Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM Aukasýning 19. júní kl. 21.00 EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur Föstudagurinn 29. júní Felicidae Styrktartónleikar til kaupa á tæki fyrir Barnaspítala Hringsins              MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Þri 19. júní kl. 20 - UPPSELT Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistlahöfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í HAUST Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin HEDWIG KL. 20 Frumsýning fös 29/6 UPPSELT lau 30/6 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus fös 6/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 21/6 nokkur sæti laus fim 28/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 mið 20/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:          !""  #    !""     !""       !""  #   !""      !""   $ %  & '( )*$ ++ '   ,% )     !""  # !- ./012--! 3 ! 4 5/   . 56  -7!     8 -7!    5 "  - 9:/6-!  #!  ; !   )/ "<=- 9>49?#/4 !- 9><0: stein. Á svið á slaginu 21.15 og síðan skotheld dagskrá keyrð í gegn; 100% skemmtanalist í gangi og sveitin klöppuð upp tvisvar. Fyrsta lagið var opnunarlag plöt- unnar nýju, Mutter. Uppbyggingin var löng og spennandi og voru með- limir leiddir inn einn af öðrum sem lík væru; tema sem er gegnumgangandi á téðri plötu. „Mein Herz Brennt“ fór svo loks í gang með látum en hjarta söngvarans sprakk í bókstaflegri merkingu og rauk af honum vel og lengi. Á eftir fylgdu fleiri lög af Mutter: „Links 2 3 4“, „Adios“ „Feuer Frei“ og „Spieluhr“. Einblínt var á keyrslu- lögin í upphafi og var það vel; stemmningin mögnuð þannig upp á glúrinn hátt. Rammstein er viðlaga- væn sveit og áhorfendur sungu með af hjartans lyst. „Weisses Fleisch“ var svo fyrsta lag af eldri plötum, en það er að finna plötunni Herzeleid, frumburði sveitarinnar. Slagarapakki Rammstein er stór. Lög eins og „Sensucht“, „Asche zu Asche“, „Du hast“, „Sonne“ og „Rammstein“ voru hrist fram úr erminni við mikinn fögnuð, hopp og hí og allar hendur á lofti; einatt með tákni rokkarans (baugfingur, þumall og langatöng krepptir, vísifingri og litla putta otað út). Þegar ballaðan „Nebel“ var leikin var tímabært að gera salernishlé. Kannski semja þeir hægu lögin í þeim tilganginum? Segi bara svona. Vert er og að minnast á öll auka- tæki og tól en sýningarhluti tón- leikanna var oft og tíðum afar til- komumikill. Söngvarinn, Till Lindemann, stóð í björtu báli á tíma- bili og eitt sinn beitti hann eldvörpu af miklu listfengi. Flugeldar flugu fram í salinn og reglulega voru sprengingar og eldgos. Þessi látalæti náðu þó algeru há- marki í Sadó-masó lofsöngnum „Bück Dich“. Í miðju lagi dró Linde- mann fram stæðilegan gervilim og hóf að gæla við hann sem mest hann mátti. Úr honum sprautaðist svo rauður vökvi, sem Lindemann beindi að áhorfendum og fékk hann sér svo gúlsopa sjálfur. Mjóslegni hljóm- borðsleikarinn Flake var svo eitthvað að skottast í kringum havaríið. Allra síðasta lagið var svo hið stór- fenglega „Wollt Ihr Das Bett In Flammen Sehen“. Nokkuð var tekið að draga af fólki þá, enda súrefni af skornum skammti. Gæslufólk hefði nú mátt vera duglegra að sprauta vatni á fólkið. Tónleikarnir fóru vel fram og ég verð að viðurkenna að ég átti von á meiri látum, meiri geðveiki. Í stað þess var meiri bræðralagsandi í gangi og flestir með sælubros á vörum að tónleikum enduðum. Það má með sanni segja að rokkið hafi unnið stórsigur í Höllinni á föstu- dagskvöldið. „BANG, Bang!“, segir í texta lags- ins „Feuer Frei!“ sem er að finna á þriðju hljóðversskífu Rammstein, Mutter. Þessi orð lýsa ágætlega því sem fram fór síðastliðinn föstudag í Laugardalshöllinni. Þar urðu ríflega 6.000 rokkþyrstir Íslendingar vitni að alvöru rokksýningu, heljarinnar kabarett þar sem eldvörpur, gervi- limur, flugeldar, bálkestir og spreng- ingar voru á meðal atriða. Það var ekki um að villast, Rammstein voru mættir í bæinn. Biðin langa loks á enda. Hin goðsagnakennda sveit Ham hitaði upp fyrir þá þýsku og var það vel við hæfi, enda tónlist sveitanna um margt svipuð; grípandi gítarstef og bylmingsþung keyrsla. Er Ham var kominn í fimmta lag var mér orð- ið fullljóst hvaða pælingum þeir voru í. Þetta var ekki slagarakvöldið sem margir vildu efalaust upplifa, sveitin staðráðin í að láta áhorfendur ekki fá það sem þeir vildu. Ég geri mér það í hugarlund