Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Á EYJUNNI Klofningi, rétt vestan við Flatey á Breiða- firði, er mikil skarfa- og ritubyggð. Þar standa nú yfir tökur á heimildarmynd um toppskarfinn og heimkynni hans. Skarfurinn er stór og mikill fugl eins og sést hér þar sem Helgi Berg, sem vinnur við gerð myndarinnar, heldur á tveimur tveggja vikna gömlum skarfsungum, sem eru engin smásmíði þrátt fyrir ungan aldur. Morgunblaðið/Friðþjófur Stórir ungar JIM Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia Vent- ures, móðurfélags Norðuráls, segir félagið nú huga að fleiri fjárfestingarkostum en frekari stækkun álversins á Grundartanga. Hann segir að þriðji og fjórði áfangi álversins hafi um nokkurt skeið verið efstir á forgangslista fyrirtækisins, en vegna óvissu um vilja íslenskra stjórnvalda og raf- orkusölu séu nú fleiri kostir í myndinni. Hensel tekur þó fram að nokkur gangur sé í viðræðunum við íslensk stjórnvöld nú um stundir og meira hafi þokast á undanförnum vikum en um langa hríð þar á undan. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, gangsetti með formlegum hætti annan áfanga ál- versins í gær, en við það eykst framleiðslugeta fyrirtækisins á ársgrundvelli um 50%, eða úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn. Við stækkunina fjölgar starfsfólki álversins um 50 og útflutnings- tekjur aukast um tæpa fimm milljarða kr. á ári. Skýrari mynd um mánaðamót Viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um þriðja áfanga álversins, stækkun upp í 180 þúsund tonna ársframleiðslu og Hensel segir að skýrari mynd af framhaldinu verði að liggja fyrir í lok mánaðarins. „Við væntum þess að fyrir lok mánaðarins liggi fyrir hvað stjórnvöld ætlast fyrir í þessu máli og hvaða möguleika þau eiga á að koma til móts við okkur,“ sagði Hensel, sem er stjórnarformaður Norðuráls, við Morgunblaðið í gær. Hann lagði áherslu á að enn væri langt í land; enn væri eftir að semja um raforkuverð sem miklu skipti um hagkvæmni framkvæmdanna og ekki væri ljóst hvaða virkjunarkostir séu í boði til að mæta raforkuþörf vegna stækkunarinnar. Hensel segir að Columbia Ventures hafi ekki leitað hóf- anna um uppbyggingu í álframleiðslu annars stað- ar, en upp á síðkastið hafi fleiri fjárfestingarkostir komið til umræðu, svo sem á sviði fjarskipta. Hann segir að framan af hafi stækkun álversins á Grundartanga notið forgangs í stefnumótun fyr- irtækisins, en það hafi nú breyst vegna ýmissa óvissuþátta. Leitað til þriðja aðila Hensel upplýsti einnig að Columbia hefði í hyggju að leita til þriðja aðila um að standa í sam- einingu að stækkun álversins, verði af henni. „Um leið og einhver niðurstaða liggur fyrir í viðræðum okkar við stjórnvöld og Landsvirkjun munum við ræða við mögulega viðskiptafélaga og leita leiða til að standa að frekari uppbyggingu á Grundar- tanga.“ Hensel sagði að margt kæmi til greina í þeim efnum; mögulegt samstarf við önnur málmfram- leiðslufyrirtæki eða fagfjárfesta og eins kæmi til greina að selja hlut í Norðuráli til að styrkja fyr- irtækið og afla framkvæmdafjár. Annar áfangi álvers Columbia Ventures á Grundartanga gangsettur í gær Fyrirtækið skoðar fleiri fjárfestingarkosti Morgunblaðið/Árni Sæberg  Stjórnvöld /13 FRYSTITOGARINN Júlíus Geir- mundsson ÍS 270 kom til heimahafn- ar á Ísafirði á föstudag úr metveiði- ferð en aflaverðmæti veiðiferð- arinnar er áætlað um 160 milljónir króna. Ætla má að hásetahluturinn eftir veiðiferðina sé u.