Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Berglind Bára Sig- urjónsdóttir, Mennta- skólinn við Sund Persónu- legur metnaður BERGLIND Bára Sigurjónsdóttir útskrifaðist af félagsfræðibraut Menntaskólans við Sund. Hlaut hún einkunnina 9,7 og er það jöfnun á hæstu fullnaðareinkunn sem gefin hefur verið við skólann frá upphafi en árið 1996 fékk Katrín Jakobs- dóttir, stúdent úr latínudeild, sömu einkunn. „Síðustu tvö árin vissi ég að ég hefði góða möguleika á að verða dúx en þetta var mjög tvísýnt alveg fram í lokin,“ svarar Berglind þegar hún er spurð að því hvort hún hefði búist við að verða dúx skólans. Að vera bestur Berglind segir að henni hafi ávallt gengið vel í námi en hvað skóp þenn- an árangur? „Minn eigin metnaður og enn fremur hefur fjölskyldan allt- af stutt vel við bakið á mér. Þetta snýst einfaldlega um persónulegan metnað og að vera bestur. Auðvitað skiptir áhugi miklu máli en ég hef ávallt haft mjög gaman af því að læra og þegar ég var barn las ég mjög mikið og var afskaplega for- vitin.“ Aðspurð segir Berglind að hún hafi ekki þurft að taka minni þátt í félagslífi skólans heldur en hún hafi kosið til að ná þessum ár- angri í náminu. „Það er virkilega öfl- ugt félagslíf í MS og það býður upp á mjög margt enda er það í raun og veru öllum opið. Þeir sem vilja taka þátt í miklu félagslífi geta til að mynda blómstrað í MS en þó er allt- af ákveðinn hópur sem er allt í öllu hvað það varðar. Ég skar mig ekki úr þegar kom að ásókn í félagslífið heldur var ég bara eins og flestir aðrir, fór á böllin og þess háttar.“ Vantar oft hæfa kennara Í vetur starfaði Berglind í mat- vöruverslun um helgar og jafnfamt vann hún í kennaraverkfallinu. „Ég lærði þó eitthvað og jafnvel meira heldur en margir aðrir. Verkfallið kom annars ekkert illa við mig en auðvitað setti það skólastarfið í upp- nám og það kom frekar illa við suma sem stóðu kannski verr að vígi og þurfa meira aðhald. Ef verkfallið hefði ekki komið til hefði verið hægt að fara betur í námsefnið en stúd- entsprófin sem við tókum voru alveg sambærileg við þau sem áður hafa verið tekin við skólann.“ Þegar talið berst að því sem mætti bæta í MS og í framhalds- skólum almennt segir Berglind; „Það þarf að bæta aðstöðu nemenda í skólanum þar sem hún er mjög lé- leg. Þá vantar oft á tíðum hæfa kennara. Hvað mig varðar var ég mjög heppin með kennara en oft urðu ansi skrautlegar persónur á vegi manns þó svo þeir hafi ekki endilega verið að kenna mér. Þó get- ur að sjálfsögðu verið erfitt að fá hæfa kennara til starfa þegar þeim bjóðast betur launuð störf annars staðar.“ Í sumar starfar Berglind við af- leysingar á skrifstofu Morgunblaðs- ins og líkar henni það vel. Í haust ætlar hún hins vegar í lögfræði í Há- skóla Íslands og segir hún að það sé tiltölulega ný ákvörðun. „Það hefur aldrei verið eitthvað eitt sem mig hefur langað til að gera en ég held að lögfræðin henti mér að mörgu leyti. Þetta er góð menntun hvort sem maður fer að vinna við lögfræði- störf eða ekki og ég hlakka bara til að byrja.