Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ L eikhúsin eru sem óðast að draga saman seglin fyrir sumarið þó af sé sú tíð að eng- ar leiksýningar séu á fjölunum yfir sumarmánuðina og leikhúsfólk að frílysta sig sum- arlangt eins og hverjir aðrir kenn- arar. Þegar betur er að gáð kemur reyndar í ljós að sú tíð er sumrin voru leiksýningalaus er ímyndun ein; allar götur frá því Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og fleiri stofnuðu frjálsa og óháða at- vinnuferðaleikhópinn Sex í bíl snemma á sjötta áratugnum hefur varla liðið það sumar að ein- hverjum hafi ekki dottið í hug að setja upp leiksýningu sjálfum sér til starfsauka og öðrum til ynd- isauka. Gísli Halldórsson rak um árabil á sjötta og sjö- unda áratugn- um sumarleik- hús sem ferðaðist í rútu um landið og lék í öllum samkomuhúsum og félagsheim- ilum sem fyrirfundust. Eru marg- ar sögurnar til af þeim ferðum og sjálfsagt jafnmargar uppspunnar og sannar. Gísli var allt í öllu í þessum ferðum, leikstjóri, bíl- stjóri, sviðstjóri og leikari og hefur sennilega minnt einna helst á hina fornfrægu stétt breskra starfs- bræðra sinna sem gengu undir heitinu actor-manager og ráku sinn eigin leikflokk og létu sig ekki muna um að leika á einu kvöldi helstu atriði úr öllum harmleikjum Shakespeares og eftir hlé var sleg- ið á léttari strengi með gamanleik og söng. Samhengið í íslenskri leiklist- arsögu – þó ekki sé hún löng – virðist oft býsna slitrótt þegar ár eftir ár er því lýst fjálglega yfir að í sumar verði í fyrsta sinn „bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung að bjóða landsmönnum upp á leik- sýningu (lesist söngleik), en er- lendis er það alþekkt að sýningar í léttum dúr njóti vinsælda á þeim árstíma.“ Hérlendis hefur það hins vegar ekki tíðkast að reka leikhús að sumarlagi nema með einstaka undantekningum sem eru – þegar betur er að gáð – talsvert fleiri en reglan sem vikið er frá. Alþýðuleikhúsið á árunum 1975- 78 ferðaðist jafnt sumar sem vetur umhverfis landið með sýningar sínar á Krummagulli og Skollaleik eftir Böðvar Guðmundsson í leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þar var önnur hugsun lögð til grundvallar starfi leikhópsins en verið hefur í leikhópastarfi lengi síðan; Alþýðuleikhúsið var póli- tískt leikhús á þessum árum, póli- tískt í merkingunni vinstri sinnað, því auðvitað er allt leikhús pólitískt í eðli sínu þó misjafnlega sé það staðsett á skalanum frá vinstri til hægri. Yfirlýst markmið Alþýðu- leikhússins var að færa sósíalíska hugsun í leikrænan búning og er óhætt að segja að aldrei síðan hafi verið stofnaður leikhópur með jafn skýrt mótaða og yfirlýsta stefnu. Það hefur æ síðan á áttunda ára- tugnum verið þrætuepli innan leik- hússins hvort leikhúsið eigi að gegna pólitísku hlutverk eður ei, og hefur umræðan gjarnan litast af því að dregnar hafa verið upp andstæðurnar skemmtilegt leik- hús og hins vegar pólitískt leikhús. Í fyrrahaust hóf undirritaður umræðu um hugtakið mark- aðsleikhús sem var snöggsoðin þýðing á enska hugtakinu com- mercial theatre. Þessi umræða fór fljótlega útum víðan völl enda vildi enginn una því að vera bendlaður við markaðsleikhús, þetta þótti greinilega niðurlægjandi heiti þar til einhverjum hugkvæmdist að benda á að allt leikhús væri mark- aðsleikhús, þar sem aðgangur í leikhús væri seldur á almennum markaði. Hér var rangur skiln- ingur lagður í þýðinguna og verr af stað farið með hana en heima