Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 9

Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 9 Fallegur þjóðhátíðarfatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-15 Gleðilegan þjóðhátíðardag!                 Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið í dag frá kl. 10-14 Sól og sumartilboð í dag Tveir bolir fyrir einn www.oo.is Ungbarnafötin fást hjá okkur sumarkjólar — stuttermabolir — buxur — sundföt                  !"   # $%#&& ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála staðfesti í gær með úrskurði niðurstöðu samkeppnisráðs um að Fengur hf., Sölufélag garðyrkju- manna svf. (SVG), Bananar ehf., Ágæti hf. og Mata ehf. hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í nokkrum tilvikum fellst áfrýjunar- nefndin þó ekki á ákvörðunarorð samkeppnisráðs að ólögmætt sam- ráð hafi átt sér stað eða teljist sannað. Þannig fellst nefndin t.d. ekki á með samkeppnisráði að í að- gerðunum hafi falist sérstakt sam- særi gegn hagsmunum neytenda. Sektir lækkaðar úr 105 í 47 milljónir Þá lækkar nefndin sektir sem félögunum er gert að greiða úr 105 milljónum í 47 millj. kr., eða um 55%. Er sekt Fengs, Sölufélags garð- yrkjumanna og Banana í ríkissjóð lækkuð úr 40 milljónum í 25 millj- ónir, sekt Ágætis er lækkuð úr 35 millj. kr. í 17 milljónir og Mötu úr 30 millj. í 5 milljónir. Áfrýjunarnefndin segir m.a. í niðurstöðu sinni að telja verði sannað að fyrirtækin hafi beitt verðsamráði, framleiðslustýringu, markaðsskiptingu og öðrum þeim aðgerðum til að skipta markaði varðandi viðskipti með grænmeti, kartöflur og ávexti, draga úr fram- boði og halda uppi verði. Í heild verði að telja sannað að Sölufélag garðyrkjumanna og aðildarfélög þess hafi komið á kvótakerfi í úti- ræktuðu grænmeti þar sem fram- leiðslumagn var takmarkað og því skipt milli framleiðenda. Einnig að gripið hafi verið til aðgerða til að takmarka framleiðslu á ylræktuðu grænmeti innan aðildarfélaga SFG. Þessi háttsemi brjóti í bága við 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Seg- ir nefndin að stjórnendum um- ræddra fyrirtækja hafi hlotið að vera ljóst að í aðgerðum þeirra fælist brot á samkeppnislögum og að af þeim leiddi, vegna stærðar fyrirtækjanna, markaðsstöðu þeirra og eðlis þeirra vara sem hér um ræðir, alvarleg röskun á sam- keppni. Áfrýjunarnefndin segir að við ákvörðun viðurlaga á hendur SFG sé meðal annars lagt til grundvall- ar að brotin hafi sum hver staðið yfir í langan tíma. Fallist er á með samkeppnisráði að SFG sé öflugt fyrirtæki á markaði fyrir ylræktað grænmeti og útiræktað grænmeti og banana og að það hafi einnig gegnt lykilhlutverki í hinu ólög- mæta verðsamráði dreifingarfyrir- tækjanna. Segir nefndin að aðgerð- ir SFG og samráðið sem slíkt hafi verið af þeim sökum til þess fallið að hafa neikvæð áhrif á samkeppni og valda neytendum tjóni. Þá er tekið tillit til þess að ekki hafi sannast samráð SFG og Mötu um viðskipti með banana á Suðurnesj- um og við Nóatúnsverslanirnar og heldur ekki varðandi garðyrkju- stöðina að Sólbyrgi. Varðandi Ágæti segir áfrýjunar- nefndin að ekki sé fallist á að félag- ið hafi átt aðild að ætluðu ólög- mætu verðsamráði og markaðsskiptingu í viðskiptum félagsins við Mötu og heldur ekki varðandi garðyrkjustöðina að Sól- byrgi. Sannað þykir að aðgerðum var beitt til að skipta markaðnum „Telja verður sannað að fyrir- tækin sem hér koma við sögu beittu