Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 49 ✝ Ketill Ólafssonfæddist á Siglu- firði 18. ágúst 1917. Hann lést 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sig- urgeirsson bakari og Jónína Jakobína Svanfríður Sigfús- dóttir. Ketill átti tvo bræður, Kjartan og Eggert, sem báðir eru látnir. Ketill giftist Ás- björgu Unu Björns- dóttur, f. 19. maí 1919, d. 4. sept. 1972, 1. mars 1941. Hennar foreldrar voru Björn Zophanías Sigurðsson skipstjóri og Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir. Börn Ketils og Ás- bjargar Unu eru: 1) Ólafur Þór, f. 14. apríl 1942, d. 28. feb. 1973, gift- ist Theodóru Gunnarsdóttur, þeirra börn, Ásbjörn Ketill, Guðný Ósk, Kjartan Þór. 2) Sigurður Sævar, f. 28. maí 1944, giftur Guð- rúnu Hjálmarsdóttur, þeirra börn Guðmunda Dagmar, Hrafnhildur, Ásbjörg Ólöf, Katla, Sigrún og Sigurður Sævar, einnig fæddist þeim andvana drengur. Sigurður á fyrir soninn Hinrik Sævar. 3) Björn Zophanías, f. 20. okt. 1945 Börn hans eru Ás- björg Una, Odd- steinn, Vilhjálmur og Ásdís. Björn er í sambúð með Vigdísi Ragnarsdóttur. 4) Jónína Ragnheiður, f. 14. apríl 1955, gift Snorra Hafsteins- syni, þeirra börn Ás- björg Ósk, Ásta og Hafsteinn Unnar. Sonur Ketils er Hall- dór Frank, f. 20. des. 1949, giftur Heiðu Ármannsdóttur, hann á eina dóttur, Söru. Langafabörn Ketils eru 17. Eftirlifandi sambýliskona Ketils er Inga Jóhannesdóttir, f. 28. des. 1912. Ketill og Ásbjörg Una eru fædd og uppalin á Siglufirði og hófu sinn búskap þar. Þau stunduðu bif- reiða- og verslunarrekstur á Siglufirði til 1946 en fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Ketill gerðist bifreiðastjóri hjá Hreyfli til fjölda ára, þau ráku verslun og heild- verslun um tíma. Síðustu starfsár- in var hann bifreiðastjóri á BSR. Útför Ketils fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil í fáum orðum minnast tengdaföður míns, Ketils Ólafsson- ar, sem nú er genginn leið jarð- vistar á enda. Þessi blíði og hæg- láti maður hafði gengið lífsleiðina í gegnum súrt og sætt. Ungur að ár- um, aðeins þriggja ára, missti hann föður sinn Ólaf, sem var bakari á Siglufirði, en hann hafði látið til leiðast að fara einn afleysingatúr á bát frá Siglufirði. Báturinn fórst í slæmu veðri og spurðist aldrei til áhafnar. Hugur Ketils hneigðist snemma að verslunarrekstri, fyrst sem sendill og afgreiðslumaður og síðar sem heildsali og verslunareigandi. Hann var alla tíð mikill kaupsýslu- maður í anda og sá víða tækifæri til verslunar. Ketill starfaði lengi sem bifreiða- stjóri, bæði við eigin rekstur með vörubíla og einnig hjá Hreyfli og síðar hjá BSR. Eins og margir ungir menn á Siglufirði lagði hann stund á skíða- íþróttina og náði góðum árangri bæði í göngu og stökki og varð m.a. íslandsmeistari í stökki 1938. Þær voru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur frá þessum ár- um, honum var tíðrætt um göngu- keppnirnar sem oft voru erfiðar og allt lagt í sölurnar. Eruð þér lif- andi Herra Ketill? sagði einn heldri maður við hann er hann rankaði við sér eftir að hafa hnigið niður í markinu eftir erfiða göngu. Hann var ekki síður liðtækur í skákinni með 1380 Elo-stig sam- kvæmt skrá Skáksambandsins. En skákin átti hug hans allan hin síð- ari ár og fór hann nánast daglega að tefla, bæði á mótum eldri borg- ara og við félaga sína í skákinni. