Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 53 "                    ->  9 0 "# 323?       )  *       !  '      +      , ! ! %     - -     $ . $  $/  0 ..  #    -24(  &")) <"42 8  ; &" 14  &")) -24@ &  8 &")) : &3 ; 4     8 &"))   394   *2-, 8  !"2; * )  &")) * (1   * (1, 0   9. 0 9 0  4 1)2AA         +   *      !  ) (1 * 1 &2, "                    - 9B 0 )" 2$3 42 " # 3236           1       ,    !  ; ) ) & 42-  &")) ) *    -  &"))  -  &")) - 4 ; &"  42; ) ) & ; &"; &"   C) - 4  &"))) ;    - 4  &"))  :# 3     & ! 2  (  (  (1,2               --.-5 0 *,  ) " # )  DEE    #       )  *    0 *      '  )  $      ! %         -   -       $ .231,#  / #      -248-  &")) #  %2  ;"3*42,(  &")) =C)2(   -24* ; * )  &")) " (  &")) ; *  ,(  &")) 8 !"  (  (1 (  (  (1, "                F! 9.-./. 0 ;  ( 2)AA ; * *4 42 22 ?         4     ,   ! <" "*  ;  = &")) -24, "*  -2442  &")) <" -24   32& &")) (  (1) & (1 (  (  (1, %      9B --<0  0 * 4*4  )  *   +      +/ $       )   ,            ,      : 5 ;   -2 AA    #$     & 5    ( +/ $               B;  , 6      -./. .-> 0 #8 34 3  )  " ) 4 #4GE         7     ,   ! 4 ) & &2, /  ->; 9/    #4D @ )  ) # $ 7    8 '  9/ $    :&!! +/ $            -24@; * 4 &")), Nú hefur það orðið sem ég hef vitað að gæti gerst, hún Steina frænka er dáin. Hún, þessi fíngerða, fallega, lágvaxna kona sem var svo sterk og mikil hetja að sumir vissu ekki að hún var alvarlega veik, varð loks að lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómi þeim sem hvað skæðastur er í heimi hér. Steina greindist með bein- krabba fyrir rúmum fjórum árum en barðist djarflega með hjálp Sigrúnar dóttur sinnar og Vilhelmínu læknis við að halda sjúkdómnum niðri. Steina var ákaflega nákvæm í að taka lyfin sín og dvaldi á heimili Sigrúnar í erfiðustu kúrunum. En alltaf var hún brosandi þegar maður hitti hana og mætti með bakpúðann sinn ef fjöl- skyldan kom saman á góðum stund- um. „Ég tek bara pillurnar mínar og þá verður þetta allt í lagi, maður má aldrei gefast upp,“ sagði Steina mín. Og nú sit ég hér svo sorgmædd og reyni að festa eitthvað á blað og það getur enginn grátið mínum tárum, þau verða bara að fá að flæða, þau eru mín tár og Steina frænka á skilið að ég gráti mikið um leið og ég minnist hennar með þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Það má eiginlega segja að ég hafi átt tvær mömmur, mömmu mína sem dó fyrir tveimur árum og Steinu frænku, móðursystur mína, sem hér er kvödd. Tengsl í fjölskyldum eru á ýmsa lund. Sum eru svo sterk að þau slitna aldrei og þannig voru tengsl mín við Steinu. Ég kom nýfædd út á Ingjalds- hól á Seltjarnarnesi með pabba og mömmu sem hófu sinn búskap á neðri hæðinni hjá afa og ömmu. Steina frænka var þá ung stúlka rúmlega tví- tug og bjó í foreldrahúsum. Í anda sé ég góðlegu, fallegu, brúnu augun hennar Steinu horfa ofan í vögguna á þessa litlu stelpu sem hún alltaf síðan umvafði með kærleika sínum. Það var einmitt einn sterkasti þátturinn í fari Steinu frænku að laða að sér lítil börn. Þau voru ófá börnin í fjölskyldunni sem hún passaði, ekki síst barnabörn- in hennar, Steina og Tommi. Hún var óþreytandi að leika sér við mann og svo lagin við að gera allt að leik. Mamma fékk hana stundum til að koma og klippa á mér táneglurnar eftir að við fluttum frá Ingjaldshóli, þá hljóp hún kringum rúmið með