Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Hann-esdóttir fæddist á Hellissandi 22. október 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík hinn 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hannes Guðjón Benediktsson frá Hömrum í Hraun- hreppi á Mýrum og Steinunn Jóhanna Jóhannesdóttir frá Hjarðarbóli í Eyrar- sveit. Systkini henn- ar voru Sigríður Hannesdóttir, Benedikt Hannesson og Páll Hannesson, sem er sá eini eft- irlifandi af systkinunum. Jóhanna giftist hinn 21. nóv- ember 1942 Jóni Benediktssyni myndhöggvara, f. 10. ágúst 1916. Börn þeirra eru Ólafur, f. 13. sept- ember 1943, lög- fræðingur, Bene- dikt, f. 6. júní 1946, verkfræðingur, Gunnar Steinn, f. 18. apríl 1951, líf- fræðingur og Margrét, f. 22. nóv- ember 1953, mynd- listamaður. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Reykjavík og Jó- hanna starfaði lengi í Blóðbank- anum auk þess að sinna húsmóð- urstörfum. Útför Jóhönnu fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst at- höfnin klukkan 15. Elskulega systir mín, Jóhanna, er látin. Ég er því nú sá eini eft- irlifandi af okkur fjórum systk- inum. Hanna systir var grandvör, vönduð, stillt og heiðarleg mann- eskja og vel náttúrugreind og klár, og ævinlega vel liðin í starfi og leik, einkanlega síðustu árin sem hún starfaði útivið við Blóðbank- ann hér í borg. Þar var hún í há- vegum höfð eins og annarstaðar meðal vina og vandamanna. Hún var vel gift Jóni Benediktssyni fyrrverandi húsgagnasmiði, versl- unarmanni og myndlistarmanni, sem nú lifir konu sína og dvelur á vistheimilinu Grund, við allsæmi- legt heilsufar. Þau hjónin voru miklar útivistarmanneskjur og áttu sumarbústað og land í Þing- vallasveit og stunduðu þar garð- yrkju af kostgæfni árum saman til yndis og sáluhjálpar. Þau hjónin voru gæfumanneskjur með börn öll, sem öll komust til mennta og eru uppkomin og fyrirmyndarfólk og nefnd eru í formála að þessari minningargrein. Frá bernsku og æsku minni á ég bjartar og ljúfar minningar um Hönnu frá uppeldi okkar í Vesturbænum, þar sem við bjuggum lengst af í dentíð. Og gætti hún mín þá á þeim hallæris- og fátæktarárum; því hún var sex árum eldri en ég sjálfur. Þetta vil ég nú nefna endanlega með þakk- læti og virðingu til hennar. Í lokin við þetta litla ágrip úr lífi Hönnu vil ég færa Jóni Benediktssyni eft- irlifandi eiginmanni hennar og börnum þeirra hjóna og barna- börnum mína dýpstu samúð vegna andláts Jóhönnu systur minnar. Blessuð sé minning hennar og megi skaparinn vernda hana og varðveita á hennar nýja tilvistar- sviði. Páll Hannesson. Elsku amma. Nú er víst komið að kveðjustund hjá okkur í bili. Við munum sérstaklega eftir öllum sumarbústaðaferðunum þar sem þú og afi tókuð á móti okkur með Grétu í fanginu og með bros á vör. Sama gilti þegar við komum á Freyjugötuna. Þú varst alltaf svo hjartahlý og góð manneskja sem geislaði frá. Bros þitt smitaði frá sér þannig að allir fóru að brosa, það var svo þægilegt og gott að vera í kringum þig. Þú hugsaðir svo vel um okkur öll og varst alltaf reiðubúinn að rétta fólki hjálparhönd. Þó að við fáum ekki að hafa þig lengur hér hjá okkur munum við aldrei gleyma þér og munt þú alltaf eiga stórt pláss í hjarta okkar allra. Guð geymi þig. Jóhanna Björk, Jón Freyr, Guðmundur Bjarni og Valgerður Gréta. Okkur langar að minnast ömmu Hönnu í nokkrum orðum. Hug- urinn leitar fyrst upp í sumarbú- stað. Þar voru amma og afi öllum stundum þegar þau áttu frí og oft fengum við að vera hjá þeim þar. Amma sagði að það væri alltaf