Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 1
126. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2001
ÞÓTT staða stjórnarandstöðunnar í
Bretlandi hafi nokkuð lagast í skoð-
anakönnun á síðasta degi kosninga-
baráttunar benda allar spár eindreg-
ið til þess að stjórn Verkamanna-
flokksins undir forystu Tonys Blairs
eigi í vændum annað kjörtímabil.
Lokasprettur flokkanna hefur
ekki aðeins miðað að því að biðla til
kjósenda, heldur einnig að lokka fólk
í kjörklefann. Fjöldi óákveðinna ger-
ir óvissuna meiri en ella og þar sem
kjördæmin eru einmenningskjör-
dæmi skiptir miklu máli hvar at-
kvæðin falla. Berjast flokkarnir eins
og ljón í þeim kjördæmum, þar sem
frambjóðendur þeirra standa tæpt.
Engar kappræður
Sjónvarpskappræður flokksleið-
toga tíðkast ekki í Bretlandi og því fá
kjósendur ekki tækifæri til að bera
þá saman í návígi. Það, sem komst
þessu næst, var í gær þegar Tony
Blair forsætisráðherra, William
Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins, og
Charles Kennedy, leiðtogi frjáls-
lyndra, voru saman í beinni útsend-
ingu í kvöldfréttum BBC1 en hver á
sínum stað í landinu.
Uppsetningin var þó hálfmis-
heppnuð því að Blair var í rauðu her-
bergi, sem helst minnti á vistarverur
gleðikvenna, Hague var eins og
kýldur út í horn í rútu en Kennedy
var sá eini sem naut sín sjónrænt
með kosningarútuna sína í bak-
grunni.
Síðustu kannanir benda til að
Verkamannaflokkurinn fái 45–48
prósent atkvæða, var með 43,2%
1997, Íhaldsflokkurinn fái 30–32%,
var með 30,7% 1997, og frjálslyndir
16–18%, fengu 16,8% 1997. Ef
Íhaldsflokkurinn bætir ekki við sig
má Hague biðja fyrir sér og framtíð
sinni sem flokksleiðtoga.
Nýgræðingur sem
hefur sannað sig
Sá sem hefur áunnið sér mesta að-
dáun fyrir kröftuga og heiðarlega
baráttu er Charles Kennedy, leiðtogi
Frjálslynda demókrataflokksins.
Þessi rauðhærði Skoti, sem talar
enskuna með klingjandi, skoskum
hreim, hefur staðið við það sem hann
lofaði: Að heyja jákvæða baráttu
með skýrum skilaboðum til kjós-
enda.
Kennedy lætur ekki auðveldlega
slá sig út af laginu. Þegar hann lauk
baráttunni í London með kosninga-
fundi í Fulham vatt náungi í sam-
festingi sér upp á svið og svipti sig
klæðum svo að hvatning um að kjósa
flokkinn skrifuð á manninn allsberan
blasti við. Stuðningsmanninum var
svipt burt á svipstundu en Kennedy
brosti út í annað og sagði við góðar
undirtektir, að þeir væru nú einu
sinni frjálslyndir.
Blair hefur verið áberandi stuttur
í spuna undanfarið, ekki síst við
fréttamenn. Flestum neikvæðum
spurningum um slælega frammi-
stöðu flokksins miðað við loforð hef-
ur hann svarað með því, að það sé
fullt af góðu framtaki, sem fjölmiðl-
arnir hafi látið vera að sýna. Álagið á
honum hefur tvímælalaust verið
mest en það lifnar þó alltaf yfir hon-
um þegar hann fær að tala óhindrað
og án óþægilegra spurninga.
Hague hefur einnig áunnið sér
vissa aðdáun fyrir ótrúlegt úthald.
Mönnum finnst næstum eins og það
sé ómannlegt hvað hann getur tekið
öllu með brosi á vör. „Bara að hann
brysti einhvern tímann í grát svo við
gætum séð að hann er í raun mann-
legur,“ varð blaðamanni að orði eftir
að hafa horft á enn eina hetjulega
frammistöðu Hagues fyrir framan
fréttamenn, sem stöðugt hamra á
skoðanakönnunum um væntanlegar
hrakfarir Íhaldsflokksins. Hague og
aðrir íhaldsmenn benda hins vegar
á, að reynslan sýni, að skoðanakann-
anir vanmeti alltaf styrk þeirra.
Bretar ganga að kjörborðinu í dag eftir spennulitla kosningabaráttu
Allar spár benda til öruggs
sigurs Verkamannaflokksins
London. Morgunblaðið.
AP
Sumir óttast, að dómsdagur sé jafnan yfirvofandi, en þessi gamansami
maður spáði því í gær, að endalok kosningabaráttunnar og kosninganna
væru ekki langt undan. Líklegt er, að hann reynist sannspár um það.
Reuters
Tony Blair fær hér rembings-
koss frá einum aðdáenda sinna á
lokadegi kosningabaráttunnar.
