Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 41
HINN 22. maí birtist
frétt í Morgunblaðinu
þar sem fagnað var opn-
un reiðsvæðis fyrir
hestamenn í Hafnar-
firði. Verkið hafði tekist
vel og kostnaður var um
40 milljónir. Þar af hafði
bærinn aðstoðað og
greitt 30 milljónir.
Einnig var tíundað að
hestamenn væru
ánægðir með nýfengna
aðstöðu.
Ég vil byrja á því að
óska hestamönnum
innilega til hamingju
með frábæra aðstöðu til
sinnar íþróttaiðkunar í
Hafnarfirði. En ástæðan fyrir mínum
skrifum er sú, að í þessari frétt tala
hestamenn um að einu vandamáli
væri eftir að ryðja burt. Það væru
mótorhjólamenn sem aka á þessum
reiðslóðum. Þeir væru „stórvandamál
víða í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á
göngu-og reiðleiðum“.
Nú hef ég nákvæmlega ekkert á
móti hestamönnum, hvað þá skepnum
þeirra. Og hestar og mótorhjól eiga
einnig eitt sameiginlegt, og það eru
hestöfl... Við höfum haldið uppi áróðri
meðal hjólamanna að taka tillit til
hestamanna, víkja út í kant og drepa á
hjólinu. Meira að segja eru hesta-
menn innan raða okkar hjólamanna.
En það sem mér mæðist, er að þurfa
að sitja undir því að ein íþrótt sé talin
æðri annarri, og látið að því liggja að
hestamenn séu meiri útivistarfólk en
mótorhjólamenn. Hver þykist vera
hæfur til að draga þannig í dilka?
Ástæðan fyrir þessum árekstrum
milli hesta- og hjólamanna er ofur ein-
föld og öllum ljós, ef menn nenna að
opna augun; vélhjólaíþróttamenn
hafa ekki fengið framtíðarsvæði út-
hlutað til að stunda sína íþrótt (let-
urbr. höf.). Svo einfalt er það. Og á
meðan ekkert svæði er fyrir um 1.500
hjólamenn og börn þeirra á höfuð-
borgarsvæðinu sem vilja stunda sína
íþrótt (það eru um 2.000 skráð hjól á
landinu), munu árekstrar milli mót-
orhjólamanna og hestamanna eiga
sér stað. Annað er óhjákvæmilegt. Og
ef enginn skilningur, aðstaða eða póli-
tískur stuðningur fæst fyrir þennan
hóp til að stunda íþrótt sem mikill
áhugi og menning er fyrir, hvað er þá
til ráða? Svarið við því er einnig ofur-
einfalt; menn nota það sem hendi er
næst og reyna að bjarga sér (leturbr.
höf.). Hvar myndu hestamenn stunda
sína íþrótt ef enginn væri reiðslóðinn
eða ekkert leyfið fyrir hesthúsi eða
skeiðvelli? Voru þeir ekki á vegum
ætlaðir fyrir bifreiðar, áður en þeir
fengu aðstöðu? Ég bara spyr sisvona.
Ég er meðlimur í öflugu íþrótta-
félagi sem heitir Vélhjólaíþrótta-
klúbburinn, skammstafað V.Í.K.,
stofnaður í október 1978. Lögheimili
klúbbsins er í Reykjavík. Hann er að-
ili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur
og Íþróttasambandi Íslands. Hvernig
væri að skoða markmið þessa íþrótta-
klúbbs. Þau eru eftirfarandi:
Að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn
til að stunda íþrótt sína, motocross
og enduro, á löglega afmörkuðum
svæðum.
Að skapa aðstöðu fyrir æskulýðs-
starf unglinga í mótorhjólaíþrótt-
um, undir eftirliti og handleiðslu
fullorðinna.
Að kenna aksturstækni og sinna
fræðslu um öryggis-
búnað mótorhjóla-
ökumanna.
