Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 47
SKÁKSAMBAND Íslands og
Skákfélag Akureyrar stóðu fyrir
helgarskákmóti á Akureyri um
hvítasunnuhelgina. Helgi Áss Grét-
arsson og Arnar Gunnarsson urðu
efstir og jafnir á mótinu, fengu 6
vinninga í 7 umferðum. Helgi Áss
var úrskurðaður sigurvegari eftir
stigaútreikning. Helgarskákmótið
var þáttur í hátíðarhöldum Skák-
félags Akureyrar í tilefni af því, að
eitt hundrað ár eru liðin frá því að
fyrsta taflfélagið á Akureyri var
stofnað. Röð efstu keppenda á
mótinu varð þessi:
1.–2. Helgi Áss Grétarsson, Arnar
Gunnarsson 6 v.
3.-4. Sævar Bjarnason, Ólafur
Kristjánsson 5 v.
5.–10. Rúnar Sigurpálsson, Gylfi
Þórhallsson, Jón Björgvinsson,
Lenka Ptacnikova, Björn Þorfinns-
son, Páll Agnar Þórarinsson 4½ v.
11.–14. Halldór Brynjar Halldórs-
son, Stefán Bergsson, Ari Friðfinns-
son, Hrannar B. Arnarsson 4 v.
Keppt var um verðlaun í ýmsum
flokkum á mótinu og verðlaunahafar
urðu:
Kvennaflokkur: 1. Lenka Ptacnik-
ova 4 v., 2. Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir 3 v.
Öðlingaflokkur (50 ára og eldri): 1.
Ari Friðfinnsson 4 v., 2. Þór Valtýs-
son 3½ v., 3. Haukur Jónsson 3 v.
(aldurforseti mótsins)
Unglingaflokkur: 1. Ágúst Bragi
Björnsson 3 v., 2. Jón Birkir Jónsson
3 v., 3. Ragnar Heiðar Sigtryggsson
2 v.
Stigaflokkur á bilinu 1800 til 2100
stig: Jón Björgvinsson 4½ v.
Stigaflokkur 1800 stig og minna:
1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3 v.
Skákstjórar á mótinu voru Ingi-
mar Friðfinnsson, Angantýr Einars-
son, Jakob Þór Kristjánsson og Páll
Hlöðversson. Styrktaraðilar mótsins
voru Búnaðarbanki Íslands, Lands-
banki Íslands, Sparisjóður Norð-
lendinga, Sjöfn, Íþrótta- og tóm-
stundaráð Akureyrar, Bókval
Penninn, Greifinn og Bautinn.
Evrópumótið í skák
Íslensku skákmennirnir geta allir
verið sáttir við árangur sinn þegar
fimm umferðum af 13 er lokið á Evr-
ópumótinu í Makedóníu og enn á ný
fengu þeir sterka andstæðinga.
Hannes gerði stutt jafntefli, en Stef-
án er greinilega að sækja í sig veðrið
og lagði stórmeistarann Smirnov að
velli. Úrslit í fimmtu umferð urðu
þessi:
Hannes Hlífar - Zoltan Almasi
(2640) ½-½
Pavel Smirnov (2511) - Stefán
Kristjánsson 0-1
Peter Acs (2509) - Jón Viktor ½-½
Robert Zelcic (2503) - Bragi Þor-
finnsson 1-0
Staða Íslendinganna er nú þessi:
11.-40. Hannes Hlífar 3½ v.
86.-130. Stefán Kristjánsson 2½ v.
131.-164. Jón Viktor 2 v.
165.-182. Bragi Þorfinnsson 1½ v.
Jón Viktor Gunnarsson vann
snaggaralegan sigur í fjórðu umferð
mótsins þegar þýski stórmeistarinn
Roman Slobodjan (2529) gleymdi sér
eitt augnablik.
