Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fallinn er frá eftir hetjulegan bardaga við illvígan sjúkdóm, Ágúst Hafberg, fram- kvæmdastjóri. Sá sem þessi kveðjuorð ritar kynntist Ágústi á skólaárum okkar í Verzlunarskóla Íslands um miðja síðustu öld. Ágúst var í næsta bekk á undan mér, en sá bekkur var skipaður miklum vask- leiksmönnum, sem þá þegar þótt á skólabekk sætu, létu til sín taka í þjóðlífinu. Þeir skipuðu sér í fram- varðarsveit ungra sjálfstæðismanna og voru virkir í stjórnmálabaráttu þjóðarinnar á örlagaárunum eftir seinni heimstyrjöldina tímabilið 1946-1951. Evrópa var í uppnámi. Þjóðunum hafði blætt út í hildar- leiknum. Valdhafarnir, kommúnist- arnir, í Moskvu, voru einbeittir í því að koma einræðisskipulagi á sem víðast. Austur-Evrópa, hernumdu löndin á þeirra yfirráðasvæði, var auðveld bráð. En stefnt var lengra. Þá brugðust vestræn lýðveldisríki þ.á.m. Ísland, hart við og stofnuðu friðar- og varnarbandalag, Atlants- hafsbandalagið, árið 1949. Síðar gerðu Íslendingar sérstakan tvíhliða samning við Bandaríkin árið 1951. Íslenskir kommúnistar börðust hart gegn þátttöku Íslands í Nato og varnarsamningnum. Af þeirra hálfu var engin miskunn sýnd. Hvar sem þeir gátu komið því við. Á Alþingi, í verkalýðsfélögum, Háskóla Íslands, framhaldsskólum og víðar stunduðu þeir iðju sína. Á þessum tíma voru þeir áhrifamiklir, sérstaklega í röð- um menntamanna. Það var í þessu umhverfi, sem Ágúst Hafberg og unga fólkið á Ís- landi hrærðist á þessum tíma. Skól- ÁGÚST HAFBERG ✝ Ágúst Hafbergfæddist í Reykja- vík 30. júní 1927. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans í Reykjavík 16. maí síðastliðinn. Útför Ágústs hef- ur farið fram. inn, námið, stjórnmál- in, Sjálfstæðisflokkur- inn, Heimdallur FUS og Vaka. Skyldan við hina nýfrjálsu þjóð, Ís- land, var ofar öllu. Á þessum árum var öflug vel skipulögð sveit nemenda í Verzlunar- skóla Íslands, sem ætíð var til taks til að mæta hugsanlegum atlögum kommúnista gegn lög- mætum aðgerðum stjórnvalda. 30. mars 1949 stendur upp úr sögunni í þeim efnum. Heimdellingar voru af róttæklingum kallaðir hvítliðar, en það var sá hóp- ur fólks nefndur sem barðist gegn valdatöku kommúnista í Rússlandi í byltingunni 1917. Í þeirra munni var þetta smánaryrði. Árið 1989 var ógnarkerfi Sovét- ríkjanna aflagt. Fólkið fékk aftur frelsi til athafna, trúarbrögð reist til virðingar á ný, ferðafrelsi innleitt. Í stuttu máli: Hið nýja samfélag fyrr- um ríkja Sovétríkjanna skyldi byggj- ast upp af stoðum lýðveldis og þing- ræðis að vestrænni fyrirmynd. Hvers vegna dvelst ég í minning- argrein um mætan mann sem Ágúst Hafberg var, svo mikið við þennan þátt í æviferli hans. Einhverjir, sem hafa verið áberandi í íslenskum stjórnmálum, kynnu að segja, þótt hann væri þátttakandi hafði hann og ýmsir aðrir enga úrslitaþýðingu. Það er röng ályktun vegna þess að án manna eins og Ágústs Hafbergs, hefði og væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki jafn sterkur og raun ber vitni um. Ágúst var hluti innsta kjarna flokksins frá skólaárum þar til hann féll frá. Hann lét merkið aldrei falla og hann efaðist aldrei um mikilvægi stjórnmálaafls eins og Sjálfstæðis- flokkurinn er. Ágúst var alinn upp í hörðum skóla lífsins, þar sem skiptast á skin og skúrir, en lét aldrei bugast, frekar en í orrustum fyrr um daga. Sem virkur þátttakandi tók hann þátt í sigrum flokksins. Að tapa var stund- arfyrirbæri. Sem