Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 35 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 - trygging fyrir l águ verði! Rúnnað sturtuhorn úr sveigðu öryggisgleri Stærðir 80x80 eða 90x90 cm. Verð frá kr. 28.500,- stgr. Sturtuhorn Stærðir frá 65 til 80 cm og 75 til 90 cm. Verð frá kr. 16.900,- stgr. 80x80 sm Heilir sturtuklefar úr öryggisgleri stærð 80x80 sm. Innifalið í verði blöndunartæki, sturtusett, botn og vatnslás. Verð kr. 52.900,- stgr. H ön nu n & u m b ro t eh f. © 2 00 0 – D V R 06 8 TILBOÐSum ar FYRIR nokkrum áratugum var markverð tónlistariðkun nær ein- göngu bundin við Reykjavík innan Hringbrautar en nú hafa áhrif tónlist- armenntunar borist yfir þau mörk og má þar mest um muna, að starfandi eru í landinu 93 tónlistarskólar, er miðla margvíslegri menntun á sviði tónlistar til unga fólksins, sem nú er að uppskera með tónleikahaldi og stendur jafnvel undir framkvæmd stórviðburða. Ein uppeldisstofnunin er Selfosskirkja en við þá kirkju starf- ar unglingakór, undir stjórn Margrét- ar Bóasdóttur. Á tónleikum Unglingakórs Selfoss í Langholtskirkju s.l. þriðjudag mátti heyra, að vel hafði verið unnið og að unga söngfólkið er þegar vel kunn- andi í tónlist og að kórinn hefur hlotið góða þjálfun undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Meginhluti laganna á efnisskrá kórsins voru íslensk lög, þjóðlög og frumsamin og voru tón- leikarnir opnaði með tvísöngsút- færslu Róberts A. Ottóssonar á Gefðu að móðurmálið mitt, sem unga fólkið söng af glæsibrag og með töluvert þroskuðum hljómi. Af öðrum íslensk- um lögum má nefna Heyr himnasmið- ur, eftir þorkel Sigurbjörnsson en hann átti einnig lag sem undirritaður man ekki til að hafa heyrt fyrr en það var Sofi, sofi barn í dúni, sem Berg- lind Ósk Ásbjörnsdóttir söng mjög fallega við undirleik Sólveigar Önnu. Útsetning Þorkels á Bænin má aldrei bresta þig, er fallega unnin og var söngur kórsins sérlega fallega mót- aður. Ég vil lofa eina þá, frumsamið lag við gamalt helgikvæði, eftir Báru Grímsdóttur er skemmtilega unnið, með svolítið „píanískum“ en fjörleg- um undirleik mótradda lagsins og var lagið sungið með geislandi gleði. Frumflutt var nýtt lag eftir Elínu Gunnlaugsdóttur er nefnist Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð við texta úr Davíðssálmi 108. Þetta lag er byggt á stuttum tónhugmyndum, sem eru sí- fellt endurteknar og er slík þrástefjun (a la Þorkell) ákaflega leiðinleg til lengdar, sérstaklega þegar hvergi er reynt að mynda andstæðu við þessa síbylju. Verkið er nokkuð erfitt í söng en það var sungið af öryggi. Ráp söngfólks bætti í raun engu við, hvorki til hátíðarbrigða eða leikrænt. Þótt þú langförull legðir og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kalda- lóns, Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal voru fallega sungin og Ég bið að heilsa, eftir Inga T. Lárusson (sem er eina lagið er undirritaður þekkir til að er í sonnettuformi), var mjög fal- lega sungið af Ingunni V. Henriksen og Bryndísi Erlingsdóttur. Eftirtekt- arverður var einsöngur Höllu Drafn- ar Jónsdóttur á lagi Fjölnis Stefáns- sonar, Litla barn með lokkinn bjarta. Raddsetningin á Litlu börnin leika sér, eftir Victor Urbancic var of hratt sungin. Eftir undirritaðan voru sung- in með prýði þrjú lög, Vísur Vatns- enda-Rósu, Þjóðlífsmyndin, Margt er sér til gamans gert og útsetning á ís- lenska vikivakalaginu Einum unni ég manninum. Best sungnu erlendu lögin voru Ave María eftir Johannes Brahms, Laudi alla Vergine Maria eftir Verdi, Nigra Sum eftir Pablo Casals og Go down Moses í skemmtilegri jassaðri úrsetningu. Í viðbót við þann einsöng sem fyrr er getið, þá sungu Berglind Ósk Ásbjörnsdóttir og Elín Harpa Valgeirsdóttir tvísöng í Gloria in ex- celsis, eftir Haydn, Sonja Guðnadóttir og Auður Örlygsdóttir í Esurientes inplevit bonis eftir Vivaldi og Ingunn V.Henriksen og Erna