Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 37 Þ OTA fer um 100 metra vegalengd á einni sek- úndu. Verði flugmanni það á að dotta þann tíma, getur þotan hugsanlega verið komin í slíkar ógöngur að engu sé við bjargandi. Samkvæmt tölum frá NTSB, bandaríska samgönguöryggis- ráðinu er talið að yfir 70% flugslysa verði vegna mannlegra mistaka og af þeim er þreyta talin orsök eða meðvirkandi orsök í 21% tilvika. Þreyta flugmanna og sofandi flugmenn voru umfjöllunarefni bandaríska sjónvarpsþáttarins 60 mínútur fyrir nokkru og þar var þreytu flugmanna lýst sem hún væri nánast faraldur. Rætt var við nokkra flugmenn, sem sögðu al- gengt að flugmenn sofnuðu við stýrið og kenndu þeir um löngum vöktum og flugi að næturlagi. Gloppur í vinnutímareglum Bandaríska samgönguöryggis- ráðið telur að sú staðreynd, að níu af hverjum tíu flugmönnum segist einhvern tíma hafa sofnað undir stýri, sé mesta ógnun við flugöryggi um þessar mundir. Segir ráðið gloppur vera í reglugerðum banda- rísku flugmálastjórnarinnar um vakt- og flugtíma og að rekja megi 10 flugslys á síðustu tveimur ára- tugum til þreytu hjá flugmönnum. Gloppurnar eru vegna þess að þeg- ar ófyrirséð atvik koma upp, svo sem truflun vegna veðurs eða mik- illar flugumferðar, getur teygst mjög á vinnutíma flugmanna eða allt uppí 16 til 18 tíma. Samgöngu- öryggisráðið hefur bent á þetta í sambandi við rannsóknir sínar á flugslysum og oft lagt til við banda- rísku flugmálastjórnina að reglurn- ar verði lagfærðar. Þá kom fram í viðtölum við flugmenn í sjónvarps- þættinum, að þegar vaktin var orð- in löng gátu flugmenn ekki einbeitt sér eða unnið einföldustu verk af öryggi. Miklar fjárfestingar í flugrekstri og krafa um þjónustu og mikla ferðatíðni í flutningum krefjast þess, að flugstarfsemin gangi allan sólarhringinn. Þannig hefur það verið lengst af og þann- ig verður það áfram. Best þykir flugrekend- um ef vélar staldra sem styst við á jörðinni. Nú- tímaþotur eru gerðar æ langdrægari og geta nú farið milli heimsálfa og vel það án þess að millilenda. Í það minnsta eru margar flugleiðir milli heims- álfa svo langar, að vélarnar draga lengra en geta mannsins leyfir, þ.e. flugdrægnin er lengri en heimilað- ur flugtími flugmanna. Hefur það reyndar verið leyst að nokkru með því að hafa áhafnirnar þá tvær. Reglur verði endurmetnar Það er meðal annars af þessum sökum, að Alþjóðasamtök flug- mannafélaga berjast nú fyrir því, að vinnutíma- og flugtímareglur séu breytilegur eftir því hvenær sólar- hrings flogið er og hann ræðst einn- ig af fjölda lendinga á vaktinni. Sem dæmi má nefna, að hefjist ferð milli kl. sjö og tólf árdegis, má vaktin vera allt að 15 tímar með allt að tveimur lendingum. Séu lendingar fjórar, er hámarksflugvakttíminn 13,30 klukkustundir. Flugtíminn sjálfur má þó aldrei verða lengri en níu tímar. Heimilt er að lengja vakt- ina ef ófyrirséðar aðstæður koma upp, t.d. seinkun og verður flug- stjóri að fallast á breytinguna að höfðu samráði við aðra flugverja um borð. Má þá lengja vaktina um allt að tvær stundir. Vilja breytingar á næturflugi til Kaupmannahafnar Á síðasta sumri var ein ferð í sumaráætlun Flugleiða til Kaup- mannahafnar farin að næturlagi. Flogið var frá Keflavík kl. tvö eftir miðnætti, beðið í Kaupmannahöfn í um fjóra tíma og síðan haldið til Ís- lands á ný. Ein og sama áhöfnin flaug þessa ferð. Flugmenn sögðu þetta hafa verið erfiðar ferðir vegna næturflugsins og vegna stoppsins í Kaupmannahöfn. Ekki var boðið uppá hvíld á hóteli, heldur varð áhöfn að hvílast í vélinni og töldu menn það ekki fullnægjandi, enda engin sérstök hvíldarherbergi fyrir hendi og ónæði í vélinni þar sem unnið var við