setið. Hið enska heiti hefur í áranna rás fengið á sig blæ þess ómerkara er þrífst í leikhúsum og oft að ósekju. Er gjarnan vísað til West End leikhúsanna í London og Broadway leikhúsa í New York þar sem söngleikir og gamanleikir hafa ráðið ríkjum um nokkra hríð. Markaðsleikhús (Commercial theatre) dregur þó engan veginn merkingu sína af gerð eða efni þeirra leiksýninga sem þannig er að staðið. Hér er eingöngu um að ræða leiksýningar sem einkaaðilar leggja fjármagn til í þeim tilgangi að hagnast á sýningunni. Það er kjarni málsins. Mörg dæmi eru um að í West End hafi verið settar upp sýningar á harmleikjum Shake- speares með heimsþekktum leik- urum í titilrullum, Lér, Hamlet, Óþelló enda sannarlega óvitlaus viðskiptahugmynd að setja Ham- let á svið með Olivier eða Gielgud í aðalhlutverki. Á Broadway eru ennfremur fjölmörg dæmi um sýn- ingar eftir höfunda á borð við Arthur Miller, Tennessee Will- iams, Eugene O’Neill sem hafa skilað fjárfestum ómældum hagn- aði. Því verður hins vegar ekki móti mælt að þetta eru fremur undantekningar en regla og á seinni árum hefur greinileg til- hneiging orðið í þá átt að sviðsetja söngleiki fremur en leikrit og þá allra síst dramatísk leikrit. Þannig hefur markaðsleikhúsið breska og bandaríska skilgreint sjálft sig með því að ekki þarf að skoða djúpt og lengi til að átta sig á því hvers konar leiklist fjárfestar treysta best fyrir peningum sínum og á hvað er veðjað þegar hagn- aðarvonin ræður ferðinni. Það eru dýrir söngleikir. Þótt ótrúlegt sé þá er munurinn á því að setja upp söngleik og venjulegt leikrit á Broadway ekki jafn mikill og ætla mætti; allur fastakostnaður er sá sami, aðeins þarf að greiða fleiri þátttakendum laun og það er svip- að í Ameríku og annars staðar að kostnaður við laun listamannanna er yfirleitt lægsti pósturinn þegar kemur að uppsetningu leiksýn- ingar. Einstaka stjarna fær meira fyrir sinn snúð en hún dregur líka fleiri áhorfendur að, stjarnan er söluvaran sem gert er út á. Allt er þetta einfalt og skiljanlegt og nið- urstaðan hvað okkur hér varðar er að ekkert íslenskra leikhúsa fellur undir skilgreininguna að öllu leyti, einfaldlega vegna þess að þau njóta öll einhverra opinberra styrkja og leikhús sem er á op- inberu framfæri getur varla verið að skila öðrum fjárfestum hagnaði. Það væri sérkennileg mótsögn. Leikhús í sumarskapi Niðurstaðan er að ekkert íslenskra leik- húsa fellur undir skilgreininguna að öllu leyti, einfaldlega vegna þess að þau njóta öll opinberra styrkja VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is MIKILVÆGI ferða- þjónustu fyrir þjóð- arbúið er ótvítrætt og síðasta áratuginn hef- ur fjölgun ársverka innan ferðaþjónustu verið mun meiri en í öðrum atvinnugrein- um. Lykillinn að þróun og eflingu ferðaþjón- ustu sem atvinnugrein- ar er, að fólk sem starfar eða hefur hug á að starfa innan ferða- þjónustunnar eigi kost á menntun við sitt hæfi. Það er því ánægjuleg staðreynd að framboð á námi er lýtur að ferðaþjónustu og ferða- fræðum hefur aukist mjög á und- anförnum árum. Ferðaþjónusta er auðvitað fyrst og fremst þjónustu- grein og því er afar mikilvægt að hún hafi yfir að ráða vel þjálfuðu vinnuafli, sem hefur skilning á því hvernig uppfylla megi væntingar og óskir ferðamannsins. Á landsbyggðinni er þó á flestum stöðum um að ræða mjög árstíða- bundin störf og mannaskipti eru tíð, þannig að erfitt er að þjálfa starfs- fólk upp. Mikilvægt er því að