Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College var stofnaður árið 1950 og er hann einn af helstu leiklistarskólum Evrópu, sem býður námskeið á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Við munum hafa hæfnipróf og viðtöl í Reykjavík í júní vegna eftirfarandi greina, sem hefjast í september 2001: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumar- skóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunámskeiðs. Komið og ræðið við okkur um ævistarf í leikhúsi. Nánari upplýsingar veitir: Ms. Terri Minto, Admissions Officer, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími +44 (0) 20 8308 2611 Fax +44 (0) 20 8308 0542, netfang: admiss@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leiklist Hönnun lýsingar Leiklist Búningagerð Leikmyndalist Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leiklist Hljóð- og ímyndahönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Dr Alastair Pearce BANDARÍSK feðgin af íslenskum ættum komu gagngert til Íslands í lok maí, til að vinna í sjálfboðavinnu við nýtt sýningarhús við Vestur- farasetrið á Hofsósi, en þau halda aftur til Bandaríkjanna innan skamms. Vesturfarasetrið á Hofsósi stækkar stöðugt, en í vikunni hófust framkvæmdir við 130 fermetra sýn- ingarhús, sem til stendur að vígja að ári með sýningu um ferðir Ís- lendinga til Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og sögu þeirra. Komu vegna smíðinnar Feðginin Richard og Mary Holand hafa verið á Hofsósi síðan í lok maí vegna nýsmíðinnar. Þau búa í Park River í Norður-Dakóta, um 2.000 íbúa bæ skammt fyrir sunnan Winnipeg í Manitoba í Kan- ada, en eru af íslenskum ættum og komu gagngert til landsins ásamt Lornu, eiginkonu Richards, til að vinna í sjálfboðavinnu við bygg- inguna. Feðginin eru húsasmiðir, en Richard fór á eftirlaun sem kennari 1. júní sl. eftir 45 ára starf og Mary byrjar sem stærðfræðikennari í 8. bekk í haust. Richard kom með leikhópi frá Norður-Dakóta til Íslands í fyrra og gisti þá m.a.á Hofsósi þar sem hann kynntist Valgeiri Þorvaldssyni, frumkvöðli Vesturfarasafnsins og framkvæmdastjóra þess. „Valgeir sagði mér hvað stæði til að gera hérna og ég vildi leggja mitt af mörkum,“ segir Richard. „Afi flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna og við höfum mikinn áhuga á að kynna okkur sögu og land forfeðranna. Með þessu fyrirkomulagi getum við gert það og jafnframt borgað fyrir upprunann, með því að vinna fyrir Valgeir og láta gott af okkur leiða með því að gefa til baka af því sem við höfum lært í gegnum tíðina. Afi var bóndi en hann var líka smiður, smíðaði meðal annars bæinn sinn sem enn er búið í. Því má segja að við fetum að nokkru leyti í fótspor hans með smíðinni hérna. Lorna er bókasafnsfræðingur á eftirlaunum og hún hefur notað tímann til að rannsaka uppruna okkar, en við er- um ekki í akkorði og njótum þess að vera til. Í því sambandi má nefna að við höfum farið í fuglaskoðun, farið út í Drangey og veitt þorsk.“ Áður en framkvæmdir hófust við nýju bygginguna smíðuðu feðginin bókahillur fyrir Vesturfarasetrið, en hugurinn er greinilega við nýja hús- ið. „Okkur finnst við tengjast því sérstaklega vegna fyrstu sýningar- innar að ári, en svo verða auðvitað aðrar sýningar þar í framtíðinni,“ segir Richard og bætir við að Setrið hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst bókasafnið, þar sem fræð- ast megi um Ísland og Íslendinga um aldir. Mary hefur unnið undanfarin fimm sumur við húsbyggingar með föður sínum, en verið í háskóla á veturna. Hún er yngst af sex systk- inum og á tvær systur og þrjá bræður. „Þetta er það besta sem ég hef gert,“ segir hún. Þau hafa í hyggju að koma aftur að ári og taka þá fleiri ættingja með. „Þátttaka í þessari smíði er góð leið til að tengjast upprunanum, en sýningin næsta ár tengir okkur líka betur við ættjörðina,“ segir Richard. Vestur-Íslendingar í sjálfboðavinnu við Vesturfarasetrið á Hofsósi Tenging við upprunann Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Richard Holand, Lorna, Mary og Valgeir Þorvaldsson, frumkvöðull Vesturfarasafnsins, þar sem nýja húsið rís, en fyrir aftan þau er Frændgarður, þar sem er m.a. fræðimannsíbúð, bókasafn og fjölnota sýningarsalur.    ! ! Á ÞRIÐJU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu í dag kl. 16 kemur fram tríó söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur. Með Krist- jönu leika Agnar Már Magnússon á píanó og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Tríó á Jómfrúnni SUMARSÝNING Gallerís Reykja- víkur verður opnuð þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Á sýningunni eiga verk Pétur Friðrik, Guðmundur Karl Ás- björnsson, Jón Reykdal, Kristín Þorkelsdóttir, Guðmundur Björg- vinsson, Sigrún Eldjárn, Helgi Vil- berg, Guðmundur Ármann, Sigurður Atli, Alda Ármanna, Jóhanna Sveinsdóttir, Valgerður Hauksdótt- ir, Sigrid Valtingojer og Ingibjörg Hauksdóttir. Aðgangur er ókeypis. Sumarsýning Gallerís Reykjavíkur DISKUR með djasstríóinu Guitar Islancio kemur út í Winnipeg í Kanada 18. júní nk. í tengslum við tónleikaferð íslensku hljóm- listarmannanna um Manitoba og Saskatchewan, sem hefst á mánu- daginn. Þar bætist Kanadamað- urinn dr. Richard Gillis við hóp- inn, en hann er af íslenskum ættum og nýtt fyrirtæki hans í Winnipeg gefur diskinn út. Á diskinum eru eingöngu ís- lensk þjóðlög. „Okkur er sýnd mikil virðing með útgáfunni, en Richard Gillis er fjórða hjólið undir vagninum og hann kom síð- ast til Íslands í maí til að taka þennan disk upp með okkur,“ segir Björn Thoroddsen. Hann bætir við að diskurinn verði að- eins gefinn út í Kanada, en auk hans eru Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio og Richard Gillis spilar með þeim á diskinum sem og í ferðinni. Viðurkenning á íslensku þjóðlögunum Richard Gillis er prófessor við tónlistarskóla Manitoba-háskóla í Winnipeg, en hann er tromp- etleikari og kennir á trompet. Móðir hans var tónlistarkennari, en þrjú af öfum hans og ömmum fæddust á Íslandi. Fyrir tveimur árum hitti hann Svavar Gestsson, sendiherra, í boði, sem foreldrar hans héldu fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Foam Lake í Vatnabyggð í Saskatchew- an. Svavar sagði honum að í tengslum við hátíðahöldin 2000 kæmu íslenskir tónlistarmenn til Kanada, Richard Gillis bauðst til að vera til aðstoðar og kynntist þannig Birni Thoroddsen, en Kanadamaðurinn skipulagði tón- leikaferð Guitar Islancio um sömu slóðir í fyrra. „Richard Gillis hefur verið okk- ur afar hjálplegur og við höfum fundið fyrir góðum stuðningi og áhuga í Vesturheimi en vegna margra óska höfum við hugleitt aðra ferð í haust,“ segir Björn, en áhugi er að gefa út fleiri diska vestra með Guitar Islancio. Björn segir að á dagskrá hjá þeim séu nær eingöngu íslensk þjóðlög, rétt eins og á diskinum. „Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur diskurinn fær þó ég efist ekki um viðbrögðin. Boð um að koma fram mun víðar en við komumst yfir að þessu sinni segja sína sögu, en auk þess er margt á döfinni hjá okkur. Í því sambandi má nefna að við förum til Japans í haust, Bandaríkjanna og Þýskalands. Ég lít á þetta sem viðurkenningu á íslensku þjóðlög- unum okkar, að þessi sameig- inlega eign okkar sé áheyrileg og fólk um víða veröld hafi áhuga á þeim.“ Spennandi verkefni Félagarnir skemmta á djasshá- tíðum í Winnipeg og Saskatoon. Þeir koma tvisvar fram í Winni- peg miðvikudaginn 20. júní og daginn eftir verða þeir á Gimli. Síðan halda fjórmenningarnir til Saskatchewan, þar sem þeir spila í Foam Lake 22. júní, Saskatoon 23. og 24. júní, Regina 24. júní og svo aftur í Winnipeg í Manitoba mánudaginn 25. júní. „Þetta er mjög spennandi verkefni, ekki síst vegna þess að um er að ræða íslenska hljóðfæraleikara og ein- göngu íslensk þjóðlög,“ segir Björn. „Þetta er viss sigur fyrir okkur vegna þess að Kan- adamenn hafa beðið okkur um að koma. Við höfum fundið fyrir því að fólk er spennt fyrir þessari tónlist og það er ánægjulegt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Guitar Islancio er á leið til Vesturheims en í tríóinu eru Björn Thorodd- sen, sem spilar á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Gunnar Þórð- arson á gítar. Í Kanada bætist dr. Richard Gillis við hópinn. Guitar Islancio í annarri tónleikaferð um Kanada Diskur gefinn út í Winni- peg ♦ ♦ ♦ RAGNA Hermannsdóttir myndlistarmaður sýnir bók- verk sitt Dauðinn í frumskóg- inum í glugganum Innsýni að Skólavörðustíg 22c frá og með deginum í dag. Ragna er fædd 1924 og byrj- aði að fást við myndlist árið 1980. Hún lærði á Íslandi, í Bandaríkjunum og Hollandi og hefur aðallega fengist við graf- ík. Hún hefur mikið unnið með bókina sem miðil og unnið þá með offsett og silkiprentun. Nú er tölvan tekin við og eru flest ný verk hennar unnin með tölvu og prentara. Verkið Dauðinn í frumskóginum er hugleiðing um genabreytingar og græðgi. Sýningin stendur fram í miðjan júlí. Dauðinn í frum- skóginum Í NÝLISTASAFNINU við Vatns- stíg stendur yfir dagskrá um þessar mundir sem ber heitið Pólýfónía. Þar verður lögð áhersla á að kanna mörkin og markaleysið á milli tón- listar og myndlistar. Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20, koma fram Sigurður og Arnar Guð- jónssynir, Vitascope og Club Bevil. Pólýfónía

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.