Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar kreppir að í efnahagslífinu og stundum haft á orði, í hálfkæringi að sjálfsögðu, að ástandið sé árans hagfræðing- unum að kenna. Þeir sitji kóf- sveittir við að reikna út skuldir einstaklinga og þjóðarbús og komist svo að þeirri niðurstöðu að kreppa hljóti að vera rétt handan við hornið. Þeim spá- dómi trúi blessaður almenning- urinn, hann fari að liggja á aur- unum sínum vegna ótta við versnandi hag í staðinn fyrir að eyða þeim eins og á uppgangs- tímunum og þar með skelli kreppan á. Í Kaliforníu er hinn virti Stanford há- skóli og þar á bæ eru fjöl- margir fróðir hagfræð- ingar. Enginn hefur þó beinlínis orð- ið til að kenna þeim um þann samdrátt í efnahagslífinu, sem nú blasir hvarvetna við. Tæknifrík ým- iskonar sem hafa verið að dunda sér við tölvur eru sökudólgarnir svo og þeir aðrir sem trúðu því að í tölvunum væri lausn al- heimsvandans fólgin. Nóg um það. Fréttaflutningur undanfarinna daga í Kaliforníu hefur hins vegar gefið vísbendingar um rót næstu kreppu. Augu manna beinast að Stanford háskóla. Ekki þó að hagfræðingunum sem þar reikna út skuldir manna og þjóðarbúa, og ekki að tölvufræðingum, heldur að læknadeild skólans. Hópur vís- indamanna innan læknadeild- arinnar hefur lagt nótt við dag að rannsaka hvernig lækna megi ægilegan sjúkdóm, sem sagður er herja á um átta af hverjum hundrað Ameríkönum. Svo merkilega vill til að um 9 af hverjum 10 sem þjást af sjúk- dómnum eru konur. Sjúkdómur þessi er óstjórn- legt kaupæði. Einhverjir halda kannski að þetta sé eintómt spaug, en þeir hafa ekki reynt að lifa með þessum ósköpum. Sjúkdómurinn lýsir sér nefni- lega þannig, að því er fram hef- ur komið í viðtölum við vís- indamenn háskólans, að sjúklingarnir fyllast óstjórnlegri löngun til að kaupa hluti, þótt þeir hafi ekki efni á því, hvað þá að þeir hafi nokkuð við inn- kaupin að gera. Kaupóðir hlaupa á milli verslana og sanka að sér fatnaði, skóm, andlitsfarða og skartgripum, svo fátt eitt sé nefnt, fá svo ægilegt sam- viskubit út af öllum óþarfanum sem fyllir hverja hirslu á heim- ilinu og hlaupa út aftur til að kaupa meira svo þeim líði betur. Á þriðjudaginn var fjallað um kaupæði og hugsanlega lækn- ingu á Stanford vísu í banda- ríska sjónvarpsþættinum Inside Edition. Fréttamaðurinn heim- sótti konu, sem sagðist að mestu hafa fengið bót meina sinna með því að taka þunglyndislyf það sem Stanford vísindamenn mæla með. Sú lækning hlýtur að hafa verið mikil frelsun ef marka má myndir úr bílskúr við heimili konunnar, en hann líktist mynd- arlegri heildsölu. Þarna voru til dæmis tveir kassar af stimplum og þrír af kökumótum, heilu hillurnar af tuskudúkkum og fatnaður sem nægja myndi smá- þjóð. Það var nánast sama hvar borið var niður, alltaf átti konan minnst fjórar útgáfur af öllum hlutum og viðurkenndi sjálf fús- lega að hún notaði ekkert af þessu, enda hefðu kaupin verið til að fá tímabundna fróun, en ekki af neinni þörf. Innkaup konunnar kostuðu auðvitað skildinginn. En núna er hún læknuð og Stanford vís- indamenn vilja gjarnan lækna öll átta prósent þjóðarinnar sem eru þjökuð af þessum sama sjúkdómi. Þeir hafa vart borið þessa fyrirætlun sína undir hag- fræðideildina, því þar gætu reiknimeistarar ábyggilega upp- lýst þá um hvers konar kreppu það hefði í för með sér, ef kaup- óð átta prósent tækju upp á því