að á ferðinni hafi verið persónuleg uppáhöld meðlima og því var ekkert „Svín“, ekkert „Youth“; hins vegar „Manifesto,“ „Dimitri“ og röð af hægum lögum. Ég viðurkenni fúslega að ég var orðinn óþolinmóður á tímabili, leiddist jafnvel enda gír- aður upp í hausaskak og hraða. En menn eru sannarlega komnir á hættulega braut þegar þeir fara miðla málum í listsköpuninni, eitt- hvað sem Ham létu ekki hanka sig á þetta kvöldið. Lokalagið var svo hið sígilda „Partíbær“ og þar lét aufúsugestur sjá sig, sjálfur Flosi Þorgeirsson mættur á gítarinn! Ham kláruðu sína pligt með sóma og sann en áhorfend- ur voru ekkert sérstaklega með á nótunum; ekki ef miðað er við nýaf- staðna hljómleika Ham á Gauki á Stöng sem fram fóru fyrr í vikunni. Nei, fólk var fyrst og fremst komið til að sjá Rammstein, það var greinilegt. Það er oft sagt um Þjóðverja að þar sé allt á hreinu; járnagi og skipu- lag á öllum og öllu. Hvort um sleggju- dóm sé að ræða eður ei sáust þessi einkenni afar vel á tónleikum Ramm- Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 6.000 manns börðu Rammstein augum á föstudagskvöldið. RAMMSTEIN!!! TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar Rammstein í Laugardals- höllinni, föstudaginn 15. júní, 2001. Um upphitun sá Ham. LAUGARDALSHÖLL Arnar Eggert Thoroddsen                                     PLÖTUKAUPMAÐURINN á horn- inu, Kiddi Kanína í Hljómalind, hvílist aldrei. Nú, nýbúinn að halda tveggja daga tónleikaveislu í Laug- ardalshöll, er hann í óðaönn að skipuleggja næstu tónleikasyrpu. En fyrst: Var hann sáttur við æv- intýrið í Höllinni? „Það heppnaðist bara æðislega vel. Það stóð nánast á sléttu, ég kom meira að segja út í örlitlum plús,“ svarar Kiddi. „En þetta voru bara svo fallegir og góðir tónleikar. Blonde Redhead bara hreinsaði út úr hausnum á mér. Ég varð þó fyrir vonbrigðum með mætinguna á þá tónleika en þeir voru mikil upplifun fyrir mig og ég er ofsalega ánægð- ur. Ég var jafnvel að spá í að reyna að gefa þessa tónleika út að ein- hverju leyti.“ Á miðvikudaginn býður Kiddi Kanína tónlistaráhugamönnum upp á þann valkost að sjá fyrrum söngv- ara Dead Kennedys og „pönkgúrú- inn“ Jello Biafra á tónleikum – eða hvað á annars að kalla það? „Orð- leikarnir? Þetta er „spoken word“ uppákomu-fyrirlestur. Við getum eiginlega ekki talað um tónleika,“ segir Kiddi. „Hann verður bara einn með hljóðnemann. Hann er bú- inn að vera í Svíþjóð, eitthvað í tengslum við leiðtogafundinn. Hann mun örugglega predika gegn kapítalismanum, alheimsvæðing- unni, risasamsteypunum, kúgun og hégóma hverskyns. Það hefur verið hans vörumerki í gegnum tíðina. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera lítill. Bara eins og við finnum hérna heima.“ Jello Biafra grípur hvert tæki- færi til þess að viðra skoðanir sínar, sem oftast stangast á við gildi nú- tíma vestrænna þjóðfélaga. Hann er afar líflegur á sviði og hefur gef- ið út nokkra geisladiska með ræð- um sínum, ljóðum og fyrirlestrum. „Jello Biafra er átrúnaðargoð pönkara, hip-hopara og harð- kjarnarokkara. Hann á inni hjá öll- um þessum kynslóðum. Hann er að meina það sem hann er að segja, það fer ekkert á milli mála. Hann er kúreki og töffari. Dead Kennedys hefur fylgt þjóðinni frá árdögum pönksins. Hann getur talað stundum upp undir fjórar klukku- stundir. Húsið verður opnað kl. 21 og það er rétt að benda fólki á að mæta snemma. Hann fær bara að byrja þegar hann vill, ég veit ekki hvað hann ætlar að tala lengi en hann hefur þrjá tíma úr að moða.“ Uppákoman verður á Gauk á Stöng á miðvikudaginn, miðaverð er 1000 kr. og er forsala þegar hafin í Hljómalind. Kiddi ætlar svo að gera sitt til þess að lífga upp tónlistarlífið í Reykjavík út árið. Hljómsveitin frá- bæra Modest Mouse leggur t.d. leið sína hingað eftir spilamennsku á Hróarskelduhátíðinni og heldur tónleika í byrjun júlí á Gauk á Stöng ásamt Maus. Nánari fréttir um framtíðarupp- ákomur Hljómalindar verður að finna á nýjum vef búðarinnar, www.hljomalind.is, en á þessu ári er á stefnuskránni m.a. að halda tónleika með Will Oldham, Low, Fantomas (ný hljómsveit Mike Pattons söngvara Faith No More og fyrrum trommara Slayer) og Pär Lindh Project frá Svíþjóð. Athygl- isvert það. Kúreki og töffari Jello Biafra forðum daga á sviði með pönk- sveitinni Dead Kennedy’s. Hljómalind flytur inn pönkgoðið Jello Biafra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.