Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÆSLULEIKVELLIR í Reykjavík hafa sumir verið æði lengi starfandi, jafnvel í marga áratugi. Að undaförnu hefur þeim hins vegar fækk- að töluvert, sérstaklega í eldri hverfum borgarinnar, og mun ein helsta ástæðan fyrir því vera sú að nú er meira framboð af heilsdags- plássum fyrir börn á leikskól- um en áður var. Leikvellirnir eru núna 19 talsins en voru 25 fyrir örfáum árum. „Ég man eftir upp undir 300 þúsund heimsóknum á gæsluvelli á ári en þær eru komnar niður í 120 þúsund núna,“ sagði Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær, að- spurður um þróunina. „Við höfum því lagt af þá gæslu- velli sem elstir voru og lé- lagastir, ef svo má orða. En við höldum þessari starfsemi áfram, á meðan það er verj- andi, og höfum einsett okkur að hafa þá gæsluvelli sem eft- ir eru með eins góð húsa- kynni og tæki og frekast er kostur.“ Af þessu tilefni fór Morg- unblaðið á stúfana til að at- huga hvernig lífið gengi fyrir sig á dæmigerðum gæsluleik- velli og varð sá við Ljósheima fyrir valinu. Hann er þriggja kvenna gæsluvöllur, sem kall- að er, og veitir Hildur Ólafs- dóttir honum forstöðu. Hún er búin að starfa lengi í þess- um geira, byrjaði að vinna á gæsluleikvelli árið 1960 þegar leikskólakerfi borgarinnar nefndist Sumargjöf og eftir það Dagvist barna. Upphaflega fyrir heima- vinnandi húsmæður Hildur var fyrst spurð að því hver munurinn væri á gæsluleikvelli og leikskóla. „Gæsluleikvöllur er fyrst og síðast útivistarsvæði,“ svaraði Hildur að bragði. „Ég held að þetta sé upphaflega hugsað fyrir heimavinnandi húsmæður, því það er ekki ætlast til þess að fólk vinni úti og sé með börnin á róló. Og við erum með ákveðnar reglur þar að lútandi.“ Að sögn Hildar miðast starfsemi gæsluvallanna við börn á aldrinum 2–6 ára en hægt er að bregða út frá þeirri reglu í samráði við starfsmenn gæsluvallanna sem geta veitt undanþágu börnum sem orð- in eru 20 mánaða. Í einstaka tilfellum er farið niður í 18 mánuði ef barnið hefur verið talið undir það búið. Hildur sagði börnin yfir- leitt annaðhvort fyrir eða eft- ir hádegi á gæsluvellinum og koma yngri börnin þá yfirleitt fyrir hádegi. „Síðan ég byrj- aði hefur fjöldinn orðið mest- ur rúmlega 40 börn yfir dag- inn en annars er þetta mjög breytilegt. Fyrir hádegið í dag eru t.d. einungis sjö börn hér sem er óvenju fámennt.“ Foreldrarnir koma ekki endilega með börn sín hvern einasta virkan dag á gæslu- leikvöllinn, heldur eftir því sem þörf er á. Þess vegna er greitt fyrir hvert skipti. „Svo er hægt að kaupa kort og þá er dvölin ódýrari, kostar 100 krónur hvert skipti en annars 150 krónur,“ sagði Hildur. Innirými takmarkað Hildur sagði gæsluvellina og leikskólana ekki vera í samkeppni hvorir við aðra. „Þessi leikvöllur hjá okkur byggist t.d. mikið upp á dag- mömmunum sem koma með börnin hingað til okkar í pössun. Sérstaklega er þetta áberandi fyrir hádegið. Það er orðið minna um að konur séu heimavinnandi og þekkist eiginlega varla lengur. Þetta getur ekki komið í stað leik- skóla af því að við höfum ekki nægilegt innirými. Þetta er hugsað sem útivistarsvæðien við höfum ákveðið skjól að hlaupa inn í ef svo ber undir. Þetta litla herbergi sem við erum með myndi aldrei vera boðlegt handa 10–20 börnum í tvær eða þrjár klukkustund- ir. Ég sé það a.m.k. ekki fyrir mér.“ Nesti tvisvar í viku Að sögn Hildar er reynt að brydda upp á ýmsu til að gera dvölina sem ánægjuleg- asta fyrir börnin. „Sumir gæsluleikvellir eru t.d. með nestisdaga alla daga, aðrir tvisvar eða einu sinni í viku. Við hérna erum með tvo nest- isdaga, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá koma börnin með nesti að heiman og ef það er kalt í veðri er drukkið og borðað inni í húsi en annars utan dyra. Þetta er bara það sem við gerum upp á eigin spýtur og er hvergi að finna í starfslýsingunni. Í raun og veru er ekki ætlast til að börn komi með nesti á róló. Við gerum þetta til að leyfa börnunum að fá smá til- breytingu. En þetta er, eins og margt annað, ólíkt frá ein- um gæsluvelli til annars og ég veit til þess að á sumum eru ekki hafðir neinir mat- artímar.