þrif, matur settur í vélina og bætt á hana eldsneyti á meðan á viðdvölinni stóð. Síðan var flogið tilbaka til Íslands fyrir há- degi að staðartíma og lent hér um hádegisbil. Flugmenn töldu að með þessu skipulagi væri ákveðinni hættu boð- ið heim. Þetta væri dæmi um and- stæð sjónarmið markaðsdeildar og flugdeildar og ætti fremur að taka tillit til sjónarmiða flugdeildar vegna flugöryggis, jafnvel þótt allt væri þetta skipulag innan marka samninga og reglugerða. Hér væri flogin löng ferð með langri viðdvöl án raunverulegrar hvíldar og því hætta á að flugmenn væru ekki nógu upplagðir og árvakrir í heim- fluginu. Í samtali við Morgunblaðið lögðu þeir áherslu á að engin hætta hefði verið á ferðum, en tilhögunin á þessum ferðum þýddi það samt, að menn væru orðnir langþreyttir á bakaleið- inni. Þá væri mönnum hætt við margs konar smáyfirsjónum, sem ekki skiptu stórmáli og ógnuðu ekki flugöryggi. Svipuð ferð er á sumaráætlun Flugleiða í ár og telja flugmenn að breyta verði fyrirkomulaginu. Hef- ur nú verið ákveðið að leita eftir því, að fá inni fyrir flugáhafnir í hvíld- arherbergjum SAS á flugvellinum. Telja forráðamenn FÍA að fáist sú aðstaða, geti flugmenn náð nægi- lega löngum svefni í viðdvölinni, til að hægt verði að hafa þetta fyrir- komulag áfram. þess vegna eru undantekningalaust ákvæði um tveggja nátta hvíld flug- manna eftir næturflug. Þessi örblundur verður best skýrður með dæmi. Þegar flugvél lækkar flugið til aðflugs, fá flug- menn upplýsingar frá flugumferð- arstjórum um hvernig lækkunin má ganga fyrir sig. Oft er hún í nokkr- um þrepum og þegar ný flughæð er tilkynnt af flugumferðarstjóra færa flugmenn hana inn og sjálfstýringin sér um að stöðva lækkunina í réttri hæð. Flugmennirnir fylgjast með og sé sjálfstýring ekki notuð, flýgur annar þeirra vélinni en hinn sér um samskiptin við flugumferðarstjórn og gefur upp nýja flughæð. Þegar hún nálgast kallar sá sem sér um fjarskiptin að nú séu „þúsund í hæð“ eða þúsund fet þar til komið er í leyfða flughæð. Hinn flugmað- urinn staðfestir að hann hafi heyrt, en geri hann það ekki, verður fyrri flugmaðurinn að endurtaka kallið. Sérfræðinganefnd NASA setti fram nokkrar leiðbeiningar, m.a. að vakt skuli að hámarki vera 14 tímar á sólarhring. Flugtími skal ekki vera meiri en 10 tímar á sólarhring, en þó mögulegt að teygja hann í 12 tíma ef fjöldi lendinga er takmark- aður. Einnig verði þá að bæta lengdan flugtíma upp með lengra fríi. Heimilt er einnig að lengja flugtímann um fjóra tíma ef bætt er við þriðja flugmanni, en þá er líka skilyrði að flugmenn hafi aðstöðu í vélinni til að hvílast til skiptis. Frítími þarf að vera minnst 10 tímar á sólarhring og lengri, ef teygt hefur verið á flugtímanum. Góðar reglur hér á landi Í bókinni Human Factors in Flight, mannlegu þættirnir í flugi, segir m.a. um svefn: „Auk þeirra áhrifa sem svefnmissir hefur á getu til sérhæfðra verkefna, hefur einnig verið sýnt fram á, að hann hefur áhrif á huglæg viðhorf; hann virðist koma niður á skapi, framkomu og hegðan. Jafnvel lítill svefnmissir virðist hafa áhrif á áhuga. Þar sem áhugahvötin ákvarðar það sem maðurinn getur gert eða vill gera við ákveðnar kringumstæður, stendur hún í beinu sambandi við getuna.