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Ásbjörgu Unu Björnsdóttur. Þau hófu sinn búskap á Siglufirði og fluttu síðar til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til dánardags. Þau eignuðust saman fjögur börn. Ásbjörg Una barðist harðri baráttu við hjartveiki sem sigraði hana að lokum. Hún lést á sjúkra- húsi í Kaupmannahöfn í september 1972. Hún var Katli mikill harmdauði og átti hann alla tíð erfitt með að sætta sig við dauða hennar. En maðurinn með ljáinn var ekki langt undan því aðeins 5 mánuðum síðar, 28. febrúar 1973, missti Ketill elsta son sinn, Ólaf Þór, frá ungri eig- inkonu og þremur börnum þegar hann fórst með báti sínum Íslend- ingi í aftakaveðri. Feðginin Ketill og Jónína voru ákaflega náin og Ketill tíður gestur á heimili okkar. Þrátt fyrir áföllin í lífi sínu hélt þessi hægláti maður ótrauður áfram lífshlaupinu svo ótrúlega sterkur og aldrei í þau 25 ár sem ég þekkti Ketil sá ég hann skipta skapi. Síðasta aldarfjórðung var Ketill í sambúð með Ingu Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði. Þau áttu fallegt heimili og notalegt við Háaleitis- braut og hin síðustu ár við Lind- argötu. Hver maður á sín verðmæti, minningin um Ketil er ein af mín- um. Snorri. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Tengdafaðir minn, Ketill Ólafs- son, er látinn. Hann kvaddi þennan heim 25. maí sl. á fallegum sól- ríkum vordegi. Fyrir þrjátíu og þremur árum tengdist ég fjöl- skyldu þinni er ég kynntist manni mínum Sigurði. Þú og Ásbjörg kona þín tókuð mér sérstaklega vel, ég gat ekki eignast betri tengdafjölskyldu. Ásbjargar fékk ég ekki að njóta og þroskast með nema í fimm ár, þá lést hún, 5. sept. 1972. Síðar ferð þú í sambúð með Ingu sem var þér afar kær og þú hugsaðir vel um meðan þú lifð- ir. Þú stóðst eins og klettur við hlið okkar í gleði og sorg, þú varst hjartahlýr, rólyndur og mjög hátt- vís maður. Þú varst svipsterkur maður með eindæmum sem börn þín bera sterkt, barnabörn og barnabarnabörn (Ketilssvipurinn). Það var bæði hugljúft og lærdómsríkt að fá að eiga þig að í okkar lífi og uppeldi barna okkar. Það var einstaklega gott og þægilegt að hafa þig í kringum okkur á allan hátt. Ég ætla ekki að rifja upp öll þessi ár, því það væri efni í heila bók. Ég geymi það í minningu minni. Elsku Ketill minn, ég sakna þín sárt, þakka þér fyrir góða sam- fylgd í lífinu. Guð blessi minningu þína. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst, að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt, vera svo fagurt, og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið í djúpi vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn; og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðm.) Þín tengdadóttir, Guðrún. Elsku afi minn, þú fórst snögg- lega frá okkur og við því var ekki að búast. Í einu vetfangi varstu bara far- inn og maður spyr sig óneitanlega að því hver tilgangurinn sé. Maður á erfitt með að horfast í augu við sorgina sem fylgir því að þú ert ekki hér. Þegar ég leiði hugann að öllum minningunum um þig, brýst sökn- uðurinn fram. Þó þú sért búinn að kveðja okk- ur í þessu lífi munum við hittast aftur. Nú ertu kominn til ömmu og þar mun þér líða vel. Tilgangurinn í þínu lífi lá ljós fyrir þér. Þú eignaðist góða konu og fimm börn. Þrátt fyrir sorg og erfiðleika, stóðst þú allt af þér eins og klettur í hafi. Þú varst rólyndur, glaður og hjartahlýr maður sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Þar sem þú varst mátti ég finna hlýja hönd þína á öxl mér þar sem þú kastaðir kveðju á mig og börnin