“ Að mati Hildar hefur starf- ið þó lítið breyst í gegnum tíðina. „Að vísu hefur það bæst við að nú höfum við þetta skjól, leikherbergi, sem við getum tekið börnin inn í ef illa viðrar en slíkt var ekki á þeim völlum sem ég starfaði við áður fyrr. Ég kynntist ekki svona inniaðstöðu fyrr en upp úr 1995,“ sagði Hildur að lokum. Dagmömmur nýta mest þjónustu gæsluleikvalla sem hefur fækkað ört á undanförnum árum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hér eru börnin, sem voru á gæsluvellinum fyrir hádegi í gær, komin í stætó, og Hildur gætir þess að allt sé með felldu. Börnin eru, talið frá vinstri: Arnór, Ásta María, Eyþór, sem neit- aði að horfa til ljósmyndarans, Kristófer, Laura og systkinin Ívar og Arna. „Höldum áfram með- an það er verjandi“ Heimar UMFERÐARNEFND For- eldrafélags Digranesskóla segir ýmislegt varhugavert við aðkomu gangandi barna að skólanum. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar sem lagt var fram í bæjarráði sl. fimmtudag. Í bréfinu segir að það séu einkum tvö svæði sem valdi áhyggjum foreldra. Annars vegar gatnamót Digranesheið- ar og Skálaheiðar en að sögn Guðlaugar Bjarnadóttur sem er í umferðarnefnd skólans er það fyrst og fremst vegna barna sem búa suðvestan við skólann en engin gangbraut er yfir gatnamótin. „Börn ganga nú bara eins og vatnið rennur og fara beint yfir gatnamótin. Þarna er líka keyrt inn að íþróttahúsinu Digranesi þann- ig að í rauninni mætast fjórar leiðir þar sem börnin ganga yf- ir. Þannig að þetta er eiginlega ófremdarástand og í rauninni bara tímasprengja því svæðið er mjög hættulegt,“ segir hún. Hún segir umferð þarna talsverða á þeim tíma sem skólinn hefst á morgnana, sér- staklega vegna foreldra sem eru að keyra börnin sín í skól- ann og eins vegna fólks á leið til vinnu. Þá hafa foreldrar áhyggjur af merkingum fyrir gangandi vegfarendur yfir Hlíðarhjall- ann en að sögn Guðlaugar eru þrengingar í götunni sem krakkarnir eiga að fara yfir. „Foreldrar hafa hins vegar áhyggjur af því hversu lítið sýnilegt þetta er því það er einungis þrengingin sem er merkt. Þarna er ekkert sem minnir á gangandi vegfarend- ur eða börn,“ segir hún. Tillaga til að auka öryggi kynnt í dag Þórarinn Hjaltason bæjar- verkfræðingur segir að Kópa- vogsbær hafi fengið ráðgjafa til að gera tillögur að úrbótum í umferðaröryggismálum og hafi hann boðað til funda með fulltrúum frá öllum skólum í bænum á sínum tíma. Reyndar hafi það verið misjafnt hversu vel var mætt á þessa fundi. Hann segir erindi foreldra Digranesskóla verða tekið fyr- ir á fundi umferðarnefndar Kópavogsbæjar í dag. Ráðgert sé að endurgera Digranesheið- ina í ár þó að ekki náist að ljúka við alla götuna í sumar. „Um leið og hún verður end- urgerð verða upphækkanir og annað sem ákveðið hefur verið í því sambandi gert í leiðinni.“ Varðandi umferð gangandi vegfarenda yfir Skálaheiðina við Digranesheiði segir Þórar- inn að hann hafi tillögu um að- gerðir til að auka öryggi veg- farendanna, sem verði kynnt fyrir umferðarnefnd bæjarins á fundinum í dag. Eftir eigi að skoða athugasemdir varðandi Hlíðarhjalla betur en erindið verði tekið fyrir á fundi nefnd- arinnar. Segja ófremdarástand á leið barna til skóla Kópavogur Foreldrar áhyggjufullir vegna umferðarmála ÞEIR sem leggja leið sína um Háaleitisbraut hafa væntanlega tekið eftir óvenjulegu hraðamæl- ingaskilti, sem komið hefur verið þar fyrir. Skiltið sýn- ir á hvaða hraða ökumenn aka en leyfilegur hámarks- hraði á Háaleitisbrautinni er 50 kílómetrar á klukku- stund. Að sögn Stefáns Finns- sonar hjá gatnamálastjóra var skiltinu fundinn þessi staður í kjölfar óhapps er varð á Háaleitisbraut um daginn þegar ekið var á ungan dreng. Hann segir þrjú slík hraðamæl- ingaskilti til í borginni sem öll séu færanleg. Hraði hefur minnkað Að hans sögn er skilt- unum yfirleitt komið fyrir í nágrenni við skóla eða á stöðum þar sem brýnt er að ökumenn sýni mikla var- kárni. Mælingar sýna að þessi skilti hafa áhrif og hraðinn hefur minnkað á þeim stöðum þar sem þau eru. Stefán segir að mælingar hafi verið gerðar á Háaleit- isbraut fyrir og eftir að skiltinu var komið fyrir og sýndu þær að meðalhraði hafði lækkað um sjö kíló- metra á klukkustund, var áður 64 kílómetrar en er nú 57 kílómetrar. Hann segir áhuga fyrir hendi á að kaupa fleiri svona skilti og jafnvel koma þeim var- anlega fyrir. Þá yrðu fyrir valinu staðir eins og til dæmis Háaleitisbrautin, þar sem ekki hentar að koma upp hraðahindr- unum. Hraðamælingaskilti með nýstárlegu sniði Morgunblaðið/Billi Háaleitishverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.