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: Roman Slobodjan (Þýska-
landi)
Ítalski leikurinn
1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4 Rf6 4.d3
Bc5 5.0–0 d6 6.c3 a6 7.Bb3 Ba7
8.Rbd2 Re7
Önnur leið er 8...h6 9.a4 0–0
10.He1 He8 11.h3 Be6 12.a5 d5
13.exd5 Bxd5 14.Re4 Be6 15.Rxf6+
Dxf6 16.Be3 Bxe3 17.Hxe3 Bxb3
18.Dxb3 De6 19.Rd2 Dxb3 20.Rxb3
b6 21.axb6 cxb6 22.Rd2 f6 23.Rc4,
jafntefli (Júdasín-I. Sokolov, Pampl-
ona 1992).
9.He1 Rg6 10.Rf1 0–0
Eða 10...c6 11.h3 Dc7 12.d4 0–0
13.Rg3 Be6 14.Bc2 h6 15.Be3 Had8
16.Dc1 Hfe8 17.b3 Bc8 18.c4 exd4
19.Bxd4 Bxd4 20.Rxd4 d5 21.exd5,
jafntefli (Wolff-I. Sokolov, Wijk aan
Zee 1993).
11.Rg3 Be6 12.Bc2 He8 13.h3 d5
14.Rg5 Bc8 15.exd5 h6 16.R5e4
Rxd5 17.Df3 Be6 18.Bb3 Rdf4
19.Bxf4 exf4 20.Rh5!? --
20...Bxb3??
Eftir 20...Dh4! 21.Bxe6 Hxe6
22.Dg4 Dxg4 23.hxg4 Hae8 24.Kf1
a5 25.Rd2 er jafntefli líklegustu úr-
slitin.
En mikil hlýtur skelfing Slobodj-
ans að hafa verið, þegar Jón Viktor
lék…
21.Ref6+! gxf6 22.Hxe8+ Dxe8
23.Rxf6+
og svartur gafst upp, því að liðs-
munurinn er orðinn allt of mikill,
hvíti í hag.
Íslendingarnir fengu þrjá vinn-
inga af fjórum í fjórðu umferð og þar
lagði Hannes Hlífar sitt af mörkum.
Hvítt: Oliver Brendel (Þýskalandi)
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Sikileyjarvörn
1.e4 c5 2.Rf3 Rc6 3.d4 cxd4
4.Rxd4 e6 5.Rc3 Dc7 6.g3 a6 7.Bg2
Rf6 8.0–0 d6 9.h3 --
Önnur leið er 9.He1 Rd7 10.Rxc6
bxc6 11.Ra4 Bb7 12.c4 c5 13.b3 Be7
14.Bb2 0–0 15.Dd2 Bc6 16.Rc3 Bf6
17.Re2 Bxb2 18.Dxb2 Re5 19.Had1
Bb7 20.f4 Rc6 21.e5 dxe5 22.fxe5
Hfd8 23.Dc3 h6 með nokkuð jöfnu
tafli (Movsesjan-Milos, Shenyang
2000).
9...Be7 10.Be3 0–0 11.f4 --
Í stöðum sem þessari ræðst hvítur
oft til atlögu á kóngsvæng með g3-
g4, ýmist eftir a4 eða strax. Dæmi
um þetta: 11.g4 Bd7 12.g5 Re8 13.f4
Rxd4 14.Bxd4 Bc6 15.Dg4 e5 16.Be3
exf4 17.Hxf4 Dd8 18.Hf2 Dc8
19.Dxc8 Hxc8 20.h4 Rc7 21.Hd1 Re6
22.Rd5 Bxd5 23.exd5 Rc5 24.He2
Ra4 25.Bd4 Bd8 og hvítur vann
löngu síðar (Teschner-Pietzsch,
Dortmund 1961),
11...Hb8 12.Kh2?! --
Þjóðverjinn teflir án
þess að hafa haldgóða
áætlun. Eðlilegra
hefði verið fyrir hann
að leika 12.De2 Ra5
13.Had1 Rc4 14. Bc1
eða 12. a4 o.s.frv.
12. -- Rxd4 13.Dxd4
b5 14.a3 --
Til greina kemur að
leika 14.Da7!? Bb7
15.a3 til að reyna að
trufla markvissar að-
gerðir svarts.
14...Rd7! 15.Had1
Rb6 16.Bg1?! --
Þessi leikur er ekki
góður, en hvítu menn-
irnir standa þegar illa.