sum- arstarfsfólk eigi kost á stuttum þjónustunámskeiðum í upphafi sum- ars. Um þessar mundir standa yfir þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar og er ástæða til þess að hvetja forráða- menn ferðaþjónustu- fyrirtækja til þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið. Ekki má þá gleyma því að auk gisti- og afþrey- ingarfyrirtækja þá sækja ferðamenn mikla þjónustu til bensínstöðva, mat- vöruverslana, sund- staða og safna. Oft á tíðum er það starfsfólk þessara staða sem ferðamenn hafa hvað mest samneyti við og því brýnt að forsvars- menn þessara fyrir- tækja hafi metnað til þess að senda sitt fólk á þjónustunámskeið þegar þau er í boði. Gæði og öryggismál Færni og þekking á mannlegum samskiptum er þó ekki allt. Afþrey- ing hvers konar hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og byggist hún ekki síst á miklu nábýli við ís- lenska náttúru: jöklaferðir, fljóta- siglingar, hestaferðir um óbyggðir landsins o.s.frv. En íslensk náttúra er langt í frá hættulaus; jöklar springa, ár flæða og veður verða vá- lynd. Þeir sem leiða fólk í ferðir um óbyggðir landsins verða því að þekkja vel til allra aðstæðna og vera færir um að bregðast við, ef eitt- hvað ber út af. Alvarleg slys settu mark sitt á síðasta sumar og alltof margir ferðamenn áttu ekki aftur- kvæmt úr sinni Íslandsför. Þrátt fyrir að mörg þessara slysa megi rekja til staðbundins vanda í sam- göngumálum (einbreiðar brýr og malarvegir), eru þau einnig áminn- ing um hversu mikilvægt það er að vel sé staðið að mótttöku ferða- manna og reynt að tryggja öryggi þeirra í hvívetna. Umhverfi og samfélag Vaxandi ferðamannastraumur krefst þess ekki aðeins að við vernd- um ferðafólk fyrir hættum, sem kunna að leynast í íslenskri náttúru, við þurfum ekki síður að vernda náttúru okkar og umhverfi fyrir sí- vaxandi átroðslu og ágangi. Náttúr- an, sagan og búsetuminjar hvers konar eru helsta aðdráttarafl ís- lenskrar ferðaþjónustu. Þetta eru auðlindir sem ber að varðveita eigi ferðaþjónusta að dafna framtíðar- kynslóðum til handa. Góð skipulagn- ing og virk ráðgjöf er því nauðsyn- leg fyrir þá sem eru í ferðaþjónusturekstri eða hyggjast stofna til slíks reksturs. Grunnur farsællar uppbyggingar í ferðaþjón- ustu er virðing fyrir landinu og auð- lindum þess. Ferðamálabraut Hólaskóla Ofangreind sjónarmið hafa verið höfð að leiðarljósi við þróun og upp- byggingu náms á ferðamálabraut Hólaskóla. Áhersla á uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli sem byggir á náttúru, sögu og menningu, felur í sér mikla þátttöku heimafólks og að uppbygging sé í samræmi við um- hverfis-, félags- og menningarþætti hvers svæðis. Þetta er í anda virkr- ar byggðastefnu og þess fjölþætta hlutverks sem landbúnaður gegnir í dag. Mikið er lagt upp úr góðum tengslum við atvinnugreinina og fara nemendur í þriggja mánaða verknám um allt land í gisti- og af- þreyingarfyrirtæki hvers konar, sem og í margvísleg þróunarverk- efni á vegum ferðamálafulltrúa. Samstarf ferðamálabrautar og Náttúruverndar ríkisins felur í sér, að nemendur ferðamálabrautar fá landvarðaréttindi að námi loknu og einnig hafa verið gerðir samningar við Háskólann á Akureyri og Há- skóla Íslands þannig að nám á ferðamálabraut er metið sem hluti af ferðamálanámi til BS gráðu. Það eru spennandi tímar fram- undan fyrir athafnafólk í íslenskri ferðaþjónustu og það er ljóst að í harðri samkeppni er góð menntun mikils virði. Mikilvægi menntunar