Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 43 SVANLAUG AUÐ- UNSDÓTTIR OG SIG- URJÓN ÓLAFSSON ✝ Svanlaug Auð-unsdóttir fædd- ist 4. mars 1930, hún lést 5. janúar 1995. Sigurjón Ólafsson fæddist 3. júlí 1927, hann lést 8. nóvem- ber 1992. Börn þeirra: 1) Auðunn, f. 1948, maki Sigríður Magnúsdóttir, 2) Ólafur, f. 1949, maki Inga Henningsdótt- ir, 3) Halldór Ingi, f. 1951, maki Kolbrún Sigurðardóttir, 4) Jórunn Erla, f. 1951, maki Kjartan Helgason, 5) Pálmar Karl, f. 1953, maki Linda Óskars- dóttir, 6) Erlendur Sigurður, f. 1954, maki Margrét Sigrún Grímsdóttir, 7) Björn Kristinn, f. 1956, d. 1981, 8) Sigurjón Svanur, f. 1959, maki Sólrún Guðmunds- dóttir, 9) Þröstur, f. 1962, í sam- búð með Hildi Magnúsdóttur, 10) Trausti, f. 1964. heimili, fyrst á Efstu-Grund og síðan á Stóru-Borg. Allir voru jafndugleg- ir að að hjálpast að og úr varð stórt og myndarlegt bú, þar sem Sigurjón og Svana eyddu ævinni sinni saman. Ég kom inn í þessa fjölskyldu árið 1980, þá hóf ég sambúð með einum syni þeirra, Sigurjóni Svani. Alltaf var jafnyndislegt að koma til þarirra á Stóru-Borg. Þar eyddum við all- nokkrum stundum með þeim við bú- skapinn, t.d. sauðburð og heyskap og annað sem tengist sveitastörfum. Jólin hafa verið allt öðruvísi hjá okkur undanfarið, en við vorum vön að fara í sveitina á aðfangadag og eyða jólunum með þeim, en síðustu ár höfum við aðlagað okkur öðrum siðum, þann tíma sem við fengum með þeim saman minnumst við með miklum söknuði og hefðum viljað getað eytt miklu meiri tíma með þeim. Eftir situr tómur bærinn og fullt af minningum um yndisleg hjón. Það er mjög gott að koma að Stóru-Borg og minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Kæru hjón, ykkar er sárt saknað. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Ykkar tengdadóttir, Sólrún Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast ástkæru tengdaforeldra minna sem hefðu átt gullbrúðkaup í dag, 17. júní. Þau lét- ust með rúmlega tveggja ára millibili langt fyrir aldur fram, eftir svipleg veikindi. Sigurjón var fæddur á Syðstu- Mörk undir Eyjafjöllum en Svana , en það var hún kölluð, var fædd á Ysta-Skála í Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Leiðir þeirra lágu saman og hófu þau búskap á Efstu-Grund í Vestur- Eyjafjallahreppi árið 1949 en fluttu árið 1958 að Stór-Borg í Grímsneshreppi. Þau eignuðust 10 börn á 16 árum, svo það má nærri geta að þar hafi oft verið ansi mikið að gera, bæði við barnauppeldi og búskapinn. En með miklum dugnaði og þrautsegju tókst þeim að búa börnum sínum gott og myndarlegt ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/ sam/dagbok.html 90 ára afmæli Háskóla Íslands Sunnudaginn 17. júní verður 90 ára afmælis Háskóla Íslands minnst í þjóðhátíðardagskrá Reykjavíkur- borgar á Austurvelli. Tveir stúdent- ar við HÍ munu leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, ljóð Fjall- konunnar verður tileinkað Háskóla Íslands og Hjalti Hugason, guðfræð- ingur og prófessor við Háskólann, mun prédika við messuna í Dóm- kirkjunni kl. 11:00. Viðskipta- og hagfræðideild býður til málstofu Mánudaginn 18. júní mun Þórhall- ur Örn Guðlaugsson, M.S.