Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi
slitið í 36. sinn. Í ræðu Margrétar
S. Ísaksdóttur kom fram, að 45
nemendur stunduðu nám við skól-
ann í vetur og útskrifuðust tveir
úr 10. bekk.
Skólastarf gekk óvenjuvel þar
sem veður var gott í allan vetur og
aldrei þurfti að aflýsa skóla vegna
veðurs. Veturinn var að mörgu
leyti óvenjulegur að því leyti að
forseti Íslands kom í heimsókn á
haustdögum og var svolítill und-
irbúningur undir þá heimsókn.
Sóknunum í kringum skólann var
færð brjóstmynd af sr. Árna Þór-
arinssyni á Stóra-Hrauni á
miðjum vetri og var þemavika um
sr. Árna í tilefni þess.
Nemendur skólans eiga þess
kost að læra á hljóðfæri hjá Stein-
unni Pálsdóttur í Borgarnesi og
stunda 60% nemenda tónlistar-
nám, sem er óvenjuhátt hlutfall
nemenda í grunnskólum. Margrét
skýrði frá því að tilraun var gerð
með það í vetur að leyfa nemend-
um að halda áfram í stærðfræði
eftir sinni getu. Nokkrir nemend-
ur hafa tekið námsefni tveggja ára
á einum vetri og skilað afburðaár-
angri. Virðist þetta gefa góða
raun og hvetja alla nemendur til
að gera sitt besta í stærðfræði.
Þá kom það fram hjá Margréti
að tveir kennarar skólans hverfa
þaðan til annarra starfa og einnig
hættir hún sem skólastjóri. Ráð-
inn hefur verið nýr skólastjóri, Jó-
hanna Halldóra Sigurðardóttir og
kemur hún úr Mosfellsbæ.
Ekki féll dagur úr
í Laugagerðisskóla
vegna óveðurs
Morgunblaðið/Daniel Hansen
Börnin spiluðu á gítar við skólaslitin.
Eyja- og Miklaholtshreppur
standa fyrir mótum í hæsta gæða-
flokki. Þá notaði stjórnin tækifærið
og afhenti Hreini Halldórssyni, for-
stöðumanni íþróttamannvirkja á
Egilsstöðum, skjöld til minningar
um vígsludag hússins. Einnig var
Jónasi Þ. Jóhannssyni, sveitarstjóra
á Norður-Héraði, afhentur skjöldur
vegna vígslu íþróttahúss á Brúarási
í Jökulsárhlíð. Síðar verða Stöðvar-
hreppi og Breiðdalshreppi veittir
sams konar skildir vegna vígslu
íþróttahúsa.
STJÓRN Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands afhenti bæjaryfir-
völdum á Austur-Héraði nýlega við-
urkenningu vegna uppbyggingar
íþróttamannvirkja á Egilsstöðum.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur
haft það fyrir sið undanfarin ár að
veita sveitarfélögum sem hafa verið
ötul við að byggja upp íþróttamann-
virki sérstaka viðurkenningu. 11.
maí sl. afhenti varaforseti ÍSÍ, Sig-
ríður Jónsdóttir, bæjarstjóra Aust-
ur-Héraðs, Birni Hafþóri Guð-
mundssyni, viðurkenningu fyrir
uppbyggingu glæsilegra íþrótta-
mannvirkja á Austur-Héraði. Af-
hendingin fór fram í kvöldverðar-
boði sem bæjarstjórn hélt
framkvæmdastjórn ÍSÍ á Hótel
Héraði.
Í tengslum við fund fram-
kvæmdastjórnarinnar á Egilsstöð-
um voru íþróttamannvirki á staðn-
um skoðuð, en mikil uppbygging
hefur verið í tengslum við væntan-
legt Landsmót UMFÍ sem haldið
verður dagana 12.–15. júlí í sumar.
Þótti stjórninni þó aðalatriðið vera
að bæjaryfirvöld á Austur-Héraði
hefðu lagt út í þessa miklu uppbygg-
ingu fyrir íbúana til framtíðar. Með
uppbyggingu glæsilegs íþróttahúss,
sundlaugar og ekki síst íþróttavall-
ar, væri fjárfest fyrir fólkið á svæð-
inu. Tilkoma mannvirkjanna myndi
án efa efla íþróttalífið á Austurlandi
og gera Austfirðingum kleift að
Glæsileg
íþrótta-
mannvirki
á A-Héraði
Framkvæmdastjórn ÍSÍ kynnti sér nýlega íþróttamannvirki á Egilsstöð-
um í fylgd Björns Á. Ólafssonar, formanns UÍA, Hreins Halldórssonar,
forstöðumanns íþróttamannvirkja, og ýmissa forystumanna ÚÍA.
Egilsstaðir
JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð-
herra, undirritaði nýverið þjónustu-
samning við St. Franciskusspítalann
í Stykkishólmi. Fyrr um daginn
heimsótti hann Patreksfjörð og und-
irritaði þar einnig þjónustusamning.
