Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 45 Arnar Sölvason, sölumaður Jón G. Sandholt, sölumaður Gunnar Jóh. Birgisson hrl. löggildur fasteignasali Sigurbjörn Magnússon hrl. löggildur fasteignasali Sérhæfð fasteigna- sala fyrir atvinnu- og skrifstofu- húsnæði Til leigu Dalvegur 18, Kópavogi. Vorum að fá til leigu í þessu glæsilega húsi 895 fm. verslunarhæð/skrifstofuhæð og 778 fm skrifstofuhæð, hægt er að skipta eigninni í minni einingar, þ.e. verslunar/skrifstofuhæð í tvær 447,5 fm. einingar og skrifstofuhæð í allt að fjórar 194,5 fm. einingar. Heildarflatarmál eignarinnar er 3.600 fm. en aðrir eignarhlutar hafa verið leigðir Sýslumanninum í Kópavogi. Eignin afhendist að innan eftir nánara samkomulagi á milli leigutaka og leigusala. Við hlið ofangreindrar eignar höfum við til leigu 400 fm verslunar/þjónustuhúsnæði á jarðhæð sem hægt er að skipta í tvær einingar. Staðsetning eignanna er mjög góð í þessu framtíðar verslunar- og þjónustuhverfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Teikningar og allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Lágmúli 7, Reykjavík • sími 55 12345 ATVINNUHÚSNÆÐI MAGNÚS S: 899 9271 Hlíðasmári 1 og 3 - nýbygging. Til leigu mjög vandað 5 h. versl.- og skrifstofuhúsn. m. lyftu. Grunnfl. h. frá 450 til 1150 fm. Mjög góð aðkoma, 260 bílast. Eignin afh. fullb. að utan, sameign fullb. að innan sem utan. Lóð fullb. og malbikuð bílastæði. Byggingaraðili Byggir ehf. Akralind Kóp. 292,3 fm. Í einkasölu. Mjög bjart og skemmtil. fullb. vandað, snyrt. iðn.húsn. Má skipta upp í tvær ein. Hentar fyrir lager, versl. eða heilds. Gott verð. Tunguháls 1251 fm. Nýkomið vandað skrifstofu og lagerhúsnæði á mjög góðum stað á Höfðanum. Allt fullfrág. þ.m.t .lóð, bílastæði og húsnæðið fullb. að innan. Mjög gott tækifæri. Verð 72 millj. Bæjarlind. - Til sölu - Til leigu Glæsil. hús í byggingu. Klætt að utan m. graníti og áli. Húsið er 3. h. Verslunarhúsn. á jarðh 626 fm. Lagerhúsn. 165 fm á jarðh. Verslunarhúsn. 1. h. 795 fm. Skrifstofuhúsn. á 2. h. 794 fm. Bíla- geymsla 517 fm. Teikningar á skrifst. 3785 Nethylur 78 fm. Fyrsta flokks skrifst. rými á 2. hæð. Mjög snyrtil. og góð aðkoma. Hentar t.d. endursk. lögm. heilds. Áhv. 3 m. Verð 7,5 m. Skemmuvegur 320 fm m. góðri lofth. Bjart, rúmgott, iðnaðh. sem er salur með góðri lofth. ásamt góðum skrifstofum. Góð staðsetn. Húsnæði með mikla mögul. Gott áhv. lán. Verð 27 m. 1059 Grensásvegur. Í einkas. fullb. glæsil. skrifst. Samt. 892,7 fm. Skiptist í 4 einingar, 277 fm, 380 fm, 130,9 fm, 104,8 fm. Eignin selst í einu lagi eða í smærri einingum. Til leigu Teg. Fm v.pr.fm Melab. Hf. 98 790 Keilugrandi, lager 1.360 750 Nóatún, 4.h.,skrifst 638 1.200 Ármúli, verslun 531 1.400 Teg. Fm v.pr.fm Álfabakki, skrifst. 290 1.200 Auðbrekka, skrif/lag 430 850 Vesturvör, lager 1.000 780 Á Höfðanum, Lager 500-1.000 500 án vsk ÞAÐ hefur aldrei kunnað góðri lukku stýra að geta ekki lif- að í sátt við umhverfi sitt. Indíánar gættu þess að lifa með nátt- úrunni og veiðidýrun- um, þeir gengu aldrei nærri móður jörð og tóku ekki meira en þeir torguðu, enda ríkti meðal þeirra sú trú að hvert fyrirbæri í náttúrunnar ríki hefði sál. Þegar hvíti maðurinn hrifsaði undir sig lönd þeirra hröktust þeir á von- arvöl og töpuðu tengslunum við sjálfa sig og menn- ingu sína. Íslenskri þjóð hefur fram undir þetta tekist að lifa í sæmilegri sátt við landið. Hún hefur erjað það í gegnum tíðina, að vísu neyðst til að ganga fullnærri því, en í seinni tíð borið gæfu til að snúa dæminu við og lagt mikið kapp á að græða sárin. Hávær umræða er hvar- vetna um náttúruvernd og land- græðslu og ráðamenn tala fagur- lega við hátíðleg tækifæri. Mitt í öllum þeim fagurgala skýtur skökku við að hlusta á hin geig- vænlegu áform um Kárahnúka- virkjun. Ágætu stjórnmála- menn, í upplýstu menningarsamfélagi er stórkostlega móðg- andi að bera slíkan ósóma á borð fyrir fólk. Þvílík ráðs- mennska með íslenska náttúru er með öllu óásættanleg, hversu margar krónur sem hún hugsanlega færði