-nemi í við- skiptafræðum halda fyrirlestur er hann nefnir: Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði. Fyrirlest- urinn verður haldinn í stofu 201 í Odda og hefst hann kl. 16:00. Allir velkomnir. Stöðugleiki íslensks loðnumjöls Mánudaginn 18. júní mun Mar- grét Bragadóttir halda fyrirlestur um meistaraverkefni sitt í matvæla- fræði: Stöðugleiki íslensks loðnu- mjöls. Fyrirlesturinn verður í stofu 158 í VR–II, byggingu verkfræði- og raunvísindadeilda Háskóla Íslands kl. 16.15 og er öllum opinn. Áhuga- samir eru hvattir til að mæta. Bókmenntaskrif á kanadísku sléttunum og andófshefðin Þriðjudaginn 19. júní mun íslensk- kanadíska skáldið, rithöfundurinn, háskólakennarinn og fræðimaðurinn David Arnason flytja opinberan fyr- irlestur í boði heimspekideildar Há- skóla Íslands og Norræna félagsins um kanadísk fræði. Fyrirlesturinn nefnist Canadian Prairie Writing and the Radical Tradition eða Bók- menntaskrif á kanadísku sléttunum og andófshefðin. Þar verður fjallað um helstu drætti bókmennta í Manitoba, Saskatchewan og Alberta á síðustu öld, og þá nýsköpun sem sprottið hefur upp úr fjölmenn- ingarlegri samsetningu fylkjanna, sem myndaði frjóan jarðveg fyrir andóf. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17:15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Verðlaunaafhending í stúd- entasamkeppni Uppúr skúff- unum 2001 Þriðjudaginn 19. júní kl. 16:00 verða veitt verðlaun fyrir lokaverk- efni stúdents við Háskóla Íslands í Tæknigarði Dunhaga 5. Verðlaunin sem fjármögnuð eru af Tækniþróun hf. nema kr. 300.000 sem skiptast jafnt milli nemanda og leiðbeinanda. Jafnframt er veittur kr. 250.000 styrkur til áframhaldandi þróunar. Viðbótarstyrkurinn er háður því að nemandi og leiðbeinandi geri áætlun um hvernig tryggja skuli framgang verkefnisins. Viðskipta- og hagfræðideild býður til málstofu Miðvikudaginn 20. júní mun Brynjólfur Eyjólfsson M.S.-nemi í sjávarútvegsfræðum halda fyrirlest- ur er hann nefnir: Holdafar þorsks, vinnslunýting og vinnslustjórnun. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 201 í Odda og hefst hann kl. 16:00. Allir velkomnir. Vísindavefurinn Hvers vegna? – Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda– og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurn- ingum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sér- fræðingar og nemendur í framhalds- námi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http:// www.visindavefur.hi.is Sýningar Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14–16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11–16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnsöfn- um á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans. Íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróun- arstarfs: http://www.ris.is Dagbók Háskóla Íslands 17.–24. júní FRÉTTIR DUGMIKILL hópur frá alþjóðlegu, kristilegu sjálfboðaliðasamtökunum Maranatha International er staddur hérlendis og mun dvelja í tvær vikur við að mála, klæða Hlíðardalsskóla í Ölfusi að utan og skipta um pípu- lagnir svo fátt eitt sé nefnt. Samtök- in starfa á vegum aðventista en allir í hópnum vinna endurgjaldslaust, greiða flugfarseðla sína sjálfir sem og allt uppihald á meðan á dvölinni stendur. Hópurinn samanstendur af 34 einstaklingum víðs vegar að í heiminum sem hafa það eitt að mark- miði – að láta gott af sér leiða. Árið 1999 keypti kirkja aðventista skólann og í nóvember sama ár tóku þrjár fjölskyldur húsnæðið á leigu til fimm ára. Þetta eru hjónin Unnur Halldórsdóttir og Kristján Frið- bergsson, hjónin Elías Teodórsson og Ester Ólafsdóttir og hjónin Eric Guðmundsson og Laila Panduro. „Á þessum tíma ætlum við að end- urbæta skólann og hugmyndin er að húsnæðið verði m.a. nýtt fyrir alls- konar heilsuuppákomur og opið fyrir starf safnaðar aðventista sem og annarra kirkjudeilda. Þá leigjum við herbergi út í dag fyrir hópa líkt og kóra sem og undir ættarmót en hér er m.a. sundlaug, stór leikfimisalur og svefndýnur fyrir um 80 manns,“ segir Unnur Halldórsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og kennari. „Við fengum Maranatha-samtökin til liðs við okkur en þau taka að sér margs konar verkefni og eru eftirsótt víða um heim. Þetta er í annað sinn sem hópur frá samtökunum kemur til okkar en þau gera þetta allt á eigin kostnað nema að við útvegum efni.