í ferðaþjónustu Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Menntun Grunnur farsællar upp- byggingar í ferðaþjón- ustu er, að mati Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, virðing fyrir landinu og auðlindum þess. Höfundur er deildarstjóri Ferðamálabrautar Hólaskóla. KYNNTAR hafa verið hugmyndir að verulegri landfyllingu í Arnarnesvogi undir íbúðarhúsabyggð. Trúlega munu flestir fagna því að í stað óþrifalegs iðnaðar- svæðis komi fallega skipulögð íbúðarhúsa- byggð sem fellur vel að landinu og auðveld- ar íbúum að njóta náttúruauðæfa svæð- isins. Öðru máli gegn- ir ef framkvæmdir geta stefnt í voða þessum sömu náttúru- auðæfum. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur nýlega samþykkt metnaðarfulla unhverfisstefnu fyrir Garðabæ að tillögu umhverfisnefndar. Í kafla um landrými og landnýtingu er kveðið svo að orði: „Í landi Garða- bæjar eru margar og margvíslegar náttúruperlur. Því ber nauðsyn til að nýting lands miðist við að sam- ræma vaxandi byggð, gróandi mannlíf og varðveislu náttúruverð- mæta. Byggð þarf að skipuleggja þannig að árekstrar við umhverfið verði sem minnstir og jafnframt tryggð sem best aðstaða íbúa til þess að njóta náttúru bæjarlands- ins“. Í Arnarnesvogi er óvenjuríkt fuglalíf og varla nokkurs staðar á höfuðborgarsvæðinu eru stærri samfelldar leirur. Vogurinn er einn helsti dvalarstaður fugla á Innnesjum á veturna. Svæðið býður upp á óþrjótandi möguleika til náttúruskoðunar og útivistar og vog- urinn er kjörstaður fyrir seglbáta og ára- báta. Svæðið er á náttúruminjaskrá og því ekki heimilt að hrófla við því nema almannaheill krefji. Ekki er unnt að halda því fram að bygging- arland í Garðabæ sé af svo skornum skammti að grípa þurfi til landfyllinga á friðuðu svæði sem haft gæti í för með sér óbætanleg- an skaða fyrir dýralíf á svæðinu auk annarra umhverfisspjalla. Aðeins hafa verið gerðar mjög takmarkaðar rannsóknir á hugs- anlegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Arnarnesvog á dýralíf, plöntugróður eða hljóð- mengun. Það væri í algjörri mót- sögn við umhverfisstefnu Garða- bæjar að hefja framkvæmdir sem þessar án þess að sýnt hefði verið fram á með óyggjandi hætti að umhverfisáhrif þeirra verði engin eða óveruleg. Varpað er fram hugmynd um leið varðandi framkvæmdir við Arnarnesvog sem telja verður að sátt ætti að geta orðið um. Hún felst í því að takmarka uppfyllingu við núverandi hafnarsvæði og byggja á svæði því sem þá væri til umráða hús af ýmsum stærðum og gerðum með um 500 íbúðum alls. Aðstaða yrði gerð á svæðinu fyrir seglbáta og árabátaen vélbátaum- ferð um Arnarnesvog væri ekki heimil. Gerðir yrðu göngustígar um svæðið og meðfram voginum í báðar áttir sem tengdust öðrum göngustígum. Með þessari leið væri unnt að ná fram markmiði þeirra sem vilja fá fallega byggð í stað hnignandi iðnaðarhverfis. Jafnframt væri tryggt að íbúar geti notið náttúruauðæfa svæðisins um ókomna framtíð án þess að eiga á hættu að framkvæmdir geti valdið umhverfisspjöllum sem ekki verði bætt. Með slíkri niðurstöðu myndu bæjaryfirvöld í Garðabæ staðfesta þann ásetning að fram- fylgja metnaðarfullri umhverfis- stefnu með hagsmuni ókominna kynslóða í fyrirrúmi. Byggð, mannlíf, náttúra Halldór S. Magnússon Arnarnesvogur Svæðið er á náttúru- minjaskrá og því ekki heimilt, segir Halldór S. Magnússon, að hrófla við því nema almanna- heill krefji. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.