Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 15
LEIKSKÓLINN Ásar við
Bergás var vígður við hátíð-
lega athöfn í gær. Ásdís
Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri Garðabæjar, segir að
með opnun leikskólans sé
þeim áfanga náð að hægt sé
að bjóða öllum börnum í bæn-
um sem verða tveggja ára á
árinu leikskólapláss.
Ásdís Halla segir að þrátt
fyrir þetta séu ennþá laus
rými í leikskólunum og að
meta þurfi hvernig þau verði
notuð.
Hún segir að varlega verði
farið í það mat til að koma í
veg fyrir að biðlistar myndist
meðal eldri barna. Næsta
skref sé hins vegar að færa
markið enn neðar og stefnan
nú sé að geta boðið öllum
börnum sem verða 18 mán-
aða á árinu leikskólapláss í
framtíðinni.
„Í leikskólunum í haust
verða allmörg börn, sem eru
bara eins og hálfs árs og við
erum mjög stolt af því en
þetta leiðir líka til þess að
þjónustan í leikskólunum
muni breytast og það þarf að
taka meira tillit til þarfa
yngstu barnanna. Það þarf að
kaupa stærri kubba og það
þarf að hafa vagna-
geymslur og svo framvegis.
Þannig að reksturinn
breytist líka,“ segir Ásdís
Halla.
Leikskólinn Ásar er
einkarekinn og er þetta í
fyrsta sinn sem leikskóla-
rekstur er boðinn út í bæn-
um. Að sögn Ásdísar Höllu
fékk Garðabær mörg
áhugaverð tilboð við útboð
reksturs leikskólans og
gekk á endanum til samn-
inga við Hjallastefnuna ehf.
Með þessu sé verið að stíga
nýtt skref í rekstri leik-
skóla í Garðabæ því verið
sé að auka fjölbreytileika
þjónustu við leikskólabörn.
Öll tveggja ára börn
með leikskólapláss
Garðabær
Morgunblaðið/Jim Smart
Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri spjallar við káta krakka
á vígsluhátíð hins nýja leikskóla, Ása, í gær.
NÝTT eimbað verður tekið í
notkun í Sundhöll Reykjavíkur
í dag. Að sögn Erlings Jó-
hannssonar íþróttafulltrúa hjá
Íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur var hluti svæðis-
ins, þar sem heitu pottarnir
eru, ekki nýttur undir neitt og
þótti upplagt að koma þar upp
eimbaði. Eimbaðið er liður í að
koma upp meiri þjónustu við
gesti Sundhallarinnar. Fyrir
eru eimböð meðal annars í
Laugardalslaug og í Vestur-
bæjarlaug, en það var opnað í
fyrra. Erlingur segir að eimbað
Sundhallarinnar verði þó held-
ur minna.
Lokanir vegna
viðgerða í sumar
Einhverjar lokanir vegna
viðgerða á sundstöðum borgar-
innar eru fyrirhugaðar í sumar.
„Engar fastar dagsetningar
eru fyrir hendi, nema á áætlun
er að loka Árbæjarlaug 27.
ágúst til 1. september næst-
komandi,“ segir Erlingur og
bendir á að erfitt sé að fastsetja
dagsetningar með miklum fyr-
irvara því það ráðist af iðnaðar-
mönnum hvenær hægt sé að
ráðast í framkvæmdir.
Eimbað
í Sund-
höllina
Miðborg
Tvíbreiðar
sængur og
sængurverasett
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Njálsgötu 86,
s. 552 0978
Handklæði
með nafni
1.500 kr.