Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 66
FIMMTI áratugurinn einkennist af
óróa og öryggisleysi, ófriði, töpum,
sigrum, tálvonum. Loftið lævi bland-
að, það setur svipmót sitt á mannlíf
og listir, kvikmyndin engin und-
antekning. Ein afleiðinganna eru
nornaveiðarnar í Bandaríkjunum.
Þeim stjórnar öldungadeildarþing-
maðurinn Joseph McCarthy, formað-
ur and-amerísku nefndarinnar, þing-
nefndar öfgasinnaðra hægrimanna
sem sjá kommúnista í hverjum krók
og kima, einkum í kvikmyndaheim-
inum. Ástandið snýst smám saman
upp í geðveikislegt ofsóknaræði eins-
og hvarvetna þar sem ofstæki ræður
ríkjum. Járntjaldið skiptir heiminum
í tvennt. Austan þess er engin frjáls
hugsun leyfð. Allir hnepptir í hug-
myndafræði kommúnismans. Þeir
sem ekki krjúpa í duftið hverfa af
sjónarsviðinu. Ef ekki í gúlagið, þá yf-
ir móðuna miklu.
Seinnastríðsmyndum voru gerð
skil í síðasta þætti, þær voru vita-
skuld mest áberandi kvikmynda-
greinin á ofanverðum áratugnum. Sá
fimmti einkennist engu síður af rökk-
urmyndinni, film noir, sem dafnar og
vex frá 1941, tekur síðan stökk á ár-
unum eftir stríðið og er í sögulegu há-
marki 1947. Glæpamyndir eru einnig
vinsælar og vestrinn heldur sínu.
Stjörnurnar eru harðar og svalar
sem aldrei fyrr. Humphrey Bogart,
James Cagney, Lauren Bacall,
Henry Fonda, Gary Cooper, Barbara
Stanwyck. Kaldar og yfirvegaðar
persónur eru áberandi, annars er
gróska í öllum kvikmyndagreinum
frameftir áratugnum, þegar sjón-
varpið fer skyndilega að ógna vin-
sældum bíóanna.
Ágætis byrjun
1941 byrjar með látum. Einn mesti
fjölmiðlakóngur Bandaríkjanna,
William Randolph Hearst, fær fregn-
ir af því að Orson Welles, ungur og
athyglisverður maður, sem nokkru
áður setti Bandaríkin á annan endann
með útvarpsleikriti byggðu á Innrás-
inni frá Mars, vísindaskáldsögu H.G.
Wells, sé með óvanalega kvikmynd í
smíðum. Þjóðfélagsádeilu, þunga-
miðjan er Kane, persóna, ótrúlega lík
blaðakónginum.
Frumsýning Citizen Kane er áætl-
uð í febrúar, Hearst notar ítök sín í
blaðaheiminum til að fresta henni um
nokkra mánuði. Kane er valdasjúkur
útgefandi, sem rís til einræðislegra
áhrifa. Vinirnir hverfa, eiginkonan
fjarlægist hann (í orðsins fyllstu
merkingu, við matarborðið), að lokum
er Kane einangraður og yfirgefinn í
höll sinni. Louella Parsons og Hedda
Hopper, tvær áhrifamiklar blaðakon-
ur og slúðurkerlingar, eru fremstar í
breiðum flokki þeirra sem berjast
fyrir bannfæringu myndarinnar.
Enda á mála hjá Hearst.
Myndin hlýtur yfirleitt frábæra
dóma, utan blaða Hearst. Hafa gagn-
rýnendur jafnan talið hana eina bestu
kvikmynd sögunnar. Slík ítök hafði
Hearst á þessum tíma að Citizen
Kane var alls ekki virt að verðleikum
samtíðarinnar, naut t.d. engan veginn
sannmælis við Óskarsverðlaunaaf-
hendinguna, þar sem hún hlaut að-
eins verðlaun fyrir besta, frumsamda
handritið. Welles, sem aðeins er 25
ára gamall, og allt í öllu við gerð
myndarinnar; aðalleikari, leikstjóri,
framleiðandi og aðalhugmynda-
smiður á bak við byltingarkennda lýs-
ingu, tökur, o.fl., bar ekkert úr být-
um.
Bandaríkjamenn taka allshugar
fegnir á móti þríeykinu Bing Crosby,
Bob Hope og Dorothy Lamour, í fis-
léttum gamanmyndum, kenndum við
ferðir til fjarlægra og framandi staða;
The Road to Zansibar, Singapore,
o.s.frv. Frábær flóttameðöl frá stál-
gráma stríðsáranna.
