Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁLVERI á Reyðarfirði fylgir tölu- verð loftmengun, jafnvel þótt notuð verði besta fáanlega tækni, að mati Ingibjargar E. Björnsdóttur um- hverfisfræðings sem fjallaði um skýrslu Reyðaráls hf. um áhrif fyr- irhugaðs álvers í Reyðarfirði á fundi Landverndar á þriðjudag. Þar kom einnig fram að nánast öll vatnakerfi á áhrifasvæðinu verði fyrir röskun verði af framkvæmdum vegna Kára- hnjúkavirkjunar, en áhrifasvæðið nær yfir 3% af flatarmáli landsins. Landvernd hefur undanfarnar vik- ur fengið sérfræðinga til að rýna í skýrslur Landsvirkjunar og Reyð- aráls hf. um umhverfisáhrif vegna Noralsverkefnisins og haldið fundi þar sem ákveðnum málaflokkum hafa verið gerð skil. Krabbameinsvaldandi efni og brennisteinsþoka Ingibjörg fjallaði um loftmengun sem hlýst af fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði, veðuraðstæður og gróð- urhúsaáhrif. Í máli hennar kom fram að 420 þúsund tonna álver losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. Alls væri um að ræða 770 þúsund tonn af kolt- víoxíðsígildum árlega sem væri 27% af heildarlosun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi árið 1990. Hún sagði að álverið komi einnig til með að losa mörg önnur efni sem ekki falla í flokk gróðurhúsalofttegunda. Hún sagði að alls verði tæp 2 tonn á ári af fjöl- arómatískum kolvetnum, eða PAH- efnum, losuð í andrúmsloftið, en þau eru krabbameinsvaldandi. Þá fara 828 tonn af brennisteinstvíoxíði í and- rúmsloftið á hverju ári. Ingibjörg sagði að brennisteinsþoka geti mynd- ast við vissar aðstæður allra næst byggingum eða í innan við 2,4 kíló- metra radíus frá álverinu. Hún sagði einnig að 88,5 tonn af köfnunarefn- isoxíðum muni fara í andrúmsloftið árlega, en þau geta valdið sjónrænum áhrifum og stuðlað sömuleiðis að myndun súrra dropa í andrúmslofti og súrs regns. Þá sagði Ingibjörg að í skýrslu um umhverfisáhrif vegna ál- versins sem Hönnun hf. vann fyrir Reyðarál hf. komi fram að aðstæður til loftdreifingar í Reyðarfirði geti verið óhagstæðar á vissum tímabilum þar sem stillur myndist að næturlagi og yfir vetrartímann. Bergur Sigurðsson umhverfisefna- fræðingur sagði að vel væri staðið að umhverfisþáttum álversins en að nota mætti betri hreinsitækni við raf- skautaverksmiðju í samræmi við það sem tíðkast í Noregi. Bergur las yf- irlýsingu norsks sérfræðings á sviði PAH-rannsókna sem telur að þar sem langtímalosun PAH-efna í loftið á sér stað í námunda við sjó muni hluti efn- anna berast í sjóinn með beinum eða óbeinum hætti og að slík áhrif beri að meta í mati á umhverfisáhrifum. Slíkt mat hafi hins vegar ekki verið gert fyrir Reyðarál. Gunnar G. Tómasson frá Hönnun hf., sem vann skýrsluna sem Ingi- björg og Bergur vísuðu í, sagði að alls yrðu átta sjálfvirkar veðurstöðvar í firðinum og næsta nágrenni. Hann sagði að viðamiklar mælingar hefðu verið gerðar á straumum, hitastigi og seltu í firðinum sem hafi sýnt að sjór- inn sé almennt vel blandaður innan fjarðarins og að sjórinn endurnýist al- gjörlega á fjórum til fimm vikum. „Allt vatnakerfið verður fyrir áhrifum“ Skúli Skúlason og Bjarni Kristófer Kristjánsson vatnalíffræðingar sögðu frá hvernig þeir meta áhrif fram- kvæmda á lífríki í vötnum og ám. Mat sitt byggðu þeir á skýrslunni Vatna- lífríki á virkjanaslóð sem Náttúru- stofa Kópavogs, Líffræðistofnun Há- skóla Íslands og Veiðimálastofnun