“ Alls hafa 45.000 manns tekið þátt í sjálfboðavinnu Frá því að samtökin Maranatha voru stofnuð árið 1969 hafa 45.000 manns tekið þátt í sjálfboðavinnu á vegum þess, að sögn George Hill, en hann er stjórnandi hópsins hér á landi. Hann og Myron Stanley eru Bandaríkjamenn og báðir komnir á eftirlaun en Myron er verkefnis- stjóri hópsins. Höfuðstöðvar sam- takanna eru í Sacramento í Banda- ríkjunum en George og Myron hafa starfað hjá samtökunum í kringum 5 ár og ferðast vítt og breitt um heim- inn í kjölfar þess. Þeir eru nú báðir staddir hér á landi ásamt eiginkon- um sínum og stefna á að ferðast eitt- hvað um landið að verkefni loknu. „Markmiðið með verkefninu hér er að endurbæta skólann svo hægt sé að nota hann aftur og munum við gera allt sem við getum á þessum tveimur vikum,“ segir Myron. Aðspurðir segja þeir marga sjálf- boðaliða samtakanna vera komna á eftirlaunaaldur en þó sé töluvert af yngra fólki líka. Ástæða þess að þeir gengu í samtökin á sínum tíma segja þeir að Drottinn hafi blessað þá og þetta sé þeirra leið til að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri fyrir aðra. Boðskapur samtakanna segja þeir að sé að breiða út orð Krists sem og að byggja upp per- sónuleg tengsl og hlúa að einstak- lingum. Samtökin séu þannig ekki bara byggingafyrirtæki enda hefur öll uppbygging samtakanna það að markmiði að byggja upp einstak- linga. Samhliða þessu má geta þess að á vegum samtakanna er í gangi söfnun þar sem fólki gefst kostur á að gefa sem nemur 10 bandaríkja- dollurum eða í kringum 1000 krónur íslenskar. Þeir peningar gefa sam- tökunum kost á að byggja tvær kirkjur á mánuði einhvers staðar í heiminum þar sem þeirra er þörf en nægir peningar ekki fyrir hendi. Sá umfjöllun um samtökin á Netinu Marcus Snow er frá Suður-Afríku en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar sem sjálfboðaliði á vegum samtakanna. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var Marc- us að byrja að kantskera í kringum skólann. „Ég er bréfberi í Skotlandi, þar sem ég er búsettur, og stefni á nám í lyfjatækni. Markmiðið með veru minni hér er að láta gott af mér leiða. Ég sá umfjöllun um samtökin á Net- inu og ákvað að slá til.“ Aðspurður segir hann að tíminn hér á landi hafi verið skemmilegur, hann hafi eignast vini og þá hafi veðrið leikið við hópinn allan tímann. Valið stóð á milli Íslands og Noregs Ferðin til Íslands er önnur ferð hjúkrunarfræðingsins Alison Down frá Kanada á vegum Maranatha- samtakanna. Hún segir að valið hafi að þessu sinni staðið á milli Íslands og Noregs en Ísland hafi á endanum orðið fyrir valinu og hún sjái ekki eft- ir því. Aðspurð hvers vegna hún taki þátt í sjálfboðastarfi segist hún standa í mikilli þakkarskuld við sam- félagið og þetta sé því hennar aðferð að endurgjalda því. Þann tíma sem hún hefur dvalið hér á landi hefur hún m.a. verið að mála skólann að ut- an og skrapa málningu af þaki hans. Þá hefur hún einnig gefið sér tíma og farið til Vestmannaeyja og fyrir dyr- um stendur ferð til Gullfoss og Geysis. Hópur frá alþjóðlegum sjálfboðaliðasamtökum staddur hérlendis Vinna að endurbótum endurgjaldslaust Morgunblaðið/Jim Smart Myron Stanley til vinstri og George Hill. Marcus Snow var að kantskera í sólinni. Alison Down var önnum kafin við að mála þegar blaðamaður náði tali af henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.