Að kenna félags-
mönnum að umgang-
ast náttúruna með
virðingu.
Að stuðla að upp-
græðslu og ræktun á
því landi sem klúbb-
urinn fær til afnota.
Við höfum reynt í 22
ár að fá úthlutað ör-
litlum landskika til
framtíðar undir íþrótt
félagsmanna okkar,
sem eru um 300 manns
og ört vaxandi, en alltaf
verið synjað af þeim er
málið varðar. Ótal bréf hafa verið
send í alls konar útgáfum til allskonar
nefnda og ráða í stjórnkerfinu.
Óformlegar og formlegar umsóknir
sendar til allra sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu, oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar. Stuðningsyfirlýsing-
um frá lögreglu og umhverfissamtök-
um hefur verið safnað saman til að
hafa meira kjöt á beinunum. Setið á
fundum eftir fundum...
Við höfum einungis náð að halda Ís-
landsmót í okkar íþrótt vegna skiln-
ings og velvilja einstaklinga og bæj-
arfélaga á landsbyggðinni, og vil ég
sérstaklega nefna Þorlákshöfn, Ólafs-
vík, Skagafjörð og Vestmannaeyjar.
Eina bæjarfélagið sem hefur sýnt
okkur einhvern skilning á höfuðborg-
arsvæðinu er Kópavogsbær.
En best að nefna það sem við höf-
um þó fengið:
Við höfum fengið bráðabirgða-
svæði á 14 mismunandi stöðum í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins til æf-
inga og keppni á þessum 22 árum og
þannig reynt að sinna ofangreindum
markmiðum, sem klúbburinn stendur
fyrir. En ég er viss um að jafnvel
hörðustu hestamenn ættu í erfiðleik-
um með að stunda sína íþrótt, hvað þá
að byggja upp aðstöðu, þegar færa
þarf alla reiðstíga og keppnisvelli að
ári liðnu af því að bráðabirgðaleyfið er
útrunnið! Eftir 22 ára baráttu fyrir að
fá einhvers staðar landskika í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins, er ár-
angurinn enginn. Og á meðan skiln-
ingur er ekki fyrir hendi hjá
yfirvöldum, mun vandinn einfaldlega
aukast og aukast. Það munu því mið-
ur verða fleiri árekstrar milli hesta-
manna og mótorhjólamanna. Því að
sjálfsögðu viljum við fá að nota okkar
hjól, eins og hestamenn vilja skella
sér á bak sínum gæðingum. Eru það
ekki sjálfsögð mannréttindi?
Það ber sannarlega að fagna vel
unnu verki og samgleðjast hesta-
mönnum vegna frábærrar aðstöðu í
Hafnarfirði.
En ef hestamenn vilja losna við
mótorhjólamenn af sínu „yfirráða-
svæði“ ættu þeir að aðstoða okkur í
Vélhjólaíþróttaklúbbnum við að ná
eyrum ráðamanna af einhverju viti.
Miðað við aðstöðu þeirra á höfuðborg-
arsvæðinu virðast þeir hafa áhrif og
vigt. Kannski þá væri loks hlustað í
raun og veru og framkvæmt. Og þá
yrðu allir ánægðir í sínum hnakk.
Hestamenn í
Hafnarfirði og
mótorhjólamenn
Heimir
Barðason
Höfundur starfar við vírusvarnir
og leiðsögumennsku.
Mótorhjól
Vélhjólaíþróttamenn
hafa ekki fengið fram-
tíðarsvæði úthlutað,
segir Heimir Barðason,
til að stunda sína íþrótt.
OKKUR langaði í þessa
góðu, fjölbreyttu menntun og
að vinna með fólki í þágu vel-
ferðar og aukinna lífsgæða
þeirra sem þurfa á heilbrigð-
isþjónustu að halda. Nú
stöndum við frammi fyrir því
að hafa ekki efni á því að
vinna við það sem við höfum
menntað okkur til. Framtíð
hjúkrunarstarfsins er vægt
til orða tekið ekki glæsileg.
