Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 19 EINN af sumarboðunum í Ólafsvík er opnun Pakkhússins við Ólafs- braut. Pakkhúsið er í senn upplýs- ingamiðstöð fyrir Snæfellsbæ og byggðasafn svæðisins. Starfsmenn Pakkhússins í sumar eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Karen Ol- sen, báðar frá Hellissandi, og hófu þær störf 1. júní sl. Þær segja að- sóknina fara betur af stað en í fyrra og að mikið sé um að útlendingar komi við og afli sér upplýsinga um svæðið. Að sögn Lilju og Karenar er mest sótt í upplýsingar um af- þreyingu og virðist mikill áhugi bæði á hvalaskoðun og skoðunar- ferðum á Snæfellsjökul. Pakkhúsið í Ólafsvík var reist ár- ið 1844 af Hans A. Clausen kaup- manni. Húsið var friðað árið 1971 og árið 1987 hófust endurbætur á því. Á safninu sem komið hefur ver- ið fyrir í Pakkhúsinu getur að líta m.a. gamlar myndir úr Ólafsvík, gamla kirkjumuni og brugðið er upp munum sem tengjast alþýðu- heimili frá fyrri hluta 20. aldar. Einnig má á sýningunni sjá gömul veiðarfæri og aðra muni tengda sjó- mennsku fyrri tíðar. Ekki má svo gleyma sérstökum skáp sem helg- aður er minningu Jóhanns Jóns- sonar skálds sem ólst upp í Ólafs- vík. Pakkhúsið í Ólafsvík verður opið út ágústmánuð. Ljósmynd/Elín Una Jónsdóttir Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Karen Olsen fyrir utan Pakkhúsið. Pakkhúsið opnað – sumarið kemur Ólafsvík ÁBÓTINN EHF. og Lína.Net ehf. hafa skrifað undir samning um ljós- leiðaratengingu í gegnum Landsnet Línu.Nets. Samningurinn kveður á um 10–100 Mb/s ljósleiðaratengingu inn í Gnúpverjaskóla en þaðan verð- ur ljósleiðaranum dreift um ná- grennið, um streng eða loftnet. Verkið hófst formlega 12. júní en áætluð verklok eru 1. september 2001. Með ljósleiðaratengingunni opnast nýir möguleikar fyrir íbúa og nemendur í Gnúpverjahreppi þar sem þeim gefst nú í fyrsta sinn kost- ur á almennri netþjónustu með há- hraðatengingu eins og best þekkist sem nýtist meðal annars vel til fjar- náms, fjarfunda, tölvukennslu og IP- símaþjónustu. Ábótinn ehf. er lítið fyrirtæki, stofnað 1992 og staðsett í Gnúp- verjahreppi. Ábótinn hefur búið til gagnagrunna og vefsíður sem hafa meðal annars þjónað þjóðkirkjunni á margvíslegan hátt. Landsnet Línu.Nets er framleng- ing á IP-Borgarnetinu til lands- byggðarinnar en öll sú þjónusta sem í boði verður á IP-Borgarnetinu, s.s. stafrænt sjónvarp, stendur einnig þeim til boða sem munu tengjast Landsnetinu. Þetta er fyrsti áfanginn í lands- byggðarsókn Línu.Nets í samstarfi við Fjarska og er hann um ljósleið- ara fyrirtækisins til Vestmannaeyja. Ljósleiðarinn er ofinn í jarðstrengs- línu háspennulínunnar Búrfell 3. Ljósleiðarinn er tekinn niður á sam- setningu strengsins í Hofsheiði skammt frá Árnesi og þaðan er graf- inn strengur í jörð og dreginn inn í Morgunblaðið/Sig. Jóns. Arnar Már Ottósson, fyrirtækjaráðgjafi Línu.Nets, Árni Árnason, starfs- maður Ábótans, og sr. Axel Árnason, einn eigenda Ábótans. Fyrir aftan standa Bjarni Einarsson oddviti og Jóhanna Steinþórsdóttir skólastjóri. Gnúpverjaskóla sem verður dreif- ingarmiðstöð fyrir hreppinn og næsta nágrenni. Slíkir einfaldir möguleikar eru fyrir hendi alls stað- ar þar sem samtengingar eru á lín- unni sem er á 5 – 10 km bili. Ábótinn hefur ráðist í það verk í samstarfi við Línu.Net að koma á ljósleiðaratengingu við Gnúpverja- hrepp til að stuðla að tækifærum fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki til að nýta sér stafræna tækni við að skapa sér verðmæta atvinnu. Ljósleiðara- tengingin þúsundfaldar netsam- bandið sem sveitin hefur getað notað og býður því upp á mikla möguleika á stafrænni tækni. Nú þegar liggur Ljósleiðaratenging í skólann og nágrennið Gnúpverjahreppur ljósleiðari frá Landsímanum um Gnúpverjahrepp. Tenging við hann hefur staðið til boða en kostað það mikið að þessi leið í samstarfi við Línu.Net var val- in. Bjarni