Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BROTTFALL nemenda úr fram- haldsskólum hefur á undanförnum árum komið æ meir inn í umræðuna og hafa stjórnvöld, jafnt sem aðrir, haft af því talsverðar áhyggjur. Til marks um það má meðal annars nefna að í nýrri aðalnámskrá fram- haldsskóla stendur: „Brottfall nem- enda úr námi hefur verið tiltölulega mikið hér á landi miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.“ (bls. 16). Ekki eru þó allir á sama máli, t.a.m. telur Hörður Bergmann í grein sinni „Skólinn í þjóðmálaumræðunni“ í Ný mennta- mál 1999, að ekki sé öll skólaganga menntun, og því sé brottfall nem- enda úr framhaldsskólum ekki það áhyggjuefni sem margir halda fram, enda er framboð á atvinnu slíkt að sumir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fórna sæmilegum launum fyrir setu á skólabekk. Við, höfundar þessarar greinar, höfum unnið að úttekt á brottfalli úr framhaldsskólum, með sérstakri áherslu á þrjá skóla, MA, ME og MÍ, sem lokaverkefni í kennslurétt- indanámi við Háskólann á Akureyri. Sem undirstöðu undir verkefnið fengum við að nýta nýbirta rann- sókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal, en hana byggðu þau á nemendum fæddum 1975 og fylgdust með þeim frá því þeir luku grunnskólaprófi árið 1991, til ársloka 1999. Hugtakið „brottfall“ felur í sér að nemendur sem hefja nám í fram- haldsskóla hætta, án þess að ljúka einhverju framhaldsskólaprófi. Nið- urstöður Jóns Torfa og Kristjönu sýna að um 31% þeirra sem hófu nám í framhaldsskóla og eru fæddir 1975, hefur horfið frá námi án þess að ljúka neinum prófum. Rannsókn- ir okkar, byggðar á sama árgangi, leiða í ljós að rúm 40% nemenda við MÍ hafa horfið frá námi, rúm 16% teljast brottfallin í ME, en aðeins tæp 7% úr MA. Hvaða skýringar liggja svo að baki þessum mikla mun er ekki gott að segja. Samkvæmt rannsókn Jóns Torfa og Kristjönu er talsvert forspárgildi á milli einkunna í íslensku og stærð- fræði á samræmdu prófum árgangs 1975, og líkum á því að nemendur útskrifist úr framhaldsskólum. Ef síðan er litið á mismunandi árangur á samræmdum prófum hjá þeim nemendum sem innritast í skólana þrjá (sjá töflu) má kannski finna hluta skýringanna þar, en nemend- ur MA skera sig mjög úr hvað varð- ar hlutfallslega háar einkunnir í ís- lensku, um leið og hlutfall brott- fallinna er frekar lágt. Einnig getur haft sitt að segja hvar skólarnir eru; tveir þeirra þjóna fámennum lands- fjórðungum á meðan sá þriðji er staðsettur í einu af stærri sveitar- félögum landsins og hefur úr mun fleiri nemendum að velja. Vafalaust má nefna margar mis- munandi ástæður þegar rætt er um brottfall úr framhaldsskólum. Eins og tæpt var á hér að framan, er ein þeirra líklega þekkingarlegs eðlis. Þeir nemendur sem ekki hefur gengið sem skyldi í grunnskóla, af ýmsum ástæðum, eru ekki eins vel undirbúnir þegar í framhaldsskóla er komið og því er hættan á því að þeir flosni upp úr námi mun meiri. Þær kröfur sem framhaldsskólinn gerir til nemenda sinna geta verið meiri en þessir nemendur ráða við og afleiðingin er slæmt gengi á fyrsta ári, sem síðan veldur því að nemandinn telur kröftum sínum betur varið annars staðar. Þó eru framhaldsskólar farnir að bregðast við þessu vandamáli með því að bjóða upp á sérstakar brautir, sem líta má á sem einskonar millistig á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Þá er gert ráð fyrir svokallaðri al- mennri braut í nýrri Aðalnámskrá framhaldsskóla, en hennar hlutverk er einmitt að taka við þeim nem- endum sem ekki hafa komið nægi- lega undirbúnir út úr grunnskóla og hjálpa þeim við að beina orku sinni á réttar brautir. Af almennri braut geta nemendur síðan hvort sem er, gengið inn á bóknámsbrautir í fram- haldsskólum, eða inn á starfsnáms- brautir þar sem þær eru í boði. Önnur