að sitja heima, í stað þess að halda uppi verslunum og þjón- ustu. Pillan, sem Stanford menn segja að dugi vel gegn kaupæði, mun vera ósköp venjulegt þung- lyndislyf þótt ekki hafi verið gefið upp hvaða lyfjaframleið- andi styður rannsóknir háskóla- mannanna. En vonandi spyrst það út fyrr en síðar, svo Íslend- ingar geti gripið til sinna ráða og sett pilluna hið snarasta á lista yfir ólögleg efni. Vart er hægt að ímynda sér meiri skað- vald í íslensku efnahagslífi en pillu, sem kemur í veg fyrir að fólk eyði um efni fram. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að á Íslandi séu sjúklingarnir ekki einhver ræfilsleg átta prósent þjóðarinnar. Ef kaupæðispillan hefði verið komin á markað undir lok síð- ustu aldar, þá væri Ísland lík- lega ólíkt því sem við eigum að venjast. Engin fótanuddtæki eða litlir ljósálfar, minni og/eða færri jeppar og vart hægt að koma auga á fjórhjól og vélsleða nema í fórum þeirra sem eiga erindi á fjöll og firnindi. Dæmin eru svo ótalmörg. Það verður hins vegar að segjast lyfjafyrirtækinu til hróss, sem nú styður rannsóknir vísindamannanna í Stanford, að þar á bæ kunna menn aldeilis markaðssetningarfræðin sín. Þunglyndislyf ýmiskonar eru eftirsótt vara og það hlýtur að jafngilda happdrættisvinningi hjá lyfjafyrirtæki að ná forystu í að markaðssetja lyf við nýjum eða nýlega viðurkenndum sjúk- dómi. Lausnin hér er svo ein- föld, en samt svo stórkostleg: Fólki, sem á við kaupæði að stríða, er sagt að það fái lækn- ingu með því að taka ákveðna pillu. Það liggur eiginlega í hlut- arins eðli að þessi hópur getur ekki stillt sig um að kaupa pill- una. Og þyki mönnum átta pró- sent bandarísku þjóðarinnar ekki duga til er hægt að hafa í huga að einhvers staðar í norðri býr lítil þjóð… Hættuleg pilla Vart er hægt að ímynda sér meiri skað- vald í íslensku efnahagslífi en pillu sem kemur í veg fyrir að fólk eyði um efni fram. Á Íslandi eru sjúklingarnir nefni- lega ekki einhver ræfilsleg átta prósent. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu Samgönguráðherra hefur boðað að í fyrir- huguðu útboði á strandarstöðvaþjón- ustu við skip og sjófar- endur muni hann leggja áherslu á að þjónustan skuli flutt frá Reykjavík út á land. Nú eru tvær mann- aðar strandarstöðvar hér á landi Reykjavík- radíó TFA og Vest- mannaeyja-radíó TFV, hliðtengdar, sem fjar- stýra öðrum ómönnuð- um stöðvum og tækja- búnaði umhverfis landið og þar starfa 13 manns auk tæknimanna. Á undanförnum árum hefur mönnuðum strandarstöðvum úti á landi verið fækkað og þeim fjar- stýrt til að auka hagkvæmni í rekstri og minnka kostnað og er nú fjarstýrt frá ofangreindum stöðvum. Einnig var ástæðan sú að ekki fékkst stað- bundinn mannskapur með þessa sér- hæfðu menntun til að starfa á þess- um stöðvum. Þróun þessara mála erlendis hefur verið á sama veg, þ.e. fækkun á mönnuðum stöðvum og þeim fjarstýrt þess í stað. Reykjavík-radíó hefur frá upphafi verið aðalstrandarstöðin hér á landi. Hún hefur verið starfrækt í Reykja- vík frá 17. júní 1918, fyrst vestur á Melum og nú í tæp 40 ár í Fjarskipta- stöðinni í Gufunesi, þar sem Radíó- flugþjónustan er einnig til húsa. Í maí á síðasta ári flutti Tilkynninga- skyldan og sjóbjörgunarstöð Slysa- varnafélagsins Landsbjargar (SVL) einnig í húsnæði Fjarskiptastöðvar- innar í Gufunesi. Þar hefur því orðið til með árunum öflugasta fjarskipta- stöð