Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKróatarnir tveir eru á förum frá Fram eftir stutta dvöl / B1 Komu í einkaþotu frá Noregi til að sjá Ríkharð skora / B1 8 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir blað- aukinn Bæjarferðir. Blaðinu verður dreift á suðvest- urhorninu. 20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI ferðamanna beið þess í gær að komast yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, en farþegaferjan Norræna fer um hádegisbilið í dag. Heiðin var um tíma ófær sökum fannfergis og skafrennings og voru ferðamenn uggandi fram eftir gær- deginum um hvort þeir myndu yf- irhöfuð ná til skips á tilsettum tíma. Höfðu menn haft af því spurnir að skipið yrði hugsanlega látið bíða ef til kæmi. Þá lenti fólk í ógöngum á Breiðdalsheiði í fyrrinótt. Á Egilsstöðum mátti víða sjá veð- urbarða ferðalanga bíða fregna með óþreyju og höfðu þeir langa viðdvöl í kaupfélagskaffihorninu, sjoppum og á upplýsingamiðstöð ferðamála. Tvær fjölskyldur, önnur þýsk en hin hollensk, voru komnar í samflot með ferðabíla sína á tjaldstæðinu og reyndu að afla upplýsinga um færð yfir Fjarðarheiði. Fólkið hafði komið frá Mývatni daginn áður og þótti nóg um ófærðina og gassa- ganginn í veðrinu. Sagði það veðrið hafa komið sér fullkomlega á óvart, því að upplýsingar hefðu aðeins gefið til kynna að nokkuð kalt gæti orðið í veðri á þessum árstíma. Höfðu þau þurft að kaupa sér öfl- ugri viðlegubúnað á leiðinni til að halda á sér hita. Þau voru þó hvergi bangin og sögðust myndu koma fljótlega aftur til landsins. Þá rakst Morgunblaðið á tvær kanadískar fjölskyldur sem brostu góðlátlega að uppnámi annarra ferðamanna og sögðu þetta veð- urfar ekki óalgengt á sínum heima- slóðum í júní. Þyrftu menn ekki að kippa sér upp við lítilsháttar hret og væri lykilatriðið að vera á góð- um bíl og í lagskiptum klæðnaði, svo hægt væri að bæta við eða taka af eftir þörfum. Þau sögðust þó hafa mætt nokkrum hættulega illa útbúnum ferðalöngum á þjóðveg- inum og þar hefði augsýnilega skort á nauðsynlegar upplýsingar til útlendinga á ferð um landið. Í gær lægði veðrið þegar leið á og um kl. 18 var orðið sæmilega fært fyrir alla bíla, þótt krapi og skafrenningur yllu töfum. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanna Vegagerðarinnar voru mannaðir plógar á heiðinni í nótt til að hjálpa þeim sem lentu í vandræðum. Hættulega illa útbúnir ferðalangar á þjóðvegum landsins Vorhretið hrekkir erlenda ferðamenn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Með Norrænu koma nú 280 farþegar til landsins en 370 fara utan. Veðurbarið, en hvergi bangið, var þetta fólk að leita upplýsinga á Egilsstöðum um hvort fært væri orðið yfir Fjarðarheiði í gær. Það er á leið heim til Hol- lands og Þýskalands með Norrænu, sem siglir frá Seyðisfirði á hádegi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir Hafrannsóknastofnun verða að endurskoða grundvöll starfsemi sinnar en ofmat stofnunarinnar á ástandi þorskstofnsins verði hins vegar ekki til þess að veikja efna- hagslífið sem standi styrkum fót- um. „Dæmið sem við horfum á er þannig að það kemur á daginn og er almennt viðurkennt af vísinda- mönnunum sjálfum, að sá vísinda- legi grundvöllur