Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 8

Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Lux-Evrópu Lýsing og heilsufar LUX-EVRÓPA erusamtök sem saman-standa af fimmtán Evrópuþjóðum, þau halda ráðstefnu fjórða hvert ár um lýsingu og tengt efni. Slík ráðstefna verður hald- in hér dagana 18., 19. og 20 júní í Háskólabíói og hefst klukkan 9 hinn 18. júní nk. Egill Skúli Ingibergsson rafmagnsverkfræðingur er formaður undirbúnings- nefndar fyrir hönd Ljós- tæknifélags Íslands. Hann var spurður hver væri til- gangur svona ráðstefnu? „Tilgangur með ráð- stefnunni að þessu sinni er að fjalla um lýsingu í tengslum við heilsufar og áhrif á fólk við störf og leik og ýmsar aðstæður. Það verður m.a. fjallað um skammdeg- isþunglyndi og rannsóknir sem á því hafa verið gerðar, bæði með ljósum og fleiru sem það mál snert- ir. Þá verður fjallað um áhrif lýs- ingar á fólk í störfum og að hvað miklu leyti lýsing geti haft áhrif á vellíðan við störf, en vellíðan og góður árangur fara oft saman. Að baki liggja miklar rannsóknir enda hefur afstaða fagmanna til þess hvað sé góð lýsing breyst mikið.“ – Fáið þið marga fyrirlesara? „Alls verða flutt um 120 erindi og koma höfundar erinda frá um 28 löndum. Í þessu sambandi má nefna að t.d. fulltrúar arkitekta frá nánast öllum löndum fjalla um lýs- ingu og byggingar og eru erindin allt frá því að vera mjög tæknileg þannig að lýst er hvernig dags- birtu má flytja inn í stórar bygg- ingar, allt til þess að gera grein fyrir þeim áhrifum sem t.d. mis- munandi stýring á birtu tengd úti- birtu eða klukku getur haft á vel- líðan fólks við störf. Einnig er fjallað um birtu úti í náttúrunni, bæði það sem kallað er mengun og líka þá útibirtu sem er til þess að skapa öryggi svo sem á göngugöt- um, í umferð og í bæjum yfirleitt.“ – Er tækni við lýsingu mjög breytt frá því sem var t.d. fyrir tuttugu árum? „Sumt af tækninni hefur mikið breyst en sérstaklega hefur þó breyst afstaðan til tækni. Í dag er innilýsingu gjarnan hagað svo að hún er breytileg, ekki þessi gamla fasta lýsing sem talin var góð og var barn síns tíma fyrir t.d. 20 ár- um, heldur er nú meira horft til þess að lýsingin sé breytileg, ekki föst, og breytingunum sé hægt að stýra í takt við útibirtuna og jafn- vel komið inn á að gera vissar breytingar á litum.“ – Hver er helsta nýjungin í lýs- ingu sem fjallað verður um á ráð- stefnunni? „Ég tel að það sé þessi afstaða til stýringar á birtu inni og svo að í dag er tekið langtum meira mið af líðan fólks sem þarf að vinna við gervibirtu og það lagt upp sem mælikvarði á hvort lýsing sé góð eða ekki, hvernig fólk bregst við. Lýsing og lýsingarbúnaður er kostnaðarsöm í öllum byggingum. Það að gera lýsingarkerfi vel úr garði þannig að fjöl- breytilegir möguleikar í þeim efnum komi til kostar ekki mikið meira en áður var, ef tekið er tillit til þess frá byrjun að stefna að slíku.“ – Hvað margar svona Lux-Evr- ópuráðstefnur hafa verið haldnar? „Þetta er sú níunda sem haldin er. Við Íslendingar komum inn í þetta fyrir tíu árum. Ég var þá for- maður Ljóstæknifélags Íslands og rakst á upplýsingar um svona ráð- stefnu sem haldin var í Edinborg 1993. Ég hafði samband við for- ráðamenn og tók í framhaldi af því upp samvinnu við Lux-Evrópu og höfum við í Ljóstæknifélagi Ís- lands verið í því sambandi síðan. Það var svo prófessor Gísli heitinn Jónsson sem var formaður Ljós- tæknifélags Íslands fyrir fjórum árum sem sá möguleika á að þessi ráðstefna kæmi hingað og tók skrefið, að bjóða til ráðstefnunnar, það var samþykkt af stjórn Lúx- Evrópu að þiggja þetta boð og þess vegna er ráðstefnan haldin hér.“ – Höfum við mikinn hag af svona ráðstefnum? „Við höfum af þessu mikinn hag, án efa, bæði vegna samvinnunnar og hinna persónulegu kynna sem skapast á svona ráðstefnu og svo beinum tengslum Lux-Evrópu við CIE, sem eru alþjóðlegu ljós- tæknisamböndin.“ – Mennta Íslendingar sig víða í þessum fræðum? “Við erum svo heppin að vera mitt á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu og sækjum menntun í báðar áttir og fáum því margvísleg áhrif. Við erum því kannski opnari fyrir því að skoða nýjungar en ella væri. Það er eigi að síður nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með því sem er að gerast í ljós- tæknimálum, ekki síst af því að við erum ekki með neinn iðnað á þessu sviði, það gerir það enn nauðsynlegra að skoða hvað verið er að gera annars staðar. Við skiptum mikið við Norðurlönd, Þýskaland, Aust- urríki, Bretland og Holland í lýs- ingarmálum, auk Bandaríkjanna. Margt er líkt hjá okkur og Norð- urlöndunum en við höfum þó sér- stöðu vegna hins langa og dimma vetrar og áhrif þessa eru eitt af meginviðfangsefnum ráðstefnunn- ar.