Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða fallega 5 herbergja íbúð á 3ju hæð efstu ásamt bílskúr. Parket og flísar á gólfum. fallegar innréttingar. Fallegt útsýni. Suðursvalir. Áhv. 6,5 millj húsbréf. Verð 12, 7 millj. SPÓAHÓLAR 2 REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 17. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX.. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Land, tvíbýli og vélageymsla Vorum að fá í einkasölu Þrándarlund í Gnúpverjahreppi á bökkum Þjórsár (u.þ.b. klst.akstur frá Reykjavík). Um er að ræða u.þ.b. 8 ha lands, gott 220 fm íbúðarhús (möguleiki á tveimur íbúðum) og 100 fm vélageymslu/verk- stæði með stórum innkeyrsludyrum. Hitaveita, glæsilegur garður, heitur pottur o.m.fl. Einstakt tækifæri fyrir hvers kyns athafnafólk! Áhv. 6 millj. hagst. lán. V. 15,9 m. 3055 Vogar Vatnsleysuströnd - einbýli Mjög fallegt einbýlishús í Vogunum. Húsið er 136 fm auk 46 fm bílskúrs. Fjögur svefnherb. Flísalagt baðh., stórt eldhús með eikarinnrétt- ingum og góðu skápaplássi. Þvottahús með bakútgangi. Sólarverönd. Til greina koma skipti á eign í Kópavogi eða Hafnarfirði. 2985 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG, 17. JÚNI, FRÁ KL. 17-19 SÓLVALLAGATA 39 - VESTURBÆ Rúmgóð 110,5 fm íbúð á jarð- hæð með suðurverönd. 3 góð svefnherbergi með eikarparketi, stofa og hol með gegnheilu kirsuberjaparketi. V. 12,9 m. 4272 TIL LEIGU Í SKÚTUVOGI 2 Í GLÆSILEGRI NÝBYGGINGU UM 1800 FM VERSLUNARHÚSNÆÐI Á JARÐHÆÐ OG 1800 FM SKRIFSTOFU- EÐA VERSLUNARHÚSNÆÐI Á 2. HÆÐ. EINNIG UM 1000 FM VERSLUNARHÚSNÆÐI Á JARÐHÆÐ Í ELDRI HLUTA HÚSSINS. HÚSIÐ ER FJÖLNOTAHÚS OG BÝÐUR UPP Á MIKLA NÝTINGARMÖGULEIKA. NÆG BÍLASTÆÐI. TIL AFHENDINGAR STRAX. ALLAR FREKARI UPPL. VEITIR ÁSBYRGI FASTEIGNASALA. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Sumarbústaður í Þrastarskógi Til sölu fallegur 50 fm sumarbústaður, með um 15 fm svefnlofti, á gróinni og trjávaxinni eignarlóð í Kringlumýri 17, (Skjól), í Norður- kotslandi í Þrastarskógi. Í bústaðnum eru auk svefnloftsins forstofa, 2 svefnherb., snyrting og rúmgott samveru-rými. Þar er eldhús, borð- og setustofa. Verönd er umhverfis allan bústaðinn og leiktæki á lóð. Um er að ræða heilsársbústað, sem byggður var ‘81-’82, með rafmagni og köldu vatni. Lagt hefur verið fyrir heitu vatni innanhúss og í bústaðnum er ofnalögn með rafhitun og er bústaðurinn tilbúinn til að taka inn hitaveitu sem væntanleg er síðar á árinu. Ásett verð er 6,2 m. kr. Eigendur verða á staðnum í dag, 17. júní, frá kl. 13-17. Upplýsingar í s. 421 2887 og 892 7901. BRAUTSKRÁNING nemenda frá Tækniskóla Íslands fór fram laug- ardaginn 2. júní síðastliðinn. Alls útskrifuðust 38 nemendur og fór at- höfnin fram í Árbæjarkirkju. Átján nemendur úr frum- greinadeild luku raungreinadeild- arprófi en það jafngildir stúdents- prófi af raungreinasviði. Frumgreinadeild gefur iðn- aðarmönnum og öðrum sem hafa reynslu úr atvinnulífinu tækifæri til þess að setjast aftur á skólabekk og öðlast réttindi er opna allmargar leiðir til frekara náms á há- skólastigi. Þrír byggingatæknifræðingar út- skrifuðust frá byggingadeild að þessu sinni en það er sjö anna nám og veitir B.Sc.-gráðu. Þá luku fjórir nemendur fyrsta hluta rafmagns- tæknifræðináms en þeir þurfa að leita út fyrir landsteinana til þess að ljúka námi sínu. Alls útskrifuðust þrettán nem- endur úr rekstrardeild skólans. Út- skrifaðir voru fimm iðnrekstr- arfræðingar en það er tveggja ára diploma-nám, ýmist með sérhæf- ingu á sviði markaðs eða reksturs. Þá lauk einn nemandi B.Sc.