gott veður fyrir austan og það hlýtur að vera satt vegna þess að flestar okkar minningar eru af ömmu úti í garði skríðandi á fjór- um fótum með klút á höfðinu í gúmmistígvélum og með fötu fulla af arfa. Amma hafði líka gaman af því að veiða en oft fengum við stöngina hennar lánaða og vorum við stolt yfir að hún skyldi lána okkur hana. Þegar við komum oft- ar en ekki þreytt eftir langar og misvel heppnaðar veiðiferðir var amma alltaf búin að hafa til kaffi og með því en við krakkarnir feng- um alltaf djús. Hún var líka búin að kveikja upp í arninum svo við gætum sest í ruggustólinn og horft inn í eldinn. Það var alltaf gott að vera fyrir austan því þar var alltaf svo mikil ró og friður en samt sem áður alltaf nóg að gera. Okkur fannst þetta bara eðlilegt á sínum tíma! en í dag þegar við erum sjálf farin að fara austur sjáum við að amma þurfti að hafa heilmikið fyr- ir þessu öllu. Amma trúði á og virti náttúruna mikið, hún flokkaði sorpið og urðaði aðeins það sem varð að mold en á þeim tíma var það ekki algengt. Ef við týndum hlutum sagði hún að álfarnir hefðu fengið þá lánaða og hlutunum yrði skilað þegar þeir væru búnir að nota þá og oftast var það rétt að hlutirnir skiluðu sér að lokum. Síð- sumars þegar dimma tók á kvöldin sátum við oft við kertaljós og spil- uðum vist fram eftir nóttu því að enginn var að fylgjast með klukk- unni svo þar fengum við að vaka þangað til við vorum orðin þreytt. Amma og afi bjuggu lengst af á Laufásveginum þegar við vorum krakkar. Okkur þótti gaman að koma þangað og leika okkur í Hallargarðinum á sumrin og á vet- urna fórum við á skauta á tjörn- inni. Amma og afi voru aldrei ströng á klukkuna svo okkur þótti eftirsóknarvert að fá að gista hjá þeim á dýnum á stofugólfinu. Þar fengum við alltaf að vaka frameftir og horfa á sjónvarpið. Auk þess höfðu þau gott lag á að ná athygli okkar og gera lífið spennandi með sögum og leikjum. Amma átti allt- af suðusúkkulaði og ópal (eins og ekta ömmum sæmir) og alltaf gat maður treyst á það að fá eitthvað gott með kaffinu hjá henni. Hún var oft búin að hafa eitthvað til fyrir okkur þegar við komum þó að við kæmum óvænt því að hún fann það á sér og sagði „ég vissi að þið væruð að koma“. Þegar ferðunum austur í bústað fór að fækka bjuggu amma og afi á Freyjugötunni þar hafði amma loksins garð til að sinna. Enda blómleg kona! Takk fyrir öll árin saman amma okkar. Söknum þín. Björn og Guðrún Birna. JÓHANNA HANNESDÓTTIR Elskulegur frændi! Okkur systurdætur þínar langar til að kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum orðum. Við höfum varla áttað okkur á því að þú sért farinn héðan því allt gerðist svo fljótt frá því þú fékkst að vita um sjúkdóm- inn illlæknanlega og þar til þú varst allur. Vissulega var það það bezta sem gat gerst, þín vegna, að þjáning- artíminn varð ekki langur. Auðvit- að hefðum við getað sagt okkur það sjálfar að Haddi frændi myndi flýta sér í þessu sem og öðru. Þú varst alltaf að flýta þér, t.d. þegar við systur vorum í foreldrahúsum og þú komst í heimsókn, þá elsk- uðum við að hlusta á þig segja frá, þú hafðir svo góða kímnigáfu og allt varð svo skemmtileg og lifandi í kringum þig. En svo þegar þú varst búinn að gera okkur veikar af hlátri með fyndnu frásögnunum, sem oftast voru mistaka- og hrak- farasögur af sjálfum þér sem þér tókst með góðri kímni að snúa upp í grín, þurftir þú að sjálfsögðu að rjúka, „jæja, bezt að drífa sig.