Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 4

Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT þokast í átt að samkomu- lagi í kjaradeilu þroskaþjálfa, en að sögn Sólveigar Steinsson, formanns félags þroskaþjálfa, hefur ekki verið boðaður fundur með samninganefnd ríkisins til að ræða stöðu þroskaþjálfa sem vinna hjá ríkinu og þeirra sem vinna hjá sjálfseignarstofnunum. Hinsvegar verða fundir með samn- inganefnd sveitarfélaga og Reykja- víkurborgar á mánudag. Verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá Reykja- víkurborg hefur nú staðið yfir í fjórar vikur, en verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá sjálfseignastofnum hófst á miðnætti á fimmtudag. Sem afleiðing af því var Lyngási, Lækjarási og Bjarkarási, sem veita samtals um 112 manns þjónustu, lokað í gær. „Nú þegar 40 þroskaþjálfar bætast í verkfallshópinn, missa á annað hundrað einstaklingar mjög mikil- væga þjónustu, þar sem þremur dag- vistarstofnunum hjá styrktarfélagi vangefinna hefur verið lokað,“ segir Sólveig. „Fólk hefur engin önnur úr- ræði og ástandið er mjög erfitt víða. Þess vegna er óskiljanlegt að ekki skuli vera setið á fundum núna og leit- að leiða til lausnar.“ Sólveig segir að foreldrar hafi haft samband við félag þroskaþjálfa og lýst áhyggjum sínum, „en sem betur fer höfum við ekki fundið annað en að fólk sýni baráttu okkar fullan skiln- ing,“ segir Sólveig, enda sé um sam- eiginlegt hagsmunamál að ræða. „Stöðugleiki skiptir mjög miklu máli í samskiptum við fatlaða og í uppbygg- ingu og þróun á faglegu starfi, en vegna launanna endist fólk ekki í þessu starfi. Eins eru margir í betur launaðri aukavinnu og slíkt er að sjálfsögðu mjög slítandi og erfitt til lengdar,“ segir Sólveig og bætir því við að sér þyki sorglegt að faglegt starf skuli ekki rúmast innan þess kostnaðarramma, sem samningsaðil- ar tali sífellt um að ekki megi fara út fyrir. „Ástandið hér er hörmulegt, það er eina orðið sem hægt er að nota til að lýsa því sem við erum að takast á við,“ sagði Margrét Lísa Steingrímsdóttir forstöðumaður á Álfalandi, í samtali fyrr í vikunni. Þar hafa þroskaþjálfar verið í verkfalli. Álfaland er skamm- tímavistun fyrir fötluð börn og þar fá 34 börn reglulega vistun, en vegna verkfalls þroskaþjálfa hefur aðeins verið unnt að halda úti lágmarksþjón- ustu. Margrét Lísa sagði að ástandið færi versnandi dag frá degi. „Foreldr- arnir sem nýta sér þessa þjónustu eru í mikilli neyð og verða bæði þeir og ekki síst börnin fyrir miklum erfið- leikum og truflunum sem setja vinnu og daglegt líf verulega úr skorðum.“ Þremur dagvistarstofnunum lokað vegna verkfalls þroskaþjálfa Á annað hundrað ein- staklinga missir þjónustu FLUTNINGAÞYRLA Bandaríkjahers aðstoðaði við björgun stríðsminja í Hvalfirði í gær. Þyrlan sem er af gerðinni CH-47 Chinook og tekur þátt í varnaræfingunni Norðuvíkingur 2001 var notuð til að flytja gamlan járnbrautarvagn af bryggj- unni í Hvítanesi í Hvalfirði, en bæði bryggjan og vagninn eru frá þeim tíma er breski flotinn starf- rækti þar bækistöð í seinni heimsstyrjöldinni. Það var hreppsnefnd Kjósarhrepps sem leitaði aðstoðar við að koma vagninum á land til viðeig- andi varðveislu en hann lá undir skemmdum þar sem hann var. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stríðsminjum bjargað í Hvalfirði Upplýs- ingaher- ferð gegn vændi og mansali Vilníus. Morgunblaðið. JAFNRÉTTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna ákváðu í gær að vinna að sam- eiginlegri upplýsingaherferð gegn mansali og vændi. Málið var kynnt í ríkisstjórn Íslands fyrr í vikunni og samþykkt að styðja verkefnið. Fund- ur ráðherranna var haldinn í tengslum við fjölmenna kvennaráð- stefnu sem nú stendur yfir í Vilníus í Litháen en um 500 þátttakendur sitja hana. Ráðstefnan er framhald kvennaráðstefnunnar Konur og lýð- ræði sem haldin var í Reykjavík fyrir tæpum tveimur árum. Mansal og vændi er einmitt eitt af höfuðefnum ráðstefnunnar en þar kom fram að vandinn hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Hefur sænska stjórnin ákveðið að leggja 5 milljónir ísl. kr. til upplýsingaher- ferðarinnar en að öðru leyti er enn óljóst hvert umfang hennar verður. „Ég vona að hún verði áberandi. Mansal og vændi er til marks um kúgun karla á konum og hana verður að stöðva. Líkami kvenna er ekki söluvara eins og skóreim eða ísskáp- ur,“ sagði Margaretha Winberg, jafnfréttisráðherra Svíþjóðar, sem lagði tillöguna fram. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sat fundinn fyrir hönd Ís- lands og hóf hún máls á aukinni lög- reglusamvinnu til að vinna bug á vandanum. Tóku aðrir ráðherrar heilshugar undir það og kváðust von- ast til að hægt yrði að nýta þá nánu norrænu samvinnu sem er í baráttu lögreglunnar gegn eiturlyfjum, svo að hún næði einnig til mansals og vændis. Upphaf í Reykjavík Mikið er vitnað til Reykjavíkur- ráðstefnunnar og þess hvata sem hún varð konum til að hefja verkefni á sviði leiðtogaþjálfunar, fjármögn- unar og annarra skrefa í átt að aukn- um réttindum kvenna. Þá hefur vændi og mansal, sem hafið var máls á í Reykjavík með eftirminnilegum hætti, verið í sviðsljósinu á ráðstefn- unni í Litháen enda vandamálið stórt þar í landi og fer vaxandi. Það á reyndar við um nær öll Evrópulönd, eins og fram kom í gær en þar sagði fulltrúi bresku lögreglunnar m.a. frá því að hún merkti breytingar til hins verra frá mánuði til mánaðar. Rétt um 40 Íslendingar sækja ráð- stefnuna, þeirra á meðal Sólveig, sem stýrir einum vinnuhópa ráð- stefnunnar, og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, framkvæmdastjóri ís- lensku ráðstefnunnar, en báðar ávörpuðu gesti við þingsetningu. STÓRSKEMMDIR voru unnar á vélum og vistarverum starfsmanna í Vatnsskarðsnámum við Sveiflu- háls á Reykjanesi aðfaranótt föstu- dags. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði var farið í námurnar og ræst stór 60 tonna jarðýta ræst. Hún var síðan notuð til að ýta gröfu ofan í malargryfju, einnig hafi mal- arvagni verið velt og rótað til í kaffiskúr. Þá vorurúður brotnar í tveimur nýjum gröfum. Það er mat lögreglu og Alexand- ers Ólafssonar, eiganda fyrirtæk- isins sem fyrir skemmdunum varð, að þarna sé um milljónatjón að ræða. Alexander segir ljóst að kunnáttumenn hafi verið að verki því ekki geti hver sem er gangsett ýtu eins og þá sem notuð var. „Á þessum vélum er ekki kveikja eins og á heimilisbílum,“ segir hann. Þá segir Alexander að hann fái tjónið ekki bætt að neinu leyti. „Þessar vélar eru allar mjög nýleg- ar og kaskó-tryggðar en það er hver vél með háa sjálfsábyrgð þannig að það er ekkert sem kemur út úr því. Þetta er bara tjón fyrir mig. Ég fæ ekkert bætt, ekki krónu,“ segir Alexander Ólafsson. Skemmdar- verk í Vatns- skarðsnámum Morgunblaðið/Golli Einar Kristjánsson jarðýtumaður virðist ekki stór við hlið gröfunnar sem ýtt var ofan í gryfjuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.