Þjónustusamningurinn gildir frá 1.
janúar s.l. og til ársloka 2003.
Með samningnum er kveðið á um
gagnkvæmar skyldur heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og St.
Franciskusspítala, er lúta að starfs-
sviði, verkefnum, rekstrarumfangi,
söfnun upplýsinga, samskiptum,
áætlanagerð og mati á árangri af
starfsemi spítalans. Í samningnum
kemur fram að sjúkrahúsið er einka-
sjúkrahús í eigu St. Franciskusregl-
unnar. Grunnhlutverk St. Franc-
isskuspítala er að þjóna íbúum á
Snæfellsenesi og í Dölum, en sér-
hæfð deild spítalans fyrir sjúklinga
með háls- og bakvandamál tekur við
sjúklingum alls staðar að af landinu.
Til þess að sinna þeim verkefn-
um, sem samningurinn kveður á um
mun heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið beita sér fyrir að árlegar
fjárveitingar til starfseminnar verði
miðað við fjárlög hvers árs og á
þessu ári fær spítalinn tæpar 214
milljónir króna. Það kom fram við
undirritunina að báðir aðilar samn-
ings eru ánægðir með þetta skref.
Þar er skilgreint hlutverk og starf
spítalans og það fjármagn sem
þeirri starfsemi fylgir og skyldur
heilbrigðisráðuneytisins. Jósef
Blöndal yfirlæknir greindi gestun-
um frá starfsemi spítalans. Háls- og
bakdeild stendur fyrir stórum hluta
starfsins og koma sjúklingar langt
að. Við spítalann er rekin endurhæf-
ingardeild þar sem vinna fjórir
sjúkraþjálfarar. Þá sinnir spítalinn
bráðaþjónustu, mæðravernd og þar
er hægt að gera minni skurðaðgerð-
ir og speglanir. Langlegudeild
starfar fyrir þjónustusvæði spítal-
ans.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Systir Petra, formaður stjórnar St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi,
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Róbert Jörgensen, fram-
kvæmdastjóri spítalans, skrifa undir þjónustusamning til þriggja ára.
St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi
Ráðherra undirritar
þjónustusamning
Stykkishólmur
SEYÐFIRÐINGAR héldu fyrir
skömmu upp á hinn árlega hjól-
reiðadag fjölskyldunnar og
vorhátíð. Það er Foreldrafélag
Seyðisfjarðarskóla sem stendur
fyrir hátíðinni ár hvert. Í dag-
skránni var lögð áhersla á öryggi
yngstu barnanna sem eru að
hefja feril sinn í umferð-
arheimum. Rúnar Reynisson
læknir var með fræðslu á vegum
Heilsugæslustöðvarinnar og Sól-
veig Sigurðardóttir fulltrúi
Rauða krossins afhenti öllum 6
ára börnum reiðhjólahjálma. Lög-
reglan var síðan með hjólaskoðun
þar sem öll hjól voru skoðuð
vandlega með tilliti til öryggis-
atriða og fólki bent á hvað betur
mætti fara. Gestir fóru svo í hjól-
reiðatúr um bæinn og inn að
Þórsmörk með tvo vaska lög-
reglumenn á reiðhjólum í broddi
fylkingar. Þar var haldin grill-
veisla í blíðviðrinu, farið í leiki
og notið sín í guðsgrænni nátt-
úrunni.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Hjólreiðamenn með lögregluþjónana Sigurjón Andra og Hlyn Oddsson í broddi fylkingar.
Hjólreiða-
dagur fjöl-
skyldunnar
Seyðisfjörður
KONUR víða að úr Rangárvalla-
sýslu sameinast árlega á vordögum
í reiðtúr þar sem kynslóðabilið er
brúað og enginn hrepparígur fyr-
irfinnst. Í ár fóru um 90 konur í
hópreiðina, en lagt var af stað frá
Hvolsvelli og Hellu og mættust hóp-
arnir á miðri leið í Golfskálanum á
Strönd á Rangárvöllum. Þar beið
kvennanna frábær máltíð, súpa og
lambalæri að hætti kokkanna á
Hótel Hvolsvelli, en hótelið sér um
veitingareksturinn í golfskálanum í
sumar.
Mikið var sungið og hlegið,
skvaldrað og skálað áður en lagt
var á að nýju og haldið út í bjarta
vornóttina, eftir vel heppnaða sam-
verustund sem lengi verður í minn-
um höfð.
Hlé var gert á söngnum til að taka hópmynd af 90 rangæskum konum í
reiðtúr við Golfskálann á Strönd.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Áður en hver hélt til síns heima þurfti að smala hrossunum, leggja á og
beisla sem allt gekk greiðlega fyrir sig. Anna Guðrún Jónsdóttir frá Hellu
t.v. og Birna Jónsdóttir frá Hvolsvelli gera sig klárar til heimferðar.
Rangæskar valkyrjur í reiðtúr
Hella