Einarsson oddviti Gnúp- verjahrepps sagði hér um einka- framtak að ræða sem hann kvaðst fagna en áhrif þess fyndust strax því eftirspurn eftir lóðum hefði strax tekið kipp enda eftirsótt hjá fólki að geta verið í góðri nettengingu hvort sem væri í íbúðarhúsnæði eða sum- arhúsum. „Þetta veitir okkur enda- laus tækifæri,“ sagði Bjarni þegar framkvæmdaaðilar höfðu undirritað samstarfssamninga sína. FYRIR skemmstu stóð Ræðu- klúbbur Sauðárkróks fyrir sam- komu í félagsheimilinu Bifröst, þar sem minnst var þess að á árinu hefði rithöfundurinn og skáldið Indriði G. Þorsteinsson orðið sjötíu og fimm ára, og einnig að fimmtíu ár voru nú liðin frá því að fyrsta bók hans, smá- sagnasafnið Sæluvika, kom út. Bar dagskráin yfirskriftina „Krókurinn í verkum Indriða G.“ og var hún tekin saman og stjórnað af Jóni Ormari Ormssyni á fágaðan og smekklegan hátt. Sérstakur gestur á þessu kvöldi var Kári Jónasson, blaðamaður og fyrrum fréttastjóri, og rakti hann í stórskemmtilegu erindi kynni sín af ritstjóranum og blaðamanninum Indriða, sem hann sagði að fengið hefði mesta umfjöllun sem skáld, en hinsvegar litla sem blaðamaður og ritstjóri, en sá þáttur í lífi Indriða sagði Kári að væri ekki síður at- hyglisverður. Þá lásu félagar í Leikfélagi Sauð- árkróks valda kafla upp úr verkum Indriða, sem snertu „Krókinn“ og sögðu frá skemmtilegu mannlífi staðarins. Að lokum lék Bifrastarband Rögnvalds Valbergssonar ásamt Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni lög frá þeim gömlu og góðu árum þegar sögurnar gerast. Ræðuklúbbur Sauðárkróks Afmælishátíð til minningar um Indriða G. Þorsteinsson skáld Kári Jónasson fjallaði um rit- stjórann og blaðamanninn Indriða G. Þorsteinsson. Sauðárkrókur Morgunblaðið/Björn Björnsson BYGGINGAVERKTAKARNIR Ágúst og Flosi á Ísafirði eru að hefja byggingu verslunarmið- stöðvar í miðbæ Ísafjarðar og er áætlað að fyrsti hlutinn verði tilbúinn fyrir næstu jól. Húsið er reist að hluta á uppfyllingu og á lóðum gamalla verslunar- og þjón- ustuhúsa sem nú voru rifin. Í gömlu húsunum voru Arngrímur Fr. Bjarnason og kona hans, Ásta Eggertsdóttir, lengi með blóma- og listmunabúð, við hlið þeirra var Jónas Magnússon með mat- vöruverslun en við hina hlið hans var Harrý Herlúfsen og síðan Vil- berg Vilbergsson með rakara- stofu. Við hlið þeirra var svo raf- tækjaverkstæðið og verslunin Neisti lengst af. Þar var áður útibú frá Nathan og Olsen í Reykjavík. Nú þegar húsin voru rifin voru einungis eftir með starfsemi fataverslunin Do re mi í gamla Neistahúsinu og Vilberg Vilbergsson og Samúel Einarsson á rakarastofunni. Nýja húsið verður á þremur hæðum. Neðst er 1580 fermetra verslunarhæð þar sem Samkaup verða með stærstu búðina. Á ann- arri hæð verður Héraðsdómur Vestfjarða til húsa en á þriðju hæðinni ein til tvær þakíbúðir. Búið er að skipta um jarðveg í lóðinni og á bílastæðum en vegna tafa við afhendingu lóðarinnar og ákvörðunar um stærð bygging- arreits mun vinna við bygginguna tefjast um nokkrar vikur, en þó er fastlega vonast til að takist að ljúka við verslunarhæðina fyrir næstu jólavertíð. Að sögn Ágústs Gíslasonar byggingameistara er mikill áhugi fyrir verslunarhúsnæðinu og virð- ist honum að brýn þörf hafi verið að ráðast í þessa framkvæmd sem mun styrkja mjög miðbæinn sem miðstöð verslunar og þjónustu fyr- ir Ísafjarðarbæ og nágranna- byggðir. Samkaup eru nú til húsa í gamla kaupfélagshúsinu við sömu gatnamótin. Ekki er vitað hverjir fá það húsnæði en á efri hæðunum er grunnskólinn með starfsemi. Ný verslunar- miðstöð Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Gömul verslunarsamstæða víkur fyrir nýrri. Í Neistahúsinu sem þarna er verið að rífa var lengi stærsta raftækjaverkstæði á Vestfjörðum og verslun. Á blómatíma verslunarinnar áttu námsmeyjar Húsmæðraskól- ans Óskar þar leynilegt afdrep. Ísafjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.