unnu fyrir Náttúrufræðistofnun Ís- lands og Landsvirkjun. Þeir sögðu að áhrifasvæði virkjunarinnar nái yfir 3% af flatarmáli landsins og að á svæðinu sé að finna fjölbreytt og sér- stakt lífríki. Þeir sögðu grundvallar- atriði þegar um svo stóra framkvæmd er að ræða að meiri þekking sé fyrir hendi áður en mat á umhverfisáhrif- um sé samþykkt. Þeir bentu á að í rannsókninni hefði fundist ný tegund af rykmýi af ættkvíslinni krenos- mittia sem áður hefði verið óþekkt hér á landi. Þeir sögðu að talið væri hugsanlegt að útbreiðsla tegundar- innar sé eingöngu bundin við Norð- austurland. Þeir sögðu það þeirra skoðun að nánast ekkert vatnakerfi á svæðinu verði óraskað. „Einangruð- um stofnum lífvera á svæðinu kemur til með að verða útrýmt eða þeir munu blandast öðrum stofnum,“ sagði Bjarni. Þá sögðu þeir félagar að Folavatn sem er á náttúruminjaskrá verði eytt með lóni og að ýmis vot- lendissvæði muni annaðhvort blotna eða þurrkast upp. Þá sögðu þeir ólík- legt að Hálslón sem verður til við virkjunarframkvæmdir verði byggi- legt lífverum vegna aursöfnunar og gífurlegra dýptarsveiflna. „Nauðsynlegt að frekari rann- sóknir verði gerðar á svæðinu“ Þeir Bjarni og Skúli sögðu brýnt að frekari rannsóknir verði gerðar á svæðinu áður en ráðist verður í virkj- unarframkvæmdir þar sem mjög lítið sé vitað um lífríkið í vötnum og ám á þessum slóðum og að meiri tíma þurfi til gagnasöfnunar. Einnig að þekking á vistfræði vatnalífvera á hálendi Ís- lands sé mjög takmörkuð þannig að ómögulegt sé að gera samanburð. Skúli sagði að 5-10 ár til viðbótar væru nauðsynleg fyrir vísindamenn til að rannsaka svæðið og þau áhrif sem virkjanaframkvæmdir hefðu. Næsti fundur Landverndar verður síðdegis í dag. Þar mun Kristín Ein- arsdóttir líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur tekið að sér að stjórna umfjöllun Landverndar og taka saman helstu niðurstöður, kynna skýrslu sína. Fundur Landverndar um matsskýrslur um álverið á Reyðarfirði Umtalsverð loftmeng- un hlýst af álverinu NETTENGING hefur í fyrsta sinn verið sett upp í íslensku fiski- skipi. Það er NetHnöttur, deild innan Tæknivals, sem hefur kom- ið skipverjum á Baldvini Þor- steinssyni EA í samband við um- heiminn í gegnum Netið. Skipverjar hafa fullan aðgang að Netinu, tölvupósti og öðru. Að verkefninu standa, auk Tækni- vals, Samherji, LÍÚ, Fiskistofa og Verkmenntaskólinn á Akureyri, sem býður skipverjum upp á fjar- nám. Morgunblaðið opnaði fyrir aðgang að gagnasafni mbl.is og blaði dagsins og hafa skipverjar haft tækifæri til að prenta út blaðið, og er þetta líklega í fyrsta sinn sem blaðið er lesið úti á rúmsjó sama dag og það kemur út. Vilhjálmur Árnason, tæknimað- ur hjá NetHnetti, segir að útgerð Samherja noti tenginguna m.a. til þess að koma í land myndum frá myndavélakerfi skipsins. Skipverjar prenta út Morgun- blaðið og lesa það úti á rúmsjó sama dag og það kemur út. Morgun- blaðið lesið samdægurs úti á rúmsjó KULDAKASTIÐ sem herjaði á Norður- og Norðausturland í gær hefur haft slæm áhrif á fuglavarp. Atli Vigfússon, æðarbóndi á Laxa- mýri sunnan við Húsavík sem er með 2400 kollur á hólmum við ósa Laxár í Aðaldal, óttast að mun minna verði um unga þetta sumar vegna áhlaups- ins og segir að fúlegg gætu numið hundruðum, ef ekki þúsundum, en hver kolla verpir 3–6 eggjum. Atli segir að kollurnar liggi enn á og að víða gægist aðeins höfuð fuglanna upp úr