Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 16. maí sl.
boðuðu trúnaðarmenn
sjúkraliða á Landspít-
alanum til vinnustaða-
fundar og var fundar-
efnið aðallega að ræða
stöðuna í samninga-
málum.
Einnig var tæki-
færið notað og mót-
mælum komið á fram-
færi við formann
samninganefndar rík-
isins og gengið á fund
heilbrigðisráðherra og
hann hvattur til að
leggja sjúkraliðum lið.
Á fundinum kom í
ljós að óánægja
sjúkraliða er mikil og ekki að
ástæðulausu eins og berlega kom í
ljós þegar hagfræðingur BSRB
kynnti nýja skýrslu um þróun
launa nokkurra stétta
innan bandalagsins.
Kom í ljós að sjúkra-
liðar hafa setið eftir á
síðustu árum og hafa
alls ekki fengið sam-
bærilegar hækkanir
og aðrar stéttir hvorki
í prósentum né krón-
um talið og eru þó við-
miðunarstéttirnar
ekki of sælar af sínu.
Þar sáu sjúkraliðar
svart á hvítu að laun
þeirra þurfa að hækka
um 36% til þess að
vera sambærileg og er
þó ósamið við viðmið-
unarstéttirnar sem
eru með styttra nám að baki sér.
Einnig þótti nauðsynlegt að
kynna fyrir sjúkraliðum að síðan
samningar voru lausir í nóv. sl. þá
hafði samninganefndin aðeins setið
4 sáttafundi og það eina sem hefur
verið boðið upp á er fyrir marga
sjúkraliða launalækkun.
Sjúkraliðar vinna vaktavinnu og
geta aldrei boðað til fundar sem
þessa öðruvísi en það sé í vinnu-
tíma einhverra. Þeir vinna nefni-
lega á daginn, á kvöldin, á nóttunni,
á jólunum og páskunum fyrir lág
laun. Til þess að geta sótt fund sem
þennan, sem haldinn var á dag-
vinnutíma, fórnuðu sjúkraliðar dag-
vinnulaunum og mér vitanlega hef-
ur ekki verið boðið upp á að nota
t.d. uppsafnað orlof sem sjúkraliðar
einatt eiga inni til að koma í veg
fyrir að þeir verði enn óánægðari á
útborgunardegi.
Landspítalinn – háskólasjúkra-
hús er langstærsti vinnustaður
sjúkraliða á landinu. Á allflestum
deildum er mikil þörf fyrir fleiri
sjúkraliða. Maður skyldi því ætla
að vinnuveitandinn, þ.e. stjórnend-
ur sjúkrahússins gerðu allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að
halda í þetta starfsfólk sem það þó
hefur.
Það er ekki síður þeirra hagur að
samningar náist við stéttina, en
sjúkraliða sjálfra. Þeir ættu að
beita sér fyrir því að sjúkraliðar fái
verulega kjarabót svo að þeir verði
ekki undir í samkeppninni um þá.
Því að það er fullt af vinnustöðum
sem gjarnan vilja nýta sér starfs-
krafta sjúkraliða, í alls konar
umönnunarstörfum, því það er jú
það sem sjúkraliðar eru menntaðir
til.
Úti í þjóðfélaginu eru stórir hóp-
ar sem þarfnast umönnunar og nú
þegar er farið að greiða þeim sem
vilja taka þá að sér oft á tíðum mun
hærri laun en sjúkraliðar fá greitt
fyrir vinnu sína á LSH. Ljóst er að
faglært hjúkrunarfólk er miklu
færra á Íslandi miðað við íbúafjölda
heldur en á hinum Norðurlöndun-
um og ekki stefnir í atvinnuleysi
hjá þessum stéttum svo það er á
valdi hvers vinnustaðar hvernig
hann býr að starfsfólki sínu.
Nú þegar LSH hefur gefið út
annars ágæta starfsmannastefnu
þá er lag að láta starfsfólkið finna,
með áþreifanlegum hætti að það sé
mikils virði, að það eigi skilið
mannsæmandi laun, að stöðva
flótta faglærðs hjúkrunarfólks frá
stofnuninni svo álagið verði ekki
óbærilegt þeim sem eftir eru og
síðast en ekki síst að láta það aldrei
henda aftur að starfsfólkið þurfi að
upplifa þá niðurlægingu að vera án
samninga svo mánuðum skiptir
gegn vilja sínum.
Sjúkraliði – hvar
viltu vinna?
