Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar spilar
föstudagskvöld kl. 22.
CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveit-
in Penta skemmtir gestum langt
fram undir morgun föstudagskvöld.
Hljómsveitina Penta skipa Daníel V.
Elíasson, Gauti Stefánsson, Ingi
Valur og Kristinn Gallagher.
CAFÉ CATALÍNA: Jón forseti
heldur uppi stuðinu laugardagskvöld
kl. 23 til 3.
CAFÉ RIIS, Hólmavík: Diskótekið
og plötusnúðurinn Skugga-Baldur.
500 krónur inn laugardagskvöld.
CLUB 22: Dj Johhny spilar föstu-
dagskvöld. Doddi litli mætir í búrið
á miðnætti laugardagskvöld. Frítt
inn til kl. 3. Handhafar stúdenta-
skírteina fá frítt inn alla nóttina.
DUBLINER: Hljómsveitin Spila-
fíklarnir spila.föstudags- og laugar-
dagskvöld.
FÉLAGSHEIMILIÐ ÁRNESI:
Sálin hans Jóns míns spilar laug-
ardagskvöld.
FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin KOS
leikur föstudags- og laugardags-
kvöld. Þetta eru síðustu dansleikir
KOS í sumar.
GAUKUR Á STÖNG: Þriðja hip
hop-kvöld Gauksins, Budweiser og
Cronic á Rás 2 fimmtudagskvöld kl.
21. Bretarnir Ty og Dj Bizznizz
troða upp ásamt Dj MAT og Sub-
terranean. Aldurstakmark er 18 ár
og 850 krónur inn.
GULLÖLDIN: Heiðurskempurnar
Svensen og Hallfunkel tæta og
trylla föstudagskvöld.
GUNNARSHÓLMI, Landeyjum. :
Sixties spila föstudagskvöld.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Butt-
ercup spila föstudagskvöld. Hljóm-
sveitin Stuðmenn laugardagskvöld.
JÓI RISI, Breiðholti: Trúbadorinn
Gréta spilar föstudags- og laugar-
dagskvöld.
KAFFI REYKJAVÍK: Hljómsveit-
in Spútnik spilar órafmagnað
fimmtudagskvöld. Hljómsveitin
Spútnik heldur svo ball föstudags-
og laugardagskvöld.
ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Bingó frá Borgarnesi í svaka
stuði föstudags- og laugardagskvöld.
ÓLAFSHÚS, Sauðárkróki:
Diskótekið og plötusnúðurinn
Skugga-Baldur. Frítt inn föstudags-
kvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi:
Hljómsveitin Hunang lætur gamm-
inn geisa föstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveitina Hunang skipa:
Hafsteinn Valgarðsson, Jakob Jóns-
son, Jóhann Ingvarsson, Jón Borgar
Loftsson og Karl Örvarsson.
RAUÐA LJÓNIÐ: Guðmundur
Reynisson spilar föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Samkomuhúsið Grundarfirði:
Greifarnir spila laugardagskvöld.
SJALLINN, Akureyri: Milljóna-
mæringarnir ásamt Páli Óskari og
Bjarna Ara laugardagskvöld.
SJALLINN, Ísafirði: Á móti sól
leikur föstudags- og laugardags-
kvöld.
SJÁVARPERLAN, Grindavík:
Papar spila föstudagskvöld. Hljóm-
sveitin Írafár spilar laugardags-
kvöld.
SPOTLIGHT: Tóti spilar fimmtu-
dagskvöld. Dj Cesar kemur öllum í
gott stuð föstudagskvöld. Dj Dagný
laugardagskvöld.
STAÐUR, Eyrarbakka: Stórdans-
leikur í tilefni sjómannadagsins.
Hljómsveitin Upplyfting spilar laug-
ardagskvöld kl. 23.
STAPINN, Reykjanesbæ: SSSól
spilar ásamt Gos laugardagskvöld.
Geirmundur Valtýsson spilar í Ásgarði, Glæsibæ.Spútnik leikur á Kaffi Reykjavík alla helgina.
Frá A til Ö
SÖNGVARINN Bono þykir líkleg-
astur til að feta í fótspor Johns heit-
ins Lennon ef Bítlarnir skyldu ein-
hvern tíma koma saman aftur.
Þetta kom fram í könnun sem tíma-
ritið Mojo gerði á dögunum.
Bono, sem er söngvari hljóm-
sveitarinnar U2, hlaut alls 38% at-
kvæða. Fleiri þekktir söngvarar
komu þó til greina. Söngvari Radio-
head, Thom Yorke, var í öðru sæti
og Elvis Costello í því þriðja.
Athygli vekur að sonur Lennons,
Julian, var í fimmta sæti listans
með aðeins níu prósent atkvæða.
Í sömu könnun var einnig kosið
um uppáhalds bítilinn og fékk
grænmetisætan Paul McCartney af-
gerandi kosningu eða næstum
helming atkvæðanna.
Reuters
Syngur Bono
með Bítlunum?
ÞAÐ er ótrúleg gróska í íslensku
tónlistarlífi um þessar mundir. Er-
lendis verða menn sífellt forvitnari
um allt sem íslenskt er og sveitir
eins og Sigur Rós, Mínus, Kanada
og múm hafa vakið þó nokkra at-
hygli að undanförnu.
