Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S UMARSÝNINGAR Listasafns Reykjavíkur – Kjarvalsstaða verða opnaðar í kvöld og munu vera opnar gest- um og gangandi í sumar frá og með morgundeginum. Um tvær sýningar er að ræða, sýninguna Flogið yfir Heklu í sýningarstjórn Einars Garibalda Eiríkssonar og sýningu Gretars Reynissonar sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Sýningarnar tvær hafa mjög ólíkt yfirbragð og viðfangsefni þeirra eru sitt af hvorum toganu- men eiga báðar erindi við nú- tímann og manneskjuna í dag og mynda um leið skemmtilega and- stæðu við hvora aðra. Og á báðum sýningum leitar hugur áhorfandans ósjálfrátt til baka, hugurinn spyr: Hvar var ég í fyrra þann 17. júní? Eða á afmælisdaginn minn? Hvar sá ég síðast mynd af Heklu? Tíminn, upphaf og endir Sýning Gretars er einkasýning sem staðsett er í miðrými Kjar- valsstaða. Þar fæst hann við tím- ann, minninguna og sjálfsskoð- unina og hefur hún einfalt og stílhreint yfirbragð. Hún ber yf- irskriftina 1461 dagur og vísar það til dagafjölda síðustu fjögurra ára en á hverjum degi á því tímabili hefur Gretar gert eitt „verk“, sem sýnt er á sýningunni. „Verkin“ eru allt frá plöttum með blýantsteikn- ingu til kaffibollafars, til sjálfs- myndar, til þess að þurrka sér á handklæði. Á máli myndlistarinnar kallast slík vaxandi list „work in progress“. Vinstra megin þegar gengið er inn í miðrými Kjarvalsstaða eru plattar í fjórum stærðum sem fyllt- ir eru af blýantsteikningu eða nuddi, hægra megin eru fjórir hlutir: Möppur með 365 sjálfs- myndum, skápur með 365 brauð- um, 12 bækur með einu kaffibolla- fari fyrir hvern dag mánaðarins og hilla með 52 hvítum handklæðum. „Í lok árs 1996 stend ég frammi fyrir því eins og flestallir myndlist- armenn og annað fólk yfirhöfuð hvað ég eigi að gera á næsta ári. Svo ég hugsa með mér að ég geri bara eitthvað lítið á hverjum degi, en ég geri eitthvað daglega, eyði deginum, klári daginn, nýti hann,“ segir Gretar. „Ég fór því að krota á þessa platta, einn á hverjum degi. Þannig byrjaði þetta, en ég vissi ekkert hvar eða hvernig það myndi enda.“ Afrakstur þessa fyrsta árs voru 365 plattar og 365 sjálfsmyndir sem sýnd voru á sýningu í Ný- listasafninu árið eftir. „Næsta ár þar á eftir held ég áfram að vinna með plattana, að þessu sinni einn aðeins stærri á viku. Svo bý ég til eitt brauð á hverjum degi. Þau eru núna orðin eins og bein.“ Þessi hluti sýningarinnar var sýndur á sýningu í i8 galleríi. Árið 1999 gerði Gretar svo tólf stóra platta, einn fyrir hvern mánuð ársins, og þrykkti far eftir kaffibolla á hverj- um degi í eina bók á mánuði. Af- rakstur þessa hluta sýningarinnar var sýndur í Listasafni ASÍ í fyrra. Þá vann hann einnig að síðasta og nýjum áfanga sýningarinnar nú sem rekur smiðshöggið á þessi fjögur ár í lok aldarinnar. Einn stór platti af stærðinni 1x1 metri var afrakstur ársins, auk tólf hvítra handklæða en Gretar notaði eitt á viku í fyrra. „Plattarnir stækka eftir því hvort þeir endurspegla einn dag eða eina viku, en ekki hlutfalls- lega,“ útskýrir Gretar. „Tíminn er svo afstæður í vitund fólks, heill vetur getur verið eins og einn dag- ur og öfugt. Þess vegna er platti sem stendur fyrir viku ekki sjö sinnum stærri en platti sem stend- ur fyrir dag. Hins vegar endur- spegla þeir þessi tímabil og því er einungis einn platti fyrir árið 2000, þar sem hann stendur fyrir allt ár- ið, þetta eina ár.