Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 61 Herraskór 3ja daga tilboð Kringlunni 8–12  sími 568 6211 Skóhöllin  Bæjarhrauni 16  Hf.  sími 555 4420 20–50% afsláttur Sprengi- tilboð! fimmtudag - föstudag – laugardag Verð kr. 1.990 Verð áður kr. 5.990 SIV Friðleifsdóttir sagði frá því fyrir nokkru með miklu stolti, að ríkis- stjórnin hefði fengið verðlaun fyrir stefnu sína í um- hverfismálum, en það fyndnasta var reyndar að verð- launaveitandinn var Bandaríkin sem vilja eins og íslenska ríkis- stjórnin fá að menga meira en aðrar þjóðir. Ís- lenska ríkis- stjórnin vegna sérstöðu sinnar og Bandaríkin í krafti valds síns. Nú stefnir ríkis- stjórnin að tveimur stórvirkjunum önnur norðan – hin sunnan heiða, ef það gengur eftir verður þar með sennilega sökkt undir uppistöðulón dýrmætustu náttúruperlum Íslands sem hingað til hafa sloppið við skammsýna gróðahyggjumenn. Kárahnjúkavirkjun á að færa Aust- firðingum risaálver, það stærsta í heimi. Kannski verður mengunin frá því til að létta þessu blessaða fólki líf- ið, sem verið hefir með álver á heil- anum áratugum saman eins og rík- isstjórnin. Heldur sýnist það ógæfulegt hjá náttúruverndarráði að líta á það sem möguleika að sökkva einhverjum hluta Þjórsárvera undir uppistöðulón, ef þetta er hægt er friðlýsing aðeins ómerkilegt pappírs- plagg sem enga þýðingu hefir. Þjórs- árver eru talin hafa alþjóðlegt gildi, þar er aðalvarpland heiðargæsarinn- ar og talið er að það eigi engan sinn líka í öllum heiminum. En stenst það lög að taka á þennan hátt friðlýst svæði eða skellti ríkisstjórnin sér í að búa til ný lög, hún er svo mikið í því núna að búa til lög sem henni henta! Þeir sem nú sækja það fast að virkja þessar auðlindir til að reisa hér tvö stór álver ættu að reyna að skilja að það er ófyrirgefanlegt gerræði, ekki aðeins gegn þeim sem nú búa í þessu landi heldur einnig gagnvart kom- andi kynslóðum. En ríkisstjórnin sér ekkert til bjargar í góðærinu annað en álver og það er með ólíkindum að sætta sig við að mat á umhverfis- áhrifum sé gert á vegum Landsvirkj- unar. Er náttúruverndarráð alveg útúr kortinu eða var það í einum grænum lagt niður? Forstjóri Lands- virkjunar vill virkja fyrir Norsk Hydro, hvað sem það kostar og þessi tvö svæði eru að hans mati besti kost- urinn og varla þarf að spyrja að leiks- lokum, ekki er andstaðan það kraft- mikil, svo að þessum ómetanlegu verðmætum verður vafalaust sökkt undir uppistöðulón og þar með getur forstjóri Landsvirkjunar (að vísu ekki orðinn forstjóri þá) sagt eins og hann sagði fyrir nokkrum áratugum í sjónvarpsþætti þegar honum líkaði ekki orðalag þátttakanda: „Hér er það ég sem ræð!“ Þjónar kapitalismans Það er margt sem þessir ríkis- stjórnarflokkar verða eftirminnilegir fyrir; aldrei eins breitt bil milli fá- tækra og ríkra, aldrei eins sár ör- birgð og nú er sagt af í góðærinu hans Davíðs, þá má ekki gleyma hvernig þeim tókst að draga niður kjör aldraðra og öryrkja, með því að slíta þau úr sambandi við almenna launaþróun. Þá er vert að muna að við endurskoðun á lögum Trygginga- stofnunar ríkisins, sem stóð víst yfir mánuðum saman, var það fámennur hópur sem fékk smávegis kjarabæt- ur, aðrir stóðu í stað en það fyndn- asta við allt saman var að nýlega kjörinn trygginga- og heilbrigðisráð- herra lýsti því yfir að enginn hefði lækkað! Þetta var alveg frábært og sýnir að