sem fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa fært fram fyrir tillögum sínum hefur ekki verið jafnöruggur og þeir hafa viljað vera láta. Nú eru dregnir inn í myndina þættir sem er afskaplega erfitt að henda reiður á, atriði eins og svokallaður veiðanleiki þorsks sem er fljótandi hugtak og á að skýra þær skekkjur sem menn telja sig nú hafa gert. Við stöndum frammi fyrir því að vísindagrund- völlurinn er erfiður en við stöndum hins vegar því miður ekki frammi fyrir því að aðrir hafi komið með kenningar sem öruggt er að hægt sé að fara eftir. Það hefur enginn í rauninni bent á hvaða aðferðafræði við getum tekið upp,“ sagði Davíð. „Ég tel að það sé nauðsynlegt að Hafrannsóknastofnun endurskoði allan sinn grundvöll og sérstaklega hverfi frá því viðhorfi sem stundum hefur komið fram hjá stofnuninni að menn telji sig hafa höndlað allan sannleikann. Það er bersýnilegt að það er margt sem getur skekkt þeirra niðurstöður, frávikin eru miklu stærri en menn hafa viljað vera láta. Það tekur enginn slíkum tíðindum án þess að hugsa sinn gang rækilega og fara síðan ofan í þær forsendur sem reynst hafa skakkar.“ Efnahagslífið þolir skellinn Spurður um áhrif skýrslunnar á efnahagslífið og hvort hann teldi samdráttinn áfall fyrir þjóðarbúið svaraði Davíð neitandi og breyting- in væri ekki til þess fallin. „Efna- hagslífið er almennt séð það sterkt að þrátt fyrir þessa spá og ákvarð- anir verða útgerðir og fiskvinnslur ekki illa úti og áhrifin á efnahags- lífið eru nánast engin, vegna þess að verðlag er mjög hátt og geng- isskráningin er hagfelld þeim að- ilum sem verða fyrir skellinum núna svo þeir standa ekki verr nú en þeir gerðu í fyrra og eiga vart eftir að finna fyrir þessu áfalli núna.“ Davíð sagði það hins vegar mikil vonbrigði að ekki skyldi hafa tekist að byggja upp fiskistofna líkt og menn hefðu ætlað að væri að gerast undanfarinn áratug og væntingar til framtíðar því ekki þær sömu og áður hefði verið gert ráð fyrir. „Við getum einnig þurft að horfa á það að minnka afla eitthvað á næsta ári til viðbótar, en séu þessar núver- andi tölur réttar ættum við að geta híft okkur upp á nýjan leik eftir það.“ Eins og áður hefur komið fram hefur stærð þorskstofnsins verið ofmetin um 289 þúsund tonn að því er fram kemur í skýrslu sem Haf- rannsóknastofnun hefur sent frá sér um nytjastofna í sjó. Kvóti næsta fiskveiðiárs verður 190 þús- und tonn samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra um leyfileg- an heildarafla á fiskveiðiárinu 2001/ 2002 sem tekur gildi 1. september næstkomandi en hefði verið 155 þúsund tonn ef aflagetu hefði ekki verið breytt á síðasta ári. Mat forsætisráðherra á skýrslu Hafrannsóknastofnunar Stofnunin verður að end- urskoða starfsemi sína HARALDUR Örn Ólafsson gerði í gærkvöldi ásamt félaga sínum Guð- mundi Eyjólfssyni atlögu að tindi Denali, hæsta fjalls N-Ameríku, sem er 6.190 metra hár. Á leið í efstu búð- ir mættu þeir hópi fjallgöngumanna sem höfðu orðið frá að hverfa vegna háfjallaveiki í þunna loftinu. Ástand nokkurra leiðangursmanna var slæmt, en veikin hefur gert fjalla- mönnum á Denali marga skráveif- una. Aðeins fjórði hver fjallgöngu- maður, sem undanfarnar vikur hefur lagt til atlögu