ástæða, sem kann að vega þungt, er að nemendur sem hætta í framhaldsskóla eru ekki að leita að menntun sem byggist á stúdents- prófi og kjósa frekar starfstengt nám. Þar stendur aftur á móti hníf- urinn í kúnni, því framboð á starfs- námi er frekar lítið í framhaldsskól- um landsins, enda hefur áherslan í þjóðfélaginu verið á stúdentsprófið á kostnað starfsmenntunar. Því hafa þessir nemendur þurft að leita ann- arra leiða. Til að koma til móts við þær þarfir hafa ýmis fyrirtæki kom- ið sér upp skólum þar sem tilvon- andi, og núverandi, starfsmenn fá þjálfun og viðeigandi menntun. Þar má meðal annars nefna Stóriðjuskólann sem Ísal rekur, og starfsnámstengt nám Baugs. Þriðja ástæðan fyrir brottfalli er vafalaust fjárhagsleg. Nemend- ur sem búa við bágan efnahag eru líklegri til að flosna upp úr skóla en þeir sem betur eru stæðir, ekki síst ef þeir þurfa að sækja skóla um langan veg eins og oft er raunin með nem- endur á landsbyggðinni. Því verður nefnilega ekki á móti mælt að það er kostnaðarsamara að stunda nám við heimavistarskóla en heimangöngu- skóla. Áðurnefndir nemendur leita því út á vinnumarkaðinn, sem hefur á undanförnum árum tekið þeim fagnandi, eftir að hafa reynt hversu erfitt getur verið fjárhagslega að stunda nám í framhaldsskóla, þar sem ekki er um annars konar fyr- irgreiðslu að ræða en dreifbýlis- styrk frá hinu opinbera. Hugsanleg lausn fyrir þessa nemendur væri að taka upp árangurstengd námslán. Fjórða ástæðan sem nefna má, stefnuleysi og námsleiði, tengist að sumu leyti þeirri sem fyrst var nefnd. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson gerði fyrir nokkrum árum könnun meðal skólastjórnenda og kennara á Norðurlandi og Vestfjörðum, í tengslum við verkefni sem hann var að vinna að, og þar var „týndi hóp- urinn“ nefndur til sögunnar. Í týnda hópnum eru þeir sem ekki hafa nein skýr framtíðarmarkmið, eru komnir með námsleiða, og eru eingöngu í skóla vegna félagsskaparins. Telja má líklegt að sumir í þessum hópi hafi ekki yfir þeirri þekkingu að ráða sem nauðsynleg er til fram- haldsskólanáms, þó svo að aðrir eigi líklega auðvelt með lærdóm ef þeir kæra sig um. Þeir sem tilheyra „týnda hópnum“ hljóta fyrr eða síð- ar að falla brott sakir viðhorfs síns til náms og skólagöngu, og svo sárt sem það nú er, þá er lítið sem ekk- ert hægt fyrir þessa nemendur að gera. Margir koma svo til með að iðrast gerða sinna því líkur eru á að rúm 44% brottfallinna telji síðar á ævinni að ákvörðun þeirra hafi verið röng. Margar aðrar ástæður fyrir brott- falli úr framhaldsskólum eru sjálf- sagt fyrir hendi, bæði félagslegar og persónulegar. Ekki má gleyma ung- um mæðrum, en vafalaust hefur stór hluti þeirra neyðst til að hætta námi í framhaldsskóla, a.m.k. tíma- bundið. Þá er ótalinn sá hópur sem á við einhver meðfædd vandamál að stríða, svo sem lesblindu. Þó svo að framhaldsskólarnir séu í auknum mæli farnir að koma til móts við þessa nemendur, þá hlýtur námið alltaf að verða þeim erfiðara en öðr- um sem eiga ekki við þessi vanda- mál að stríða, og því eru þessir nem- endur í talsverðri hættu hvað brottfall varðar. Eins og áður hefur komið fram er, samkvæmt rannsókn Jóns Torfa og Kristjönu, talsvert forspárgildi á milli einkunna í íslensku og stærð- fræði á samræmdum prófum, og lík- um á því að nemendur útskrifist úr framhaldsskólum. Þess vegna bend- ir allt til þess að nauðsynlegt sé að hefjast handa í síðustu bekkjum grunnskóla til að stemma stigu við líklegu brottfalli síðar meir. Einnig teljum við nauðsynlegt að hugað verði betur að nýbúum í samfélag- inu, en leiða má getum að því að langflestir ungir nýbúar falli út úr framhaldsskólakerfinu. Að sjálf- sögðu eiga nemendur val um að fara í nám eftir grunnskóla eða ekki, en það hlýtur að vera einhversstaðar pottur brotinn þegar um 43% ár- gangs