réttlætiskenndin er söm við sig og hver silkihúfan upp af annarri á Framsóknarheimilinu. Þá hlýtur það að verða ógleymanlegt, að þessir stjórnarflokkar hafa tekið að sér að gerast þjónar illvígasta kapitalisma sem heyrst hefur getið um. Frú Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, var áreiðanlega eins og meinlaus sakleysingi miðað við þessa stórstígu þjóna kapitalism- ans hér heima á Íslandi. Eignir þjóð- arinnar hafa verið seldar hver af ann- arri, margar á niðursettu verði og peningavaldið og einkavinirnir staðið í biðröðum með útrétta griparmana til að hremma verðmætin, og nú síð- ast hefur verið ákveðið að selja Landssímann með öllum hans gögn- um og gæðum. Nú er tækifærið, verðgildi hans talið helmingi lægra en á fyrra ári og varla líklegt að það lækki meira. Mér flýgur ósjálfrátt í hug gamalt máltæki sem segir: þá hló Marbendill. En hver hló nú? – Var það ekki Hannes Hólmsteinn sem lofsöng sína menn? Þetta hafði um áratuga skeið verið hans trúar- játning og nú sá hann að hún réð orð- ið ferðinni hér á Íslandi. Halldór Ás- grímsson hafði lengi sagt, að þeir framsóknarmenn mundu aldrei sam- þykkja að selja dreifikerfið. Skyldi einhver hafa búist við að framsókn- armenn skiptu ekki um skoðun? En hvað um það. Þessir þjónar kapitalismans hafa aldrei lært að skilja hlutverk sitt, aldrei lært að skilja að þeir eru þjón- ar fólksins í landinu sem hefir því miður tvisvar veitt þeim umboð – ekki til að versla með eignir þjóðar- innar á þann hátt sem þeir hafa gert, heldur trúlega til að vinna af heil- indum að réttlátu þjóðfélagi. Þó að mér hefði aldrei dottið í hug að slíkir möguleikar væru fyrir hendi á þeim vettvangi. En svona er þetta bara, meirihluti kjósenda hefur trúlega bú- ist við því. Hins vegar verð ég að segja að ég hefði aldrei búist við öðru eins ranglæti og öllum þeim herm- ingum sem þeir hafa dembt yfir fjölda fólks og hið heila tekið yfir alla þjóðina. Því að sjálfsögðu er það staðreynd sem ekki verður mótmælt að þeir hefðu notað öðruvísi aðferðir, ef þeir hefðu verið að vinna fyrir sjálfa sig. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík. Mengun hugarfarsins Frá Aðalheiði Jónsdóttur: Aðalheiður Jónsdóttir Í ÞJÓÐFÉLAGI sem kennir sig við frelsi og mannréttindi gerast nú þau tíðindi að gefnar hafa verið út talíbanskar tilskipanir um neyslu og umfjöllun á hinu full- komlega löglega grænmeti, bless- uðu tóbakinu. Það er eins og fyrri daginn, þegar misfámennir þrýsti- hópar fanatískra öfgamanna fara á kreik er ekki gáfulegrar niður- stöðu að vænta. Það gleður eflaust Adolf heitinn að aríarnir í norðri hafi nú tekið upp merki hans og bannað um- ræðu á tilteknum málum nema á einn veg sem væntanlega er hinn „rétti“. Mér þætti gaman að vita hvort það standist lög um prentfrelsi þegar bannað er að fjalla um lög- lega afurð nema frá sjónarhóli þeirra sem vilja banna hana. Ef svo er fer ég fram á að ekki verði fjallað um spínat í fjölmiðlum nema á neikvæðan hátt vegna þess að mér og mörgum fleirum finnst það voða vont á bragðið. Og svo er það þetta með veit- ingahúsin. Hvað á kráareigandi að gera þegar talað er um að 50% staðarins skuli vera reyklaus? Við hvað er átt? Er það frá gólfi og upp í loft? Eða frá lofti og niður? Ef átt er við gólfflötinn hvort er það hægra eða vinstra megin? Ef það er borðafjöldinn hvort má þá reykja á sex manna