á Íslandi. Gagnkvæm samlegð- aráhrif þeirrar starfsemi sem mynd- ar Fjarskiptastöðina í Gufunesi eru því augljós hvað varðar hagkvæmni í rekstri og tækniþekkingu. Þar er til staðar allur tæknibúnaður, tækni- þekking, tækniþjónusta, menntun og starfsreynsla til reksturs strandar- stöðvar eins og best verður á kosið. Strandarstöðvaþjónustan hér á landi er einn þáttur í starfsemi leitar og björgunar á hafinu SAR (Search And Rescue), og aðalhlut- verk hennar er að vakta neyðar- og öryggisfjar- skiptarásir skipa og þar með vakta öryggi sjó- farenda, ásamt því að senda út siglingaaðvar- anir til skipa. Það eru alþjóðleg tilmæli IAMSAR (Internation- al Aeronautical and Maritime Search and Rescue), að ríki sem eru aðilar að alþjóða- samþykktum og til- mælum IAMSAR, eins og Ísland er, skuli stefna að því að sameina aðskilda SAR-þætti þegar kostur er, til þess að auka öryggi og skilvirkni SAR-kerfisins í heild og þar með sjófarenda, stytta boðleiðir, viðbragðstíma og auka hagkvæmni í rekstri SAR-kerfisins. Eftir því sem fregnast hefur er unnið að undirbúningi og gagnaöflun vegna væntanlegs útboðs á rekstri strandarstöðvaþjónustunnar hér á landi og þá væntanlega að höfðu tilliti til áherslu ráðherrans á að flytja þessa starfsemi út á land. Í umræðum aðila sem til þekkja hefur enginn séð eitt einasta atriði sem styður það eða getur leitt rök að því hverjir séu kostirnir við að flytja þessa rótgrónu og mikilvægu þjón- ustu út á land. Þess vegna óska ég eftir því að ráðherrann upplýsi okkur sem fylgjumst vel með á þessu sviði hvað okkur, sem líka erum kjósendur og skattborgarar þessa lands, hefur yfirsést í því að koma auga á kostina við það að flytja þessa þjónustu út á land. Óska ég eftir því að ráðherrann upplýsi okkur um eftirfarandi: 1. Hvaða kostir mæla með því og réttlæta það að flytja þessa þjónustu út á land? 2. Hvert mun þessi þjónusta vænt- anlega flytja? 3. Hvað er áætlað að flutningur þessarar þjónustu muni kosta, þann- ig að rekstraröryggi og öryggisstig gagnvart sjófarendum minnki ekki? 4. Telur ráðherrann slíka ráðstöf- un auka eða minnka öryggi sjófar- enda? 5. Telur ráðherrann slíka ráðstöf- un vera í samræmi við tilmæli og ákvæði IAMSAR? 6. Telur ráðherrann skynsamlegt að flytja þjónustuna núna út á land með tilliti til þeirra grundvallar- breytinga sem væntanlega verða á þjónustunni á alþjóðavísu innan næstu 4 ára? 7. Hver er áætlaður rekstrar- kostnaður þjónustunnar á ári eftir flutning ef til hans kemur? 8. Hvað er áætlað að verði til mörg ný störf vegna þjónustunnar á þeim stað sem áætlað er að flytja hana til ef allir sem nú starfa við þjónustuna flytja með henni? 9. Hvað er áætlað að margir með þá sérhæfðu menntun og reynslu séu til staðar á viðkomandi stað til að taka við störfunum ef enginn af nú- verandi starfsmönnum kemur til með að flytja með þjónustunni? 10. Hvaða tilfinningu hefur ráð- herrann fyrir því ef enginn núver- andi starfsmanna hefur þess kost eða telur sig ekki geta flutt með þjónust- unni, vegna persónulegra og/eða fjöl- skyldulegra aðstæðna og missa þ.a.l. atvinnuna og þar með lífsframfæri sitt? 11. Hefur verið eða mun verða leit- að álits þeirra er þjónustunnar njóta þ.e.a.s. sjómanna? Að lokum vil ég hvetja þingmenn þessa lands og ekki síst þingmenn Reykjavíkur til að kynna sér þetta mál af alvöru. Fyrirspurn til samgönguráðherra