Íslensk danstónlist, eða raf/tölvu-
tónlist, hefur líka hlotið talsverðan
hljómgrunn, aðallega reyndar í
Þýskalandi og það fyrir tilstilli
Thule-útgáfunnar íslensku (sem
reyndar gaf út fyrstu breiðskífur
múm og Kanada á undirmerkjum).
Thule-angi hérlendrar raftónlist-
ar er nokkuð hlédrægur og þeir sem
hann fylla lítt fyrir að básúna það
sem þeir eru að gera eða hafa áork-
að. Markmið Thule hefur og verið
skýrt frá byrjun; það er að standa að
útflutningi á íslenskri tónlist. Því er
ekki nema von að nöfn eins og Exos,
Ozy, Sanasol og Thor hljómi ekkert
sérstaklega kunnuglega í eyrum Ís-
lendinga. Hljómplötur með þessum
listamönnum og fleirum hafa engu
að síður vakið athygli í hinu alþjóð-
lega samfélagi raftónlistaráhuga-
manna síðastliðin ár.
Exos er nú samningsbundinn
Force Inc. sem er eitt af stærri
tæknómerkjum heims og í fyrra
kom breiðskífan Eleventh út. Fyrir
hana og þessa plötu sem hér er til
umfjöllunar hefur hann fengið frá-
bæra dóma og ekki að undra, enda
er þetta tæknólistamaður í fremstu
röð.
Formið sem Exos er að vinna inn-
an, naumhyggju-tæknó (e. minimal
techno) kom fram fyrir c.a. tíu árum,
öðrum þræði sem mótmæli við auk-
inni glysáferð á tæknótónlist þeirra
tíma. Með þekktari listamönnum
sem þetta ástunda eru t.d. Richie
Hawtin (Plastikman) og Jeff Mills.
Á Strength er að finna naum-
hyggjulegt tæknó eins og það gerist
best, ískalt og geirneglt en um leið
er það undarlega hlýtt og þægilegt
áheyrnar. Bassinn er djúpur og
pumpandi og yfir honum kristaltær-
ar og taktfastar rafveilur. Tilvísanir
í „dub“-tónlist láta á sér kræla á
sumum stöðum en annars býr platan
yfir glettilega mikilli fjölbreytni.
Styrkur plötunnar felst einkum í því
að það virðist vera jafn auðvelt að
hoppa sveittur í takt við tónlistina á
dansgólfinu og að setja sig í stell-
ingar upp í sófa og njóta, með kaffi
og kex í hendi (þó ég hafi persónu-
lega ekki prófað að dansa við þetta,
hér er um að ræða lærða ágiskun).
Strength samþættir það snilldar-
lega að vera hæfilega tilraunakennd
um leið og hún er einkar aðgengileg,
sneisafull af grípandi laglínum. Heil-
steypt verk og einhver pottþétt ára
yfir öllu saman. Öll hljóðvinnsla er
og skotheld, mjög fagmennlega að
verki staðið í þeim málum.
Arnviði Snorrasyni, Exos, hefur
hér tekist að búa til tæknótónlist á
heimsmælikvarða, fyllilega sam-
bærilega við það besta úr þeim
heiminum. Einfaldlega frábær plata.
Formfast, fallegt – frábært!
„Exos ... hefur hér tekist að búa til tæknó-
tónlist á heimsmælikvarða,“ segir Arnar
Eggert Thoroddsen m.a. um Strength.
TÓNLIST
G e i s l a d i s k u r
Strength, geisladiskur Exos, sem er
listamannsnafn Arnviðar Snorra-
sonar. Öll lögin eru samin af Arn-
viði fyrir utan lagið „At The End“
sem hann semur með Árna Val
Kristinssyni [Vector] og lagið
„Stagm“ sem hann semur með
Snorra B. Árnasyni [Octal]. 69,03
mín. Force Inc. gefur út.
STRENGTH
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Golli
Eru
Florena
bestu snyrtivörurnar?
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
sýnt í Bíóhöllinni á Akranesi
!"#$%&'()*+'
*'**'*,--.$-*/&.$0.1-$2/345""&.
Stóra sviðið kl. 20.00:
67 789 77 77):2"; ";32<"2/
+==')%
+==')%
+==')% +==')%
+==')%*+*'>""/#$;?&'()*+'%
+==')
+==')
+==')%
&'()*+' +==')
)
* 2"
+==')%
+==') &'()*+'
<<<5+'' *'**@5+''
*=*")*" & .$ +*/*%)+*/*2/')+*/*
*'**"2="&"0A.- .B% '+".-0#$
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Fim 7. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 8. júní kl. 20 - UPPSELT
Lau 9. júní kl. 19 - UPPSELT
Lau 9. júní kl. 22 - UPPSELT
Sun 10. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI
Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir
sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir,
hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla-
höfundur, erindi tengt Píkusögum.
ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að
sýningin hefst.
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
3. hæðin
HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ
Hádegisleikhús kl. 12
RÚM FYRIR EINN
fös 15/6 örfá sæti laus
fim 21/6 nokkur sæti laus
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
fös 15/6 nokkur sæti laus
SÍÐASTA SÝNING!
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030