borðunum eða þeim tveggja manna? Skyldi vera löglegt að opna veitingahús sem eingöngu er ætlað reykingamönn- um? Og hver ætlar að framfylgja banninu, tóbakslögreglan? Eða á að setja á stofn Gulu tóbaksvarð- liðana veifandi Æskunni og ung- lingabókum Þorgríms Þráinsson- ar? Mér er spurn. Í tilskipuninni segir einnig að í verslunum megi hið fullkomlega löglega tóbak ekki vera sýnilegt, en bent hefur verið á að það verði sýnilegt um leið og það er rétt yfir diskinn. Kannski það sé ráðlegt að koma aftur með gömlu svörtu Rík- ispokana í smækkaðri mynd og þá geta hinir reyklausu hneykslast á ólifnaði hinna skítugu. Síðan mætti líka stíga skrefið til fulls og gera eins og í ríki Adolfs heitins; merkja alla þessa ógeðs- legu (en fullkomlega löglegu) reykingamenn. Var einhver að tala um aðskiln- aðarstefnu? BJÖRGÚLFUR EGILSSON, Berjarima 6, Reykjavík. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti Frá Björgúlfi Egilssyni: Í GÆR braut ég heilann um stolt- eða kergjusteina í hjörtum íslenskra ráðherra en komst ekki að neinu og fór að hugsa um málshætti í staðinn. Af einhverjum ástæðum kom þessi upp í hugann. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Flestum ber saman um það að samkennd: samúð, meðaumkun, félagstilfinning, sé það sem skorti í nútímasamfélagi. Að það sé nauð- synlegt veganesti barna svo þau megi verða að góðum manneskjum og auðga líf sitt og annarra. Þetta eru engin ný fræði og einfalt að skilja. En börn læra ekki af því að lesa áramótaræður eða auglýsingar stjórnmálaflokka. Þau læra bara af því sem fyrir þeim er haft. Ef þau sjá að engin ástæða er til þess að bera virðingu fyrir t.d. hreindýramömmu sem þarf stað til að bera kálfinn sinn. Engin ástæða til þess að bera virð- ingu fyrir peningum landsmanna. Engin ástæða til þess að bera virð- ingu fyrir jöklum, ám, gljúfrum, fíf- um, gæsum, eyrarósum, fossum, fjörum, fjörðum og manneskjum. Þá læra þau að það sé rétt. Skilaboð íslenskra ráðamanna til íslenskra barna eru þessi: „Þið skiptið engu máli og nú tök- um við arfinn ykkar og rústum hann!“ Eyðilegging Þjórsárvera og skemmdirnar norðan Vatnajökuls kosta heilmikla peninga en börnin geta bara unnið fyrir þeim þegar þau verða stór. Þau geta ekki hvílt sig frá vinnunni í óspilltri náttúru því hún verður ekki lengur til, né heldur geta þau notað virkjanirnar steypufullar af leir. Á meðan börnin standa á bólakafi í kostnaðarstraumnum brosa ráðamenn steindauðir á ljós- mynd í gangherbergi Alþingis. Heppnir að vera ekki jarðaðir í Reyðarfirði og fá sjöhundruð og sjö- tíuþúsund tonn af eitruðum út- blæstri yfir leiði sín sem samkvæmt skýrslu „getur haft neikvæð áhrif á birkirækt kirkjugarðsins“. Ráða- mennirnir mega líka vera fegnir að ættingjar þeirra hafi ekki holað þeim niður fyrir norðan Vatnajökul. Því þá hyrfu þeir fljótt eins og litlir pýra- mídar í sandstorma. Við búum öll saman á þessari jörð. Sumir meira en aðrir? Það má ef- laust skrifa langar skýrslur um það en niðurstaðan verður samt hin sama: Að íslensk stjórnvöld eru að drekkja náttúruperlum. Að lokum vil ég benda á heilræði úr sígildri bók um skyndihjálp: „Ef einhver er drukknandi er æskilegt að bjarga honum strax.“ HELGA BREKKAN, Schlytersvagen 41, 126 50 Hagersten, Stokkhólmi. Verndum villta nátt- úru fyrir framtíðina Frá Helgu Brekkan: Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.