fyrr getur lágu leiðir okkar Ágústs fyrst saman í Verzlunarskóla Íslands. Allar götur síðan hafa leiðir okkar legið saman, einkum í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir tæp- lega þremur árum stóðum við að stofnun Samtaka eldri sjálfstæðis- manna ásamt góðum hópi fólks, sem vill láta sig málefni aldraðra varða. Fólk, sem telur að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi að vera í forustunni í þess- um efnum. Við ramman reip er að draga vegna þess að það er því miður landlægt á Íslandi enn þann dag í dag, að hinir eldri geti séð um sig að mestu leyti sjálfir og að sem minnst eigi að gera fyrir þennan hóp þjóð- félagsins. Það er rétt, að flestir geta bjargað sér, en það er ranglátt að taka þennan hóp fólks út sérstaklega og láta hann búa við hlutfallslega lakari kjör. Skilningur fer vaxandi fyrir því að þessari þróun verði snúið við. Ágúst var kjörinn í stjórn SES í upphafi samtakanna og átti sæti í henni er hann féll frá. Hann ásamt Ásgeiri Hallssyni og Hannesi Þ. Sig- urðssyni unnu að því verki fyrir stjórnina að móta og setja fram til- lögur um meiri og betri réttindi til handa lífeyrisþegum úr almanna- tryggingakerfinu. Hugmyndir þeirra voru að umbylta kerfinu, lyfta upp réttindagreiðslum og gera kerf- ið einfaldara. Öll nálgun einstaklings gagnvart almanna kerfinu skuli byggjast á rétti en ekki ölmusu. Ágúst var fylginn sér í þessu efni sem öðru. Það var táknrænt fyrir þennan athafnamann og fyrrum vinnuveitanda að hann skuli á efri árum eiga sér þá brennandi hugsjón að betur sé búið að sjúkum og öldr- uðum. Það lýsir ef til vill betur en mörg orð hugarþeli hans og lífsvið- horfum. – Í þeim efnum voru þeir lík- ir vinur hans Eyjólfur heitinn K. Jónsson, alþingismaður, sem lést ár- ið 1997. Hugsjónamenn, sem hugs- uðu ekki um eigin hag, heldur vel- ferð samferðamanna sinna og þjóðarinnar. Stjórn SES kveður góðan sam- starfsmann og þakkar honum fórn- fúst óeigingjarnt starf. Fjölskyldu og vandamönnum eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Garðarsson. Ljúft og skylt er að minnast mætrar konu, Kristínar Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem lést 28. maí sl. Kynni mín af Stínu á Grettisgötunni, eins og hún var gjarnan nefnd, hafa staðið frá því á sjötta áratug liðinnar aldar. Atvik höguðu því þannig, að vegna sam- starfs sem þróaðist í trygga vináttu okkar eldri dóttur hennar, Sellu, varð Stína matmóðir mín um árabil. Á þessum árum var hennar ágæti eiginmaður, Siggeir Einarsson, enn á lífi og öll börnin fimm í foreldra- húsum. Til siðs var að snæða heitan KRISTÍN GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Kristín GuðrúnGuðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 13. september 1913. Hún lést í Landspít- alnum – Háskóla- sjúkrahúsi, Fossvogi, 28. maí síðastliðinn. Útför Kristínar hefur farið fram. mat í hádeginu, tvírétt- aðan og allir komu heim, ekki aðeins fjöl- skyldan heldur ýmsir aðrir, bæði skyldir og óvandabundnir. Man ég aldrei til þess að svo fámennt væri í hádeg- inu að allir gætu sest að borðum samtímis. Ógleymanlegir eru ýmsir réttir svo sem hvalabuffið, plokkfisk- urinn, steiktur eða soð- inn fiskur – einhvern veginn varð allt að úr- valsgóðum og lystug- um mat í höndum Stínu. Oft hefi ég síðar leitt hugann að því hveru mikil vinna fólst í því að standa fyrir stóru og gestkvæmu heimili á þessum tím- um, ekki síst við öll aðföng, allt