“ SIGURÐUR Bjarni Sigurðsson, dúx Verkmenntaskólans á Akureyri, út- skrifaðist af hagfræðibraut, en hann er fyrsti stúdentinn sem brautskráð- ur er frá skólanum, sem einungis hefur hlotið fjarkennslu. „Ég var 21 árs þegar ég hóf námið og því var liðinn dálítill tími frá því maður hafði verið í skóla og meðal annars vegna þess vildi ég ekki fara í dagskóla. Jafnframt ætlaði ég að vinna með þessu og var í fullri vinnu fyrsta veturinn, en síðustu þrjú árin var það of mikið,“ segir Sigurður. Gríðarleg vinna Sigurður segir að það hafi verið mjög fínt að taka námið í gegnum fjarkennslu, en það hafi þó verið virkilega erfitt. „Það á sérstaklega við um ákveðnar greinar og má nefna stærðfræði sem dæmi. Þar þarf mað- ur oft meiri hjálp heldur en í öðrum greinum og það getur verið erfitt þegar maður þarf að leita mikið til kennarans. Þessi samskipti eru það hæg og því leitaði ég einna mest til systkina minna og foreldra, þar sem þau eru búin að ganga í gegnum framhaldsnám. Í rauninni fannst mér það betra heldur en að leita til kennarans, þar sem það er fljótlegra. Þau hjálpuðu mér talsvert í ákveðn- um greinum, það er ekki spurning.“ Sigurður segir jafnframt að fjar- kennsla sé gríðarleg vinna. „Að miklu leyti er þetta tvöföld vinna. Þegar búið er að vinna verkefnin þá þarf að vélrita þau inn og senda þau með pósti. Fyrstu árin var ég ekki búinn að læra vélritun og var bara að pikka með einum eða tveimur putt- um og það gekk oft ansi hægt. Það var ekki boðið upp á kennslu í vélritun fyrr en á síðasta árinu og þá tók ég þá tvo áfanga í vélritun, sem ég þurfti að taka. Það var ekki boðið upp á hana í fjarnáminu fyrr en það. Það er ekki auðvelt að kenna vélritun í gegnum fjarnám og það var ekki búið að búa til kennsluefni fyrr en fyrir síðasta árið.“ Ætlar í eitthvað tæknilegs eðlis Aðspurður segir Sigurður að það hafi ekki komið neitt sérstaklega við hann að verða dúx eins og hann orðar það. „Það var ekkert eitthvað húllum hæ. Ég vissi ekkert hvað krakkarnir í dagskólanum voru að skora í ein- kunnum, en ég vissi nokkurn veginn hvað ég myndi fá í lokaeinkunn.“ Í sumar starfar Sigurður í al- mennri smíðavinnu hjá bygginga- verktaka á Akureyri. En hvað á að gera í haust? „Ég er búinn að sækja um í nokkrum skól- um, en er ekki búinn að fá neitt út úr því ennþá og vil ekki gefa neitt út á hvað verður. Mig langar til að læra eitthvað tæknilegs eðlis og reikna með að fara í tæknifræði eða verk- fræði. Ég hef starfað í byggingariðn- aði síðan ég var gutti og hef gaman af því.“ Sigurður Bjarni Sigurðs- son, Verkmenntaskól- inn á Akureyri Tók námið í gegnum fjarkennslu ÁTAKIÐ gengur undir nafninu „þjóðarátak í þágu Háskóla Íslands“ og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fallist á að vera sérstakur verndari átaksins. „Okkur er mikill heiður og sómi sýndur af forsetanum og ekki vafi á því að þátt- taka hans eykur þunga og slagkraft okkar sem að átakinu standa og auka trúverðugleika þess,“ segir Þorvarð- ur Tjörvi. Hvers vegna átak? Þorvarður Tjörvi segir: „Háskóli Íslands á 90 ára afmæli á þessu ári og það eru merk tímamót í sögu skólans og þjóðarinnar. Okkur þykir við hæfi á svona tímamótum að stúdentar sýni frumkvæði í því að efla skólann, m.a. með því að vekja þjóðina til vitundar um skólann sem allir landsmenn hafa aðgang að og tryggir jafnrétti til náms í þjóðfélaginu. Þá er einnig afar brýnt, í ljósi þess að Háskóli Íslands er nú að verða fullburða rannsókn- arháskóli, að eitthvað sé gert til