Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A LMENN vonbrigði hafa verið ríkjandi með niðurstöður skýrslu sem Hafrann- sóknastofnun kynnti í fyrradag um nytjastofna sjávar og aflahorfur á næsta fiskveiðiári. Eftir að í ljós kom að um verulegt vanmat hefur verið að ræða á stærð þorsk- stofnsins undanfarin tvö ár hefur komið fram hörð gagnrýni á aðferð- arfræði Hafrannsóknastofnunar og þær raddir verið háværar sem vilja endurskoða vinnubrögð stofnunar- innar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við- brögðin við niðurstöðunum vel skilj- anleg en hins vegar sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að skekkjan í stofnmati síðustu 15 ára hafi verið nokkuð viðunandi, oftast á bilinu 5– 15% í eðlilegu ári. „Þetta er í raun hluti af þeim veruleika sem við er að glíma í stöðunni þegar við erum að meta stofn sem er háður náttúruleg- um sveiflum. En við drögum ekki dul á það, að síðastliðin tvö ár hefur þessi skekkja, þetta ofmat, verið of mikið og við teljum að það sé utan við þau mörk sem við eigum að sjá í eðli- legu ári.“ Jóhann segist undirstrika að Haf- rannsóknastofnun telji þessar að- stæður, sem nú blasi við, erfiðar og segist fyllilega skilja viðbrögð fólks við þeim. „Við tökum auðvitað um- ræður og viðbrögð allra alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að við eigum heilmikið verk framundan við að útskýra eðli aðferðanna, niður- stöðurnar og þá óhjákvæmilegu óvissu sem spám okkar fylgir.“ Jóhann segir það vera eitt af næstu verkefnum stofnunarinnar að útskýra niðurstöðurnar betur fyrir almenningi, aðilum í sjávarútvegi og stjórnmálamönnum. Í því sambandi þurfi m.a. að fara um landið og ræða þessi mál. Þá telur Jóhann að gagn- legt gæti orðið að koma á málþingi um þorskrannsóknir á haustmánuð- um, þar sem Hafrannsóknastofnun kæmi að málum ásamt fleiri aðilum sem hafi eitthvað til málanna að leggja. „Það gæti orðið mjög upplýs- andi og gagnlegt, auk þess sem það yrði til þess fallið að efla trúverðug- leika rannsókna okkar, sem er auð- vitað afar mikilvægt.“ Búnir að vera í alvarlegri naflaskoðun síðasta árið Að sögn Jóhanns hóf stofnunin ít- arlega úttekt á aðferðum sínum fyrir rúmu ári með erlendum úttektarað- ilum, sem hafi farið mjög rækilega yfir alla þætti stofnúttektarinnar. Það hafi verið afar nauðsynlegt og slík endurskoðun og úttekt utanað- komandi aðila þurfi og muni verða reglulegur þáttur í starfsemi stofn- unarinnar í framtíðinni. „Í tengslum við úttektina og í kjöl- far hennar höfum verið verið að prófa mismunandi hluti og ólíkar að- ferðir og erum í raun búnir að vera í mjög alvarlegri naflaskoðun varð- andi þessa hluti í rúmt ár, sem að hluta til er að skila sér núna í þessari alvarlegu niðurstöðu. Við þurfum auðvitað að ljúka þessari skoðun og gera aðgerðaáætlun sem hefur að geyma skipulag nýrra rannsókna í ljósi þessarar niðurstöðu, sem stuðla mun að betri árangri. Þannig að við erum að sjálfsögðu að tala fyrir stóreflingu rannsókna.“ Að sögn Jóhanns þurfa menn í því sambandi að gera sér ljóst að veiði- geta flotans hafi aldrei verið meiri og mjög auðvelt sé að útrýma fiski- stofnunum kirfilega með þeim flota sem landsmenn hafi á að skipa í dag, verði veiðum ekki stýrt af skynsemi. „Þess vegna má segja að við séum í dag nær hengifluginu í þessu tilliti en við höfum verið nokkru sinni áður irfara þá útreikninga og sem notaðar hafa verið v stofnstærð þorsksins og tegunda. „Sú vinna er hafi andi geta menn þá bet vinnuaðferðirnar, sem vísi auðvitað alltaf að reyna að f en gengur misjafnlega. Að verður af hálfu stjórnar Ha að vinna að því að höfð v vönduð vinnubrögð og m það sem afvega fer.