AP
William Hague, leiðtogi Íhalds-
flokksins, með stuðningsmönn-
um sínum í Winchester í gær.
BIFVÉLAVIRKI í Notodden
í Noregi slapp með skrámur
þegar hann hékk neðan í
flutningabíl rúmlega 20 km
leið. Maðurinn hafði ekki lok-
ið við að gera við bílinn þegar
bílstjórinn ákvað að aka á
brott, óafvitandi um farþeg-
ann.
Bifvélavirkinn var að herða
síðustu rærnar og hafði
smeygt fótunum upp á öx-
ulinn á milli hjólanna á tengi-
vagni bílsins, þegar bílstjór-
inn tók af stað. Hann ók um
20 km áður en hann stoppaði
til að taka hlass á bílinn en
allan þennan tíma hékk Kwi
Hong undir bílnum, með fót-
leggina krækta um öxulinn og
hélt dauðahaldi í slöngu.
Slapp hann ómeiddur frá
þessu en þegar hann ætlaði
að losa sig eftir að bíllinn
hafði verið stöðvaður rann
bíllinn aðeins afturábak og
marðist hann þá dálítið á
mjöðm.
Ekki
bráð-
feigur
bílvirki
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
BANDARÍSKUR alríkisdómari
hafnaði í gær ósk verjenda Timoth-
ys McVeighs um að aftöku hans
yrði frestað enn. Hún á að fara
fram næstkomandi mánudag, 11.
júní, en málið mun nú fara fyrir
áfrýjunarrétt.
Úrskurður dómarans, Richards
Matsch, kom mörgum lögspeking-
um á óvart því að aftökunni var
upphaflega frestað er í ljós kom, að
FBI, bandaríska alríkislögreglan,
hafði ekki látið verjendur fá mörg
þúsund skjöl varðandi rannsóknina.
Segjast þeir hafa haft skamman
tíma til að skoða skjölin en þau
bendi þó til, að McVeigh hafi ekki
verið einn að verki.
Dómarinn sagði, að hann sæi
enga ástæðu til að fresta aftökunni
hvað sem liði hugsanlegum vitorðs-
manni. Sannað væri, að Timothy
McVeigh hefði borið meginábyrgð á
dauða 168 manna er hann sprengdi
upp stjórnarráðsbyggingu í Okla-
homaborg í apríl 1995. Nítján
þeirra voru börn.
Aftöku
McVeighs
ekki
frestað
Denver. AFP.
STJÓRNVÖLD í Makedóníu hótuðu
í gær að lýsa yfir stríðsástandi í land-
inu eftir að fimm stjórnarhermenn
höfðu fallið í fyrirsát albanskra
skæruliða. Evrópusambandið og
Bandaríkjastjórn hvöttu hins vegar
stjórnina til að bíða enn með svo af-
drifaríka ákvörðun.
Hermennirnir féllu í miklum átök-
um við skæruliða í hlíðunum fyrir of-
an Tetovo, stærsta byggðarkjarna
albanska minnihlutans í landinu.
Brást Ljubco Georgievski, forsætis-
ráðherra Makedóníu, við tíðindunum
með því að hvetja til allsherjarher-
væðingar og heimildar til að beita
neyðarlögum.
Makedónskir stjórnmálamenn
kröfðust þess í maí, að stríðsástandi
yrði lýst yfir í landinu, en féllu síðan
frá því að ósk vestrænna ríkja. Ekki
er ljóst hvort Georgievski hyggst
fylgja kröfunni eftir að þessu sinni
en það þykir ekki boða gott fyrir
samstarf slavneska meirihlutans og
albanska minnihlutans í þjóðstjórn-
inni, að forsætisráðherrann hefur
krafist þess einnig, að albönsku
stjórnmálaflokkarnir tveir taki af
skarið um það hvort þeir séu „á
bandi morðingjanna eða ríkisins“.
Javier Solana, talsmaður Evrópu-
sambandsins í öryggis- og utanrík-
ismálum, sagði í gær, að lýsti Make-
dóníuþing yfir stríðsástandi myndi
það aðeins verða vatn á myllu öfga-
manna. Undir það tók talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Óttast hefndarárásir
Vestrænir sendimenn segja, að al-
bönsku skæruliðarnir hafi að undan-
förnu verið að reyna að koma upp
nýrri víglínu við Tetovo í því skyni að
færa út stríðið. Hópar Makedóníu-
manna af slavneskum uppruna réð-
ust í gær á Albana og eigur þeirra í
bænum Bitola en þaðan voru þrír
hermannanna, sem féllu. Var kveikt í
25 verslunum og öðrum fyrirtækj-
um.
Óttast hafði verið, að til þessa
myndi koma, og höfðu stjórnvöld í
Makedóníu uppi ráðagerðir um að
koma á útgöngubanni í bænum en til
þess hafði þó ekki komið í gær.
Mannfall í átökum við albanska skæruliða í Makedóníu
Vilja lýsa yfir stríðsástandi
Skopje. Reuters, AP, AFP.