Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 33
ÚT er komið vorhefti Skírnis árið
2001 í ritstjórn Svavars Hrafns
Svavarssonar og Sveins Yngva Eg-
ilssonar. Tímaritið er 175 ára um
þessar mundir og það tímarit á
Norðurlöndum sem lengst hefur
komið út samfellt.
Að þessu sinni fjalla flestar grein-
ar Skírnis um tengslin á milli hins ís-
lenska og hins erlenda. Steinunn
Inga Óttarsdóttir kannar skrif
tveggja alþýðumanna frá 18. öld sem
héldu reisubækur og ferðuðust alla
leið til Kína. Hún dregur upp sjálfs-
mynd tveggja Íslendinga eins og
hún birtist í skrifum um útlenska
siði. En í augum útlendinga getur Ís-
land einnig orðið að hálfgerðum
Austurlöndum, í senn fjarlægt og
kunnuglegt. Um þetta fjallar Jón
Yngvi Jóhannsson í grein sinni um
viðtökur dansk-íslenskra bók-
mennta í Danmörku á fyrstu áratug-
um 20. aldar.
Á fyrstu öldunum eftir siðskipti
fólst lærdómur einkum í klassískum
menntum. Sigurður Pétursson legg-
ur mat á það hvort lærðustu konur
íslenskar hafi náð máli ef þær eru
metnar út frá lærdómsviðmiðunum
evrópskra húmanista á þessum öld-
um. Bókmenntasaga Íslendinga var
fyrst færð í letur á latínu á 18. öld og
gerir Gottskálk Þór Jensson grein
fyrir framlagi Jóns Þorkelssonar til
þeirrar sögu. Um aldamótin 1900
stóðu Vestur-Íslendingarnir Marg-
rjet J. Benedictsson og maður henn-
ar, Sigfús B. Benedictsson, að út-
gáfu tímaritsins Freyju. Kirsten
Wolf gerir þessu kvenréttinda- og
bókmenntatímariti skil í grein sinni.
Davíð Logi Sigurðsson fjallar um
áhrif sambandslagasamningsins frá
1918 á tilraunir Íra til að öðlast full-
veldi. Skírnismál Sigurðar Krist-
inssonar snerta einnig Ísland og út-
lönd. Hann ræðst gegn hefð-
bundnum sjálfstæðisrökum fyrir
varðveislu íslenskunnar en leggur
önnur til. Birgir Hermannsson gerir
hins vegar að umtalsefni orð forseta
lýðveldisins um nýtt lýðræði og leit-
ast við að skerpa skilning á þeim
hugtökum sem eru notuð í um-
ræðunni um það efni.
Kristni á Íslandi er mikið verk
sem tveir sagnfræðingar, Lára
Magnúsardóttir og Páll Björnsson,
ræða í greinum um bækur en Hann-
es Hólmsteinn Gissurarson skrifar
ritdóm um tilvitnanasafn Tryggva
Gíslasonar. Skáld Skírnis er Krist-
ján Karlsson og birtast eftir hann
nokkur ný ljóð. Gunnar Harðarson
fjallar um málverk Eggerts Péturs-
sonar sem er myndlistarmaður tíma-
ritsins.
Tímarit
ANDLEGT innlit er yfirskrift sýn-
ingar Höllu Sigurgeirsdóttur sem nú
stendur yfir í Galleríi 17 á Lauga-
vegi. Þar gefur að líta myndir mál-
aðar með vatnslitum, en þetta er
fjórða sýning listamannsins.
Sýningin stendur til mánaðamóta.
Vatnslita-
myndir í
Galleríi 17
unnu í sameiningu, nefnist
Cocktail Cone eða Samkvæmis
Keila.
Er hér um að ræða afkvæmi
stólsins Keilu, sem þær hönnuðu
fyrir þátttöku í hönnunarkeppni,
sem haldin var á vegum UNESCO
samtaka Sameinuðu Þjóðanna í
Kína árið 1999. Sýning sú var
einnig sett upp í París á síðasta
ári, en að sögn Bjargar var það
fyrir kynni þeirra Ragnheiðar við
ítalskan fatahönnuð og dómnefnd-
armeðlim, Maurizio Galante, sem
ÍSLENSKU hönnuðirnir Björg
Stefánsdóttir og Ragnheiður
Jónsdóttir eiga verk á alþjóðlegri
sýningu ungra og upprennandi
hönnuða í Felissimo galleríinu í
New York.
Á sýningunni er einnig að finna
verk nokkurra heimsþekktra
hönnuða á borð við hollenska
hönnunarteymið Droog-design og
franska hönnuðinn Philip Starck.
Ragnheiður og Björg luku báð-
ar textílnámi frá Listaháskóla
Íslands í vor. Stóllinn, sem þær
þeim var boðin þátttaka í sýning-
unni nú. Felissimo hönnunargall-
eríið er á 56. stræti milli fimmtu
og sjöttu breiðgötu. Markmið þess
er að vekja athygli á verkum
yngri kynslóðar hönnuða hvaðan-
æva úr heiminum, en fyrirtækið á
rætur að rekja til Japans.
Sýning Felissimo er unnin í
samvinnu við UNESCO hönn-
unarkeppnina sem nú er haldin í
fjórða sinn undir merkjum hönn-
unar fyrir 21. öldina.
Samkvæmiskeilu sinni lýsa þær
Björg og Ragnheiður sem afar
kvenlegum stól, sem er hannaður
með þarfir samkvæmisdömunnar í
huga. Rauðlakkaða setuna má
opna svo út frá sætinu gangi lítið
borð áfast á hjörum.
Stólinn, sem minnir einna helst
á varalit að formi til, segja þær
„sannkallað þarfaþing fyrir dömu
sem þarf að leggja frá sér glasið í
snarhasti til að svara í gsm-
símann, bæta á sig varalit, eða
einfaldlega draga að sér athygli
hinna gestanna“.
Virt hönnunargallerí sýnir
verk ungra íslenskra hönnuða
Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir
Samkvæmiskeilan, stóll Ragn-
heiðar Jónsdóttur og Bjargar
Stefánsdóttur á sýningu í Fel-
issimo-hönnunargalleríinu í New
York. Í baksýn má sjá fyrirrenn-
arann, stólinn Keilu.
New York. Morgunblaðið.