“ Vinnutímareglur hjá íslenskum flugmönnum þykja nokkuð góðar. Þær eru annars vegar settar með reglugerð flugmálayfirvalda og hins vegar með kjarasamningi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna við flug- rekendur. Eru vinnutímamörk kjarasamninganna, að minnsta kosti við Flugleiðir, heldur þrengri en ákvæði reglugerða mæla fyrir um. Hjá flugmönnum Flugleiða mælist vaktin frá því flugmaður mætir til starfa í Reykjavík eða frá brottför frá hóteli erlendis þangað til 60 mínútum eftir komu flugvélar á stæði í Keflavík eða þegar komið er á hótel. Hámarksflugvakttími er endurmetnar. Í þessu sambandi má líka benda á, að tækjabúnaður í þot- um, flugleiðsögutæki og annað verður sífellt fullkomnari og starf flugmanna snýst æ meira um að hafa eins konar eftirlit með að flug- ið gangi eins og ætlað er. Á það bæði við um farflugið sjálft, þ.e. þegar flogið er milli áfangastaða eftir ákveðinni leið og t.d. við lend- ingu, þar sem sjálfvirkni er sífellt að aukast. Flugmenn breytast hins vegar minna sjálfir, geta þeirra er svipuð og mætti ef til vill orða það svo, að tæknin sé að komast fram úr manninum að þessu leyti. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA var fengin til að rannsaka og setja fram reglur og leiðbeiningar um, hvernig haga þurfi vakta- og hvíldartíma flugáhafna í atvinnu- flugi. Nefnd sérfræðinga annaðist þessa vinnu og setti fram leiðbein- ingar fyrir flugmannafélög og flug- rekendur, en nefndin var alþjóðleg og einstakir nefndarmenn störfuðu þar sem vísindamenn og ekki fulltrúar neinna sérstakra aðila. Nægur svefn grundvallaratriði Svefn er ein grundvallarþarfa mannsins og honum lífeðlisfræði- lega nauðsynlegur. Annars starfar líkaminn ekki eðlilega og getan til allra verka skerðist. Hver og einn hefur ákveðna svefnþörf, sem veitir honum besta hæfni og árvekni þann tíma sem hann vakir. Að meðaltali er svefnþörfin 8 tímar á sólarhring, en nokkrir þurfa þó minni svefn og aðrir meiri. Tveggja tíma svefn- missir leiðir til svefntaps, sem veld- ur þreytu og dregur úr hæfni til starfa. Fái menn ekki nægan svefn í nokkra daga leiðir það til uppsafn- aðs vanda, það kemur að skulda- dögum og menn verða að vinna upp svefntapið. Svefnskuld er aðeins hægt að endurgreiða með svefni. Margs konar rannsóknir hafa farið fram á svefni og hefur m.a. komið á daginn, að heilinn virðist við ákveðin skilyrði ná eins konar örsvefni, hann dettur út öðru hverju í örstuttan tíma, fremur talið í sekúndum en mínútum og á meðan getur skrokkurinn ekki sýnt eðlileg viðbrögð eða starfað eðlilega. Um leið og syfja eykst verða þessir örblundir tíðari. Fjögur atriði hafa áhrif á þessa getu manna: Dægursveiflan, svefnmissir, upp- safnaður svefnmissir og vökutím- inn. Líkamsklukkan hefur mikið ver- ið rannsökuð og sýnt fram á að skrokkurinn vill sofa að næturlagi. Þetta skapar vanda í fluginu. Flug- menn eiga að vera sprellvakandi og klárir í vinnunni um miðja nótt, þegar líkamsklukkan segir að þeir eigi að sofa. Þeir verða að segja heilanum að ekki sé hægt að hlýða þessu boði vegna vinnunnar. Á sama hátt er þeim erfitt um svefn á daginn þegar þeir þurfa hvíld og Samtök flugmanna vilja endurmeta flugtímareglur Atvinnuumhverfi flugmanna í stjórnklefa nýjustu gerðar Boeing 737 þotu. Þreyta og svefnleysi draga úr getu og hæfni manna til verka. Flug- menn eru ein þeirra stétta sem ekki geta verið illa upplagðar í vinnunni. Sofi þeir ekki nóg getur dregið úr hæfni þeirra með alvar- legum afleiðingum. Jóhannes Tómasson skoðaði nokkrar hliðar málsins. joto@mbl.is 70% flugslysa verða vegna mannlegra mistaka Ónógur svefn veldur þreytu og dregur úr starfshæfni víðar erlendis. „Sem betur fer hafa allir hagsmunaaðilar gengið að þess- um málum með trú á vísindamenn- ina okkar og við verðum bara að vona að svo geti orðið áfram þó að nú hafi komið bakslag. Og ég hef fulla trú á því að við náum aftur utan um þá hluti,“ sagði Brynjólfur. Mikilvægt að menn haldi ró sinni yfir niðurstöðunum Jakob Jakobsson, fyrrverandi for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, seg- ist ekki efast um að mjög hafi verið vandað