Bogart í rökkrinu
og Ford í dalnum
Af allt öðrum toga er frumraun
Johns Huston, ungs leikstjóra, sem
áður hefur getið sér góðs orðs sem
handritshöfundur. The Maltese Falc-
on, lofar meistara sinn. Huston tekst
eftirminnilega létt að koma sér-
stökum og vandmeðförnum stíl saka-
málahöfundarins Dashiels Hammets,
yfir á hvíta tjaldið. Titillinn vísar til
verðmætrar styttu, keppikefli skúrka
og einkaspæjarans Sam Spade.
Huston hafði hugsað sér að notfæra
sér krafta George Raft í hlutverk
Spades, en stjörnunni líst ekki á boð-
ið. Huston fær þá eina af sínum
snjöllu hugmyndum og leitar til leik-
ara sem löngum hafði farið með auka-
hlutverk þorpara í gangstermyndum.
Nafn hans er Humphrey Bogart.
Hann verður umsvifalaust einn dáð-
asti leikari kvikmyndasögunnar og
samstarf þeirra Huston eitt það af-
farasælasta sem um getur.
Annar snillingur, John Ford, end-
urskapar kolahéruð Wales í Kali-
forníu, og kvikmyndagerð skáldsögu
Richards Llewellyn, How Green Was
My Valley, hlýtur mikið lof, einkum í
Bandaríkjunum. Hlýtur m.a. eft-
irsóttustu Óskarsverðlaunin, sem að
öllu eðlilegu hefðu fallið í hlut Citizen
Kane. Ford er þó vel að þeim kominn,
hafði sjálfur verið afskiptur árinu áð-
ur, þegar Rebecca, meðal-Hitchcock-
mynd, hrifsaði vegtylluna, er Aka-
demían sniðgekk Þrúgur reiðinnar –
The Grapes of Wrath, annað meist-
araverk kvikmyndasögunnar.
Heilsað og kvatt,
sungið og dansað
Marlene Dietrich nýtur sífellt
meiri vinsælda og önnur, ung og fög-
ur, evrópsk leikkona, stefnir hægt en
ákveðið á toppinn, heillandi og hæfi-
leikarík; Ingrid Bergman, sem er
samningsbundin framleiðandanum
David O. Selznick. Það vekur mikla
athygli er hann lánar Warner stjörn-
una sína árið ’42, til að fara með aðal-
hlutverk í mynd sem á að bera nafnið
Casablanca. Framhaldið er feitletrað
í kvikmyndasögunni. Um svipað leyti
hverfur Greta Garbo, önnur sænsk-
ættuð stjarna, á braut, í sjálfskipaða
útlegð frá kvikmyndunum. Þá á há-
tindi frægðar sinnar.
Ekki minni eftirsjá er í Carole
Lombard, glæsilegri, gáfaðri og orð-
heppinni stórstjörnu og kyntákni,
sem ferst í flugslysi, aðeins 34 ára.
Lombard var orðin hæst launaða og
eftirsóttasta kvikmyndaleikkona
heims og hafði nýlokið við hlutverk í
mynd Lubitsch, To Be or Not To Be.
Mestur harmur er kveðinn að eig-
inmanni hennar, annarri ofurstjörnu
kvikmyndanna, Clark Gable.
Einn þeirra frönsku leikara sem
flúið hefur hersetið Frakkland er
Jean Gabin. Magnaður og mikilhæfur
leikari sem vinnur sig í álit í Holly-
wood – og hug og hjarta hinnar harð-
giftu Marlene Dietrich. Samdráttur
þeirra vekur umtal og hneyksli hinna
siðprúðu.
Minna róti veldur opinbert fram-
hjáhald Spencers Tracy með uppá-
haldsmótleikaranum, Katherine
Hepburn. Tracy nýtur samúðar
fjöldans því hann fær sig ekki til að
skilja við eiginkonuna vegna við-
kvæmra fjöldkyldumála, auk þess er
hann heittrúaður kaþólikki. Samband
þeirra Tracy og Hepburn er sann-
kölluð Hollywood-goðsögn. Það
stendur frá 1942 til dauðadags Tracy,
’67. Þessir einstöku listamenn léku
saman í 9 myndum, undantekning-
arlaust við góðan orðstír.
Ein merkasta uppgötvun fimmta
árataugarins er Marlon Brando, hann
verður reyndar ekki áberandi fyrr en
undir 1950. Kirk Douglas vekur hins-
vegar eftirtekt í hlutverki veikgeðja
eiginmanns Barböru Stanwyck í
mynd Lewis Milestone, The Strange
Love of Martha Ivers (’46). Stelur
senunni og hefur þar með einn affara-
sælasta feril í sögu Hollywood.
