Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 37 STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna, SKB, hefur afhent Landspítalanum – háskólasjúkra- húsi, íbúð félagsins í Gautlandi til rekstrar og umsjónar. Íbúðinni verður úthlutað til fjölskyldna krabbameinssjúkra og annarra langveikra barna, sem koma af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar vegna sjúkrahússdvalar barnanna. Íbúðina hlaut SKB í arf eftir Huldu Gunnarsdóttur sem lést síðastliðið haust. Félagsmenn hafa unnið að end- urbótum á íbúðinni og keyptur hef- ur verið ýmiss konar nauðsynlegur húsbúnaður. Tæknifyrirtækið BT og sængurfataverslunin Verið gáfu á dögunum rausnarlegar gjafir sem notaðar verða í íbúðinni. BT afhentu SKB sjónvarp, myndbandstæki og hljómflutningstæki og Verið gaf sængur, kodda og sængurfatnað til skiptanna á tvö tvíbreið rúm og barnarúm. SKB á einnig íbúð við Flókagötu sem undanfarin ár hefur nýst fjölskyldum langveikra barna á sama hátt og þessi nýja íbúð mun gera en mikil þörf hefur verið fyrir slíka þjónustu. Þorsteinn Þorsteinsson frá BT og Elín Kolbeins frá sængurfataversl- uninni Verinu afhenda Rósu Guðbjartsdóttur framkvæmdastjóra gjaf- irnar til SKB í íbúð félagsins í Gautlandi. Ný íbúð SKB tekin í notkun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá hreppsnefnd Breiðdalshrepps sem fjallaði á fundi sínum 11. júní sl. um ákvörðun stjórn- ar Goða hf. um að leggja niður sauð- fjárslátrun í sláturhúsinu á Breiðdals- vík: „Hreppsnefnd Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Goða hf. að leggja niður sauðfjárslátrun í sláturhúsinu á Breiðdalsvík. Starfsemi sláturhússins á Breiðdalsvík er og hefur verið um langt skeið veigamikill þáttur í at- vinnulífi á Suðurfjörðum Austfjarða en það skapar a.m.k. 10 ársstörf á svæðinu. Þá er vitað að sláturhúsið er hagkvæmt í rekstri miðað við önnur sláturhús Goða hf., sbr. upplýsingar þar um frá Goða hf., enda hefur um árabil verið gott skipulag á starfsemi þess. Þessi ákvörðun Goða hf. er því gífurlegt áfall fyrir atvinnulíf á svæð- inu auk þess sem hún veldur bændum verulegum óþægindum og kostnaði við sinn búrekstur. Það er krafa hreppsnefndar að stjórn Goða hf. endurskoði þá ákvörð- un að leggja sláturhúsið á Breiðdals- vík niður. Jafnframt óskar hrepps- nefnd eftir fundi með stjórnendum Goða hf. um málið sem allra fyrst.“ Slátrun verði ekki hætt á Breiðdalsvík SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg og Umferðarráð hófu nýlega sérstakt samstarf sem standa mun fram til 10. ágúst og felst í starfi sjö umferðaröryggisfulltrúa sem verða víðsvegar um landið. Hlut- verk umferðaröryggisfulltrúanna er að fylgjast með umferðinni og benda á það sem betur mætti fara. Umferðaröryggisfulltrúarnir eru þannig hugsaðir sem tengilið- ur milli almennings og þeirra sem bera ábyrgð á umferðamálum, bæði á landsvísu og heima í héraði. Þeir munu m.a. skoða umferðina gagnrýnum augum ásamt því að gera tillögur til úrbóta þar sem það á við. Boðað var til blaðamannafundar vegna þessa og í ræðu Kristbjörns Óla Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kom m.a. fram að þetta væri í sjötta skiptið sem farið væri af stað með verkefnið. Fyrsta árið hefði einungis verið um einn bíl að ræða en verkefnið hefði ver- ið að færast í aukana og tekið stökk á síðasta ári þegar Ingvar Helgason hf., sem einnig stendur að verkefninu, lánaði sex bíla fyrir umferðaröryggisfulltrúana. Nú eru bílarnir orðnir sjö en sjöundi bíllinn verður á höfuðborgarsvæð- inu og mun hann ýmist vera mann- aður starfsmanni frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg eða Umferðarráði en fjórir starfsmenn fyrirtækjanna munu skipta með sér höfuðborgarsvæðinu. Hinir bílarnir verða á Norður-, Suður-, Austur- og Vesturlandi, Vest- fjörðum og Reykjanesi. Öllum bíl- unum er ætlað að vera fyrirmynd í umferðinni í sumar. Öryggi yngstu vegfarendanna til sérstakrar athugunar Umferðaröryggisfulltrúarnir munu í sumar hafa öryggi yngstu vegfarendanna til sérstakrar at- hugunar t.d. með því að huga að öryggi í umferðinni við skóla landsins. Þá verður sérstök áhersla lögð á öryggisbúnað fyrir börn í bílum og fylgst náið með ökuhraða á vegum landsins. Að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, hefur verkefnið gefist vel og segist hann sannfærður um að það hafi fækkað slysum í umferðinni. Talsmenn Sjóvá-Almennar og Olís, sem einnig standa að verkefn- inu, lýstu ánægju sinni með sam- starfið og gat Einar Guðmundsson, forvarnarafulltrúi hjá Sjóvá- Almennar, þess ennfremur að Sjóvá-Almennar, Bindindis- mannafélag ökumanna og fleiri myndu í sumar standa fyrir Öku- leikni 2001 víðs vegar um landið líkt og í fyrra. Áætlað væri að heimsækja fjölmarga staði á land- inu og vera með dagskrá sem byggist m.a. á fræðslu til barna og unglinga en markmið fræðsluþátt- arins er að koma áróðri til unga fólksins m.a. með því að fá það til að taka ábyrga afstöðu m.a. gegn ölvunarakstri og hraðakstri. Umferðar- öryggis- fulltrúar víðs vegar um landið Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hluti af umferðaröryggisfulltrúunum, frá vinstri: Kristján Friðgeirs- son, Einar Þór Strand, Júlíus Ólafsson, Ragnar Magnússon, Sigurður Hjálmarsson, Reynir Arnórsson, Jón Gröndal og Sigurður Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.