Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 37 STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna, SKB, hefur afhent Landspítalanum – háskólasjúkra- húsi, íbúð félagsins í Gautlandi til rekstrar og umsjónar. Íbúðinni verður úthlutað til fjölskyldna krabbameinssjúkra og annarra langveikra barna, sem koma af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar vegna sjúkrahússdvalar barnanna. Íbúðina hlaut SKB í arf eftir Huldu Gunnarsdóttur sem lést síðastliðið haust. Félagsmenn hafa unnið að end- urbótum á íbúðinni og keyptur hef- ur verið ýmiss konar nauðsynlegur húsbúnaður. Tæknifyrirtækið BT og sængurfataverslunin Verið gáfu á dögunum rausnarlegar gjafir sem notaðar verða í íbúðinni. BT afhentu SKB sjónvarp, myndbandstæki og hljómflutningstæki og Verið gaf sængur, kodda og sængurfatnað til skiptanna á tvö tvíbreið rúm og barnarúm. SKB á einnig íbúð við Flókagötu sem undanfarin ár hefur nýst fjölskyldum langveikra barna á sama hátt og þessi nýja íbúð mun gera en mikil þörf hefur verið fyrir slíka þjónustu. Þorsteinn Þorsteinsson frá BT og Elín Kolbeins frá sængurfataversl- uninni Verinu afhenda Rósu Guðbjartsdóttur framkvæmdastjóra gjaf- irnar til SKB í íbúð félagsins í Gautlandi. Ný íbúð SKB tekin í notkun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá hreppsnefnd Breiðdalshrepps sem fjallaði á fundi sínum 11. júní sl. um ákvörðun stjórn- ar Goða hf. um að leggja niður sauð- fjárslátrun í sláturhúsinu á Breiðdals- vík: „Hreppsnefnd Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Goða hf. að leggja niður sauðfjárslátrun í sláturhúsinu á Breiðdalsvík. Starfsemi sláturhússins á Breiðdalsvík er og hefur verið um langt skeið veigamikill þáttur í at- vinnulífi á Suðurfjörðum Austfjarða en það skapar a.m.k. 10 ársstörf á svæðinu. Þá er vitað að sláturhúsið er hagkvæmt í rekstri miðað við önnur sláturhús Goða hf., sbr. upplýsingar þar um frá Goða hf., enda hefur um árabil verið gott skipulag á starfsemi þess. Þessi ákvörðun Goða hf. er því gífurlegt áfall fyrir atvinnulíf á svæð- inu auk þess sem hún veldur bændum verulegum óþægindum og kostnaði við sinn búrekstur. Það er krafa hreppsnefndar að stjórn Goða hf. endurskoði þá ákvörð- un að leggja sláturhúsið á Breiðdals- vík niður. Jafnframt óskar hrepps- nefnd eftir fundi með stjórnendum Goða hf. um málið sem allra fyrst.“ Slátrun verði ekki hætt á Breiðdalsvík SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg og Umferðarráð hófu nýlega sérstakt samstarf sem standa mun fram til 10. ágúst og felst í starfi sjö umferðaröryggisfulltrúa sem verða víðsvegar um landið. Hlut- verk umferðaröryggisfulltrúanna er að fylgjast með umferðinni og benda á það sem betur mætti fara. Umferðaröryggisfulltrúarnir eru þannig hugsaðir sem tengilið- ur milli almennings og þeirra sem bera ábyrgð á umferðamálum, bæði á landsvísu og heima í héraði. Þeir munu m.a. skoða umferðina gagnrýnum augum ásamt því að gera tillögur til úrbóta þar sem það á við. Boðað var til blaðamannafundar vegna þessa og í ræðu Kristbjörns Óla Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kom m.a. fram að þetta væri í sjötta skiptið sem farið væri af stað með verkefnið. Fyrsta árið hefði einungis verið um einn bíl að ræða en verkefnið hefði ver- ið að færast í aukana og tekið stökk á síðasta ári þegar Ingvar Helgason hf., sem einnig stendur að verkefninu, lánaði sex bíla fyrir umferðaröryggisfulltrúana. Nú eru bílarnir orðnir sjö en sjöundi bíllinn verður á höfuðborgarsvæð- inu og mun hann ýmist vera mann- aður starfsmanni frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg eða Umferðarráði en fjórir starfsmenn fyrirtækjanna munu skipta með sér höfuðborgarsvæðinu. Hinir bílarnir verða á Norður-, Suður-, Austur- og Vesturlandi, Vest- fjörðum og Reykjanesi. Öllum bíl- unum er ætlað að vera fyrirmynd í umferðinni í sumar. Öryggi yngstu vegfarendanna til sérstakrar athugunar Umferðaröryggisfulltrúarnir munu í sumar hafa öryggi yngstu vegfarendanna til sérstakrar at- hugunar t.d. með því að huga að öryggi í umferðinni við skóla landsins. Þá verður sérstök áhersla lögð á öryggisbúnað fyrir börn í bílum og fylgst náið með ökuhraða á vegum landsins. Að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, hefur verkefnið gefist vel og segist hann sannfærður um að það hafi fækkað slysum í umferðinni. Talsmenn Sjóvá-Almennar og Olís, sem einnig standa að verkefn- inu, lýstu ánægju sinni með sam- starfið og gat Einar Guðmundsson, forvarnarafulltrúi hjá Sjóvá- Almennar, þess ennfremur að Sjóvá-Almennar, Bindindis- mannafélag ökumanna og fleiri myndu í sumar standa fyrir Öku- leikni 2001 víðs vegar um landið líkt og í fyrra. Áætlað væri að heimsækja fjölmarga staði á land- inu og vera með dagskrá sem byggist m.a. á fræðslu til barna og unglinga en markmið fræðsluþátt- arins er að koma áróðri til unga fólksins m.a. með því að fá það til að taka ábyrga afstöðu m.a. gegn ölvunarakstri og hraðakstri. Umferðar- öryggis- fulltrúar víðs vegar um landið Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hluti af umferðaröryggisfulltrúunum, frá vinstri: Kristján Friðgeirs- son, Einar Þór Strand, Júlíus Ólafsson, Ragnar Magnússon, Sigurður Hjálmarsson, Reynir Arnórsson, Jón Gröndal og Sigurður Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.