Söngva- og dansamyndir njóta
stöðugt vinsælda. Einn mesti harð-
jaxl kvikmyndaborgarinnar, James
Cagney, kemur þó gestum í opna
skjöldu er hann reynist gott betur en
liðtækur söngvari og jafnvel enn betri
dansari, í mynd Michaels Curtiz,
Yankee Doodle Dandy (’42). Myndin
er byggð á ævi George M. Cohan,
fjölhæfs listamanns og stjórnanda.
London undir loftárásum
Hitler og linnulausu sprengju- og
eldflaugaregni hans, tekst ekki að
brjóta niður baráttu borgarbúa né
hina bresku þjóðarsál. Sem stendur
af sér allar hörmungarnar og eflist
við hverja raun. Hugprýðin endur-
speglast í óvæntri upprisu breskrar
kvikmyndagerðar, undir heljarþunga
stríðsins. Laurence Olivier frumsýnir
Hinrik V., sem reynist sögulegur sig-
ur fyrir alla sem að henni koma.
Fyrst og fremst Olivier sem semur að
hluta kvikmyndagerð leikrits Shake-
speares, leikstýrir og fer með aðal-
hlutverkið. Hinrik V. er ein fyrsta
myndin sem Bretar gera í lit, sem
nýtur sín einkar vel, bæði á meðan
myndin er tekin á sviði og þegar Oliv-
ier færir tökustaðina útí náttúrulegt
umhverfi.
Hinrik V. stappar stálinu í lands-
menn, líkt og Mrs. Miniver, eftir
William Wyler, hafði gert tveimur ár-
um áður. Þegar í stríðslok fara að
berast hinar rómuðu gamanmyndir
Ealing-kvikmyndaversins, með sígild
verk einsog Kind Hearts and Coron-
ets og Whiskey Galore.
Úrvalsleikstjórar í Hollywood
Í Hollywood hélst sama gróska og
fyrir stríð, enda höfðu stjórnvöld
skilning á að hermenn og almúgi var
aldrei jafn þurfandi fyrir afþreyingu
sem á ógnartímum. Upp sprettur
fríður flokkur úrvalsleikstjóra, einn
þeirra sem blómstra á fimmta ára-
tugnum er Preston Sturges. Skrifar
nokkur vinsæl leikrit og kvikmynda-
handrit, en tekst með harðfylgi að fá
stjórnendur Paramount til að sam-
þykkja að hann leikstýri sjálfur eftir
handritinu The Great McGinty (’40).
Myndin vekur mikla athygli á Sturg-
es og fær einróma lof og rífandi að-
sókn. Þar með hefst sneggsta sig-
urganga borgarinnar, sem því miður
hlaut snöggan endi. Á fimm ára tíma-
bili gerir Sturges einar níu myndir
sem hann skrifar og leikstýrir og
komast flestar á blöð kvikmyndasög-
unnar. Þær frægustu Sullivan’s Trav-
els, The Lady Eve og Hail the Con-
quering Hero. 1945 hefur Sturges
misheppnað samstarf við Howard
Hughes, heldur síðan í sjálfskipaða
útlegð.
Billy Wilder fæddist í Vínarborg
1906. Var farinn að vinna við kvik-
myndir er hann flúði undan gyð-
ingaofsóknum Hitlers. Fyrst til Par-
ísar, síðan til Hollywood. Þar hvorki
rak né gekk uns Wilder hefur sam-
starf við rithöfundinn Charles Brack-
ett, árið 1938. Það stendur allt framá
sjötta áratuginn og elur af sér fjölda
metaðsóknarmynda og stórvirkja á
þeim fimmta. Ein sú fyrsta er Five
Graves to Cairo (’43), Double In-
demnity, ein merkasta film noir allra
tíma; The Lost Weekend, áhrifarík-
asta mynd um áfengisbölið sem gerð
hefur evrið. Wilder og Brackett ljúka
samvinnunni með stórvirkinu Sunset
Boulevard (’50).
Sá gamalreyndi leikstjóri, Howard
Hawks, á góðan sprett á þeim
fimmta. Sergeant York, The Outlaw,
The Big Sleep, Red River o.fl. Alfred
Hitchcock fer einnig á kostum, lengst
af í Hollywood, með myndum á borð
við Suspicion, Saboteur, Shadow of a
Doubt, Lifeboat, Spellbound, Rope
og Strangers on a Train.
John Huston gerir nokkur meist-
araverk er hann snýr til baka úr her-
þjónustu (þar sem hann gerir ófáar,
sígildar heimildarmyndir);
The Treasure of the Sierra Madre
og The Asphalt Jungle, fyrir utan
Möltufálkann, sem áður er getið.
