Birni Hafþóri Guð- mundssyni, viðurkenningu fyrir uppbyggingu glæsilegra íþrótta- mannvirkja á Austur-Héraði. Af- hendingin fór fram í kvöldverðar- boði sem bæjarstjórn hélt framkvæmdastjórn ÍSÍ á Hótel Héraði. Í tengslum við fund fram- kvæmdastjórnarinnar á Egilsstöð- um voru íþróttamannvirki á staðn- um skoðuð, en mikil uppbygging hefur verið í tengslum við væntan- legt Landsmót UMFÍ sem haldið verður dagana 12.–15. júlí í sumar. Þótti stjórninni þó aðalatriðið vera að bæjaryfirvöld á Austur-Héraði hefðu lagt út í þessa miklu uppbygg- ingu fyrir íbúana til framtíðar. Með uppbyggingu glæsilegs íþróttahúss, sundlaugar og ekki síst íþróttavall- ar, væri fjárfest fyrir fólkið á svæð- inu. Tilkoma mannvirkjanna myndi án efa efla íþróttalífið á Austurlandi og gera Austfirðingum kleift að Glæsileg íþrótta- mannvirki á A-Héraði Framkvæmdastjórn ÍSÍ kynnti sér nýlega íþróttamannvirki á Egilsstöð- um í fylgd Björns Á. Ólafssonar, formanns UÍA, Hreins Halldórssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkja, og ýmissa forystumanna ÚÍA. Egilsstaðir JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, undirritaði nýverið þjónustu- samning við St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Fyrr um daginn heimsótti hann Patreksfjörð og und- irritaði þar einnig þjónustusamning. Þjónustusamningurinn gildir frá 1. janúar s.l. og til ársloka 2003. Með samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og St. Franciskusspítala, er lúta að starfs- sviði, verkefnum, rekstrarumfangi, söfnun upplýsinga, samskiptum, áætlanagerð og mati á árangri af starfsemi spítalans. Í samningnum kemur fram að sjúkrahúsið er einka- sjúkrahús í eigu St. Franciskusregl- unnar. Grunnhlutverk St. Franc- isskuspítala er að þjóna íbúum á Snæfellsenesi og í Dölum, en sér- hæfð deild spítalans fyrir sjúklinga með háls- og bakvandamál tekur við sjúklingum alls staðar að af landinu. Til þess að sinna þeim verkefn- um, sem samningurinn kveður á um mun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið beita sér fyrir að árlegar fjárveitingar til starfseminnar verði miðað við fjárlög hvers árs og á þessu ári fær spítalinn tæpar 214 milljónir króna. Það kom fram við undirritunina að báðir aðilar samn- ings eru ánægðir með þetta skref. Þar er skilgreint hlutverk og starf spítalans og það fjármagn sem þeirri starfsemi fylgir og skyldur heilbrigðisráðuneytisins. Jósef Blöndal yfirlæknir greindi gestun- um frá starfsemi spítalans. Háls- og bakdeild stendur fyrir stórum hluta starfsins og koma sjúklingar langt að. Við spítalann er rekin endurhæf- ingardeild þar sem vinna fjórir sjúkraþjálfarar. Þá sinnir spítalinn bráðaþjónustu, mæðravernd og þar er hægt að gera minni skurðaðgerð- ir og speglanir. Langlegudeild starfar fyrir þjónustusvæði spítal- ans. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Systir Petra, formaður stjórnar St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Róbert Jörgensen, fram- kvæmdastjóri spítalans, skrifa undir þjónustusamning til þriggja ára. St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi Ráðherra undirritar þjónustusamning Stykkishólmur SEYÐFIRÐINGAR héldu fyrir skömmu upp á hinn árlega hjól- reiðadag fjölskyldunnar og vorhátíð. Það er Foreldrafélag Seyðisfjarðarskóla sem stendur fyrir hátíðinni ár hvert. Í dag- skránni var lögð áhersla á öryggi yngstu barnanna sem eru að hefja feril sinn í umferð- arheimum. Rúnar Reynisson læknir var með fræðslu á vegum Heilsugæslustöðvarinnar og Sól- veig Sigurðardóttir fulltrúi Rauða krossins afhenti öllum 6 ára börnum reiðhjólahjálma. Lög- reglan var síðan með hjólaskoðun þar sem öll hjól voru skoðuð vandlega með tilliti til öryggis- atriða og fólki bent á hvað betur mætti fara. Gestir fóru svo í hjól- reiðatúr um bæinn og inn að Þórsmörk með tvo vaska lög- reglumenn á reiðhjólum í broddi fylkingar. Þar var haldin grill- veisla í blíðviðrinu, farið í leiki og notið sín í guðsgrænni nátt- úrunni. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Hjólreiðamenn með lögregluþjónana Sigurjón Andra og Hlyn Oddsson í broddi fylkingar. Hjólreiða- dagur fjöl- skyldunnar Seyðisfjörður KONUR víða að úr Rangárvalla- sýslu sameinast árlega á vordögum í reiðtúr þar sem kynslóðabilið er brúað og enginn hrepparígur fyr- irfinnst. Í ár fóru um 90 konur í hópreiðina, en lagt var af stað frá Hvolsvelli og Hellu og mættust hóp- arnir á miðri leið í Golfskálanum á Strönd á Rangárvöllum. Þar beið kvennanna frábær máltíð, súpa og lambalæri að hætti kokkanna á Hótel Hvolsvelli, en hótelið sér um veitingareksturinn í golfskálanum í sumar. Mikið var sungið og hlegið, skvaldrað og skálað áður en lagt var á að nýju og haldið út í bjarta vornóttina, eftir vel heppnaða sam- verustund sem lengi verður í minn- um höfð. Hlé var gert á söngnum til að taka hópmynd af 90 rangæskum konum í reiðtúr við Golfskálann á Strönd. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Áður en hver hélt til síns heima þurfti að smala hrossunum, leggja á og beisla sem allt gekk greiðlega fyrir sig. Anna Guðrún Jónsdóttir frá Hellu t.v. og Birna Jónsdóttir frá Hvolsvelli gera sig klárar til heimferðar. Rangæskar valkyrjur í reiðtúr Hella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.