Hanna Margrét
Geirsdóttir
Kjarabarátta
Nú þegar LSH hefur
gefið út starfsmanna-
stefnu, segir
Hanna Margrét
Geirsdóttir, er lag
að láta starfsfólkið finna
að það sé mikils virði.
Höfundur er aðaltrúnaðarmaður
sjúkraliða á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi við Hringbraut.
Aðalfundur Máka hf.
verður haldinn fimmtudaginn 21. júní
2001 kl. 14.30 í eldisstöð MÁKA hf. í
Fljótum.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins og hlutafélagalögum.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins að
auka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir
kr. Ennfremur að stjórn félagsins verði falið
að ákvarða útboðsgengi hinna nýju hluta.
3. Önnur mál sem kunna að verða fram borin.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins
ásamt ársreikningi munu liggja fyrir á skrifstofu
félagsins, Freyjugötu 9, Sauðárkróki.
Stjórn Máka hf.,
Sauðárkróki.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Íslenska járnblendifélagið hf.
Aðalfundur Íslenska járnblendifélagsins hf.
verður haldinn í matsal félagsins á Grundar-
tanga fimmtudaginn 21. júní kl. 15.00.
Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf
skv. 17. gr. samþykkta félagsins. Atkvæðaseðl-
ar og fundargögn verða afhent á fundarstað.
Grundartanga 7. maí 2001,
stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf.
TILKYNNINGAR
Skólaslit IR
verða í Hallgrímskirkju föstudaginn
8. júní kl. 14.00.
Aðstandendur nemenda og velunnarar skólans
eru velkomnir.
Skólameistari.
Landsbyggðarfólk
athugið!
Bjóðum upp á ódýra gistingu til 15. júní nk.
Morgunmatur er innifalinn.
Gistiheimilið Berg,
Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði,
sími 565 2220, fax 565 4520,
netfang gestberg@vortex.is,
heimasíða gestberg.vortex.is .
Listmunir
Tökum eldri listaverk til sölu. Höfum kaupendur
að góðum verkum gömlu meistaranna. Fyrir
viðskiptavini leitum við sérstaklega eftir verk-
um Þórarins B. Þorlákssonar, Jóns Stefánsson-
ar, Nínu Tryggvadóttur, Þorvalds Skúlasonar,
Gunnlaugs Schevings, Gunnlaugs Blöndals
og Muggs.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14—16,
sími 551 0400.
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirfarandi framkvæmdir skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/
2000 um mat á umhverfisáhrifum:
Uppbygging sjóvarnar frá Minni-Vogum
að Grænuborg, Vatnsleysustrandarhreppi.
Lagning Hringvegar um Djúpá, Laxá og
Brúará í Fljótshverfi, Skaftárhreppi.
Hálendismiðstöð við Drekagil, Skútu-
staðahreppi.
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: http://www.skipulag.is .
Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til 5. júlí
2001.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Fimmtudagur 7. júní.
Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í um-
sjón gistiheimilisins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir. Ræðumaður:
Gylfi Markússon.
Fjölbreyttur söngur. Kaffi að
lokinni samkomu. Allir velkomnir.
www.samhjalp.is .
Kynning á tillögu
að matsáæltun Sultartangalínu 3
Landsvirkjun hyggst leggja nýja 420 kV há-
spennulínu, Sultartangalínu 3, frá tengivirki
við Sultartangastöð að aðveitustöð Lands-
virkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd.
Af þessu tilefni stendur Landsvirkjun fyrir opnu
húsi þar sem framkvæmdin verður kynnt á
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd föstudaginn
8. júní frá kl. 16.00—22.00 og laugardaginn
9. júní frá kl. 10.00—1800.
Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að kynna
sér þessi málefni, til að mæta.
Ársfundur
Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs stm.
Hafnarfjarðarkaupstaðar svk. 8. gr. samþykkta
sjóðsins 21. júní nk. kl. 16.30 í fundarherbergi
Hafnarsjóðs, Vesturgötu 11-13, Hafnarfirði.
Á fundinum verður gerð grein fyrir:
● Skýrslu stjórnar.
● Ársreikningum.
● Tryggingafræðilegri úttekt.
● Fjárfestingarstefnu.
● Tillögum stjórnar til breytinga á samþykkt-
um sjóðsins.
Allir sjóðsfélagar, þ.m.t. lífeyrisþegar, eiga rétt
til fundarsetu á ársfundinum með umræðu-
og tillögurétti.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
LISTMUNIR