Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 57 Viðvaningurinn (Company Man) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit: Douglas McGrath og Peter Askin. Aðal- hlutverk Douglas McGrath, Woody Allen, Sigourney Weaver. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform. Bönn- uð innan 12 ára. ÞAÐ fyrsta sem maður veltir fyrir sér er hvers vegna mynd sem skartar nafntoguðum stjörnum á borð við Woody Allen, Sig- ourney Weaver, Denis Leary, John Turturro og Ryan Phillippe getur hafa farið fram hjá ann- ars fremur athugul- um bíófylgjanda sem undirrituðum. En skýringin var fljót að koma í ljós og reyndist sú sem mann svo sem grunaði – vegna þess að myndin er svo léleg að þeir hafa viljað þegja hana í hel! Sá sem er annars allt í öllu í þessum aulalega farsa heitir Douglas McGrath. Nafnið hringir engum bjöll- um en þegar ferill hans er skoðaður þá leikstýrði hann og skrifaði hand- ritið að ágætlega heppnaðri kvik- myndun á skáldverki Jane Austen Emmu árið 1996, þeirri sem gerði Gwyneth Paltrow að stjörnu. Hann hefur einnig skrifað handrit og leikið í nokkrum Woody Allen myndum síð- asta veifið, t.a.m. hinni stórsmellnu Bullets Over Broadway. Þá má líka í raun álykta svo að hann sé í læri hjá Allen karlinum og vilji vera alveg eins og hann. En hann á langt í land – verulega langt. Þetta er í raun eins og þriðja flokks Bananas. Og laglegt leikaralið með Allen í fararbroddi fylkingar bjargar litlu sem engu. En það er eins með þessa og marg- ar aðrar ónýtar gamanmyndir. Eitt fyndið atriði gerir hana næstum þess virði að sjá hana; tilraun McGraths, sem leikur óþolandi málfræðing, til að kenna pirruðum CIA-töffaranum (Leary), rétt málfar. Drepfyndið at- riði. MYNDBÖND Annars flokks Allen Skarphéðinn Guðmundsson Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.