Við erum agndofa yfir þeim
launum sem boðið er upp á.
Afleiðing svona launastefnu
er flótti hjúkrunarfræðinga
(sem og annarra heilbrigð-
isstétta) úr störfum hjá
ríkinu yfir í einkageirann eða
til útlanda þar sem bjóðast betri
kjör. Það skal engan undra, fólk
þarf ýmist að vera vel gift/kvænt
eða í 120–150% vinnu til að geta
leyft sér þann munað að starfa við
hjúkrun. Maður spyr sig hvað veld-
ur? Er þetta ríkisvaldið að níðast á
stórri kvennastétt sem hefur sér-
hæfða heilbrigðismenntun sem
hingað til hefur ekki nýst annars
staðar? Eða er þetta bara óvart?
Það vita allir að heilbrigðiskerfið er
í fjársvelti. Þeir litlu fjármunir sem
veitt er í heilbrigðisþjónustu eru
gernýttir og alls staðar verið að
spara en er sá sparnaður á réttum
stað? Er skynsamlegt að spara
launakostnað og missa fólk úr starfi
vegna þess? Hvernig væri að fjár-
festa í mannauði? Fagfólki sem
nýtti menntun sína í þágu heilbrigð-
ari einstaklinga, hópa og jafnvel
þjóðar! Slík fjárfesting myndi ef-
laust skila sér með betri og jafnvel
ódýrari meðferð fyrir sjúklinga,
fjölgun í stéttinni og betri mönnun
á heilbrigðisstofnunum. Er það ekki
allra hagur?
Árangur síðustu kjarasamninga
okkar var m.a. svokallað fram-
gangskerfi, sem átti að gera okkur
kleift að sækja um hærri laun á
grundvelli faglegrar færni og ár-
angurs í starfi. Það var til bóta en
nú hefur framgangskerfið verið
frosið mánuðum saman vegna
lausra samninga og því er ekki
nokkur leið að fá fjárhagslega umb-
un fyrir vaxandi reynslu, ábyrgð og
hæfni. Hvaða þróun viljum við sjá
hérlendis í viðmóti stjórnvalda
gagnvart heilbrigðisstéttunum?
Sérhæft fagfólk er til staðar, fært
um að meta heilbrigðisþarfir landa
sinna og framfylgja lögum landsins
um að veita fullkomnustu heilbrigð-
isþjónustu sem völ er á á hverjum
tíma. En það er ekki nóg, það þarf
að borga þessu fagfólki laun. Þegar
verið er að básúna um meðallaun
hjúkrunarfræðinga verða lesendur
að taka tillit til þess að slík með-
allaun innifela vaktaálag og fjölda
aukavakta. Aukavaktir sem við vilj-
um ekki endilega standa en þurfum
að sinna vegna ófullnægjandi mönn-
unar. Stofnanir ná ekki að ráða
nógu marga með þeim launum og
vinnuskilyrðum sem í boði eru
þannig að þeir sem eftir standa
þurfa að taka aukavaktir til að lág-
marksöryggismörk fyrir sjúklinga
séu tryggð á hverri vakt. Grunn-
launin eru svo skammarlega lág að
margir neyðast til að taka auka-
vaktir til að sjá fyrir sér og sínum.
(Þetta er svo fjölskylduvænt þjóð-
félag!)
Raunveruleikinn sem blasir við
hjúkrunarfræðingum frá því í
október sl. er sá að kjaramál eru í
járnum og enn ekki lausn í sjónmáli
þrátt fyrir undirbúning, samn-
ingsvilja og ítrekaðar tilraunir
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga til að setja fram réttmætar
kröfur.
