Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 33  ÚT er komið vorhefti Skírnis árið 2001 í ritstjórn Svavars Hrafns Svavarssonar og Sveins Yngva Eg- ilssonar. Tímaritið er 175 ára um þessar mundir og það tímarit á Norðurlöndum sem lengst hefur komið út samfellt. Að þessu sinni fjalla flestar grein- ar Skírnis um tengslin á milli hins ís- lenska og hins erlenda. Steinunn Inga Óttarsdóttir kannar skrif tveggja alþýðumanna frá 18. öld sem héldu reisubækur og ferðuðust alla leið til Kína. Hún dregur upp sjálfs- mynd tveggja Íslendinga eins og hún birtist í skrifum um útlenska siði. En í augum útlendinga getur Ís- land einnig orðið að hálfgerðum Austurlöndum, í senn fjarlægt og kunnuglegt. Um þetta fjallar Jón Yngvi Jóhannsson í grein sinni um viðtökur dansk-íslenskra bók- mennta í Danmörku á fyrstu áratug- um 20. aldar. Á fyrstu öldunum eftir siðskipti fólst lærdómur einkum í klassískum menntum. Sigurður Pétursson legg- ur mat á það hvort lærðustu konur íslenskar hafi náð máli ef þær eru metnar út frá lærdómsviðmiðunum evrópskra húmanista á þessum öld- um. Bókmenntasaga Íslendinga var fyrst færð í letur á latínu á 18. öld og gerir Gottskálk Þór Jensson grein fyrir framlagi Jóns Þorkelssonar til þeirrar sögu. Um aldamótin 1900 stóðu Vestur-Íslendingarnir Marg- rjet J. Benedictsson og maður henn- ar, Sigfús B. Benedictsson, að út- gáfu tímaritsins Freyju. Kirsten Wolf gerir þessu kvenréttinda- og bókmenntatímariti skil í grein sinni. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um áhrif sambandslagasamningsins frá 1918 á tilraunir Íra til að öðlast full- veldi. Skírnismál Sigurðar Krist- inssonar snerta einnig Ísland og út- lönd. Hann ræðst gegn hefð- bundnum sjálfstæðisrökum fyrir varðveislu íslenskunnar en leggur önnur til. Birgir Hermannsson gerir hins vegar að umtalsefni orð forseta lýðveldisins um nýtt lýðræði og leit- ast við að skerpa skilning á þeim hugtökum sem eru notuð í um- ræðunni um það efni. Kristni á Íslandi er mikið verk sem tveir sagnfræðingar, Lára Magnúsardóttir og Páll Björnsson, ræða í greinum um bækur en Hann- es Hólmsteinn Gissurarson skrifar ritdóm um tilvitnanasafn Tryggva Gíslasonar. Skáld Skírnis er Krist- ján Karlsson og birtast eftir hann nokkur ný ljóð. Gunnar Harðarson fjallar um málverk Eggerts Péturs- sonar sem er myndlistarmaður tíma- ritsins. Tímarit ANDLEGT innlit er yfirskrift sýn- ingar Höllu Sigurgeirsdóttur sem nú stendur yfir í Galleríi 17 á Lauga- vegi. Þar gefur að líta myndir mál- aðar með vatnslitum, en þetta er fjórða sýning listamannsins. Sýningin stendur til mánaðamóta. Vatnslita- myndir í Galleríi 17 unnu í sameiningu, nefnist Cocktail Cone eða Samkvæmis Keila. Er hér um að ræða afkvæmi stólsins Keilu, sem þær hönnuðu fyrir þátttöku í hönnunarkeppni, sem haldin var á vegum UNESCO samtaka Sameinuðu Þjóðanna í Kína árið 1999. Sýning sú var einnig sett upp í París á síðasta ári, en að sögn Bjargar var það fyrir kynni þeirra Ragnheiðar við ítalskan fatahönnuð og dómnefnd- armeðlim, Maurizio Galante, sem ÍSLENSKU hönnuðirnir Björg Stefánsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir eiga verk á alþjóðlegri sýningu ungra og upprennandi hönnuða í Felissimo galleríinu í New York. Á sýningunni er einnig að finna verk nokkurra heimsþekktra hönnuða á borð við hollenska hönnunarteymið Droog-design og franska hönnuðinn Philip Starck. Ragnheiður og Björg luku báð- ar textílnámi frá Listaháskóla Íslands í vor. Stóllinn, sem þær þeim var boðin þátttaka í sýning- unni nú. Felissimo hönnunargall- eríið er á 56. stræti milli fimmtu og sjöttu breiðgötu. Markmið þess er að vekja athygli á verkum yngri kynslóðar hönnuða hvaðan- æva úr heiminum, en fyrirtækið á rætur að rekja til Japans. Sýning Felissimo er unnin í samvinnu við UNESCO hönn- unarkeppnina sem nú er haldin í fjórða sinn undir merkjum hönn- unar fyrir 21. öldina. Samkvæmiskeilu sinni lýsa þær Björg og Ragnheiður sem afar kvenlegum stól, sem er hannaður með þarfir samkvæmisdömunnar í huga. Rauðlakkaða setuna má opna svo út frá sætinu gangi lítið borð áfast á hjörum. Stólinn, sem minnir einna helst á varalit að formi til, segja þær „sannkallað þarfaþing fyrir dömu sem þarf að leggja frá sér glasið í snarhasti til að svara í gsm- símann, bæta á sig varalit, eða einfaldlega draga að sér athygli hinna gestanna“. Virt hönnunargallerí sýnir verk ungra íslenskra hönnuða Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Samkvæmiskeilan, stóll Ragn- heiðar Jónsdóttur og Bjargar Stefánsdóttur á sýningu í Fel- issimo-hönnunargalleríinu í New York. Í baksýn má sjá fyrirrenn- arann, stólinn Keilu. New York. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.