mín. Alltaf varstu áhugasamur um hag okkar og barnanna. Þegar þú talaðir við börnin mín streymdu minningar frá því þegar ég var lítil og þú komst að heimsækja okkur á Suð- urvanginn. Alltaf varstu þolinmóð- ur og elskulegur við mig þó að ég notaði sérstaka aðferð við að sitja í fangi þínu. Skapferli þitt hafði ró- andi og góð áhrif á mig. Það var gott að eiga góðan afa að og ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku afi minn, ég sakna þín sárt. Lítið kvæði úr bók sem ég les mikið fyrir börnin mín tjáir meira en öll orð. Hvert sem lukkan leiðir mig lífs á hálum brautum alltaf mun ég elska þig eins í sælu og þrautum Guð blessi þig og þína sál. Megi Guðs englar vaka yfir þér að eilífu. Þín sonardóttir, Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir. Elsku afi okkar. Nú ertu farinn og eftir stendur söknuður. Þú fórst svo skyndilega að við vorum ekki undir það búin, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Minningarnar um þig eru einungis góðar og skemmtilegar. Þú varst alltaf svo góður og blíður við okkur öll. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið, elsku afi. Núna þegar við sitjum hér og hugsum um þig þá minn- umst við þess öll þegar við vorum lítil og biðum eftir því að þið Inga færuð með okkur á jólaböllin hjá BSR. Þegar við unnum með þér bæði í sjoppunni og Saumagerðinni þá varstu alltaf svo hress og kátur og höfðum við öll gaman af því að hafa þig í kringum okkur. Minn- umst þess svo vel þegar þið Inga voruð að fara til útlanda og ykkur munaði ekki um það að koma aust- ur í sumarbústað til að kveðja. Það var svo ánægjulegt þegar þú komst í afmælið hennar Maríu Gretu, hvað þér leið vel og fannst gaman að hitta alla fjölskylduna. Það var alltaf gaman þegar þið komuð í heimsókn eða við til ykkar, þá sagðirðu okkur alltaf einhverjar sögur af pabba, Óla og Bödda. Elsku afi, minningarnar um þig munu geymast í hjarta okkar ævi- langt og við eigum eftir að sakna þín sárt. Þín Hrafnhildur, Ásbjörg Ólöf, Katla, Sigrún og Sigurður Sævar. Elsku afi, ég sakna þín svo mikið að ég get ekki lýst því. Mig langar með nokkrum orðum að segja öll- um frá því hvað þú varst ynd- islegur og góður afi. Það er ekki hægt að finna betri afa en þig. Þegar ég hugsa um þig þá kemur mér fyrst í hug þegar þú bjóst hjá okkur, þá lánaði ég þér herbergið mitt. Þegar maður opnaði dyrnar á herberginu var eins og að koma inn í aðra veröld, fullt af dóti, gömlu dóti sem hafði margar minn- ingar að geyma, maður gat setið þar inni í langan tíma og bara skoðað. Ekki get ég nú heldur gleymt að nefna bílinn þinn sem var þér eins og þitt eigið barn, þú hugs- aðir svo vel um hann og gast ekki hugsað þér að selja hann þó svo hann væri úr sér genginn. Þegar þú bjóst hjá okkur þá setti mamma bílinn þinn inn í bílskúr á hverjum morgni eftir að pabbi var farinn í vinnuna, þú gast ekki hugsað til þess að bílinn þinn væri úti í snjónum. Daginn sem þú kvaddir þennan heim þá varst þú á leiðinni í Toyota að kaupa vara- hluti í bílinn þinn. Elsku afi minn, ég sakna þess að sjá þig ekki heima hjá okkur, þú komst til okkar á hverjum degi, fékkst þér kaffi og settist í sófann til þess að lesa blaðið. Þú varst alltaf heima þegar Hafsteinn kom heim úr skólanum og komst með snúð handa honum. Það var mjög notalegt að hafa þig hjá okkur um páskana eftir að þú komst úr aðgerðinni. Þú vaktir mig alltaf þegar ég átti að mæta í vinnu eða þurfti að gera eitthvað. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja en mig skortir orð. Ég kveð þig með söknuði, mér þykir vænt um þig, elsku afi. Þín Ásta. Elsku afi minn, mér þótti svo vænt um þig. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér, alltaf tilbúinn til að hjálpa, sama hvað það var. Ég man hvað þú varst ánægður þegar við fórum og keyptum GSM-síma handa þér, þú varst svo hrifinn af þessari nýju græju þinni, þú hringdir svo oft í mig til að vita hvernig ætti að slökkva og kveikja á símanum, það var það eina sem þú vildir vita. Á hverjum degi komstu heim til okk- ar og fékkst þér kaffi og oft eitt- hvað með því og last Morgunblað- ið, það brást ekki heldur að þú komst með snúð handa Hafsteini. Við vorum að rifja upp um daginn þegar þú bjóst hjá okkur og það átti að ferma mig, þá laumaðist þú í kransakökuna mína sem átti eftir að setja saman, mamma var búin að segja að þú mættir ekki fá þér af henni en þú gleymdir því og ást einn hring, við urðum að púsla henni saman þótt það vantaði í hana, þá var mikið hlegið. Manstu afi minn, eftir draumnum sem mig dreymdi um okkur á afmælisdag ömmu og Hafsteins, ég sagði þér frá honum og þú tókst utan um mig og sagðir að það væri allt í lagi með þig, ekki vissi ég þá að draum- urinn myndi rætast. Afi minn, þeg- ar ég kom til ykkar um daginn og við settum rúllur í hárið á Ingu átt- um við svo góða stund saman, við hlógum svo mikið, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt þá stund með þér. Eins og blóm án blaða Söngur án radda Skyggir dökkur fugl heiðríkjuna. Vorið sem kom í gær, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson.) Elsku afi minn, ég kveð þig með yndislegar minningar um góðan afa, ég sakna þín svo mikið. Þín Ásbjörg Ósk. Elskulegi afi minn hefur nú kvatt þennan heim og langar mig að minnast hans með fáeinum orð- um. Það er mikil sorg þegar maður missir einhvern sem manni er kær, það er erfitt að hugsa til þess að hann afi er ekki lengur hjá okkur, það verður tómlegt án hans. Fyrstu minningarnar um afa eru frá Háaleitisbraut 17, þegar hann starfaði sem leigubílstjóri. Margar minningar koma upp í huga mínum þegar ég hugsa til baka sér- staklega þar sem Ásbjörn bróðir minn ólst upp hjá afa og Ingu al- veg frá 8 ára aldri, það var alltaf svo gaman að koma og heimsækja hann, alltaf tekið vel á móti manni. Þegar árin liðu og þú full- orðnaðist vorum við alltaf jafn hissa á hvað þú varst duglegur afi minn að keyra allt sem þú fórst og vissi ég hve mikilvægt bílprófið var þér. Mér er það mjög minnistætt þegar þú afi minn og Björn komuð í heimsókn til mín í Árósum. Það var á 78 ára afmælisdaginn hans. Við keyrðum niður til þýskalands ásamt mömmu og áttum við mjög skemmtilegan dag saman. Síðastliðin jól fór ég og Ólafur Þór sonur minn í heimsókn til afa og Ingu, afi dró þá upp gamlar myndir frá því að hann var keppn- ismaður á skíðum og Ólafur Þór átti ekki til orð af hrifningu yfir afa sínum og öllum þeim verð- launum sem hann vann á sínum ferli, er þetta Ólafi Þór mjög minn- isstætt. Afi var mjög ættrækinn og þeg- ar mann langaði að vita eitthvað um föðurfólkið þá leitaði maður alltaf til afa, alltaf fékk maður svör frá honum. Elsku afi minn ég á mínar minn- ingar um þig og mun varðveita þær í huga mínum. Megir þú afi minn, hvíla í friði og megi góður guð geyma þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ( V. Briem.) Guðný Ósk. KETILL ÓLAFSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.