Eftir 16.Bc1 Hd8 17.Hd3 Bf6
18.Df2 Bb7 19.Hfd1 Hbc8 er hvíta
staðan hálfvandræðaleg, þótt ekki sé
auðvelt að benda á þvingaða leið,
sem gefur svarti mun betra tafl.
16...Rc4!
17.e5 dxe5 18.fxe5 Rxb2 19.Re4 --
Eða 19.Rd5 exd5 20.Dxb2 b4 21.a4
Bd7 22.Bxd5 Bxa4 og svartur á mun
betra tafl.
19...Rxd1 20.Rf6+ --
Örvænting í tapaðri stöðu.
20. -- Bxf6 21.exf6 Dxc2! 22.fxg7
He8 23.Df4 --
Eftir 23.Hxd1 Bb7 24.Hd2 Dc4
25.Bxb7 Dxd4 26.Bxd4 Hxb7 á svart-
ur unnið tafl, t.d. 27.Bf6 a5 28.Kg2 b4
29.axb4 axb4 30.Kf3 b3 31.Hb2 e5
o.s.frv.
23...Hb7
og hvítur gafst upp.
Meistaramót Skákskólans
á föstudag
Eitt skemmtilegasta skákmót sem
boðið er upp á fyrir börn og ung-
linga, meistaramót Skákskóla Ís-
lands, hefst á föstudaginn klukkan
20. Góð verðlaun eru í boði. M.a. eru
flugfarmiðar á leiðum Flugleiða á
skákmót erlendis í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin á mótinu. Einnig
verða bókaverðlaun. Tvenn verðlaun
eru fyrir þá keppendur sem ná
bestum árangri í hópi 14 ára og
yngri og einnig tvenn verðlaun fyrir
keppendur í hópi 10 ára og yngri. Þá
verða veitt tvenn verðlaun fyrir þær
stúlkur sem bestum árangri ná í
mótinu. Mótið hefst eins og áður seg-
ir á föstudaginn og lýkur sunnudag-
inn 10. júní. Tefldar verða sjö um-
ferðir á mótinu, fyrst þrjár atskákir
og síðan fjórar kappskákir. Teflt
verður í húsnæði Skákskóla Íslands.
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
8.6. Meistaramót Skákskólans
10.6. Hellir. Bikarmót Striksins
Arnar og Helgi Áss
sigra á helgarskákmóti
SKÁK
A k u r e y r i
HELGARSKÁKMÓT
1. – 4.6. 2001
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Arnar
Gunnarsson
Helgi Áss
Grétarsson
Body Power
Frá
Sumartilboð
Hverri tvennu sem keypt er í
Body Power línunni fylgir
glæsileg strandtaska.
Kringlunni, sími 568 9300
Þessar sérstöku líkamssnyrtivörur örva skynjun
þína og láta streituna líða burt um leið og þær
hressa og endurlífga líkamann frá hvirfli til ilja.
Upphafið var Up-Lifting Body Spray með
óvenjulegri samsetningu ilmandi blóma og
kryddjurta - jasmínu, basilíku, lofnarblómi,
sandelviði og fleiri töfrailmum náttúrunnar. Nú
bætast við Clean Energy Bath and Shower Gel,
lífgandi hreinsigel (í bað og sturtu) og unaðs-
lega mjúkt líkamskremið Smooth-Down Body
creme, nýjustu vörurnar í þessari línu, sem
veita þér sanna sælutilfinningu.
w
w
w
.e
st
ee
la
ud
er
.c
om
Ný tengsl sálar og líkama.
Lágmúla 7, sími 55 12345
Húseignin í
Skútuvogi 12c er
til sölu. Eignin
er 341 fm sem
skiptist í skrif-
stofu- og lager-
húsnæði á ein-
um besta stað
í Reykjavík.
Upplýsingar eru
hjá Stóreign í
síma 55 12345.
Skútuvogur 12c
Lágmúla 7, sími 55 12345
Öll húseignin á
Hverfisgötu 18 er til
leigu. Eignin skipt-
ist í kjallara, 1. hæð,
2. hæð og ris og er
heildarflatarmál
eignar 567 fm.
Upplýsingar
veitir Stóreign
í síma 55 12345.
Hverfisgata 18