að afla háskólastúdentum aðstöðu og fjármagns til rannsóknarstarfa vítt og breitt um landið. Þannig nýtist mannauðurinn sveitarfélögunum og þar með þjóðinni allri. Alls eru um 500 stúdentar í framhaldsnámi nú um stundir, albúnir til rannsóknarstarfa. Innan tíðar verður sú tala komin upp í 1000 og því ljóst hversu brýnt er að efnt verði til víðtæks stamstarfs sem er öllum til góða. Þjóðarátak í þágu Háskóla Íslands er samsett úr mörgum þáttum, m.a. í kynningu á Háskólanum, gerð starfs- samninga við sveitarfélög og fleiri að- ila um eflingu rannsókna á lands- byggðinni, gagnvirku samstarfi við fyrirtæki, áskorun almennings á stjórnvöld að gera vel við skólann á afmælisárinu og þannig mætti áfram telja. Átakinu verður ýtt úr vör þann 17. júní en þá eru níutíu ár liðin frá stofnun skólans. Efling rannsókna um allt land? Þorvarður Tjörvi segir að flokka megi framkvæmdina í þrjá megin- flokka. Þann fyrsta megi kalla eflingu rannsókna á landsbyggðinni, annan aukið samstarf Háskóla Íslands og atvinnulífsins og þriðji flokkurinn lýtur að viðhorfum stjórnvalda og al- mennings til Háskólans. „Stúdentar vilja að þekking há- skólasamfélagsins skili sér til allrar þjóðarinnar. Háskóli Íslands er sann- kallaður þjóðskóli og á að standa und- ir því. Efling hans verður að felast í gagnsókn menntunar á landinu öllu. Byggðastefna sem byggist á miðlun þekkingar út til hinna breiðu byggða landsins er besta von okkar allra um blómlega byggð um allt land. Sam- starf Háskólans og einstakra sveit- arfélaga hefur verið af skornum skammti ef Reykjavíkurborg er und- anskilin. Hins vegar eru möguleik- arnir á slíku samstarfi gífurlegir og í sameiningu getum við skapað grund- völl til eflingar vísindastarfa um allt land. Þetta er því eitt af aðalmark- miðum þjóðarátaksins. Þjóðskóli þarf að vera í nánu samstarfi við sveitar- félög á landsbyggðinni. Tryggja þarf stúdentum aðkomu að fræðasetrum og auka möguleika þeirra á að fá styrki til að vinna verkefni vítt og breitt um landið. Því verður leitað samstarfs við sveitarfélög á lands- byggðinni um eflingu rannsókna. Gerðir verða samningar við sveitar- félög og stofnanir um uppbyggingu og aukna kynningu á fræðasetrum og stuðning við stúdenta sem vilja vinna verkefni er tengjast viðkomandi byggðarlögum. Forystumenn Stúd- entaráðs munu ræða við sveitarfélög í sumar og leitast við að gera við þau samninga þessa efnis.“ Hvernig hefur þessu verið tekið? „Þessu hefur alls staðar verið geysilega vel tekið en þó er mesta vinnan eftir. Sumarið og haustið hjá okkur fer í að landa þessum mark- miðum. Ég er hins vegar mjög bjart- sýnn, því það eru augljóslega gífur- legir möguleikar um land allt.“ En er þetta raunhæft, kostar þetta ekki of mikla peninga? „Það er satt að sveitarfélögin hafa mörg hver haft minna fé milli hand- anna en þau hefðu viljað og þurft, en það má kannski segja að þeirra hlutverk er fyrst og fremst hugsað þannig að þau leggi til aðbúnað og að- stöðu. Hugmyndin er einnig að öflug fyrirtæki og stofnanir komi að hinum ýmsu verkefnum og með því að margir leggi hönd á plóginn er raun- hæft að reikna með því að árangur náist. Það sem meira er, ég tel að hlutaðeigandi aðilar muni búa að þessu átaki um ókomin ár. Þetta eru einungis fyrstu skrefin. Það liggur fyrir að efla þarf margs konar rann- sóknir og þetta er í fyrsta skipti sem stúdentar beina kröftum sínum með jafnáberandi hætti út á lands- byggðina. Þetta er lykillinn að fjölbreyttu atvinnulífi á landsbyggð- inni. Við sjáum allt landið sem há- skólaumhverfi. Markmiðin eru sem sagt orðin háleit, en það er full þörf á því.