Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR kvenna á öllum aldri tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ í gær. Hlaupið var á meira en 100 stöðum, bæði hér á landi og erlendis. Aðalhlaupið var ræst í blíðskap- arveðri í Garðabæ klukkan 14 en einnig var hlaupið víðsvegar um land sem og erlendis þar sem ís- lenskar konur eru staddar. Meðal þeirra voru um 30 íslensk- ar konur sem eru á kvennaráð- stefnunni Konur og lýðræði í Viln- ius í Litháen. Þær hlupu í gær- morgun og var vegalengdin ekki mæld en allar komust í mark þótt sumar færu sér hægt enda skóbún- aður frekar ætladur til funda en hlaups. Einnig var hlaupið í Ung- verjalandi en þar er kór Víkur- kirkju á ferð og tóku konurnar í hópnum sig til og hlupu snemma í gærmorgun í sól og 25 stiga hita. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þúsundir kvenna hlupu hérlendis og erlendis Morgunblaðið/Urður SVEITARSTJÓRINN á Hellu, Guðmundur I. Gunnlaugsson, segir að jarðskjálftans, sem reið yfir 17. júní í fyrra, verði ekki minnst form- lega við hátíðahöldin í dag. Þó segist hann gera ráð fyrir því að komið verði inn á það í guðsþjónustu sem hátíðahöldin hefjast á að vanda að þakka þá mildi að ekki skyldu verða alvarleg slys á fólki. Hann segir jarðskjálftana þó enn vera ofarlega í huga fólks enda um geigvænlega atburði að ræða sem ekki verður svo auðveldlega ýtt frá sér. Enn unnið í að bæta fólki tjón Guðmundur segir að hlutirnir séu komnir í þokkalegt horf eftir jarð- skjálftana. „Þetta er samt langt frá því að vera búið því enn er verið að vinna í eftirmálunum og fólk að byggja upp bæði húsin sín og sjálft sig. En það líður öllum vel og allt er í þokkalegum gangi,“ segir hann. Guðmundur segir ennfremur að nú sjái fyrir endann á þeirri vinnu sem hafin var við að bæta þeim upp tjón sem verst urðu úti. „Það kom í ljós að brunabótamat margra eigna var gamalt og úrelt og hafði ekki ver- ið haldið við sem skyldi. Það hefur verið vinnuhópur að störfum við að vinna í að milda áhrifin hjá þeim sem svo var ástatt fyrir og nú er í augsýn að það takist,“ segir Guðmundur og bætir við að þær bætur komi frá rík- isstjórninni. Hátíðahöldin segir Guðmundur verða með hefðbundnu sniði. „Þau hefjast með guðsþjónustu í dvalar- og öldrunarheimilinu, svo verður skrúðganga og hátíðahöld í íþrótta- húsi bæjarins og við sundlaugina. Við höldum okkar 17. júní með alveg sama sniði og venjulega,“ segir Guð- mundur I. Gunnlaugsson, sveitar- stjóri á Hellu. Hefðbundin hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn á Hellu á Rangárvöllum Jarðskjálftarnir fyrir ári enn ofarlega í huga fólks ÞÆR VORU hressar, stelpurnar sem voru á ferðinni með þessa föngulegu hunda í Hlíðahverfi í Reykja- vík fyrir skömmu. Þær höfðu fengið leyfi hjá eiganda hundanna, sem er ung kona í hverfinu, til að viðra hundana og fara með þá í stuttan göngutúr. Stelpurnar virtust ljómandi ánægðar með verkefnið og fór vel á með þeim og hundunum eins og myndin ber með sér, enda ekki amalegt þegar veðrið leikur bæði við menn og málleysingja. Fengu að passa hundana HLUTFALL þeirra sem standa ut- an stéttarfélaga í fjármálaþjónustu hefur lækkað á síðustu tveimur ár- um, en hins vegar hefur hlutfallið hækkað verulega í hótel- og veit- ingarekstri þar sem það hefur lengi verið tiltölulega lágt. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofunnar um vinnumarkaðinn á Íslandi 1991– 2000. Á síðustu árum hafa tvær atvinnu- greinar skorið sig úr hvað varðar lágt hlutfall launþega í stéttarfélög- um, þ.e. hótel- og veitingarekstur og fasteigna- og viðskiptaþjónusta. Ár- ið 1999 voru rúmlega 69% launþega í þessum greinum í stéttarfélögum. Í fyrra hækkaði hlutfallið í hótel- og veitingaþjónustu hins vegar úr 69,6% í 82,5%. Aftur á móti hefur stéttarfélagaaðild þeirra sem starfa í fjármálaþjónustu lækkað mikið á síðustu tveimur árum. Hlutfallið var 91,1% árið 1998, en var 77,8% í fyrra. 83,9% launþega eru í stéttarfélögum 83,9% landsmanna voru í stéttar- félögum á síðasta ári, sem er örlítil aukning frá árinu áður. Hlutfallið hefur lækkað á síðustu árum, en árið 1993 voru 88% launþega í stéttar- félögum. Fleiri konur en karlar voru í stétt- arfélagi á liðnu ári eða 88,9% á móti 78,8%. Færri eru í stéttarfélagi á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni eða 82,1% á móti 87%. Stéttarfélagsaðild er áberandi minnst í aldurshópnum 16-24 ára og voru t.d. 69,4% karlmanna í þessum aldurshópi í stéttarfélögum. Um helmingur launþega er aðili að Alþýðusambandi Íslands og hefur það hlutfall ekki breyst mikið síð- ustu fimm árin. 11,4% launþega eru í BSRB, en hlutfallið var 15,1% árið 1995. Í BHM voru 4,6% launþega í fyrra, en hlutfallið var 6,5% árið 1995. 17,6% í fleiri en einu starfi Í skýrslunni kemur fram að í fyrra gegndu um 17,6% starfandi fólks á landinu fleiri en einu starfi. Hlutfallið er hærra meðal kvenna en karla. Meðallengd vinnuvikunnar á síðasta ári var svipuð og árið á und- an eða 43,8 klukkustundir. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að starf- andi fólki á aldrinum 16-74 ára fjölg- aði um 19.500 manns á árunum 1991 til 2000, úr 136.900 í 156.400. Mest fjölgaði starfsfólki í þjónustugrein- um eða úr 87.400 í 107.400. Fleiri í fjár- málaþjón- ustu utan stéttar- félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.