Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 9 Glæsilegu handunnu leðurstólarnir frá á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n Portúgal fást hjá okkur Ný sending af sumarkjólum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Hörkjólar, -jakkar, -buxur og toppar      Kringlunni sími 581 2300 NÝJAR VÖRUR IÐNSKÓLINN í Reykjavík hélt ný- verið hátíðlegan Iðnskóladaginn sem að þessu sinni var fluttur úr húsnæði skólans og í Kringluna. Þar var skólinn með viðamikla náms- kynningu og lagði undir sig stóran hluta neðri hæðar verslunarmið- stöðvarinnar. Vildu skrá sig strax Að sögn Baldurs Gíslasonar, skólameistara Iðnskólans, er náms- kynning af þessu tagi árviss við- burður í tengslum við Iðnskóladag- inn en þetta væri í fyrsta sinn sem kynningin er færð út úr húsi á þenn- an hátt. Hann segir viðtökurnar hafa verið vonum framar og allt útlit fyrir að þessi háttur verði hafður á áfram. Þetta staðfestu bæði nem- endur og kennarar sem Morgun- blaðið ræddi við á kynningunni. Þeir voru á einu máli um að einstaklega vel hafi tekist til við kynninguna að þessu sinni og hafði einn kennara á orði að sumir gestanna hafi kvartað yfir því að geta ekki skráð sig í skól- ann þá og þegar í Kringlunni. Ekki var hægt að verða við því m.a. vegna þess að umsókn þarf að fylgja skrif- leg gögn um fyrri skólavist og fleira. Skráning nemenda hófst í þessari viku og segir Baldur að hún sé með eðlilegu móti. „Það er nýtt fyrirkomulag á inn- ritun í framhaldsskólana að þessu sinni þvi nú er ekki sameiginleg inn- ritun fyrir skólana eins og verið hef- ur heldur er hún í hverjum skóla fyrir sig. Baldur segir vaxtarbroddinn í skólanum undanfarið hafa verið á tölvubrauti og að hönnunarbrautin sé einnig nokkuð vinsæl. „Skólinn starfar í góðum tengslum við at- vinnulífið og við leggjum okkur fram um að tengja skólann raunveruleg- um verkefnum. Til að mynda vinna nemar í hönnunarfræði núna að verkefnum fyrir fyrirtæki úti í bæ. Skólinn reynir að bjóða þá menntun sem atvinnulífið biður um og aðlagar sig þannig að þörfum atvinnulífs- ins,“ sagði skólameistari. Í bæklingi sem útdeilt var á kynningunni kem- ur fram að aðsókn í skólann sé mjög mikil. Iðnskólinn telst vera stærsti framhaldsskóli landsins, með 1.500 nemendur í dagskóla og 400 í kvöld- skóla, en þarf samt að vísa fólki frá. Sérnám fyrir nýbúa Baldur talar þó um eina braut þar sem laða þyrfti að fleiri nemendur, en það er málmtæknibraut. „Á þeirri braut eru allt of fáir nemend- ur, en að námi loknu er næga vinnu að fá og ágætis launamöguleikar,“ segir Baldur. Hann segist ekki hafa neinar skýringar á þessu á reiðum höndum. „Það gæti þó verið ein af skýringunum að nemendur á þessu skólastigi leggi það ekki á sig að leita upp í Borgarholtsskóla en nám af þessu tagi hefur alfarið verið flutt þangað.“ Af öðru nýmæli innan skól- ans segir Baldur það helst að starf- rækt sé mjög stór nýbúabraut þar sem boðið er sérstakt nám sniðið að þörfum nýbúa. „Við erum lang- stærstir í þessu með 40-45 nemend- ur og stefnum að því að stækka brautina upp í um 60 nemendur. Námið í Iðnskólanum er að miklu leyti sniðið að þörfum hvers og eins og á það sérstaklega við um þessa nemendur því bakgrunnur þeirra er svo mismunandi.“ Iðnskólinn kynntur í Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.