Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 14

Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 14
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Hafnarfjarðar mun í sumar starfrækja tómstundagarð á gæsluvellinum við Arnar- hraun. Starfsemin er sérstak- lega ætluð fimm og sex ára börnum og verður í anda leikjanámskeiða. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á leikjanámskeið fyrir þennan aldurshóp í Hafnarfirði. Að sögn Olgu Stefánsdóttur umsjónar- manns námskeiðanna er mikil þörf á sumarnámskeiðum fyr- ir börn á þessum aldri og þá sérstaklega þau sem eru orð- in sex ára og byrja í skóla í haust. Námskeiðin eru til- raunaverkefni en ef vel tekst til í sumar gæti orðið fram- hald á næsta ári. Olga segir hugmyndina að námskeiðunum hafa kviknað nú í vor er Íþrótta- og tóm- stundaráði Hafnarfjarðar var úthlutað gæsluvelli við Arn- arhraun. „Við munum tengja námskeiðin við dýr og verða nokkur dýr á gæsluvellinum. Þegar eru komnar þrjár hæn- ur, einn hani, nokkrir fiskar og hamstrar en okkur vantar kanínur.“ Hún segir hug- myndina vera þá að börnin læri að koma fram við dýrin af virðingu, t.d. með því að sjá um að gefa dýrunum að borða. Þá verða vettvangsferðir áberandi í starfsemi tóm- stundagarðsins. „Við munum fara í fjöruferðir og í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn og gefa öndunum á tjörninni,“ segir Olga. „Á hverjum fimmtudegi verður svo buslu- dagur en þá verða ker fyllt af vatni og börnunum leyft að busla að vild. Eins ætlum við að grilla í lok hvers nám- skeiðs.“ Tómstundagarður við Arnarhraun í sumar Hafnarfjörður HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISNEFND Mos- fellsbæjar hefur óskað eftir skýringum frá umhverfis- nefnd Reykjavíkur á því hvers vegna stuðlabergs- gangur í grjótnámi Reykja- víkur í Seljadal skammt aust- an Hafravatns hafi verið eyðilagður. Bæjarverkfræð- ingur Mosfellsbæjar segir að um sé að kenna skorti á við- ræðum milli bæjaryfirvalda og malbikunarstöðvarinnar sem nýtir sér grjótnámuna. Landið er í eigu Mosfells- bæjar en samkvæmt samn- ingi, sem er frá árinu 1985 og er til 30 ára, hefur Reykjavík- urborg rétt til grjótnáms á svæðinu. Grjótnámið er nýtt af Malbikunarstöðinni Höfða, sem er í eigu Reykjavíkur- borgar, en efnið er notað í framleiðslu malbiks. Í aðsendri grein í Morg- unblaðinu 5. maí síðastliðinn lýsir Guðjón Jensson því hvernig stuðlabergið, sem vakti mikla athygli þegar það fannst fyrir 10 árum og birtar voru myndir af í sjónvarpi, hafi verið brotið niður og eyðilagt í námuvinnslunni. Í kjölfarið fjallaði umhverfis- nefnd Mosfellsbæjar um mál- ið. Í samþykkt hennar segir að nefndin harmi að þetta skuli hafa gerst og er bæj- arverkfræðingi falið að senda umhverfisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem óskað er skýr- inga á því hvernig hafi staðið á því að fyrirtæki á vegum Reykjavíkurborgar eyðilagði þessar náttúruperlur í Selja- dal. „Í fullu samræmi við samninga“ Á fundi Umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag var samþykkt að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins vegna málsins. Hrannar B. Arnars- son, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar, segist ekki vita til annars en að grjótnámið hafi verið í fullu samræmi við samninga við Mosfellsbæ. Hann segist ekki geta séð í augnablikinu