Karen Óskars- dóttir í Pie Jesu, eftir Loyd-Webber. Þarna mátti heyra efnilegar söngkon- ur syngja bæði af þokka og töluverðri kunnáttu, sem vitnar um að meira er gert fyrir stúlkurnar en að æfa kór- söng. Brúðarmars Nínu, sænskt lag, er ofútsett, svo að sveifla lagsins týndist og einnig fyrir það, að í heild var lagið of hratt sungið. Unglingakór Selfoss undir stjórn Margrétar Bóasdóttur mun eins og aðrir íslenskir kórar „leggjast í ferða- lög“ og halda á næstunni til Spánar, til þátttöku í kórakeppni og fylgir þessum glæsilega kór ósk um góða ferð og heimkomu og góðan árangur. TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Margrétar Bóasdóttur flutti íslensk og erlend söngverk. Undirleikari á píanó var Sólveig Anna Jónsdóttir. Þriðjudag- urinn 5. júní, 2001. KÓRSÖNGUR „Að leggjast í ferðalög“ Jón Ásgeirsson MÁLARINN og leirlistamaðurinn Haukur Dór, er enn á ferðinni með athafnasemi sína og að þessu sinni er það pentskúfurinn sem ræður för. Leirinn sem hann handfjatlaði svo kröftuglega á árum áður virðist hafa orðið að víkja fyrir málverkinu hvað forgangsröð áhrærir sé tekið mið af síðustu sýningum. Allt í allt eru þær komnar á fjórða tuginn frá hinni fyrstu og eftirminnilegu í húsakynn- um Mokka kaffi 1962. Haukur Dór er hamhleypa til verka þegar sá gállinn er á honum og vinnubrögðin þróttmikill darraðar- dans óformlegra formana, á stund- um marglitra en einnig nær einlitra, líkt og á sýningu blakkra litaheilda í Austursal Kjarvalsstaða fyrir nokkr- um árum. Yfirleitt hafa sýningar listamannsins einkennst af ákveðnu stefi svipmikilla lífrænna formana sem hann gengur útfrá og mótar á ýmsa vegu, en á seinni árum er kom- in meiri fjölbreytni í leikinn. Ekki fullkomlega í takt við það sem list- húsin og sýningarstjórarnir í útland- inu vilja helst sjá hjá skjólstæðingum sínum, en þó blóðríkara og meira í takt við lífsandann, mannlegt eðli og gerandann að baki. Þetta kemur kannski greinilegast fram á sýning- unni sem hér um ræðir, sem er hin fjölþættasta sem ég man frá hendi listamannsins. Vinnubrögðin léttari og meira ljós og loft í myndverkun- um, eitthvað sem líkja má við upp- hafinn stígandi,- uppstigningu. Þetta er góð þróun, þótt hún gerist í og með á kostnað hráa sprengikraftsins sem einkenndi myndferlið á árum áður, en þá saknaði maður einmitt millitónanna og blæbrigðanna, ferðalagsins inn í sjálfan myndflöt- inn. Þetta virðist vera að koma eins og margt annað sem ekki næst nema með mikilli þjálfun og einbeitni, þá málararnir fara hægar að hlutunum. Það er þannig eitt og annað að gerast í myndheimi Hauks Dórs um þessar mundir, þótt fæstar myndanna séu í takt við bestu eðliskosti hans, líta má hana sem eins konar millistig og undanfara svipmeiri átaka en þó mikilsvert dæmi um ákveðið þróun- arferli. MYNDLIST S m i ð j a n l i s t h ú s , Á r m ú l a 3 6 Opið daglega á tíma rammaverk- stæðisins innaf salnum. Til 7. júní. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK HAUKUR DÓR Uppstigning Eitt af málverkum Hauks Dórs á sýningunni í Smiðjunni. Bragi Ásgeirsson  Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs- son hefur verið endurútgefin. Sagan segir frá sumrinu sem Ugla heimsækir ömmu sína. Hús- ið hennar heitir Dvergasteinn og er glæsilegasta hús sem Ugla hefur séð. En það er líka dularfullt og stóri steinninn í garðinum er ekki allur þar sem hann er séður. Að þessu kemst Ugla smám saman – og líka því að vandræði steinsins getur enginn leyst nema hún. Árið 1999 kom bókin út hjá DCR forlaginu í Danmörku. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 123 bls., prentuð í Sví- þjóð. Myndir í bókinni og á kápu gerði Erla Sigurðardóttir. Kápuna hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.990 kr. Nýjar bækur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Vekjaraklukka aðeins 900 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.