Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 25

Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 25 ÚT ER komin ljósmyndabókin Menning í myndum, samstarfsverk- efni Reykjavíkur – menningarborg- ar, Morgunblaðsins og prentsmiðj- unnar Odda. Í bókinni eru birtar nálægt tvö hundruð myndir eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, sem var blað menningarborgarársins. Dagskrá Menningarborgar var unnin undir yfirskriftinni „menning og náttúra“ og teygði hún anga sína um allt land með nærfellt þrjú hundruð verkefnum. Myndefnið er því fjölbreytt og undirstrikar, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, kynningarstjóra Menningarborgar- innar, þann mikla fjölda fólks sem menningarborgarárið snerti með einum eða öðrum hætti. „Frumkraft- arnir eldur, jörð, vatn og loft tengd- ust dagskrá ársins og bregða þeir einnig á leik í þessari litríku heimild um gott ár og menningarlegt mann- líf í Reykjavík menningarborg Evr- ópu árið 2000.“ Texti bókarinnar er á íslensku og ensku og rita Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúla- son formaður stjórnar Menningar- borgarinnar í hana ávörp. Menning í myndum er gefin út í takmörkuðu upplagi og verður bókin notuð til kynningar á Íslandi og ís- lenskri menningu erlendis, auk þess sem hún mun liggja frammi á völd- um stöðum, svo sem hjá menning- arstofnunum landsins. Mynd Menningarborgarinnar eft- ir Sigurð Árna Sigurðsson prýðir kápu bókarinnar. Umsjón hafði Svanhildur Konráðsdóttir, mynd- stjórn var í höndum Einars Fals Ing- ólfssonar, myndstjóra Morgunblaðs- ins, og prentsmiðjan Oddi sá um hönnun og prentun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flutningur 2000 leikskólabarna á Þúsaldarljóði eftir Sveinbjörn og Tryggva M. Baldvinssyni á Arnarhóli var einn þeirra viðburða sem vöktu mikla athygli á menningarborgarárinu. Ljósmyndabók frá menningarborgarári Litrík heimild Í DAG er opnunardagur myndlist- arsýningar á Skriðuklaustri í Fljóts- dal sem ber heitið Austfirsku meist- ararnir. Sautján verk eru á sýningunni sem eiga það sammerkt að vera eftir myndlistarmenn, sem eru fæddir eða aldir upp á Austur- landi. Sýningin er tekin saman af Listasafni Íslands og eru öll verkin í eigu safnsins. Á sýningunni eru verk eftir: Jóhannes S. Kjarval, Svavar Guðnason, Finn Jónsson, Jón Þor- leifsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunn- laug Scheving, Ingiberg Magnússon, Elías B. Halldórsson, Tryggva Ólafsson, Höskuld Björnsson og Dunganon. Í dag verður einnig opnuð sýning Ólafar Bjarkar Bragadóttur í Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri. Á sýn- ingunni eru ljósmyndir í lit teknar á flóamarkaðnum í Montpellier í Suð- ur-Frakklandi. Sýningin Austfirsku meistararnir er opin alla daga vikunnar til 13. ágúst á sama tíma og hús skáldsins, frá kl. 11 til 17. Sýning Ólafar Bjark- ar er opin alla daga til 1. júlí. Tvær sýningar á Skriðuklaustri Á „RAUÐA veggnum“ í Japis Laugavegi 13 hanga nú verk eftir Björgu Sveinsdóttur. Þar sýnir hún myndir af íslenskum tónlistarmönn- um í tilefni af opnun ljósmyndavefjar hennar, BSmyndir.com. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar til 1. júlí. Myndir á Rauða veggnum GUNNAR Gunnarsson opnar sýn- ingu í Veislugallery og Listacafé í Listhúsinu í Laugardal í dag. Hann sýnir 27 málverk frá árunum1994 - 2001. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9 –19. Sunnudaga kl. 12-17. Gunnar Gunn- arsson sýnir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ „DJÁSN og dýrðleg sjöl“ heitir sýn- ing sem opnuð verður í dag kl. 16, hjá Handverki og hönnun í Aðalstræti 12, 2. hæð. Þar sýna 30 aðilar skart- gripa- og textílhönnun. Sýningin stendur til 8. júlí og verð- ur opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Aðgangur er ókeypis. Sýning á skartgripum NEMENDADANSFLOKKUR Listdansskóla Íslands heldur sýn- ingu í íslensku óperunni í dag kl. 20. Nemendadansflokkurinn saman- stendur af nemendum úr framhalds- deild listdansskólans en þeir leggja stund á klassískan og nútímaballett sem og jazzballett. Sýningin endur- speglar það sem nemendur hafa ver- ið að fást við í vetur. Alls eru 8 verk flutt og munu um 30 manns taka þátt í sýningunni. 4 þessara verka verða frumflutt á sýn- ingunni en 2 þeirra voru samin sér- staklega í tilefni af móti norrænna dansnemenda sem haldið var í Ósló í febrúar síðastliðnum. Meðal danshöfunda eru Chad Adam Bantner og Lára Stefánsdótt- ir. Einnig semja bæði kennarar og nemendur skólans dansverk. Sýning Nem- endadans- flokksins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.