snjónum. Atli sagðist ekki vita hversu mikið tjónið væri. „Hér er allt á kafi í snjó og við þorum ekki að styggja kollurnar meðan þær liggja enn þá á undir fönninni. Þegar bráðn- ar fer vatn sums staðar inn í hreiðrin og svona krapastórhríð er það versta sem við fáum,“ sagði Atli. Hann segir ólíklegt að kollurnar verpi aftur fái þær fúlegg þar sem langt sé liðið á varpið og að ungar hafi víða verið byrjaðir að koma úr eggjunum. Það má svo sannarlega segja að móttök- urnar sem ungarnir fengu við kom- una í heiminn hafi verið óblíðar. Hríð- arveðrið stóð viðstöðulaust á annan sólarhring og er þetta með verstu áhlaupum sem komið hafa í júnímán- uði til margra ára. Frostið var á bilinu 1–3 gráður. Atli segir að dúntekja hefjist ekki fyrr en eftir að ungarnir séu komnir úr eggjunum þar sem oft sé von á vor- hreti á þessum slóðum þótt yfirleitt séu þau vægari en kuldakastið í gær og fyrradag. Hann segir að kríur, hettumávar, spóar, lóur og stelkir hafi yfirgefið hreiður sín. „Hreiðrin eru á kafi í snjó og þessir fuglar hafa svo léleg hreiður að þeir geta ekki setið þetta af sér en æðarfuglinn hef- ur betri möguleika þar sem hann hef- ur dún í hreiðrunum.“ Atli setti kindur sínar inn í gær og var það einnig gert í Grímsey þar sem hríðin var svo dimm á köflum að ekki sást handa skil. Lömb urðu úti í Grímsey Það er sjaldgæft að kindum sé smalað í júnímánuði í eynni en lömbin voru sum ekki nema rúmlega viku gömul og segir Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey hræ af einu lambi hafa fundist og að annað sé talið af. Um 60 vetrarfóðraðar kindur eru í eynni og tók það fimm menn um tvo tíma að smala fénu saman sem er á annað hundrað með lömbum. Þorlák- ur sagði að kindurnar yrðu líklega settar aftur út á morgun þar sem veð- ur hafi skánað mikið. Slæmt var í sjóinn á þessu svæði í gær og þurftu erlendir ferðamenn sem fóru út í Grímsey að halda sér í verstu dýfunum á leiðinni út í eyna. Sumir þeirra voru hrifnir af því að lenda í alvöru heimskautsveðri við komuna út í Grímsey. Áströlsk stúlka sem hafði dvalið í Grímsey í fimm daga hafði t.d. á orði að hún hafi upp- lifað allar fjórar árstíðirnar á þessum fimm dögum. Talið er að veruleg afföll hafi orðið í kríuvarpinu í Grímsey í kuldakastinu. Æðarvarp á Norðurlandi spillist vegna kuldakastsins síðustu daga Fúlegg gætu numið þúsundum á Laxamýri Morgunblaðið/Kristján Fé var víða smalað á Norðurlandi í gær þar sem veðrið var kolvitlaust og sum lömbin ekki nema um viku gömul. Hér er bóndi á Árskógsströnd sem mátti hafa sig allan við að koma fé sínu í hús í gærkvöld. Egilsstöðum - Bæjarstjórn Austur-Héraðs samþykkti í gær drög að samningi við óstofnað hlutafélag Sigurjóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar um sölu á hluta af eignum Eiðastaðar. Samningsdrögin voru sam- þykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegn einu at- kvæði minnihlutans, en tveir fulltrúar þeirra síðartöldu sátu hjá. Trúnaði vegna máls- ins mun verða aflétt við und- irritun samningsins, sem fram fer innan skamms. Kaupverð verður ekki gefið upp fyrr en þá. Bæjarstjóra og bæjarlög- manni hefur verið falið að ganga frá endanlegum samn- ingstexta og kaupsamningi. Þau gögn verða síðan lögð fyrir bæjarstjórn til kynning- ar. Búist er við undirritun fljótlega. Eignir Eiðaskóla Samn- ingsdrög samþykkt í bæjar- stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.