“ Gefin verður út skrá í tilefni sýningarinnar sem Ólafur Gíslason hefur skrifað text- ann í. Í þeim texta er rakin saga verksins 1461 dagur og sýninganna sem haldnar hafa verið á undan- förnum árum. „Í heild er verkið um söfnun og skráningu hversdagslegra athafna sem ég set í form og sýni. Svo er það bara hvers og eins að kíkja í það. Áhorfandi má koma og fletta í gegnum plattana. Þegar þeir voru sýndir í Nýlistasafninu fyrir þrem- ur árum fletti fólk strax upp á dög- um sem því voru minnisstæðir á árinu 1997, afmælisdeginum sínum og svo framvegis. Þannig tengir áhorfandinn sig verkinu, minning- um sínum og tímanum.“ Spilastokkar og olíumálverk Sýningin Flogið yfir Heklu inni- heldur myndverk úr hinum ólíkleg- ustu jafnt sem líklegustu áttum sem öll eiga það þó sameiginlegt að tengjast Heklu og sýn myndlist- armanna og fólks yfirleitt á náttúr- una. Þar kennir enn fleiri grasa en á sýningu Gretars, allt frá hinum gamalkunnu málverkum meistar- anna til hljóðlistaverka til spila- stokks útgefnum af Landsvirkjun. Yfirskrift sýningarinnar vísar til orða Laxness úr riti hans um Kjar- val sem kom út árið 1950 en hug- myndin að sýningunni og umsjón með henni er í höndum Einars Garibalda Eiríkssonar, listamanns og prófessors við Listaháskóla Ís- lands. „Laxness byrjar þarna að greina örlítið hvernig sýn okkar á náttúruna breytist eftir að tól og tæki koma til sögunnar. Meðal annars talar hann um það hvernig Hekla, þessi gamli inngangur að víti, verður eiginlega að pönnuköku um leið og við fljúgum yfir hana,“ segir Einar en fyrir tveimur árum hélt hann fyrirlestur um þetta efni. Í kjölfarið stakk hann upp á þessu viðfangi sem efni í sýningu sem nú lítur dagsins ljós. „Myndirnar á sýningunni verða bara merktar með númerum. Svo hef ég skrifað bækling sem sýningargestir fá í hendur þar sem þeir eru leiddir eftir þessum númerum um sýn- inguna og hún útskýrð í leiðinni.“ Langaði að fjalla um landslagssýn Aðspurður af hverju Hekla hafi orðið fyrir valinu svarar Einar að hún hafi þann kost að margir hafi fengist við hana í myndverkum. „Mig langaði til að fjalla um lands- lagssýn og varð að takmarka mig að einhverju leyti. Með því að stýfa leitina innan myndheimsins verður miklu skýrara hvers konar þróun hefur átt sér stað. Hekla hefur náttúrulega verið myndgerð frá fyrstu tíð, eins og maður sér á landakortunum. Það hefði verið mjög auðvelt að safna saman öllum „fallegustu“ Heklumyndunum og setja saman inn á þessa sýninguen ég held að það væri fullkomlega óáhugavert að þær stæðu þarna í þöglu samþykki um að þetta séu bestu Heklumyndirnar. Ég vildi sjá hvað myndi gerast með því að setja saman ólíka hluti, bæði úr neyslusamfélaginu og frá frum- herjunum, gömlu kortin, Ómar og allt þetta. Ég vissi auðvitað ekkert hvað yrði úr og þetta hefur tekið nokkrum breytingum á leiðinni. Sýningin fjallar líka um þann hug- myndaheim sem myndlistarmaður- inn jafnt sem allir aðrir standa frammi fyrir þegar hann vill takast á við Heklu eða náttúruna al- mennt. Það eru jú ekki bara Kjar- val og þeir sem eru hluti af honum, það er líka Ómar og símaskráin og jepparnir að skvetta upp úr drullu- pollunum. Þetta er allt hluti af þessari mynd og hefur áhrif á hvernig við upplifum og skynjum náttúruna.“ HUGUR- INN LEITAR TIL BAKA Kjarvalsstaðir opna sumarsýningar sínar í kvöld og eru þær tvær að þessu sinni. Þeir Einar Garibaldi Eiríksson og Gretar Reynisson eiga rík- an eða allan þátt í þeim og fylgdu þeir Ingu Maríu Leifsdóttur um sýningarnar, þar sem margt for- vitnilegt gaf að líta. Morgunblaðið/Billi Af sýningunni Flogið yfir Heklu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í kvöld. Sýningin verður opin í allt sumar. Einar Garibaldi Eiríksson er sýningarstjóri Flogið yfir Heklu. ingamaria@mbl.is Gretar Reynisson myndlistarmaður fyrir framan verk sitt á sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.