verðsamráði, framleiðslu- stýringu, markaðsskiptingu og öðr- um þeim aðgerðum sem nefnd eru í hinni áfrýjuðu ákvörðun til að skipta markaðnum, draga úr fram- boði og halda uppi verði,“ segir í úrskurðinum. „Í heild verður að telja sannað að SFG og aðildar- félög þess hafi komið á kvótakerfi í útiræktuðu grænmeti þar sem framleiðslumagn var takmarkað og því skipt milli framleiðenda. Einnig að gripið hafi verið til aðgerða til að takmarka framleiðslu á ylrækt- uðu grænmeti innan aðildarfélaga SFG. Rétt er einnig að líta svo á að háttsemin brjóti í bága við 10. og 12. gr. samkeppnislaga,“ segir þar ennfremur. Markaðir lengst af háðir innflutningshöftum Í umfjöllun um ákvörðun við- urlaga segir áfrýjunarnefndin m.a.: „Við ákvörðun viðurlaga ber fyrst og fremst að hafa í huga hversu al- varlegs eðlis brot eru. Þar má m.a. taka tillit til þess skaða sem sam- keppnishömlur hafa haft í för með sér. Líta ber einnig til stærðar þeirra fyrirtækja sem teljast brot- leg, þess tíma sem brot hefur stað- ið, huglægrar afstöðu stjórnenda og fleiri atriða. Loks verður að hafa í huga þann ávinning sem samkeppnishömlur hafa haft í för með sér. Í máli þessu hafa þó ekki verið glögglega leidd í ljós þau verðáhrif sem samráðið hefur haft í för með sér á umræddum markaði. Í máli þessu má og líta til þess að þeir markaðir sem hér um ræðir hafa lengst af verið háðir innflutn- ingshöftum og er svo enn. Eins og fram er komið varðar mál þetta at- vik sem gerðust skömmu eftir gild- istöku samkeppnislaga en þau gjörbreyttu réttarreglum um sam- keppni. Verður þetta haft í huga þegar huglæg afstaða stjórnenda umræddra fyrirtækja er metin. Í liðum 13)–16) er nánar að því vikið að hve miklu leyti það samkomulag sem um er að tefla hefur komið til framkvæmda og hversu lengi það hefur staðið eftir því sem upplýst er í málinu. Slík atriði skipta máli við ákvörðun viðurlaga. Að framan hefur verið rakið að fyrirtækin SGF, Ágæti hf. og Mata ehf. höfðu með sér ólögmætt samráð um verð og skiptingu markaða varðandi við- skipti með grænmeti, kartöflur og ávexti. Var þar um að ræða samráð sjálfstæðra fyrirtækja til þess að koma fram sameiginlegum mark- aðshagsmunum sínum. Stjórnend- um umræddra fyrirtækja hlaut að vera ljóst að í aðgerðum þeirra fælist brot á samkeppnislögum og að af þeim leiddi, vegna stærðar fyrirtækjanna, markaðsstöðu þeirra og eðlis þeirra vara sem hér um ræðir, alvarleg röskun á sam- keppni. Þó verður ekki fallist á með samkeppnisráði að í aðgerð- unum hafi falist sérstakt samsæri gegn hagsmunum neytenda enda er lögfræðileg merking þessa orða- sambands óljós,“ segir í niðurstöð- um nefndarinnar. Er fyrirtækjunum gert að greiða sektirnar í ríkissjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu úrskurð- arins. Áfrýjunarnefndina skipa Stefán Már Stefánsson, prófessor (formaður), Magnús H. Magnús- son, hrl. og Anna Kristín Trausta- dóttir, löggiltur endurskoðandi. Talið sannað að fyrirtækin hafi beitt ólögmætu samráði Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir úrskurð um ólögmætar aðgerðir grænmetisheildsala Nefndin fellst ekki á að í aðgerðum fyrirtækjanna hafi falist sérstakt samsæri gegn hagsmunum neytenda Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að grænmetisfyrirtækin hafi gerst sek um brot á samkeppnislögum, en í nokkrum tilvikum fellst nefndin ekki á að ólögmætt samráð hafi átt sér stað eða teljist sannað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.