borið á höndum, enginn bíll. Matur ávallt tilbúinn á réttum tíma, úrvalsgóður, snyrtilega framreiddur, hávaðalaust og eins og ekkert væri fyrir haft. Þrátt fyrir matarást mína á Stínu fyrr á árum er langt frá því að ég minnist hennar einungis fyrir þeirra hluta sakir. Stína var mjög sterkur persónuleiki. Hún var hispurslaus, heiðarleg, hreinskiptin og óeigin- gjörn. Hún virti sjálfsákvörðunar- rétt einstaklingsins, ákvarðanir hvers og eins um val á lífsstíl og -máta. Það var ekki hennar að taka ákvarðanir fyrir aðra. Afskiptalaus um annarra hagi en hafði engu að síður mjög ákveðnar skoðanir. Hún lét hins vegar í ljós álit sitt umbúða- laust væri eftir því leitað – annars látið kyrrt liggja. Einn vandræða- lausasti einstaklingur sem ég hefi kynnst. Vandamál voru ekki til að velta sér upp úr þeim heldur leysa ef unnt var. Stína var verklagin og vel- virk. Hún var dugnaðarforkur og ósérhlífin, geymdi eigi verk til morg- uns sem hægt var að vinna í dag. Einkum á seinni árum hafði Stína alltaf eitthvað á prjónunum og fórst það vel úr hendi – nánast hamhleypa við prjónaskap. Tvívegis minnist ég þess að hún hafi spurt mig hvort ég gæti ekki keypt fyrir sig garn í peysu – hún væri orðin svo hundleið á að prjóna úr þessum lopa og langaði til að fást við öðruvísi band. Látið heita sem ég væri að gera henni greiða. Úr urðu forláta fallegar peysur sem ég átti árum saman. Stína var hávaxin og ætíð grann- holda, fagureygð og skarpeygð með einstaklega fallegt hár. Ávallt smekklega og snyrtilega búin, hafði ánægju af vönduðum og fallegum skartgripum. Félagslynd, ræðin og fylgdist prýðisvel með þjóðmálum og hafði fastmótaðar skoðanir á þeim eins og öðru. Ýmissa tilsvara hennar um lífsspeki geymi ég í huga mér, hefi með árunum velt þeim upp ann- að veifið og orðið betur ljóst, að mörg þeirra eru hrein gullkorn. Þaulhugs- uð speki einstaklings sem lifað hefur langa ævi á stundum við misjöfn kjör allt frá bernsku- og æskuárum. Þau hjón, Stína og Siggeir, hygg ég að hafi átt hamingjuríkt hjóna- band. Þau voru bæði mjög sjálfstæð- ir einstaklingar og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og ást án nokk- urrar væmni. Hvort um sig virtu þau þarfir og óskir hvors annars til at- hafna og skoðana – þau tóku ekki fram fyrir hendur hvort annars. Það er mikils virði að kynnast og eiga samleið með góðum. Fyrir það er þakkað af heilum hug. Mín góða vinkona, Stína á Grett- isgötunni, er kærust kvödd. Guðbjörg Kristinsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.  4 4        ;<)= 2=;3'63=9      >     ;  .      ? " ) "- 4 (H , "                 -5 -> 0 $ "     ) 4 )H)IE            7        ?  ! <  42<   &"))  8 -   -248; &" &")) " -  &")) <"# 27"  (  (1, 7  -   /  (     ,         ; -- 5 0 #@   8!  +/ $           "  1   &")), "                    / 0995!   # )  ?I            )  $      , ?  !  )  ,!82  4 # 42 ,-2)  &"*J )   -248  * &")) -C)  )    ): &3  &"))  )  &")) -2432&2:# 3  2) )  &")) !"#    !" "3 !"  (  (1 (  (  (1,   .(                0- 0  4 # )G    '  7       !    &")) :  42   &")) *  8    &"))  + &  ,  %      B )42;  &"))     &"))  & 3       "( )    (  (1 (  (  (1, = -       -            $(            .     :-  : 0 *,1 27 " 12   , #  -        9/ ,      @ /   ;  .   /         #&2 ) 2; &" &")) &   H32&2 )   ; &"    ; 3  )   !12   =)K   ( )! @ ) :!"   ; 3 <""( ) )   ) *  9    )  ;  )) ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.