Íslenskir hjúkrunarfræðingar
mega vera stoltir af frammistöðu
sinni og árangri. Menntun hjúkr-
unarfræðinga á Íslandi er afburða
góð og í fararbroddi í Evrópu. Síð-
astliðin ár hafa margir er-
lendir kennarar heimsótt
hjúkrunarfræðideildir lands-
ins í þeim tilgangi að kynna
sér uppbyggingu þeirra þar
sem þær eru á heimsmæli-
kvarða. Meistaranám í
hjúkrun er ört vaxandi og
endurspeglar áherslur nú-
tíma hjúkrunar á mikilvægi
þekkingarþróunar og rann-
sókna auk alþjóðlegrar sam-
vinnu. Fyrir litla þjóð eins
og Ísland er staða hjúkrunar
sem fræðigreinar hreint út
sagt frábær. Það má þakka
metnaðafullum kennurum og
áhugasömum hjúkrunar-
fræðingum með óútreiknan-
lega mikla (launalausa) yfirvinnu að
baki.
Með þessa glæsilegu menntun
verður að viðurkennast að okkur
svíður undan viðmóti samningsaðila
ríkisins. Hvers konar vinnubrögð
eru það að hjúkrunarfræðingar,
unglæknar, sjúkraflutningamenn,
sjúkraliðar og þroskaþjálfar eru
með lausa samninga við ríkið mán-
uðum saman? Ber þessi ríkisstjórn
enga ábyrgð á hag og velferð laun-
þega sinna? Nú eða einhverja virð-
ingu fyrir störfum þeirra? Hvað þá
með hinn almenna borgara sem
þarfnast þjónustu þessara stétta,
hvaða kosti hefur hann í stöðunni?
Fara og verða veikur í Færeyjum?
Okkur er spurn.
Hvernig getur það verið viðun-
andi að bjóða heilbrigðisstarfsfólki
grunnlaun sem endurspegla alls
ekki mikilvægi og ábyrgð starfsins?
Gera ráðamenn þessa lands sér
grein fyrir hvaða skilaboð er verið
að senda þeim sem nú velta fyrir
sér framhaldsnámi? Þau eru á
þennan veg: Það borgar sig ekki að
mennta sig (þ.e. hvað laun varðar),
umönnun sjúkra og fatlaðra er lítils
metin, þetta þjóðfélag er ekki tilbú-
ið að veita fé til heilbrigðismála.
(Nema það sé hægt að afgreiða það
á sólarhring með einhverju fjöl-
miðlamaraþoni og fjáröflun – þar
sem skattborgarar greiða enn og
aftur úr eigin vasa fyrir þjónustu
sem skattar og álögð gjöld ættu að
fjármagna!) Þetta eru skilaboðin til
þegnanna um gildi lífsins og viðmið
þjóðfélagsins.
Þegar allt kemur til alls er skoð-
un okkar þessi: Það hlýtur að vera
þjóðhagslega hagkvæmt að greiða
hærri grunnlaun fyrir þá menntun,
álag og ábyrgð sem hjúkrunarfræð-
ingar bera. Við skorum á fulltrúa
stjórnvalda er koma að samninga-
viðræðum að sýna þann manndóm
að huga vel að framtíð þjóðarinnar.
Við urðum ekki hjúkr-
unarfræðingar óvart
Sigrún Anna
Qvindesland
Hjúkrun
Við skorum á fulltrúa
stjórnvalda er koma að
samningaviðræðum,
segja Sigrún Anna
Qvindesland og
Kristín Sólveig Krist-
jánsdóttir, að sýna
þann manndóm að huga
vel að framtíð
þjóðarinnar.
Höfundar eru hjúkrunarfræðingar.
Kristín Sólveig
Kristjánsdóttir
Vantar þig
einhvern til
að tala við?
Ókeypis símaþjónusta
800 6464
Vinalínan opin á hverju kvöldi
frá kl. 20 - 23.
100% TRÚNAÐUR
Eingöngu sjálfboðaliðar sem
svara í símann. Símaþjónusta
fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).