Reynir Björnsson Strandarstöðvar Hverjir eru kostirnir, spyr Reynir Björnsson, við að flytja þessa rót- grónu og mikilvægu þjónustu út á land? Höfundur er formaður Félags ísl. loftskeytamanna. ÍSLAND gekk að nýju í Alþjóðahval- veiðiráðið sl. föstudag með fyrirvara um núllkvóta vegna hval- veiða í atvinnuskyni, þannig að við erum óbundin ákvæði samn- ingsins um bann við hvalveiðum. Nokkrir þingmenn Samfylk- ingarinnar með Svan- fríði Jónasdóttur í far- arbroddi hafa þrisvar lagt fram á Alþingi til- lögu um að Ísland gerðist aðili að ráðinu að nýju án þess að stjórnvöld hafi séð ástæðu til að samþykkja hana. Þingmál Svanfríðar Í ljósi inngöngunnar í ráðið nú hefði verið eðlilegt að tillaga Svnfríðar hefði verið samþykkt úr því að stjórnvöld voru komin að þessari niðurstöðu, en málið var síðast á dagskrá Alþingis nú í vor. Í greinargerð með þingmáli Svanfríðar og fleiri þingmanna Samfylkingarinnar um inngöngu í ráðið er bent á stöðu okkar Íslend- inga utan ráðsins í samanburði við Noreg og Japan. Þar segir m.a. „Noregur, sem er eina fullvalda ríkið ásamt okkur í NAMMCO, hefur haldið áfram að starfa innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og stundar hrefnuveiðar í skjóli þess. Sé litið til stöðu Norðmanna virðist einsýnt að hagsmunum okkar væri betur borgið með því að vera einnig í ráðinu. Japan- ir stunda einnig veiðar í vísindaskyni. Þær veiðar fara fram þrátt fyrir veru þeirra í Al- þjóðahvalveiðiráðinu og eru löglegar sam- kvæmt sáttmálanum rétt eins og vísinda- veiðar okkar á sínum tíma.“ Það er ekki er nóg að veiða hval, það þarf líka að selja hann. Samþykkt ráðsins frá áttunda áratugn- um bannar að lönd innan ráðsins kaupi hvalaafurðir af ríkjum utan þess og því hefðum við ekki getað selt hvalaafurðir hefðum við hafið veiðar að nýju. Verum á vettvangi Svanfríður benti á það í máli sínu, er hún flutti það í fyrst árið 1997 ásamt okkur Jóni Baldvin Hannibalssyni, að augljóst væri að þrátt fyrir meinta ástæðu úrsagnar okkar úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem var sú að afstaða ráðsins til hvalveiða byggðist ekki á vísinda- legum forsendum heldur pólitísk- um, ræður pólitísk afstaða ráðsins einnig ákvörðunum og gerðum okkar utan ráðsins. Hvort sem við stæðum utan ráðsins eða innan virtumst við bundin af ákvörðunum þess. Það má ljóst vera hverjum manni að hag okkar er betur borgið innan alþjóðasamtaka sem fara með stór hagsmunamál sem varða okkur miklu, eins og Alþjóðahvalveiðiráð- ið gerir. Þannig höfum við áhrif á ákvarðanir beint, en þurfum ekki að sitja áhrifalaus hjá og taka því sem að höndum ber. Alþjóðahvalveiðiráðið er og verð- ur vettvangur umræðu um hval- veiðar meðal þjóða sem eru ýmist hlynntar þeim eða andvígar. Þar verður baráttan um þessi mál háð og við verðum að vera þar á vett- vangi. Við flutningsmenn þessarar til- lögu fögnum niðurstöðu stjórn- valda í málinu þar sem þau hafa gert okkar rök að sínum. Því má segja að dropinn hafi holað stein- inn. Eftir að hafa flutt málið í þrí- gang á Alþingi er þetta baráttumál okkar loksins í höfn. Baráttumál okkar í höfn Ásta R. Jóhannesdóttir Hvalveiðar Alþjóðahvalveiðiráðið, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, er og verður vettvangur umræðu um hvalveiðar meðal þjóða sem eru ýmist hlynntar þeim eða andvígar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.