Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 69 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. Ástin hefur aldrei verið svona ógnvekjandi! Frábær hrollvekja sem heldur þér á sætisbrúninni fram á síðustu stundu með ofur- skutlunni Denise Richards (James Bond: The world is not enough) í aðalhlutverki. www.sambioin.is Nýjasta myndin um Pokemon er komin til Íslands! Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 231 Undrahundurinn SPOT slær í gegn í frábærri grínmynd í anda Big Daddy Sá snjalli er buxnalaus! Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i.16 ára. Vit nr. 223 Frábær tónlist í flutningi DMX! Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 236.  KVIKMYNDIR.is Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Ástin hefur aldrei verið svona ógnvekjandi! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Strik.is HL.MBL Tvíhöfði SG DV Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. Jane vantaði herbergisfélaga en það sem hún fékk var meiri maður en hana hafði órað fyrir! Frábær rómantísk gamanmynd um hegðun karlmanna og það sem kemur þeim til. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl.6, 8 og 10. Tveimur fremstu njósnurum heims hefur verið rænt og aðeins börnin þeirra geta bjargað þeim! 3 vikur á toppnum í USA Sannir spæjarar...bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd Bond mynd fyrir fjölskduna  HK DV Sýnd kl. 6 . Ísl. tal. Sýnd kl. , 8 og 10 B. i. 12. Sýnd kl. 10. STEGGJAPARTÝIÐ ER HAFIÐ! Sí ðu st u sý ni ng ar No Name - Nýir litir andlit ársins 2 0 0 1 kristín rós hákonardóttir s Kynning í Dekurhorninu, Faxafeni 14, í dag frá kl. 13-18 Í KVÖLD á Rás 2 hefst nýr tónlist- arþáttur sem ber nafnið Alætan. Umsjónarmaður er enginn annar en Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálm- arsson, tónlistarmaður og popp- fræðingur. Eðli og inntak þátt- arins er einfalt: þar er spiluð öll tónlist sem nöfn- um tjáir að nefna og engin höft að því leytinu til. „Mig hefur lengi langað til að vera með þátt þar sem maður veit aldrei hvaða lag kemur næst,“ upplýsir Gunni og segist taka þætti eins og þátt John Peel á BBC til fyrirmyndar. „Þegar maður hefur komist í að hlusta á hann er maður alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Hvert lag er ný upplifun.“ Búið er að ákveða einn fastan lið, Óskalög trommara. „Þar fær huldumaðurinn í hljómsveitinni loksins kastljósinu beint á sig. Trommarar mæta í þáttinn og velja sín uppáhaldslög í léttu spjalli. Sá sem ríður á vaðið er annar tromm- ari Ham og stofnmeðlimur í Gypsy, Hallur Ingólfsson.“ Gunni segist líka vera opinn fyr- ir því að spila nýja tónlist eftir ein- staklinga eða hljómsveitir. „Þeir sem hafa áhuga á að koma efni sínu á framfæri í útvarpi allra landsmanna geta sent mér línur þar að lútandi, á drgunni@this.is,“ segir Gunni að lokum. Þátturinn er á dagskrá öll fimmtudagskvöld á milli 22.10 og 24.00. Dr. Gunni á Rás 2 Tónlist er tónlist Dr. Gunni ÞÆR Særún Stefánsdóttir, Helga Óskarsdóttir og Hanna Styrmis- dóttir eru skipuleggjendur hátíð- arinnar ásamt Magnúsi Pálssyni. Að hátíðinni koma myndlistar- menn sem hafa unnið með hljóð- og tónlist í verkum sínum svo og tónlistarmenn sem hafa unnið með myndmiðilinn í sinni sköpun. Á meðal þátttakenda eru raftónlist- armaðurinn Biogen, Egill Sæ- björnsson, Bibbi (Curver), Til- raunaeldhúsið, Sigtryggur Berg Sigmarsson (úr Stilluppsteypu), hljóðlistamaðurinn Auxpan, Vindva Mei, Hilmar Bjarnason, Sigurður og Arnar Guðjónssynir, Ráðhildur Ingadóttir og Magnús Blöndal Jóhannsson, sem er braut- ryðjandi í raftónlist hér á landi. Einnig mun Translight 2000-hóp- urinn koma fram (Magnús Sigurð- arson, Ásmundur Ásmundsson, Ingi Rafn Steinarsson og Pétur Eyvindsson). Talsvert verður líka um erlenda gesti og m.a. kemur fram 14 manna hópur frá Svíþjóð er kallast Club Bevil sem stjórnað er af Kat- arinu Löfström og DJ Leenus. Einnig verða þarna Rod Summers, Paula Roush, Gulleik Lövskar, Sally Chapman og Simon Rich- ardson. Öll landamæri opin „Þetta byrjaði nú bara sem lítil hugmynd að einhverri smásýn- ingu,“ útskýrir Hanna. „Svo þegar þetta fór að spyrjast út kom í ljós þessi gífurlegi áhugi myndlistar- manna á hljóði og hljóðverkum.“ Þær segja að öll landamæri hafi verið að opnast á síðustu árum. Myndlistarmenn séu farnir að vinna meira með hljóð og með tón- listarmönnum. „Myndlistin er þannig núna að hún er ekki lengur bundin við miðla,“ segir Helga. „Það er hægt að nota hvaða miðil sem er og myndlistarmenn nota hljóð gjarn- an sem einn þátt í verkum. Svo er líka orðið meira um að myndlist- armenn noti hreinlega tónlist …“ Hanna bætir við: „Á síðustu tveimur árum hafa verið stórar sýningar, Sonic Boom í London og Volume í New York. Það virðist vera miklu meiri áhugi á hljóði núna en áður hefur verið.“ Eins og áður segir koma þátt- takendur úr mörgum áttum. Þarna verða leikarar, hljómsveitir, mynd- og hljóðlistarmenn. Unnið verður með ólík listform og þau samþætt í þeim tilgangi að reyna að sjá út tengsl mynd- og tónlistar. „Það er vaxandi tilhneiging í öll- um listgreinum að hætta að skil- greina sig þröngt,“ útskýrir Hanna. „Hvað er gaman við það að binda sig við einn hlut alla ævi? Samfélagið er ekki þannig lengur.“ Þær stöllur segja undirbúning- inn hafa gengið vonum framar og Særún segir það skemmtilegt hversu margir hafi komið til þeirra eftir að ákveðið var að leggja út í þetta. „Þetta er allt fólk sem er vant því að vinna sjálfstætt,“ segir Hanna. „Við höfum aðallega séð um að halda utan um þetta.“ Þær kíma og segjast þó í raun lítið hafa þurft að vesenast. Hátíðin geri sig sjálf, enda sé áhugi þátttakenda mikill. Dagskráin hefst alla daga kl. 20.00 en 17. júní verður sérstök hátíðardagskrá sem hefst kl. 12.00. Frítt verður á opnunina og loka- daginn en annars kostar 400 kr. inn. Hægt er þó að kaupa miða á alla dagskrána eins og hún leggur sig fyrir aðeins 1.500 kr. Pólýfónía í Nýlistasafninu 7.–17. júní Hljóðmyndir/ myndahljóð Í dag hefst tíu daga hátíð í Nýlistasafninu þar sem mörk mynda og hljóðs verða könnuð á ýmsa vegu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þrjá af skipuleggjendunum. Morgunblaðið/Jim Smart Hluti Pólýfóníuhópsins stillir sér upp í Nýlistasafninu. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.