“ Egill Skúli Ingibergsson  Egill Skúli Ingibergsson fædd- ist í Vestmannaeyjum 23. mars 1926. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1948 og prófi í rafmagnsverkfræði í árs- byrjun 1954 frá Tækniháskól- anum í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá Orkumálastofnun, Rafmagnsveitu ríkisins, varð fyr- ir þá stofnun rafveitustjóri á Vest- fjörðum til 1962, og síðan yf- irverkfræðingur í Reykjavík, árið 1969 varð hann aðstoðarrekstr- arstjóri hjá Landsvirkjun og síðan staðarverkfræðingur við Búr- fellsvirkjun og svo Sigölduvirkj- un. Var borgarstjóri í Reykjavík 1978 til 1982, eftir það hefur Egill unnið hjá fyrirtæki sínu, Raf- teikningu, og gerir enn. Hann er kvæntur Ólöfu Elínu Davíðs- dóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn og 14 barnabörn. Sérstaða vegna hins langa, dimma vetrar Ó, afsakið. MÁLÞING var haldið fyrr í vikunni á vegum umhverfisráðuneytisins og Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins og var tilgangur þess m.a. að kynna verkefni sem hófst seinni hluta ársins 1999 og fjallar um byggingarúrgang á Íslandi en fyrsta hluta verkefnisins, upplýs- ingaöflun, er nýlokið. Þetta er í fyrsta sinn sem slík könnun fer fram hér á landi. Þátttakendur í verkefninu eru Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins, Sorpa, ERGO-ráðgjöf á sviði jarðverkfræði, Iðntæknistofnun Ís- lands og Samtök iðnaðarins. Í fram- sögu Eddu Lilju Sveinsdóttur, deildarstjóra hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og verkefnis- stjóra, kom fram að niðurstöðurnar sýna að miklu magni af bygging- arúrgangi er hent hér á landi án þess að hugsað sé um að nýta hann. Því til staðfestingar benti hún á að alls væri hent um 860.000 rúmmetr- um af jarðefnum á ári á Reykjavík- ursvæðinu. Víða erlendis er að finna endur- vinnslustöðvar fyrir steypu, grjót, möl og fleiri byggingarúrganga en slíkar stöðvar er ekki að finna hér á landi og segir Edda Lilja að það megi líklega rekja til þess að hingað til hafi það ekki þótt nauðsynlegt. Niðurstöður sýna að einungis 3% byggingarúrgangs skilar sér til Sorpu en ástæðan er m.a. sú að fyr- irtækið tekur skilagjald fyrir losun. Þá er nokkuð um að rekstrarúr- gangur sé fluttur austur fyrir fjall þar sem sorplosun á byggingarefn- um er ókeypis. „Við erum 10 til 20 árum á eftir öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar endurvinnslu á byggingarúrgangi kannski vegna þess að hér á landi eru frekar ungar byggingar. Þá eig- um við nóg landsvæði til að henda þessu og nota til að mynda í uppfyll- ingar. Um 50% af byggingarúrgangi er endurnýttur í Evrópu og nú er verið að setja markmið um allt að 75% endurnýtingu árið 2005 og allt að 85% nýtingu árið 2010.“ Vantar umhverfismarkmið í byggingargeiranum Í niðurstöðum kemur fram að 64% byggingarúrgangs hér á landi sé steinsteypa og 22% malbik en þessi efni hafa lengi verið endurnýtt víða erlendis. Edda Lilja segir að það sem vantar hér á landi séu um- hverfismarkmið í byggingargeiran- um eins og tíðkast víða erlendis. Þrátt fyrir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum Evrópuþjóðum hvað endurnýtingu á byggingarúr- gangi varðar segir Edda Lilja að nokkuð af byggingarúrgangi sé nýtt í annað. Þá fari hluti af því timbri sem kemur til Sorpu upp á Grund- artanga þar sem það er notað í framleiðslu á kísiljárni. Í kringum 2.500 tonn af timbri fara síðan ár- lega til Vestmannaeyja þar sem það er brennt og notað í hitaveituna. Að sögn Eddu Lilju er markmiðið með könnuninni fyrst og fremst að hafa tölulegar upplýsingar til sam- anburðar við önnur lönd, stilla upp mögulegum endurvinnsluleiðum og gera umhverfismat fyrir nokkur valin ferli. Hagkvæmismat mun síð- an leiða í ljós hvort af endurvinnslu verður. Skýrslan frá fyrsta áfanganum kemur út síðar í sumar en verkefn- inu mun ljúka árið 2002 með ráð- stefnu um haustið. Um 3% af byggingarúr- gangi skila sér til Sorpu IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði og fleiri aðilar hafa tekið höndum saman um að skipuleggja námskeið í eldsmíði. Með því á að tryggja að handverkið týnist ekki enda þarft að vita hvernig þeir smíðagripir fornmanna sem annað veifið finnast hér á landi hafa orðið til. Nám- skeiðið er ætlað fyrir fagmenn í miðaldaeldsmíði frá öllum Norð- urlöndunum og hlaust til þess styrkur frá Norræna menning- arsjóðnum. Í opnu húsi í nýja Iðnskólanum í Hafnarfirði og mátti berja eldsmið- ina augum sem og handverk þeirra. Eldsmíði að hætti forn- manna Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.