hafa ekki lokið neinu prófi við 24 ára aldur. Sú staðreynd, að um 44% þeirra sem hætt hafa í fram- haldsskóla álíti það ranga ákvörðun, ætti einnig að vekja alla sem að skólamálum standa til umhugsunar um líðan nemenda í skólum lands- ins. Hvað er eiginlega að hrekja allt þetta fólk frá námi? Víst er að þörf er á að stokka upp í skólakerfinu og bjóða upp á fjölbreyttara námsfram- boð og aukinn stuðning, bæði við nemendur og skóla, til að sem flestir geti notið sín í íslensku menntakerfi. „TÝNDI HÓPURINN“ Í FRAM- HALDSSKÓLAKERFINU? Rannsóknir okkar, byggðar á sama ár- gangi, leiða í ljós að rúm 40% nemenda við MÍ hafa horfið frá námi, rúm 16% í ME, en að- eins tæp 7% úr MA, segja Agnes Karls- dóttir, Ásta Flosadóttir, Guðmundur Eyþórsson, Jóhann R. Kristjánsson og Rannveig Þórhalls- dóttir. Hvaða skýringar liggja svo að baki þess- um mikla mun er ekki gott að segja. Höfundar eru nemendur í kenn- aranámi til kennsluréttinda við Há- skólann á Akureyri. Agnes Karls- dóttir, Ísafirði, Ásta Flosadóttir, Akureyri, Guðmundur Eyþórsson, Búðardal, Jóhann R. Kristjánsson, Egilsstöðum, og Rannveig Þórhalls- dóttir, Egilsstöðum. Ásta F. Flosadóttir Agnes Karlsdóttir Guðmundur Eyþórsson Rannveig Þórhallsdóttir Jóhann R. Kristjánsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is FRÉTTIR HIN árlega fjölskylduhátíð Lands- samtakanna Þroskahjálpar verður haldin að Steinsstöðum í Skaga- firði dagana 22.-24. júní nk. „Þetta verður í sjöunda skipti sem hátíðin er haldin að Steinsstöðum en þar er öll aðstaða mjög góð, gott að- gengi, mjög gott leiksvæði og sundlaug. Fjölskylduhátíðin er kjörinn vettvangur fyrir foreldra og systkini fatlaðra, svo og fatlaða sjálfa að kynnast og skemmta sér saman. Svæðið verður opnað kl. 18:00 föstudaginn 22. júní. Á laug- ardeginum sér Styrktarfélag van- gefinna í Reykjavík um að stjórna skemmtuninni, m.a. verður farið í leiki, frítt verður á hestbak, grill- veisla um kvöldið og í framhaldi af henni verður sungið og dansað og varðeldur verður tendraður. Há- tíðinni verður slitið í Reykjakirkju á sunnudag. Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn og er innifalið í verðinu gist- ing í svefnpokaplássi eða á tjald- stæði, grillveisla og afnot af hest- um. Reynt verður að útvega þeim sem þess óska far frá Reykjavík. Skráning þátttöku er hjá Þroska- hjálp fyrir 20. júní,“ segir í frétta- tilkynningu. Fjölskyldu- og sum- arhátíð Þroska- hjálpar AÐ venju verður dagskrá í miðborg Reykjavíkurí dag, á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðarhöldin hafa áhrif á staðsetningu biðstöðva SVR í miðborginni, þar sem götum verður lokað ásamt því að fjöldi fólks leggur leið sína til miðborgar þennan dag. Leiðir 7, 110, 111, 112 og 115 munu verða með biðstöð á Tryggvagötu á móts við Toll- húsið. Leiðir 2, 3, 4, 5 og 6 munu verða með biðstöðvar í Póst- hússtræti á móts við lögreglu- stöð og á Tryggvagötu. Leið 112 mun aka sam- kvæmt tímaáætlun kvöld og helgar frá kl. 13:00. Leiðir 2, 3, 4, 5, 6, 7, 110, 111, 112 og 115 aka sam- kvæmt tímaáætlun kvöld og helgar til kl. 01:00. Aukaferðir verða á þessum leiðum um kl. 01:15 frá Tryggvagötu. Þar sem von er á fjölda fólks í miðborgina á þjóðhá- tíðardaginn og takmarkað pláss fyrir bíla eru Reykvík- ingar, sem og aðrir sem ætla að leggja leið sína til miðborg- ar Reykjavíkur, hvattir til að nýta sér þjónustu SVR. Reynslan sýnir að það er oft á tíðum fljótlegra og áhyggju- minna en að fara á eigin bíl, samkvæmt því sem fram kem- ur í fréttatilkynningu frá SVR. Þjónusta SVR á þjóðhátíð- ardaginn DÝRAGARÐURINN í Slakka hefur verið opnaður á nýjan leik eftir vetr- arhlé. Slakki er opinn frá kl. 10-18 alla daga í sumar,“ segir í fréttatil- kynningu. Dýragarðurinn í Slakka opnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.