okkur um stundarsak- ir. Rannsóknir benda til að sá gróði gæti orðið skammvinnur og vopnin snúist í hönd- um ykkar fyrr en var- ir. Hvernig í ósköp- unum er líka hægt að tala um náttúruvernd í öðru orðinu og verstu náttúruspjöll sem um getur í hinu? Að þykjast ætla að sameina þetta tvennt er hláleg firra og það er langt fyrir neðan okkar virð- ingu að taka endalaust við óþverr- anum sem aðrar þjóðir vilja losa sig við. Stóriðja er ekki lausn á atvinnu- vanda og landsbyggðarflótta. Hún hrekur jafn marga burt og hún laðar að. Með því að vinna þetta óbætanlega níðingsverk á víðáttum öræfanna, og reyndar allt frá jökl- um fram til sjávar, tækju ráða- menn það vald í sínar hendur að loka ótal dyrum að framtíðartæki- færum. Sú hegðun minnir á hænur sem éta sín eigin egg. Í minni sveit voru hænur sem átu undan sjálfum sér hiklaust slegnar af. Líkt og hvíti maðurinn forðum í samfélagi indíána búa stjórnmála- menn sig undir að rústa mögu- leikum Íslendinga til að halda áfram að lifa í sátt við umhverfið. Stöðvum ódæðisverkið. Munum að senda Skipulagsstofnun athuga- semdir fyrir 15. júní. Að éta undan sjálfum sér Hildur Hermóðsdóttir Höfundur er útgefandi. Náttúruvernd Stóriðja er ekki lausn á atvinnuvanda og lands- byggðarflótta, segir Hildur Hermóðsdóttir. Hún hrekur jafn marga burt og hún laðar að. NÝLEGA skrifaði ég grein í Mbl. sem birtist 12. maí sl. og fjallaði hún um skýrslu Sam- keppnisstofnunar sem birt var 4. maí sl. Rík- isstjórnin hafði að til- lögu viðskiptaráðherra óskað eftir könnun stofnunarinnar á orsök- um óhagstæðrar þró- unar matvöruverðs. Einnig höfðu innlendir framleiðendur og sam- tök þeirra auk Neyt- endasamtakanna óskað eftir könnun á sam- keppnisháttum í mat- vöruverslun. Af þessu má sjá að margir hafa leitt hugann að einkenni- legri þróun samkeppnisháttanna. Upplýsinga var aflað hjá 70 helstu birgjum á dagvörumarkaði. Fulltrú- ar 40 birgja og flestra matvörukeðja voru heimsóttir af starfsmönnum Samkeppnisstofnunar í tengslum við upplýsingaöflun. Hafi viðskiptaráð- herra þökk fyrir. Engar teljandi um- ræður hafa orðið í þjóðfélaginu um efni skýrslunnar. Engum þykir ein- kennilegur sá níðingsháttur sem fram kemur í skýrslunni. Menn halda líklega að þetta sé bara ein skýrslan enn um paprikumafíuna, en svo er aldeilis ekki. Kaupendastyrkur er meginþema skýrslunnar. Sem þýðir að verslun- arkeðjunar tvær ráða verðlagningu hjá heildsölum og framleiðendum auk þess sem þeir ráða verði sömu aðila til okkar fáu kaupmanna sem störfum sjálfstætt. Í skýrslunni segir á einum stað: „Loks hafa birgjar bent á að gögn og aðrar upplýsingar sýni að birgjum hafi verið hótað af matvörukeðjum að viðskiptum við þá verði hætt eða jafnvel að vörur hafi verið teknar úr sölu ef birgjarnir hafi ekki getað haft áhrif á verð hjá öðrum matvöruversl- unum.“ Feðgarnir í Bónus geta verið ánægðir með sig. Þeim hefur með þessum vafa- sömu aðferðum tekist að koma fjölda horn- kaupmanna á hausinn og losnað þar við óheppilega samkeppni. Það er ekki sagt ber- um orðum í skýrslunni að þeir Bónusfeðgar hafi beitt þessum níð- ingsskap, en enginn sem til þekkir innan starfsgreinarinnar velkist í vafa um að hér er átt við þá og fjöl- mörgum birgjum er greinilega mál að gera það opinbert en þora ekki vegna hættu á viðskiptaþvingunum. Það er dálaglegur minnisvarði sem Jóhann- es hefur reist sér. Fyrir hönd Félags matvöruversl- ana vil ég fara þess á leit að Sam- keppnisstofnun fari ofan í saumana á þessum aðgerðum Bónusfeðga og reyni e.t.v. að varpa ljósi á umfang þess fjárhagslega skaða sem þeir Bónusfeðgar hafa valdið okkur. Er sú niðurstaða liggur fyrir munum við athuga möguleika okkar á skaða- bótakröfum. Samkeppnisstofnun kanni meintan skaða Heimir L. Fjeldsted Samkeppnismál Við viljum að Sam- keppnisstofnun, segir Heimir L. Fjeldsted, kanni það tjón sem við höfum orðið fyrir af hálfu Bónusfeðga. Höfundur er formaður Félags matvöruverslana. VIÐSKIPTI mbl.isM O N S O O NM A K E U Plifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.