“ Spurður að því hvort n urnar hafi komið mikið á óv Brynjólfur að útkoman h verið alveg ný fyrir mönn komu auðvitað fram í fyrr vísbendingar og síðan aftur nú í apríl, en erfiðast var a því að þetta hefði verið svo ið. En það verður líka að ta menn verða bara að vona náist utan um þessa hluti verði að fá fram betri aðf þetta mat. Og það spila mar ir þar inn í, ekki bara áhrif isins og annað þvíumlíkt. einnig ákveðnar reikniaðf líkön sem eru notuð, sem mati þarf að fara vel í gegn og er verið að gera.“ Sú gagnrýni hefur komi starfsaðferðir Hafrannsó unar að ekki sé haft nægileg við sjómenn og reynsla þe við mat á stofnstærð og fiskistofna. Að sögn Brynjó það ævinlega, sama hver beita miklum vísindum, að þá sem stunda sjóinn og verið áhersla á það hjá Hafr „Þar má þó eflaust gera eitthvað misjafnt hvernig það hefur verið gert í gegnum tíðina, en á það hefur verið lögð áhersla að hafa gott samband við þá sem stunda sjóinn. En það breytir því ekki að mati fram byggist á ákveðnum legum útreikningum sem fróðir vísindamenn víða u hafa komist að niðurstöð nota líkanið. En það verður bara haldið áfram að yfirf og við höfum fengið til þess ar færa menn hérna heima yfir þetta aftur.“ Að sögn Brynjólfs mun sóknastofnun halda áfram sínar aðferðir í þeirri von a ast ekki trausti, en stofn notið mikils trausts fyrir vin sín og þá ekki bara á Ísland og því er nauðsyn nákvæmari rann- sóknaniðurstaðna og vísindalegs grundvallar ráðgjafar meiri en nokkru sinni fyrr, sem kallar á stór- eflingu rannsóknastarfseminnar. Þetta á ekki aðeins við um þorsk- rannsóknir heldur líka þá tugi fiski- stofna sem verið er að rannsaka og nýta í dag.“ Höfum skoðað málið vel og greint vandann Jóhann segir nauðsynlegt að styrkja stofnmælingar óháð veiðum og auka þurfi rannsóknir á atferli fiskistofnanna og áhrifum veiða á umhverfið. Þá þurfi að skipuleggja rannsóknir til að meta þætti eins og brottkast með viðunandi nákvæmni í framtíðinni. „Þekking okkar á brott- kasti er ekki nándar nærri nógu góð. Mikið brottkast og sér í lagi miklar sveiflur í brottkasti milli ára geta að sjálfsögu skekkt okkar niðurstöður verulega, þannig að mjög brýnt er að ná að kortleggja þann þátt vel.“ Jafnframt segir Jóhann nauðsyn- legt að stofnunin geti betur áttað sig á gæðum gagna frá fiskiskipum. „Ég vil líka taka undir það sem komið hefur fram að við þurfum að nýta betur þekkingu fiskimanna og þeirra sem vinna í atvinnugreininni en okk- ur hefur auðnast, því þar er auðvitað fyrir hendi reynsla og þekking sem akkur er í að fá inn í þetta starf.“ Jóhann segir það vitaskuld hafa verið áfall að sjá svo mikla skekkju í stofnmati, en það sé hins vegar ekki til þess að fórna höndum yfir ein- göngu. „Við höfum skoðað þetta grannt, greint vandann og nú er að hefjast handa. En við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að í rannsóknastarfsemi sem þessari verðum við stöð- ugt fyrir óvæntum upp- ákomum, eðli málsins samkvæmt. Okkar starf er að bæta og þróa leiðir til að mæta slíku og auðvitað til að skila áreiðanlegri niðurstöðum. Von- andi verður þetta til þess að við bæt- um okkur.