hvernig málið snúi að starf- semi umhverfis- og heilbrigð- isnefndar borgarinnar. Að sögn Vals Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Malbikunarstöðvarinnar Höfða, varð stuðlabergsgang- urinn í Seljadal til af völdum stöðvarinnar. „Þarna voru ekkert nema holt þangað til við fórum að sprengja þarna þannig að við eyðilögðum ekkert nema það sem við bjuggum sjálf til,“ segir hann. Náman mjög breytileg Hann segir myndirnar sem sýndar voru í sjónvarpi á sín- um tíma vera af stuðlabergs- myndunum sem urðu til við sprengingar malbikunar- stöðvarinnar. „Svo geymdum við þennan hamar í nokkur ár af því að okkur fannst hann fallegur en svo vannst náman á eðlilegan hátt áfram.“ Valur segir námuna mjög breytilega. „Við eigum mynd af þessum hamri og öðrum enn stærri þannig að þetta er breytilegt frá ári til árs. Ennþá má sjá stuðla þarna þar sem við erum að sprengja núna en það eru bara aðrir stuðlar.“ Hann segir malartökuna hafa verið í fullu samræmi við skriflega samninga þar um og að malbikunarstöðin sé í full- um rétti til að halda grjót- námi þarna áfram. Áttuðu sig ekki á því að hamarinn yrði sprengdur Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur í Mosfellsbæ, staðfestir að stuðlabergs- gangurinn hafi ekki orðið sýnilegur fyrr en sprengt var frá honum. Hann segir að margir hafi þá viljað halda í stuðlabergið og haldið að það yrði varðveitt. Að hans mati hefði þó hentað illa að frið- lýsa svæðið þar sem það sé skilgreint sem malartöku- svæði. „En bærinn hefði kannski mátt hafa frumkvæði að því við malbikunarstöðina að þetta svæði yrði ekki nýtt til malarnáms þar sem þetta stuðlaberg var.“ Tryggvi segir ljóst að Mal- bikunarstöðin Höfði hafi ver- ið í fullum rétti til að sprengja hamarinn í ljósi samninga. „Spurningin er hins vegar sú hvort það hefði átt að hlífa þarna ákveðnum hluta grjótnámsins og varð- veita þar sem það er ekkert óskaplega mikið af sýnilegu stuðlabergi í nágrenni höfuð- borgarinnar. En þeir hafa væntanlega ekki metið það svo að það væri þeirra að hafa frumkvæði að því og bæjaryfirvöld kannski ekki áttað sig á að þetta yrði sprengt niður. Þannig að það má segja að það hafi skort á viðræður milli aðila,“ segir hann. Skýringa óskað á því hvers vegna sérstæður stuðlabergsgangur var eyðilagður við malarnám Ljósmynd/Guðjón Jensson Stuðlabergshamarinn sem nú heyrir sögunni til. Marka má stærð hamarsins af bakpok- anum sem er neðst á myndinni en hún var tekin fyrir rúmum tíu árum. „Skortur á viðræð- um milli aðila“ Seljadalur ÁTJÁN lið kepptu í harðri keppni í kassabílakstri á Árbæjarsafni um helgina en kassabíladagur hefur verið haldinn þar und- anfarin ár. Að þessu sinni var dag- urinn með öðru sniði því þar fór fram vígsla nýrra bíla sem safnið lét smíða sérstaklega fyrir sig. Tveir voru í hverju liði og voru þátttakendur á aldrinum þriggja til tólf ára. Hlutföll kynjanna voru mjög jöfn en algengt var að litla systir stýrði bílnum á meðan stóri bróðir ýtti. Keppnina gekk vel fyrir sig þó að hún hafi verið hörð. Til stóð að verðlauna aðeins þrjú fyrstu sætin en eftir tímatökuna stóðu fimm lið jöfn að vígi. Þau fóru um 60 metra leið á 17 sekúndum og fengu þau öll verðlaun. Eitt þeirra mætti þó ekki við verðlaunaaf- hendinguna og getur það sótt verðlaunin sín á Ár- bæjarsafn. Nýir kassabílar vígðir Morgunblaðið/Arnaldur Árbær