við tindinn, hefur kom- ist alla leið. „Það hefur verið kaldara á fjallinu en undanfarið. Í morgunsárið var um þrjátíu stiga frost og vindur allhvass af norðri. Okkur Guðmundi líður vel þótt vægur höfuðverkur hafi hrjáð okkur. En við gætum þess að drekka mikið vatn og borða vel. Tindurinn blasir við okkur en hann er sveip- aður skýjaslæðu og greinilega hvasst þarna uppi,“ sagði Haraldur Örn í samtali við bakvarðasveitina í miðstöð leiðangursins. Þeir félagar hugðust bíða í sólar- hring vegna veðurs, en veðurspá fyr- ir næstu daga er slæm, hvassviðri og kaldsamt. Því tóku þeir ákvörðun um að freista þess að komast á tindinn áður en veður versnar frekar. Atlag- an að tindi Denali getur tekið um 18 klukkustundir og vegna veðurs er tvísýnt hvort þeir ná markmiði sínu í þessari atlögu. Haraldur Örn segir að leiðangur- inn hafi gengið að vonum og raunar gott betur. Vorið hefur um margt verið erfitt á Denali og margir orðið að láta undan síga vegna háfjalla- veiki. Einkenni hennar eru höfuð- verkur, slappleiki og fjallamenn geta átt erfitt með hreyfingar. Veikin get- ur orðið lífshættuleg ef bjúgur leggst á lungu og heila, en sem betur fer hafa engin slík tilfelli gert vart við sig í vor. Þó hefur orðið að sækja alvarlega veika fjallamenn í efstu búðir með þyrlum við ákaflega erf- iðar aðstæður. Mikilvægt er að bregðast hart við ef fjallgöngumaður veikist og halda þegar í búðir neðar í fjallinu. Súrefni í efstu búðum er að- eins helmingur af því sem gerist við sjávarmál og því eru menn fljótir að mæðast, þreytast og jafnvel veikjast. Denali er fyrsta fjallið í sjö tinda leiðangri Haralds Arnar Ólafssonar. Á næstu 12 mánuðum hyggst hann klífa hæstu fjöll heimsálfanna sjö og verða annar maðurinn í sögunni til þess að klífa hæstu fjöll heimsálf- anna og ganga á norðurpólinn og suðurpólinn. Haraldur Örn gerir atlögu að tindi Denali ELDUR kviknaði í húsbíl á Dalvík rétt upp úr klukkan átta í gær- kvöldi. Slökkvilið Dalvíkur var fljótt á vettvang og náði að slökkva eldinn á stuttum tíma. Bíllinn var mann- laus og stóð við íbúðarhús í bænum þegar eldsins varð vart. Bifreiðin var full af reyk þegar slökkviliðið kom að. Talið er að kviknað hafi í út frá gasleka. Húsbíllinn er mikið skemmdur eftir brunann en engin slys urðu á fólki. Kviknaði í húsbíl KLAMÝDÍUSÝKINGUM hefur fjölgað ár frá ári samkvæmt yfirliti sem landlæknisembættið hefur birt yfir tilkynningarskylda sjúkdóma. Samkvæmt yfirlitinu voru 1.597 sýkingartilfelli skráð árið 1997, 1.567 árið 1998, 1.704 tilfelli árið 1999, 1.838 árið 2000 og fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa samtals ver- ið skráð 552 tilfelli klamýdíusýking- ar, þar af 202 í mars, og hafa aldrei verið skráð fleiri tilfelli í einum mánuði. Þá hefur tíðni lifrarbólgu aukist jafnt og þétt samkvæmt yfirlitinu. Á yfirliti landlæknis má m.a. sjá að tíu manns greindust með HIV- veiruna á síðasta ári en sú veira veldur alnæmi. Sextán greindust með lekanda og fimmtán með sára- sótt. Níu manns greindust með berkla, átta með kíghósta. Enginn greindist hins vegar með hettusótt og mislingar virðast ekki hafa gengið í nokkur ár. Klamýdíu- sýkingum fjölgar ár frá ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.