skærin og klippti eina og eina nögl en ég gleymdi mér við skrín eitt merki- legt sem ég fékk aðeins að skoða við þetta tækifæri. Í jólaboðunum spilaði Steina frænka léttu lögin fyrir okkur stelpurnar þegar hún sá að okkur fannst sálmarnir heldur þungir en ævinlega var safnast saman við org- elið og sungið á jólunum. Nánast hvern dag á sumrin fór mamma með okkur systurnar út á Nes til afa og ömmu og þar var Steina frænka fasti punkturinn. Hún aðstoðaði afa og ömmu við alla hluti, meðal annars að halda heimilinu hreinu og fallegu og við útiverk sem aðallega fólust í kart- öflurækt bæði heima við Ingjaldshól og í Kringlumýri. Samt vann hún allt- af utan heimilis og man ég hvað það var mikil hátíð þegar hún kom úr Sel- tjarnarnesstrætó með pínulítið gott í munninn sem hún skipti á milli okkar stelpnanna. Stelpurnar hennar Steinu þá voru ég, Nanna systir og Sigrún, dóttir hennar, sólargeislinn hennar í lífinu. Við vorum ævinlega eins og systur allar þrjár og brölluð- um margt skemmtilegt þegar lífið var áhyggjulaust ævintýri. En maður lærði líka margt bæði af því sem mað- ur sá í fyrirmyndunum og þegar mað- ur fékk að hjálpa til, lærði að lífið er ÞORSTEINA SVANLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Þorsteina Svan-laug Guðjóns- dóttir fæddist á Siglufirði 12. ágúst 1919. Hún lést 21. maí á Landspítalan- um í Fossvogi. Útför Þorsteinu fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey föstudag- inn 1. júní. ekki alltaf dans á rósum og ekkert vinnst án fyr- irhafnar. Heimilið á Ingjalds- hóli var menningar- heimili og ég sé það núna, þegar árin færast yfir mig, hversu mikið það hefur mótað líf mitt að fá að alast svona mik- ið upp með afa og ömmu og þessari góðu frænku minni. Steina frænka var sem áður sagði eins og önnur móðir mín. Til hennar leitaði ég þegar mín mamma var búsett úti á landi. Það var Steina frænka sem kenndi mér að sauma, prjóna og hekla en sjálf stundaði hún hannyrðir nán- ast þar til yfir lauk. Gleraugun hennar og bróderskærin verða ekki notuð framar, þau liggja nú á borðinu við stólinn hennar eins og hún lagði þau frá sér í síðasta sinn. Við fengum öll að koma á „Brekkó“ í síðasta sinn daginn sem Steina var kistulögð, það var eins og að koma í heim minninganna. Hún Steina hefur viðhaldið minningunni um foreldra sína á svo einstakan hátt og allt heim- ilið hennar er fullt af svo mikilli virð- ingu fyrir því sem er liðið en jafnframt því sem nú vindur fram, því að hún var með myndir alls staðar uppi við af fjöl- skyldunni og fylgdist með hverjum ein- asta einstaklingi, fæddum og ófædd- um. Það er því sárt til þess að vita að hún náði ekki að vera við stúdentsút- skrift nöfnu sinnar, Þorsteinu Svan- laugar, því að hún hafði vafið hana að brjósti sínu alla tíð og fylgst náið með henni í leik og starfi. Ég þakka þér, elsku Steina mín, fyrir að passa mig þegar ég var lítil, vera mér ráðgjafi á unglingsárunum og passa drengina mína, Kára þann elsta og Steina þann yngsta. Ég mun sakna þess að geta aldrei framar séð þig koma brosandi á móti mér en ég veit að þú ert nú í faðmi Guðs og þar er engin þjáning heldur aðeins líkn frá allri þraut. Sirra mín, Steina og Tommi, Guð blessi ykkur minningarnar um góða móður og ömmu. Við Jón sendum fyr- ir hönd fjölskyldu okkar innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.