Endurreisn í Evrópu
Frakkland er ekki fyrr laust undan
járnhæl nasismans (’44), en þarlendir
kvikmyndagerðarmenn tilkynna að
engir samstarfsmenn Þjóðverja eigi
sér framtíð í starfi. Í Rómaborg eru
tökur hafnar á Roma Cittá Aparta –
Róm opin borg, undir stjórn Robert-
os Rosselini. Aðeins hálfu ári eftir fall
fasismans er myndin tilbúin til sýn-
inga og reynist einn af hornsteinum
nýraunsæisstefnunnar. 1946 kemur
Vittorio De Sica fram á sjónarsviðið
með meistaraverkið Shoeshine, heim-
ildarmyndina um fátæktina á Ítalíu
eftir hernaðarátökin og ósigur fas-
istaaflanna. Sama ár er hátíðin í Fen-
eyjum endurreist með þátttöku
flestra, vestrænna þjóða.
Fransmenn láta ekki sitt eftir
liggja. Í mars 1945 er fyrsta stór-
mynd hins frjálsa Frakklands frum-
sýnd. Ógnarlangt verk Marcels
Carné, sem heitir því táknræna nafni
Börn í Paradís – Les Enfants du
paradis. Síðar á árinu fær Jean Coct-
eau einróma lof fyrir kvikmynd
byggða á ævintýrinu Fríða og dýrið.
Í Póllandi skrásetur Alexandr
Ford einn versta hrylling stríðsins:
útrýmingarbúðirnar í Majdenek,
heldur beint á vettvang er Rauði her-
inn frelsar þetta jarðneska helvíti úr
greipum nasista. Úr verður ein átak-
anlegasta heimildarmynd sögunnar,
samnefnd búðunum. Í Moskvu er
frumsýnd Radouga, merk mynd
Marks Donskois um lífið í úkraínsku
sveitaþorpi undir hersetu nasista.
Þar er einnig frumsýnt á síðustu dög-
um stríðsins, stórvirkið Ivan grimmi,
nýjasta meistaraverk Eisensteins.
Hvað með þá sem töpuðu bardag-
anum? Þýskaland er í einni rjúkandi
rúst en uppbygging hefst daginn sem
þeir tapa stríðinu. Sigurvegararnir
hafa klofið landið í hernámssvæði. Í
austri ráða Sovétmenn og verða
fyrstir til að koma kvikmyndaiðn-
aðinum í gagnið. Stofna með Austur-
Þjóðverjum fyrirtækið Defa. Fyrsta
myndin sem gerð er á vegum þess er
Morðingjar á meðal vor (’46), stríðs-
ádeila, leikstýrð af Wolfgang Staudte.
Defa var nánast útungunarstöð fyrir
kommúnistaáróður og setti lítið mark
á kvikmyndasöguna almennt.
Rúsínur í pylsuendanum
Síðustu ár fimmta áratugarins ein-
kennast af styrkri og framsækinni
kvikmyndagerð. Á Englandi er David
Lean að vekja athygli með stórmynd-
um einsog Great Expectations og
Oliver Twist. Carol Reed afhjúpar
meistaraverkið Þriðji maðurinn –
The Third Man; William Wyler sigrar
heiminn með klassíkinni Bestu ár æv-
innar – The Best Years of Our Lives.
Merkir leikstjórar á borð við Elia
Kazan og Tati, kveða sér hljóðs. Og
áratugurinn hverfur inní sólsetrið í
stórvirki Wilders, Sunset Boulevard.
Upplausn og
endurreisn
Hin unga og glæsilega Carol
Lombard fórst í flugslysi.
Greta Garbo lét sig hverfa spor-
laust úr sviðsljósinu.
Möltufálkinn markaði upphaf
gífurlegra vinsælda Bogarts.
Bíóöldin1940–1950
eftir Sæbjörn Valdimarsson
FÓLK Í FRÉTTUM
66 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Casablanca (Michael Curtiz)
1942
Citizen Kane (Orson Welles)
1941
Double Indemnity (Billy Wild-
er) 1944
Hinrik fimmti – Henry V.
(Laurence Olivier) 1944
Kind Hearts and Coronets
(Robert Hamer) 1949
Ladri di Biciclette – Reið-
hjólaþjófurinn (Vittorio De
Sica) 1948
Stranger on a Train (Alfred
Hitchcock) 1950
Sullivan’s Travels (Preston
Sturges) 1941
The Treasure of the Sierra
Madre (John Huston) 1948
Þriðji maðurinn – The Third
Man (Carol Reed) 1949
Myndir áratugarins
Náin Tracy og Hepburn í The Woman of the Year (1942).