-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði en það er árs viðbótarnám eftir iðnrekstrarfræði. Loks útskrifuðust sjö vörustjórn- unarfræðingar með B.Sc.-gráðu en það er einnig eins árs viðbótarnám eftir iðnrekstrarfræðipróf. Þegar deildarstjórar höfðu af- hent nemendum prófskírteini sín tók við tónlistaratriði tveggja nem- enda við Tónlistarskóla Reykjavík- ur. Margrét Sigurðardóttir söng þrjú lög við undirleik Víkings Heið- ars Ólafssonar píanóleikara. Nánast helmingur með viðurkenningar Sautján útskriftarnemendur, eða næstum helmingur hópsins, hlutu viðurkenningar frá Tækniskóla Ís- lands fyrir þátttöku sína í kynning- armálum skólans, jafnt innan skól- ans sem utan. Í lok athafnarinnar flutti rektor Tækniskóla Íslands, Guðbrandur Steinþórsson, ávarp. Þar kom með- al annars fram að hann vonast til þess að Tækniskólinn hafi veitt út- skriftarnemunum nauðsynlegan grunn til að byggja framtíð- ardrauma sína og markmið á, hvort heldur sem er til frekara náms eða starfa í atvinnulífinu. Mynd/Jóhannes Long Brautskráning Tækniskóla Íslands FIMMTÁN aðilar fengu styrki úr Þjóðhátíðarsjóði en þeim var nýlega úthlutað fyrir árið 2001 í 24. sinn. 2,2 milljónum króna var úthlutað en alls bárust 91 umsókn að fjárhæð um 71,1 milljón króna. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varð- veislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðhátíðar- sjóði. Þeir aðilar sem hlutu 200.000 króna styrk voru: Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, til að gera umbætur á þjóðlagasetrinu á Siglu- firði, Kaupfélag Hrútfirðinga, til framhalds á endurbyggingu Rishúss á Borðeyri, Héraðsskjalasafnið Ísa- firði til kaupa á filmuskanna fyrir lit- filmur frá 6. og 7. áratugnum, Hið ís- lenska bókmenntafélag til að skrá fyrir Annála 1400–1800, og Land- vernd til merkingar staða í Árnes- hreppi sem hafa sögulegt gildi eða eru merkar náttúruminjar. Örnefnastofnun Íslands hlaut 160.000 króna styrk til vinnu við gerð örnefnakorta yfir Skeiðahrepp í Ár- nessýslu og minjavörður Austurlands hlaut 140.000 króna styrk til að end- ursmíða kross í Njarðvíkurskriðum milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar eystri. 150.000 króna styrk hlutu síð- an Þjóðminjasafn Íslands, mynddeild, til vinnu sérmenntaðra pappírsfor- varða til viðhlítandi frágangs ljós- myndasyrpna frá 19. öld, og Skútu- staðahreppur til lagfæringa á Dimmuborgum m.a. með gerð göngu- stíga og merkingu leiða. 100.000 kr. styrk hlutu Listasafn Íslands til kaupa á skimunarbúnaði til rannsókna á málverkum m.a. vegna forvörslu og viðgerða, Landsbókasafn Íslands til viðgerðar á handriti ÍB 70 4to, kvæðabókar ritaðrar árið 1693, Finnur Sigfús Illugason til að halda áfram ítarlegri söfnun heimilda um örnefni í Skútustaðahreppi, Fugla- verndunarfélag Íslands til verndunar íslenska arnarins, Búðarhreppur til að lagfæra aðkomu að franska graf- reitnum á Fáskrúðsfirði og Engi- hlíðahreppur til merkingar eyðibýla á Laxárdal A-Húnavatnssýslu. Í stjórn sjóðsins eru Hulda Valtýs- dóttir blaðamaður, Birgir Ísl. Gunn- arsson seðlabankastjóri, Jónína Mikaelsdóttir rithöfundur, Hulda Kristinsdóttir kjólameistari og Björn Teitsson skólameistari. Ritari sjóðs- stjórnar er Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur. 24. úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði Fimmtán fengu 2,2 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.