til vinnubragða stofnunar- innar og þeirra niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Að sögn Jabobs verða menn að halda ró sinni yfir þessari niðurstöðu á stofnmati þorsksins, fara varlega við veiðar og ganga vel um miðin. Hann segist hafa trú á því að þorskstofninn nái sér fljótt á strik aftur, enda aðstæður í lífríki sjávar hagstæðar um þessar mundir. Jakob segir ljóst að vinna við mat á stærð fiskistofna sé afar vandasöm og erfið og margir hlutir hafi þar áhrif sem menn ráði engu um. Að- stæður hafi breyst talsvert í sjónum síðustu tvö til þrjú árin og haft áhrif á hegðun þorsksins. „Ég tel að hafa verði í huga að menn eru þarna að nýta villta dýra- stofna sem lifa við breytileg skilyrði og það eina sem við getum hugsan- lega haft áhrif á eru veiðarnar og gengur víst nógu erfiðlega að finna nákvæmlega út hve mikið veiðist. Hitt er háð náttúrunni og þau skil- yrði eru breytileg og hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum þremur árum.“ Að sögn Jakobs hefur aukið inn- flæði Atlantssjávar undanfarin tvö til þrjú ár haft í för með sér tals- verðar breytingar. Straumamót séu ekki jafn skörp og þau voru og þar af leiðandi safnist fiskurinn ekki í torf- ur líkt og hann gerði fyrir nokkrum árum. „Þá hafði dregið mjög úr skarki á miðunum vegna Smugu- veiða og karfaveiða og þorskurinn safnaðist í góðar veiðanlegar torfur og afli á sóknareiningu varð mjög hár. Þetta villti okkur sýn og fleirum, það var ekki bara Hafrannsókna- stofnun sem ofmat stofninn þá, held- ur allir sem þá voru við veiðar. Nú verðum við hins vegar varir við að fiskurinn er miklu dreifðari og safn- ast ekki í torfur.“ Umgengnin við miðin skiptir miklu máli Jakob bendir á að oft gleymist sá góði árangur sem náðst hafi við stjórn síldveiða og loðnuveiða. Hann segir að menn verði að halda ró sinni og gera sér grein fyrir því, að þegar til lengri tíma sé litið eigi ástand þorskstofnsins eftir að lagast. „Við gengum í gegnum tímabil nokkuð líkt þessu fyrir tíu árum þegar við höfðum búist við Grænlandsgöngu sem ekki kom, og þá var útlitið mjög dökkt. Síðan gekk mjög vel í mörg ár að fylgjast með þróun stofnsins en það hefur reyndar farið úrskeiðis núna síðustu tvö til þrjú árin. Ég tel að þetta eigi eftir að jafna sig og trúi því að stofninn muni ná sér tiltölulega fljótt, ef vel tekst til um nýt- inguna og menn gangi um miðin af varfærni og heilindum. Umgengnin um miðin skiptir miklu máli og það verður hver að líta í eigin barm.“ Að sögn Jabobs er lífríki sjávar í góðu ásigkomulagi og komið hafi í ljós í vetur að mikið sé af æti í sjón- um, t.d. hafi verið gríðarlega mikið magn af ljósátu og loðnuseiðum út af Austurlandi í desember. „Þessi ung- fiskur sem við erum að bíða eftir náði langt út fyrir landgrunnið og hafði nóg að bíta og brenna. Og þetta tal um að hann sé að drepast úr hungri og sé étinn upp af öðrum þorski hef ég ekki orðið var við á miðunum.“ g aðferðir við mat á annarra in og von- trumbætt indin eru fullkomna öðru leyti afró reynt verði uppi menn bæti niðurstöð- vart sagði hefði ekki um. „Það ra þessar r í rallinu að kyngja na ofmet- aka því og að betur og hægt ferðir við rgir þætt- umhverf- Það eru ferðir og að okkar num aftur ið fram á knastofn- gt samráð eirra nýtt veiðigetu lfs gildir rsu menn ð hlusta á lögð hafi ró. a betur og ið sem fer m vísinda- m margir um heim u um og r auðvitað fara þetta s núna af- til að fara Hafrann- m að þróa að bregð- nunin hafi nnubrögð di, heldur verk framundan við ytjastofna knir til að ráðgjafar lýst ann- ofna ort nnar. ann- am- r n sson Gagnlegt að koma á mál- þingi um þorsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.