Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 45 ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN, 17. júní, er á morgun og verður hann að venju haldinn hátíðlegur um allt land með ýmsum hætti. Víða verða farnar skrúðgöngur, ávörp flutt og hljóm- sveitir leika fyrir dansi, og að auki verður ýmislegt í boði fyrir yngstu kynslóðina. Hér fara á eftir atriði úr dagskrá hátíðahaldann á höfuborgar- svæðinu og nokkrum öðrum stöðum: Reykjavík Í Reykjavík hefst dagskráin við Aust- urvöll kl. 10.00 er forseti borgar- stjórnar, Helgi Hjörvar, leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá við Aust- urvöll hefst kl. 10.40 með ávarpi for- manns þjóðhátíðarnefndar, Stein- unnar V. Óskarsdóttur. Því næst leggur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar og forsætisráðherra, Dav- íð Oddsson, flytur ávarp. Þá verður ávarp fjallkonunnar sem flytur nýtt hátíðarljóð eftir Matthías Johannes- sen. Kvennakór Reykjavíkur syngur, Lúðrasveit Svanur leikur og skátar standa heiðursvörð. Guðsþjónusta fer fram í Dómkirkjunni og þar predikar sr. Hjalti Hugason. Eftir hádegið leggja skrúðgöngur af stað frá Hlemmi kl. 13:40 og frá Hagatorgi kl 13:45. Lúðrasveitir og skátar, götuleikhús og danshópar taka þátt í göngunni. Að því loknu hefst barna- og fjölskyldudagskrá í Miðbænum. Stærsta sviðið verður við Arnarhól. Þar verður barna- og fjölskyldudag- skrá sem hefst kl. 14.00. Flutt verða atriði úr leikritunum Lómu og Kuggi og Málfríði og lög úr söngleikjunum Syngjandi í rigningunni og Wake me up before you go go. Hljómsveitin Guitar Islancio leikur íslensk þjóðlög, Krakkasönghópurinn Kiðlingarnir tekur lagið og einnig Two Tricky hóp- urinn. Freestyle-danshóparnir Eld- móður og Textíl, koma fram, Fifth Element sýnir break-dans og hópur frá Kramhúsinu sýnir afríska dansa. Kynnar á skemmtuninni á Arnarhóli verða Ásta Hrafnhildur úr Stundinni okkar og Lóa ókurteisa (Helga Braga Jónsdóttir). Á Ingólfstorgi hefst dagkráin kl. 14.00 á leik Lúðrasveitar verkalýðs- ins en flytjendur annarrar dagskrár- atriða eru börn, unglingar eða ungt fólk. Meðal þeirra sem koma fram eru Götuleikhús Hins hússins, Götu- danshópurinn, Tónaflokkurinn, dans- hóparnir Fifth Element, Textíl og Eldmóður, danshópur úr Frosta- skjóli, krakkasönghópurinn Kiðling- arnir og rappararnir Frikki, Rakel og Pési. Í Tjarnarsal Ráðhússins syngur Skagfirska söngsveitin í Reykjavík ásamt einsöngvaranum Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, ungir fiðlu- leikarar úr Suzuki-skólum á Íslandi og í Þýskalandi leika og Hjörleifur Valsson og Reynir Sigurðsson leika íslensk lög á fiðlu og píanó. Dag- skránni lýkur með leik léttsveitar Harmónikufélags Reykjavíkur. Sýningar Brúðubílsins verða við Menntaskólann í Reykjavík kl. 14.00 og 14.30 og fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth treður upp víðsvegar um miðborgina. Leiktæki, spákonur, tjaldbúðir skáta, fallhlífastökk, fimleikar, glíma og skylmingar verða í Hallar- og Hljómskálagarði og 17. júnílestin ek- ur frá Vonarstræti eins og venjulega. Fornbílar verða sýndir við Miðbakka Reykjavíkurhafnar og þar fer einnig fram keppni aflraunamanna. Að venju verður hægt að róa á árabátum á Nauthólsvíkinni eða fara í skemmti- siglingu á Jónasi feita. Hjá Listasafni Reykjavíkur verða opnar sýningar í Hafnarhúsi, á Kjar- valsstöðum og í Ásmundarsafni og í Hafnarhúsi verður hátíðardagskrá þar sem útnefndur verður borgar- listamaður. Sérstök dagskrá verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Um kvöldið verða tónleikar og dansleikir á tveimur sviðum í Mið- bænum. Á stóra sviðinu á Arnarhóli verða tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Buttercup, Sóldögg, Jagúar, Nýdönsk, Ensími og Andlát og einnig verða flutt lög úr söngleikn- um Hedwig sem Leikfélag Íslands tekur brátt til sýninga. Tónleikarnir á Arnarhóli hefjast kl 20.00 og lýkur kl. 24.00 Á