TYRFT hefur verið yfir stærsta hluta jarðvegs sem var losaður við Daltjörn á golfvellinum á Seltjarnarnesi síðastliðinn vetur. Líffræði- stofnun Háskólans lagði til að frágangur jarðvegsins yrði með þeim hætti að uppfylling- in yrði óslétt með fjölbreyti- legum gróðri og grjóti en að sögn formanns umhverfis- nefndar Seltjarnarness verð- ur sá hluti uppfyllingarinnar sem snýr að tjörninni látinn óhreyfður og villtum gróðri leyft að vaxa þar. Jarðvegur losaður á röngum stað Forsaga málsins er sú að síðastliðinn vetur var talsvert magn af jarðvegi losað í hvilft við austanverðan bakka Daltj- arnar og var um að ræða efni úr grunni undir hús Íslenskr- ar erfðagreiningar í Vatns- mýrinni í Reykjavík. Að sögn Jens P. Hjaltested, formanns umhverfisnefndar Seltjarnar- ness, fékk golfklúbburinn á Seltjarnarnesinu efnið til að breikka golfbrautina með því að slétta úr umræddri hvilft. Fyrir misskilning hafi jarð- vegurinn verið losaður á röng- um stað en til stóð að setja hann vestar en raun bar vitni. Í skýrslu Líffræðistofnunar kemur fram að eftir að sléttað var úr jarðvegsbingnum þeki hann um 3000–5000 fermetra svæði. Suðurnes, og þar með Daltjörn, eru á náttúruminja- skrá en þar er gróskumikið fuglalíf og nýta fuglarnir sér tjörnina sem fæðulind. Niðurstaðan í umsögn Líf- fræðistofnunar Háskólans er að framkvæmdin hafi verið óheppileg þar sem hún þreng- ir að búsvæðum sem auðga líf- Vill óslétt yfirborð með villtum gróðri Morgunblaðið/Golli Búið er að tyrfa yfir stærstan hluta svæðisins. ríki tjarnarinnar en ekki er talið að hún hafi umtalsverð áhrif á næringarástand tjarn- arinnar. Lagt er til að frekari framkvæmdir miðist við að viðhalda fjölbreytileika lífrík- is Seltjarnarness. „Í því sambandi ætti að sjá til þess að flagið (uppfyllingin) verði óslétt með fjölbreytilegum gróðri (mörgum tegundum) og grjóti. Ef sléttað verður úr flaginu og eingöngu sáð grasfræi í er hætta á að t.d. gæs sæki í það,“ segir í um- sögn Líffræðistofnunar. Tyrft samkvæmt tillögum umsagnaraðila Að sögn Jens er búið að ganga frá þessu svæði að vissu marki. „Það er búið að tyrfa yfir og ganga frá þessu að undanskildum um það bil fjórðungi svæðisins alveg næst tjörninni og þar verður náttúrulegur gróður látinn vaxa upp aftur. Þannig að eft- ir tvo, þrjá mánuði verður sá hluti svæðisins kominn í svip- að horf og áður.“ Hann segir að tyrft hafi verið yfir flagið samkvæmt tillögum umsagnaraðilanna áður en sjálf umsögnin barst. „Þeir töldu að best væri að ganga frá þessu sem allra fyrst þannig að það færi ekki að rjúka úr þessu út um allar áttir. Þannig að vitandi nokk- urn veginn um hvað kæmi út úr þessari skýrslu þá sögðum við við golfmennina að þeir ættu að tyrfa þetta eins fljótt og þeir gætu því það yrði nið- urstaða skýrslunnar.“ Tyrf- ingin átti sér hins vegar stað eftir að umsögnin barst. Varðandi þær tillögur um- sagnaraðila að uppfyllingin verði óslétt með fjölbreytileg- um gróðri segir Jens að um- hverfið næst tjörninni verði í samræmi við þær gangi hug- myndir hans eftir. Hins vegar eigi umhverfisnefnd eftir að samþykkja þær tillögur. „Við fengum þetta sem álitsgerð hjá Líffræðisstofnun sem kemur þarna með tillögur og síðan verður ákveðið hvað við gerum,“ segir hann. Seltjarnarnes Líffræðistofnun um uppfyllingu við Daltjörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.