Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 37 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Menntaskólinn að Laugarvatni auglýsir eftirtalin störf til umsóknar frá og með 1. ágúst nk.: ● Starf námsráðgjafa, hálft starf. ● Starf aðstoðarskólameistara. ● Starf skólaritara, hálft starf. Nánari upplýsingar í símum 486 1156 og 486 1258. Umsóknir berist skólameistara, Menntaskólan- um, Laugarvatni, eða formanni skólanefndar, Sigurði Inga Jóhannssyni, Syðra-Langholti, 845 FLÚÐUM, fyrir 27. júní nk. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Kennarar Laus eru til umsóknar kennslustörf við skólann næsta vetur í eftirtöldum greinum: ● Fjölmiðlafræði 9 tímar á viku. ● Sálfræði 15 tímar á viku. Einnig vantar stundakennara: ● Danska 6 tímar á viku. ● Félagsfræði 303 (stjórnmálafræði) 3 tímar á viku. ● Lögfræði 3 tímar á viku. Umsóknarfrestur er til 29. júní nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum á Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Ráðningartími kennara í fjölmiðlafræði og sál- fræði er frá 1. ágúst nk., en stundakennara frá 23. ágúst. Launakjör eru skv. samningum KÍ og ríkisins. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í sím 562 8077. Skólameistari. Félagsvísindadeild Verkefnastjóri í félagsráðgjöf Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar 50% starf verkefnisstjóra í félagsráðgjöf. Starfið felur í sér umsjón með starfsþjálfun nemenda í félagsráðgjöf, sam- skipti við stofnanir á vettvangi auk ýmissa skipulagsverkefna, leiðbeininga fyrir nemendur og umsjón með kynningarstarfi. Auk þess að- stoðar verkefnisstjóri við rannsóknir kennara, m.a í tengslum við rannsóknartengt fram- haldsnám í félagsráðgjöf. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi háskólapróf og framhaldsnám (meistarapróf) á sviði félagsvís- inda, reynslu af rannsóknarvinnu og innsýn í starfssvið félagsráðgjafar auk traustrar tölvu- og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknir um starfið berist til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík fyrir 30. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Launakjör eru skv. samningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, sími 525 4505, tölvupóstfang sigjul@hi.is, Guðný Eydal, lekt- or í félagsráðgjöf, sími 525 4258 tölvupóst- fang ge@hi.is og Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, skrifstofustjóri, sími 525 4503, tölvupóstfang sigurada@hi.is Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is. Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf lektors í félagsráðgjöf. Ráðið verður í starfið til fimm ára frá 1. janúar 2002. Starfið er auglýst á grundvelli samnings á milli Háskóla Íslands og Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Sérsvið lektorsins skal tengjast greiningu og sérhæfðri ráðgjöf ásamt rannsóknum á félagsþjónustu sveitarfélaga. Sviðið snertir velferðarmál einstaklinga og fjölskyldna ásamt framkvæmd og þróun notendamiðaðrar félagsþjónustu. Sérstök áhersla verður á þróun og rannsóknir innan verksviðs Félagsþjónust- unnar í Reykjavík. Umsækjendur skulu hafa, að lágmarki, lokið meistaraprófi eða sambærilegu prófi í félags- vísindum, hafa reynslu af vinnu með einstakl- ingum, fjölskyldum og hópum og unnið að rannsóknar- og sérfræðistörfum í félagsráð- gjöf. Gert er ráð fyrir að lektorinn hafi starfsað- stöðu bæði hjá félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Félagsþjónustunni í Reykjavík. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og rit- smíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlut- deild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkun- um. Ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka skal innsending af hálfu umsækjanda og mat dómnefndar takmarkast við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Æski- legt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórn- unarstörf sín eftir því sem við á. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors launaramma B. Umsóknarfrestur er til 16. júlí 2001 og skal umsóknum og umsóknargögnum skilað í þrí- riti til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðal- byggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj- endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, sími 525 4505, net- fang sigjul@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is. Trésmiðir Vegna aukinna verkefna vantar okkur trésmiði. Áhugasamir hringi í síma 8 247 247. Tuttugu og fjórir - sjö, TFS, er ungt, framsækið verktakafyrirtæki í byggingariðnaði. Sérsvið okkar eru heildarlausnir á öllum stigum framkvæmda. Starfsmaður í hlutastarf Breska sendiráðið óskar eftir að ráða starfsmann til heimilisstarfa Um er að ræða hlutastarf á heimili breska sendiherrans. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega, vera enskumælandi og hafa reynslu af samskonar störfum, t.d. við hótel eða sendiráð. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir, helst á ensku, ásamt persónulegum upplýsingum og upplýsingum um fyrri störf til Breska sendi- ráðsins, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 30. júní næstkomandi. Skrifstofumaður Sýslumaðurinn á Sauðárkróki óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku. Vinnutími er frá 9.00—15.00. Starfsvið: ● Símsvörun. ● Móttaka viðskiptavina og afgreiðsla. ● Almenn skrifstofustörf. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir: ● Almennri tölvukunnáttu. ● Ríkri þjónustulund, sjálfstæði og skipulögð- um vinnubrögðum. ● Hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá 1. júlí 2001. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir óskast sendar til sýslumanns merkt- ar „skrifstofumaður“ fyrir 30. júní 2001. Kennarar! Kennarar! Kennara vantar við Grunnskólann á Bakkafirði næsta skólaár. Kennslugreinar eru almenn kennsla yngri barna, enska og danska á miðstigi. Í skólanum eru 14 nemendur í 1.—7. bekk. Aðstaða í skólanum er góð og býður upp á ánægjulegan vinnustað. Húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur! Umsóknarfrestur er til 25. júní. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra, Sigríði Hlöðversdóttur, í símum 473 1636 og 473 1618.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.