“ Elsku Haddi, hve við eigum eftir að sakna þín, en minningin um yndislegan frænda geymist í hjarta okkar. HALLDÓR KJARTANSSON ✝ Halldór Kjart-ansson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- lilja Pétursdóttir, f. 27.9. 1907, d. 29.12. 1989, og Kjartan Einarsson f. 19.7. 1904, d. 8.2. 1959. Halldór á tvö systk- ini, Guðmundu og Harald. Halldór var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Ólína Jónasdóttir og áttu þau einn son, Kjartan f. 12.3. 1964 og seinni kona hans var Ólöf Stefánsdóttir og áttu þau einnig einn son, Viðar, f. 22.8. 1970. Útför Halldórs fór fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júní. Sonum þínum, Kjartani og Viðari, og þeirra fjölskyldum, einnig systkinum þín- um, Guðmundu og Haraldi, sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Halldóra (Denný), Lilja, Andrea (Addý) og Helga. Kæri mágur! Þú ert ekkert að tví- nóna við hlutina, frek- ar en fyrri daginn. Verður veikur og nokkrum vikum seinna ertu lát- inn. Maður á besta aldri. Þú sem hafðir alltaf verið svo heilsuhraust- ur. En svona er lífið, kemur og fer. Ég er búinn að þekkja þig frá því að þú varst smá polli þótt ég sé 10- 11 árum eldri en þú. En það helg- ast af því að þú áttir svo sæta syst- ur, sem aftur á móti orsakaði það að við urðum mágar. Ekki sakaði að við höfðum báðir áhuga á knatt- spyrnu. Báðir höfðu gaman af skák og var oft tekist á og gekk á ýmsu hjá báðum. Allt var þetta í góðu en báðir þó pínulítið tapsárir eins og á að vera hjá mönnum með metnað. „Þú ert nú meiri prakkarinn að fara að kveðja okkur núna,“ ein- mitt þegar mínum mönnum er farið að ganga nokkuð vel og allt útlit fyrir að okkur takist að endur- heimta bikarinn aftur eftir margra ára einokun þinna manna. Ég á að sjálfsögðu við Liverpool sem mitt lið og Manchester United sem þitt. Við vorum sammála um að vera ósammála um hvort liðið væri betra. Aftur á móti vorum við sam- mála um að KR væru bestir hérna heima. Enda lékst þú með meist- araflokki KR sem ungur maður en ég var fastur liður í áhorfendastúk- unni ásamt Agli rakara. Og við tón- uðum fullum hálsi, áfram KR, eða út af með dómarann. Allt eftir því hvort okkur gekk vel eða illa á vell- inum. Kæri mágur, þú varst með skemmtilegri mönnum. Ég kveð þig með söknuði. Ég reyni að brosa gegnum tárin. Guðmundur (Dengsi). ✝ Soffía Jónsdóttirfæddist á Súg- andafirði 15. maí 1908. Hún lést á Landspítalanum 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundur Magn- ússon og Salóme Jónsdóttir. Systkini Soffíu eru Margrét Jónsd. Andersen, f. 19 mars 1910, d. 10. ágúst 1989. Jón Sal- ómon Jónsson, f. 24. febrúar 1913, og hálfbróðir þeirra Einar Guð- mundsson, f. 16. maí 1923, d. 8. sept. 1981. Soffía kvæntist 26. mars 1932 Adólfi Albertssyni, f. 30. sept. 1901, d. 22. nóv. 1985. Þeim varð ekki barna auðið en tóku í fóstur soninn Krist- ján L. Júlíusson, f. 30. júlí 1933. Krist- ján kvæntist Sigur- björgu Jóhannes- dóttir og eignuðust þau 4 börn, Adólf Örn, Grétar, Ósk og Rut. Kristján og Sigurbjörg slitu síðan samvistum. Langömmubörn eru 18 og 3 langalang- ömmubörn. Krist- ján er í sambúð með Aðalheiði L Gunter. Soffía vann um hríð á barna- heimilinu Brákaborg og í þvottahúsi með sínum hús- mæðrastörfum. Útför Soffíu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, ég þakka þér Þær stundir sem áttum við saman. Þú undur góð varst alltaf mér, við hlógum og höfðum gaman. Árin liðu allt og fljótt og komið að kveðjustundu. Í gærkveldi var allt svo hljótt, þá trega og tómið fundu. Kveðja, þín tengdadóttir, Aðalheiður. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur til að minnast Soffíu langömmu minnar sem lést á Landspítalanum 30. maí síðastliðinn. Ég vildi helst ekki trúa því að þú værir dáin, amma mín, þegar mamma hringdi í mig að kvöldi 30. maí og lét mig vita að þú værir fallin frá, þó svo að við værum viðbúin því að þú gætir farið hvenær sem er. Ég á margar góðar minningar um þig, amma mín, sem eiga eftir að endast mér um alla ævi. Ofarlega í huga er þó minningin um það hve gaman þú hafðir af því að syngja og gerðir það við hvert tæki- færi sem gafst á meðan heilsan leyfði. Einnig sú minning um það hve vel þú og langafi tókuð vel á móti okkur þegar við fjölskyldan komum í heimsókn þegar ég var yngri. Og ég gleymi því aldrei hve ánægð þú varst í hvert skipti sem ég kom með Heiðu mína í heimsókn. Þú beiðst einnig spennt eftir því að fá annað langalangömmubarn í hópinn sem er væntanlegt í september og þú vonaðir að þér myndi endast ævi til að sjá það. En því miður verður ekkert af því. Þú átt eflaust eftir að fylgjast með að ofan. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði en ég veit að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna því að nú hafið þið Adolf langafi sameinast á ný. Bless, elsku amma mín, og megir þú hvíla í friði. Elsku Diddi afi, Alla og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, ég bið Guð um að styrkja okkur í þessari miklu sorg. Svava Berglind. Kæra Soffía. Kallið kom til þín rétt fyrir hvítasunnuna og rofnaði þá í bili það góða samband sem þú hefur haft við fjölskyldu okkar. Það samband hefur varað um langt ára- bil og jafnan verið gleði- og gæfu- ríkt. Gleði- og gæfuríkt, segi ég vegna þess að í minningunni eigum við, strákarnir í Akurgerði 34, einungis gleðilegar stundir með ykkur sæmdarhjónunum, þér og Adolf Al- bertssyni sem í raun var frændi okkar en alltaf kölluðum við þig Soffíu frænku enda varst þú sann- kölluð besta frænka. Ég minnist stórkostlegra jólaboða á Langholts- vegi 26, þar sem allir voru hjartan- lega velkomnir þótt oft væri þröngt á þingi. Nú einnig minnist ég tíðra heimsókna til okkar í Akurgerðið, þar sem oft var slegið á létta strengi og hlátur þinn stutt undan, þótt ekki værir þú alltaf heilsuhraust. Og ekki má gleyma því þegar við bræður komumst á bílaaldurinn og Addi frændi var að hjálpa okkur að eiga við bílana, þá varst þú búin að útbúa heljarfína veislu fyrir okkur í ofaná- lag og alltaf var sjálfsagt að fá að kvabba á ykkur. Ég man þegar Addi hafði verið í keramikinu í dágóðan tíma, þá fengum við nú heldur betur að njóta allra þeirra fögru hluta sem hann útbjó og mér er ekki grun- laust, að þú hafir fengið að ákveða hvað var framleitt, því öll tilefni í ættinni þekktir þú og allir fengu fal- lega muni til að njóta til minja um ykkar góða hug til fjölskyldna okkar bræðranna fjögurra. Mér er ljúft að skila góðri kveðju frá móður minni, Sigríði Þórarins- dóttur en hún og systur hennar frá Þernuvík vilja færa þér miklar þakkir fyrir hlýhug og stuðning, allt frá því þær komu fyrst til Reykja- víkur, og alla tíð síðan. Þegar komið er að kveðjustund veit ég að margir eiga um sárt að binda, sérstaklega barnabörnin sem sakna ömmu sinnar og langömmu- börnin litlu. Ég veit að það verður tómlegra um að litast á Langholts- veginum hjá Didda og Öllu, en þau önnuðust þig með miklum sóma allt til hinstu stundar. Ég veit að þín bíða góðar móttökur á æðri stöðum, þar sem allir una hag sínum vel. Megi minningin um elskulega frænku lifa. Gunnar Jónasson. SOFFÍA JÓNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.