Ingólfstorgi hefst dansleikur kl. 21.00 en þar leika Milljónamæring- arnir og söngvararnir Páll Óskar, Ragnar Bjarnason og Bjarni Arason og Ludo sextett og Stefán fyrir dansi til miðnættis. Skipulagt hátíðasvæði er Austur- völlur, Kirkjustræti, Templarasund, Ingólfstorg, Arnarhóll, Tjarnargarð- ur, Reykjavíkurhöfn og Nauthólsvík. Umferð bíla er takmörkuð um þessi svæði. Umsjón með dagskrá þjóðhá- tíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíða- nefnd á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Árbæjarsafn Sérstök hátíðardagskrá verður í Ár- bæjarsafni þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í tilefni dagsins eru gestir hvatt- ir til að mæta í eigin þjóðbúningum. Fólk af erlendum uppruna er sér- staklega boðið velkomið og hvatt til að mæta í þjóðbúningum síns heima- lands. Leiðsögumenn safnsins munu klæðast fjölbreyttum búningum í eigu safnsins. Klukkan 14.00 geta gestir fylgst með hvernig faldur, fald- blæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Í húsinu Suðurgötu 7 munu gullsmiðir sýna búningasilf- ur, einnig verður kniplað og balderað. Félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur sýna þjóðdansa kl. 15.30 mun Karl Jónatansson spila á harmoníku og handverksfólk verður í húsunum. Í Dillonshúsi verður boðið upp á þjóðhátíðarkaffi. Seltjarnarnes Dagskráin á Seltjarnarnesi hefst kl.12.50 en þá mun fólk safnast saman við dælustöð á Lindarbraut. Kl 13.00 hefst skrúðganga undir stjórn Lúðra- sveitar Seltjarnarness. Gengið verð- ur frá dælustöð á Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðarhöldin fara fram. Skrúðgangan mun koma að Eiðistorgi kl 13.40. Kl. 13.45 mun formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Ás- gerður Halldórsdóttir setja hátíðina. Að því loknu, kl. 13.50 mun Lúðra- sveit Seltjarnarness leika nokkur lög og kl. 13.55 mun fjallkonan ávarpa samkomuna. Skemmtidagskrá hefst kl. 14.00 og mun þar kenna ýmissa grasa. Þar verður Stoppleikhúsið með Kugg og Málfríði, Fimleikadeild Gróttu verð- ur með fimleikasýningu, tvö pör frá dansfélaginu Gulltoppi munu stíga sporið, Leikfélag Seltjarnarness flyt- ur Þjár óskir og einnig verður sýndur freestyle-dans. Fimleikadeild Gróttu sér um blöðrusölu við Eiðistorg. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ hefst dagskráin kl 10.00 með sundmóti í Varmárlaug á vegum sunddeildar UMFA. Á eftir verður brugðið á leik í lauginni. Kl. 13.30 fer skrúðganga frá miðbæjarsvæðinu og frá 13.30–16.00 verður hátíðardag- skrá við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Þar verður bæjarlistamaður Mos- fellsbæjar 2001 útnefndur og ýmis- legt í boði, svo sem leiktæki, kassak- lifur, andlitsmálun, smábílasýning, töframaður, leikrit, dans og veitinga- sala. Milli 16.00 og 17.00 fer fram keppnin „Sterkasti maður Íslands“. Um kvöldið verða vímuefnalausir tónleikar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá frá kl. 20.30–23.30. Þar munu koma fram Fake Disorder, Spildog, DNA, XXX Rottweiler hundar og að auki verður danssýning í boði. Kópavogur Í Kópavogi mun morgundagskrá há- tíðardagsins standa frá kl. 10.00– 12.00 en þá munu brassbönd aka um bæinn og vekja bæjarbúa til hátíð- arhalda. Púttmót eldri borgara á túninu við Salinn og hið árlega 17. júní hlaup frjálsíþróttadeildar Breiðabliks á Kópavogsvelli fyrir börn á aldrinum 6–12 ára verður frá 10.00–10.50. Keppt verður í hverjum árgangi. Að hlaupinni loknu fer skrúðganga frá Kópavogsvelli að Digraneskirkju. Kl. 11.00 mun hefjast barnasam- koma í Digraneskirkju. Gunni og Fel- ix heilsa upp á börnin, helgileikir og fleiri atriði verða í boði. Kl. 13.00 verður svo farið í aðra skrúðgöngu, frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni en dagskráin þar mun standa til kl 17.00. Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson stjórna dag- skránni. Ýmis skemmtiatriði verða í boði, Skólahljómsveit Kópavogs leik- ur ættjarðarlög, bæjarstjóri Kópa- vogs, Sigurður Geirdal, ávarpar sam- komuna, flutt verður ávarp nýstúdents, ættjarðarljóð verða flutt, Jóhanna Guðrún tekur lagið og Guit- ar Islancio flytur þjóðlög. Þá munu íbúar Latabæjar heimsækja túnið, Borgardætur syngja, trúðar skemmta og einnig verða söngatriði á boðstólum. Kl. 16.20 fer fram vináttuleikur á Vallargerðisvelli v/Skólagerði, en þar munu stúlkur úr Breiðablik og HK leika. Á Rútstúni verða ýmis leiktæki í boði, auk andlitsmálunar og sýning- ar á búnaði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Kaffisala og sölutjöld verða á vegum íþróttafélaganna í Kópavogi. Milli kl. 16.30 og 17.30 verður dag- skrá í Gjábakka. Kvæða- og vísna- menn fara með gamanmál, leikið verður á harmonikku, söngatriði verða í boði og verðlaunaafhending fyrir púttmót. Kaffisala verður á staðnum. Kvölddagskrá verður á Rútstúni frá 20.30–23.30. Kynnir verður Logi Bergmann Eiðsson. Þátttakendur úr Söngvakeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi syngja, Búdrýgindi, KK og Magnús Eiríksson, Verslógengið, hljómsveitin Fönkmaster 2000, Á móti sól og Sálin hans Jóns míns og Stefán Hilmarsson taka lagið. Garðabær Garðbæingar hefja þjóðhátíðardag- inn með morgundagskrá kl. 10.00 en þá fer fram víðavangshlaup 5–12 ára barna við Hofsstaðaskóla. Kl. 13.00 verður hátíðarhelgistund í Vídalínskirkju og kl. 14.00 fer skrúð- ganga frá kirkjunni. Síðdegisdagskrá hefst kl 14.20 með ávörpum bæjarstjóra, forseta bæjar- stjórnar og ávarpi fjallkonunnar. Þá fer fram afhending starfsstyrks lista- manna. Skemmtidagskrá verður í boði við Garðaskóla, trúðar, Málfríð- ur og Kuggur, KK, hestar fyrir börn, þrautabrautir skáta og fleira verðu á boðstólum. Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar verður í Garðalundi frá kl 15.00–17.00. Kynnir verður Magn- ús Magnússon. Kl 17.00 verður dagskrá í íþrótta- húsinu við Ásgarð, þar verður fim- leikasýning, Latibær og Örn Árnason ásamt undirleikara. Kvölddagskrá verður í Garðalundi frá 20.00–22.00 en þar mun diskótek- ið Dísa halda uppi skemmtun. Hafnarfjörður Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Hafn- arfirði hefst kl. 10.00 með Frjáls- íþróttamóti leikjanámskeiða í Kapla- krika og á sama tíma verður knattspyrna yngri flokka drengja og stúlkna á Víðistaðatúni. Frá 11.00– 17.00 verður boðið upp á ýmis leik- tæki á Víðistaðatúni. Kaffisala Skátafélagsins Hraunbúa verður í skátaheimilinu við Víðistaðatún. Kl. 13.15 verður helgistund í Hellisgerði, prestur verður sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur og karlakórinn Þrestir syngja. Síðan verður farin skrúð- ganga frá Hellisgerði að Víðistaða- túni þar sem fjölskylduskemmtun hefst kl. 14.30. Gissur Guðmundsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, setur hátíðina og flutt verða hátíðarávörp Magnúsar Gunnarssonar bæjar- stjóra, auk ávarps fjallkonu. Ýmis söng- og skemmtiatriði verða í boði, Karlakórinn Þrestir, Leikskólinn Hjalli, Söngvaborg, Sigga Beinteins. og Grétar Örvars, Siggi sæti og Solla stirða koma fram. Milli 13.00 og 17.00 verður hægt að kynna sér sögu fyrri tíma í Smiðjunni, Strandgötu 50, Ás- bjarnarsal, í Sívertsens-húsi áVestur- götu 6 og Siggubæ á Kirkjuvegi 10. Kl. 17.00 verður dagskrá í Íþrótta- húsinu við Strandgötu, leikur FH og Hauka og fimleikasýning frá Björk í leikhléi. Kl. 20.00 hefst fjölskyldu- skemmtun við Hafnarfjarðarkirkju. Þar verða ávörp og skemmtiatriði frá Ómari Ragnarssyni, Jóhönnu Guð- rúnu, Páli Rósinkrans, Erni Árnasyni og Karli Ágústi Úlfssyni, dansatriði og hljómsveitirnar Halim, Írafár og Birgitta Haukdal. Kl. 21.00 verða gömlu dansarnir í Félagsheimili aldr- aðra, Hraunseli, kl. 22.00 verða Jazz- tónleikar í Hafnarborg, Jakobsson og Möller Kvintett leika. Dagskrárlok eru kl. 23.30. Selfoss og nágrenni Hátíðarhöld í Sveitarfélaginu Ár- borg, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri hefjast klukkan 10.00 með því að fánar verða dregnir að húni við Ráðhús Árborgar. Brunavarnir Ár- nessýslu og Björgunarfélag Árborga sýna búnað sinn og sýning verður á verkum barna í Leikskólanum Ás- heimum. Á Selfossi sér Ungmenna- félag Selfoss um framkvæmd hátíð- arhaldanna. Hestamannafélagið Sleipnir býður börnum á hestbak við hesthús að Vallartröð 4 og 9 á Sel- fossi. Þá verða flugmódelaáhuga- menn með sýningu og kynningu í félagsheimili Umf. Selfoss og UMFÍ vagninn verður kynntur eldri borg- urum á íþróttavallarsvæðinu á Sel- fossi. Hátíðarmessa verður í Selfoss- kirkju kl. 11.00–12.00. Prestur verður sr. Úlfar Guðmundsson. Frá 13.00–17.00 verður sýning á bílastæðinu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands á ýmsum gerðum farartækja auk bifhjóla verða einnig til sýnis. Þá verður handverks- og myndlistarsýn- ing opin hjá Eyvindi Erlendssyni í Miðgarði á Austurvegi 4. Skrúðganga verður farin kl. 13.00 frá Hótel Selfossi og verður gengið að íþróttavallasvæði Selfoss. Þar fer fram hátíðardagskrá með ávörpum og lúðraþyt. Þórir Haraldsson flytur hátíðarræðu, Leikfélag Selfoss verð- ur með gamanmál og nýstofnuð ung- mennahljómsveit spilar nokkur lög. Kynnir verður Jón Bjarnason. Stræt- isvagnar verða á ferð um Selfoss og Flugklúbbur Selfoss með útsýnisflug frá klukkan 13.00. Kl. 14.30 verður fallhlífarstökks- sýning á aðalvellinum. Hefðbundin kaffisala Frjálsíþróttadeildar Selfoss verður í Sólvallaskóla eftir dagskrána á íþróttavellinum. Þar verður ýmis- legt í boði fyrir yngstu kynslóðina. Skemmtiatriði og gamanmál verða við Sundhöllina klukkan 15.30 og ball fyrir yngstu kynslóðina verður klukk- an 17.00–19.00 í tjaldi á íþróttavalla- svæðinu og mun hljómsveitin Á móti sól leika. Um kvöldið hefst hátíðardagskrá klukkan 20.30 á Hótel Selfossi þar sem verða Leikfélag Selfoss, fim- leikasýning, Unglingakór Selfoss- kirkju og Sex í sveit syngja nokkur lög. Kynnir verður Þóra Grétarsdótt- ir. Harmonikkuball hefst í hótelinu klukkan 21.30. Loks verður dansleik- ur á íþróttavallasvæðinu klukkan 22.00–01.00 þar sem hljómsveitin Á móti sól leikur. Á Eyrarbakka verður hátíðardag- skrá við Sjóminjasafnið og hefst klukkan 14.00 með ávarpi fjallkon- unnar og hátíðarræðu Rannveigar Önnu Jónsdóttur. Leikskólabörn munu syngja, leikþáttur verður flutt- ur og leynigestur kemur fram. Þá verða leikir og í lokin diskótek í umsjá Jóns Bjarnasonar. Kvenfélag Selfoss sér um framkvæmd hátíðarhaldanna á Eyrarbakka. Á Stokkseyri hefst dagskráin í tjaldi klukkan 13.00 með andlitsmál- un barna. Klukkan 14.00 flytur Margrét Frímannsdóttir hátíðar- ræðu, fjallkonan kemur fram og Pét- ur Pókus einnig. Þá verður nælon- sokkasöngur og skyrát með tilþrifum. Við sundlaugina fá allir sem vilja að fara á hestbak og leikir verða fyrir alla. Hljómsveitin Fídus mun sjá um tónlist í tjaldinu í dag- skrárlok. Einnig verða kaffiveitingar í tjaldinu. Dagskrá hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn Morgunblaðið/Billi Börn á leikskólum í Breiðholti héldu hátíð í tilefni þjóðhátíðardagsins í gær og var mikið um dýrðir. Á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri, verður haldin hátíðarmessa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar klukkan 14.00. Prestur er sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, flytur ræðu dagsins klukkan 15.00 og sönghópurinn Vestan fjögur syngur. Á eftir þessum dagskráratriðum verður gestum boðið í veislukaffi í burstabæ Jóns Sigurðssonar. Kaffið verður framreitt utandyra ef veður leyfir. Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri verður opn- að á morgun, þjóðhátíðardaginn, að venju og verður það opið alla daga í sumar til 1. september frá klukkan 13.00–20.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Forsætisráðherra flytur ræðu á Hrafnseyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.