Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 31 STJÓRN Umhverfisverndarsamtaka Íslands hefur sent frá sér ályktun um Kárahnjúka- virkjun þar sem eindregið er lagst gegn því að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu án ít- arlegri rannsókna á umhverfisáhrifum, mats á fórnarkostnaði og án efnahagslegs mats á heildaráhrifum og hagkvæmni virkjunar og ál- bræðslu. Tölulegar upplýsingar um efnahagslegt gildi liggja ekki fyrir Umhverfisverndarsamtökin gera athuga- semd við matsskýrslu Landsvirkjunar til Skipulagsstofnunar ríkisins, og segir meðal annars í ályktun þeirra að í skýrslunni skorti mikilvægar upplýsingar til að unnt sé að „rétt- læta þau gríðarlegu náttúruspjöll sem munu verða af virkjunarframkvæmdum og viður- kennd eru í matsskýrslu Landsvirkjunar“. Þar segir ennfremur að ekki liggi fyrir tölu- legar upplýsingar til að meta efnahagslegt gildi sölu á raforku frá slíkri virkjun til ál- bræðslu og til að bera saman við aðra kosti til atvinnuuppbyggingar á Austfjörðum. Þannig sé ekki hægt að „sannreyna þá fullyrðingu Landsvirkjunar, að hin miklu umhverfisspjöll séu réttlætanleg vegna þess hags, sem þjóð- arbúið muni hafa af virkjuninni og meðfylgj- andi álbræðslu“, segir í ályktuninni. Stjórn samtakanna segir að engin tilraun hafi verið gerð til að meta fórnarkostnað „eða með öðrum orðum efnahagslegt verðmæti þess lands sem er spillt eða fórnað“, segir í ályktuninni. Til þess hafi þó verið þróuð að- ferðarfræði sem fulltrúi Umhverfisverndar- stofnunar Bandaríkjanna hafi kynnt á ráð- stefnu Umhverfisverndarsamtaka Íslands vorið 1999. Einnig hafi Umhverfisverndarsamtökin lát- ið gera frumskýrslu um verðmætamat á ósnortnu landi, sem kynnt var á Náttúru- verndarþingi árið 2000, en „án þess að slíkt verðmætamat fari fram, er útilokað að meta hagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar,“ segir í ályktuninni. Í stjórn Umhverfisverndarsamtaka Íslands sitja Steingrímur Hermannsson, Gunnar G. Schram, Ólöf Valdimarsdóttir, Júlíus Sólnes og Guðfinna Bjarnadóttir. Heiðursforseti sam- takanna er Vigdís Finnbogadóttir. Ályktun Umhverfisverndarsamtaka Íslands um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun Lagst gegn fram- kvæmdum án mats á fórnarkostnaði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun aðalfundar Um- sjónarfélags einhverfra: „Aðalfundur Umsjónarfélags ein- hverfra, haldinn 29. maí 2001, harm- ar það ófremdarástand sem er að skapast í málefnum einhverfra og annarra sem njóta þeirrar mikil- vægu þjónustu, sem þroskaþjálfar veita með störfum sínum. Vellíðan og jafnvel öryggi mikils fjölda einstaklinga með einhverfu og fjölskyldna þeirra eru háð því að þroskaþjálfar geti unnið störf sín á sambýlum, í dagvistun, skammtíma- vistun og öðrum stöðum sem helg- aðir eru þeirri umönnun, sem er lífs- nauðsyn einhverfum einstaklingum í þjóðfélaginu. Öll röskun á þessum störfum stefnir öryggi og heilsu þessara ein- staklinga og fjölskyldna þeirra í hættu. Það er óumdeilt, að þroskaþjálfar sinna sínum mikilsverðu störfum í þágu einhverfra í íslensku samfélagi af einstakri umhyggju, fagmennsku og ósérhlífni. Þessi störf hafa löngum verið ótrúlega vanmetin til launa, og því er mikil þörf á að leið- rétta þau með myndarlegum hætti. Sú óvissa sem fylgir þeim deilum sem þroskaþjálfar eiga nú í við vinnuveitendur um sín launamál er afar skaðleg fyrir allt þeirra starf með einstaklingum með einhverfu, og afleiðingar hennar kunna að bitna verst á þeim sem síst mega við rösk- un á sínu umhverfi og daglegu lífi. Umsjónarfélag einhverfra hvetur deiluaðila því til að komast sem fyrst að samkomulagi um launamál þroskaþjálfa. Félagið treystir því að slíkt samkomulag feli í sér umtals- verðar launabætur fyrir þroska- þjálfa, sem megi verða til að efla og styrkja til framtíðar þennan mikil- væga starfshóp sviði umönnunar ein- hverfra einstaklinga á Íslandi.“ Harma ófremdar- ástand í mál- efnum ein- hverfra RANGHERMT var í frétt í blaðinu í gær að Kári Jónasson væri fyrrver- andi fréttastjóri. Kári er fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hljóðvarps. Velvirð- ingar er beðist á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ Ert þú í vanda? Ókeypis símaþjónusta 800 6464 Vinalínan opin á hverju kvöldi frá kl. 20 - 23. 100% TRÚNAÐUR Eingöngu sjálfboðaliðar sem svara í símann. Símaþjónusta fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.