“ Vinna hafin við að betrumbæta starfsaðferðir stofnunarinnar Brynjólfur Bjarnason, stjórnar- formaður Hafrannsóknastofnunar, segir niðurstöðurnar auðvitað vera vonbrigði og stofnunin hafi í samráði við sjávarútvegsráðuneytið sett aft- ur í gang aflareglunefndina til að yf- Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir mikið v að útskýra niðurstöður skýrslu um ny Stórefla þarf rannsók styrkja vísindagrunn Á undanförnum dögum hafa margir vonbrigðum með niðurstöður Hafra sóknastofnunar í skýrslu um nytjasto og ýmsir hafa orðið til að spyrja hvo hægt sé að treysta ráðleggingum hen Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafra sóknastofnunar, segir mikið verk fra undan við að útskýra niðurstöður stofnunarinnar. Brynjólfur Bjarnason Jakob Jakobsson Jóhann Sigurjóns Skekkjan und- anfarin ár hef- ur verið 5–15% INNBLÁSTUR EÐA ÞEKKING OG ÞROTLAUS VINNA MIKILVÆGI NÝSKÖPUNAR Nýsköpun í atvinnulífi kannstundum að þykja ofnotað ogklisjukennt hugtak. Mikilvægi nýsköpunar er þó vart hægt að van- meta, ekki síst fyrir lítið samfélag á borð við Ísland. Það má jafnvel færa allsannfærandi rök fyrir því að nú þeg- ar fréttir berast af verulegri skerðingu þorskveiðiafla á næsta fiskveiðiári séu áhrif slíkra tíðinda ekki nærri því jafn- mikil og þau hefðu verið fyrir nokkrum árum, að ekki sé minnst á áratugi. Íslenskt atvinnulíf hefur tekið stakkaskiptum og þótt þorskveiðar séu að mörgu leyti enn undirstaða vel- megunar okkar hefur það mörgum stoðum til viðbótar verið skotið undir atvinnulífið að hættuástand blasir ekki við í efnahagsmálum þótt um tíma harðni á dalnum. Þetta getum við ekki síst þakkað þeim fjölbreytileika og þeirri nýsköp- un sem aukin menntun hefur fært okk- ur. Við búum nú í hátæknivæddu þekk- ingarþjóðfélagi þar sem fram fer þróunar- og rannsóknarstarf á heims- mælikvarða. Þessa gætir um allt í efnahagslífinu. Í hugbúnaðarþróun, í lyfja- og læknavísindum og matvæla- iðnaði. Ekki síst hefur nýsköpun í sjáv- arútvegi margfaldað þær tekjur sem við höfum af auði hafsins langt umfram hinn eiginlega sjávarafla. Aflinn er nýttur betur og íslensk fyrirtæki hafa verið í fararbroddi í því að þróa fram margvíslega tækni til að auka fram- leiðni í sjávarútvegi. Nýsköpun sem þessi er hins vegar ekki sjálfgefin. Það verður að ýta und- ir hana og hlúa að henni. Að þessu verður að hlúa strax á skólastigi og er Nýsköpunarsjóður námsmanna, sem stofnaður var 1992, ágætt dæmi um það, hvernig hægt er að undirbúa þennan jarðveg. Markmið hans er að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og er það gert með því að gefa námsmönnum kost á að vinna að rannsóknum, sem byggjast á þeirra eigin hugmyndum, og tengjast Háskóla Íslands eða öðr- um háskólastofnunum og fyrirtækjum. Alls styrkir sjóðurinn 150 hugmynd- ir á þessu ári og munu 180 nemendur vinna að þeim. Styrkur Nýsköpunar- sjóðs nemur 37 milljónum króna en þegar einnig er tekið tillit til framlags fyrirtækja nema laun þau sem náms- menn fá greidd 60 milljónum króna. Í ræðum sem haldnar voru þegar til- kynnt var um úthlutanir úr sjóðnum lögðu þeir Páll Skúlason háskólarekt- or og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra áherzlu á mikilvægi sjóðsins fyrir rannsóknarstarf ungs fólks. Sagðist menntamálaráðherra vona að Nýsköpunarsjóður yrði áfram sá vaxt- arbroddur sem hann hefði verið í ís- lensku vísindastarfi og ýtti áfram und- ir og styrkti róttækar hugmyndir í rannsóknastarfi. Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar sjóðsins, lagði í máli sínu áherslu á að Nýsköpunarsjóður væri ekki atvinnubótasjóður heldur full- mótaður rannsóknasjóður. Í ljósi mikilvægis þess fyrir framtíð- ina að efla framtak og nýsköpun eru 37 milljónir ekki há fjárhæð. Því fjár- magni er þó tvímælalaust vel varið og fullyrti Hafsteinn Helgason, verk- fræðingur hjá Línuhönnum, sem haft hefur umsjón með tíu verkefnum á starfstíma sjóðsins, að það tiltölulega litla fjármagn sem veitt væri til verk- efnanna skilaði miklum árangri beint til samfélagsins. Innblásturinn var ein af meginhug-myndum rómantískrar fagurfræði á nítjándu öld. Hann var nátengdur hugmyndinni um ímyndunarkraftinn og þegar þetta tvennt fór saman í einum manni átti hann vísa nafn- bótina snillingur. Þessi þrjú hugtök – innblástur, ímyndunarkraftur og snillingur – hafa verið misáberandi í orðræðum um listir frá því að öld rómantíkurinnar leið undir lok. Raunsæismenn töldu þau lýsa mis- skilningi á starfi listamannsins sem, að þeirra mati, var hlutlægur grein- andi samfélags og náttúru. Módern- istarnir upphófu hins vegar dýptina í sálarlífi mannsins og töldu hann búa yfir leyndardómsfullu innsæi í hlut- ina sem fyllti hann andagift. Á síð- ustu áratugum hefur hins vegar verið lögð æ ríkari áhersla á að listaverk verði til í samræðu höfundar við hefð- ina sem hann er sprottinn úr en ekki í einræðu innblásins snillings sem hlýtur gáfu sína frá óræðum eða jafn- vel æðri öflum. Hin rómantísku hug- tök hafa þó áfram lifað í tungunni en ekki hlaðin eins mikilli sannfæringu. Hnýsilegur samhljómur var með orðum tveggja listamanna hér í blaðinu um síðastliðna helgi, annars vegar í hugleiðingum Matthíasar Jo- hannessen, sem fluttar voru við skólaslit Listaháskóla Íslands og Lesbók fékk síðan til birtingar, og hins vegar í viðtali við Braga Ás- geirsson í sunnudagsblaðinu. Báðir lögðu Matthías og Bragi áherslu á vinnusemi, aga og menntun í listsköpun. „Listamaður sem byggir hugsun sína og hugarflug á traustri undirstöðu lærdóms og menntunar þarf ekki að hugsa um sérhvert vængjatak. Flugið verður jafn áreynslulítið og hreyfing fugls í hrynjandi lofts og vinda,“ sagði Matthías. Hann minnti á að vinnan væri undirstaða alls lærdóms og menntunar og vísaði svo í orð Páls Ís- ólfssonar um að séníin hefðu einmitt vinnuþrekið fram yfir flesta aðra. Bragi var sama sinnis og sagði leynd- ardóminn vera að halda sig að hlut- unum: „Aginn er mesta frelsið.“ Orð þessara tveggja listamanna eru gott veganesti fyrir ungt lista- fólk. Listaverk verður ekki til úr engu, það verður ekki til úr andanum einum saman, heldur er það sprottið af þekkingu og þrotlausri vinnu. Og þessi orð eru einnig holl ábend- ing til samfélagsins um að listaverk er úrvinnsla á langri hefð, saman- söfnuð þekking og þannig mynd af heiminum eins og hann er í huga mannsins á hverjum tíma. Listin er því ekki utan við og ofan við sam- félagið, eins og rómantíkerarnir héldu fram að verk snillingsins hlyti að vera, heldur hluti af því, endur- speglun þess. Og einmitt þess vegna er listin mikilvægur þáttur í sjálfs- skilningi mannsins og skilningi hans á umhverfi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.