“ Þorvarður Tjörvi heldur áfram: „Annað meginmarkmið átaksins er að efla samstarf Háskólans og at- vinnulífsins. Stúdentar vilja nýta það tækifæri sem afmælið gefur til að efna til samstarfsverkefna sem koma bæði atvinnulífinu og skólanum til góða. Við viljum fá atvinnulífið í auknum mæli inn í starf Háskólans en þó þannig að akademískt frelsi og sjálfstæði skólans sé tryggt. Við vilj- um meta hvernig skólinn er að standa sig í að skila vel menntuðu fólki út til atvinnulífsins og ræða hvað megi bet- ur fara í þeim efnum. Við viljum líka auka samstarf fyrirtækja, fagfélaga og einstakra deilda með því að koma á fót samstarfsvettvangi þessara að- ila með aðstoð hollvinafélaga í við- komandi deildum. Á sama tíma leit- um við til fyrirtækja um stuðning við Háskólann enda er mjög brýnt að fá aukið fé frá atvinnulífinu til skólans. Því verði leitað eftir afmælisgjöfum til skólans frá fyrirtækjum.“ Stjórnvöld og almenningur Þorvarður Tjörvi heldur enn áfram og segir Stúdentaráð muni standa fyrir öflugri kynningu á starfsemi Háskólans og mikilvægi hans fyrir þjóðina. „Við viljum að ungt fólk um land allt sjái þá möguleika sem felast í að sækja sér menntun við Háskóla Íslands. Þetta verður meðal annars gert í samstarfi við nemendafélög á landsbyggðinni, háskólayfirvöld og Rannsóknarþjónustu Háskólans. Í bæklingi þjóðarátaksins, sem kemur út í haust, verður einnig kynning á skólanum og mikilvægi hans fyrir þjóðina. Við viljum líka fá þjóðina í lið með okkur. Við viljum að almenning- ur taki höndum saman og riti undir yfirlýsingu um mikilvægi þess að þjóðin eigi kraftmikinn háskóla og hvetji stjórnvöld til að gera vel við Háskóla Íslands á afmælisárinu.“ Sýnileiki og kraftur Þorvarður segir að átakið verði „mjög sýnilegt“, póstkort verði send út, bæklingur gefinn út í haust og honum dreift, fundir verði um land allt, samningar gerðir við sveitar- félög og fyrirtæki og greinarskrif verði tíð í dagblöðum. „Stúdentar munu starfa í góðu samstarfi við há- skólayfirvöld og Hollvinasamtök Há- skólans við framkvæmdina. Það er trú okkar að átak af þessari stærð- argráðu geti bætt ímynd Háskólans, aukið veg rannsókna vítt og breitt um landið, aukið stuðning almennings við Háskólann og eflt samstarf skólans við atvinnulífið. Þetta er ekki söfn- unarátak, öllu heldur spennandi og metnaðarfullt samstarfsverkefni og þar sem stúdentar eru vanir að ná þeim markmiðum sem þeir setja sér ríkir bjartsýni um árangurinn.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs. Stúdentaráð er nú að hleypa af stokkunum þjóð- arátaki til eflingar Háskóla Íslands á níutíu ára afmæli skólans. Að sögn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, for- manns Stúdentaráðs, er um að ræða „víðtækt og sýni- legt verkefni sem hæfir Há- skóla Íslands, æðstu menntastofnun þjóðarinnar og skóla allra landsmanna“. Þjóðarátak til eflingar Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.