þ.b. 1,6 millj- ónir króna. Aflinn fékkst á hinu svo- kallaða Hampiðjutorgi, djúpt vestur af Vestfjörðum, og er uppistaða aflans grálúða. Að sögn Sverris Pét- urssonar, útgerðarstjóra hjá Hrað- frystihúsinu Gunnvöru, hófst veiði- ferðin um leið og verkfalli sjómanna lauk 16. maí sl. og stóð hún því í 24 sólarhringa. Aflaverðmæti á sólar- hring var því í kringum 6,7 milljónir króna. „Það hefur verið mjög góð grálúðuveiði að undanförnu. Fyrstu daga veiðiferðarinnar var aflinn það mikill að skipið var á reki á meðan aflinn var unninn enda höfðu frysti- tækin ekki undan. Skipið var lengst níu klukkustundir samfellt á reki í veiðiferðinni. Þeir voru að fá allt upp í 15 tonn í hali en í heildina eru þetta um það bil 600 tonn upp úr sjó,“ segir Sverrir. Skipstjóri á Júlíusi Geirmunds- syni ÍS er Gunnar Arnórsson. Mettúr hjá frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 160 milljónir á 24 dögum STARFSMÖNNUM fækkar um fjórðung, eða úr 270 í 200, við fyrirhugaða sameiningu Tæknivals hf. og Aco hf. Í fréttatilkynningu vegna sam- einingarinnar segir að starfs- mannabreytingar séu flestar um garð gengnar og að þær hafi ýmist gerst um áramót eða á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Nefnd, sem stjórnir beggja félaga skipuðu fulltrúa í, hefur lagt til að félögin verið samein- uð og verður sameiningin lögð fyrir hluthafafund Tæknivals 19. júní en stærstu hluthafar Aco hafa þegar samþykkt sam- eininguna. Tillaga verður gerð um að Tæknival auki hlutafé sitt og verði sú aukning bæði notuð til kaupa á öllu hlutafé Aco og til að selja nýjum aðilum. Aco og Tæknival sameinast Starfs- mönnum fækkar um fjórðung  Tæknival með/23 Í DAG hefst í Þýskalandi sala á samheitalyfi frá Delta hf., en á mið- nætti rann út einkaleyfi fyrir of- næmislyfið Loratadine þar í landi. Að sögn forstjóra Deltu, Róberts Wessmanns, er Delta fyrsta fyrir- tækið til að fá leyfi til sölu á sam- heitalyfi fyrir Loratadine í Þýska- landi. Stefnt er að því að samheitalyfið verði komið í versl- anir um allt Þýskaland í dag, en í nótt flugu þangað tvær þotur með samtals 50 milljónir taflna að and- virði 340 milljónir íslenskra króna. Frekari sókn Deltu inn á Þýska- landsmarkað er áætluð í ágúst, en þá mun fyrirtækið markaðssetja þar sýklalyf. Að sögn forstjóra fyrirtæk- isins eru áætlanir einnig uppi um að hafin verði sala til Bandaríkjanna innan tveggja ára. Þar séu gerðar aðrar kröfur en í Evrópu en fyr- irtækið hafi byggt verksmiðju sína með sókn þangað í huga. Delta fyrst með sam- heitalyf til Þýskalands  Ofnæmistöflur/24 FJÓRAR af stærstu listastofnunum þjóðarinnar, Listahátíð í Reykjavík, Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan, hafa sameinast um uppfærslu á einni af viðamestu óperum Richards Wagn- ers, Hollendingnum fljúgandi, á Listahátíð næsta vor. Að sögn Þórunnar Sigurðardótt- ur, listræns stjórnanda Listahátíðar, er þetta í fyrsta sinn sem ópera eftir Wagner verður flutt í heild sinni hér- lendis en á Listahátíð 1996 var flutt stytt gerð af Niflungahringnum. Hljómsveitarstjóri og leikstjóri hafa þegar verið ráðnir og eru báðir Þjóðverjar, Gregor Bühl mun stýra hljómsveitinni en Saskia Kuhlmann sviðsetur. Hollending- urinn fljúgandi á Listahátíð  Hollendingurinn fljúgandi/37 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TVEIR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á mótum Suður- landsbrautar og Reykjavegar upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglu eru þeir ekki taldir alvar- lega slasaðir. Áreksturinn var harð- ur og var tækjabíll slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins kallaður út en hann svo afturkallaður. Fjórir bílar skemmdust í árekstrinum. Harður árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.