Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTILEGI demókrata-flokkurinn (CDU) hefurverið nánast látlaust viðstjórn í sambandslandinu Berlín síðastliðin 16 ár undir forystu Eberhard Diepgens. Flokkurinn stjórnaði Vestur-Berlín í samvinnu við Frjálslynda demókrataflokkinn (FDP) 1984 til 1989. Árið 1991 hóf CDU samstarf við Jafnaðarmanna- flokkinn (SPD) sem hefur staðið yfir í rúm tíu ár. Aldrei hefur samstarf tveggja stórra flokka staðið jafnlengi í sögu Þýska sambandslýðveldisins. Upp- haflega var samstarfið hugsað þann- ig að tveir sterkustu flokkarnir ynnu saman að því að gera borg múrsins að höfuðborg sameinaðs Þýska- lands. Vinstri armur SPD var aldrei hrifinn af samstarfinu við CDU og kreppur hafa komið upp í samstarf- inu á um hálfs árs fresti. Eftir kosn- ingarnar 1996 var þó ákveðið að halda stjórnarsamstarfinu áfram þar sem jafnaðarmenn voru ekki til- búnir að starfa með Lýðræðislega sósíalistaflokknum (PDS), arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, og CDU átti ekki kost á samstarfi við FDP sem fékk engan mann inn á þing. Í kosningunum fékk CDU rúmlega 40 prósent atkvæða á sama tíma og SPD þurfti að horfast í augu við lakasta árangur jafnaðarmanna í Berlín eftir stríð, 22,4 prósent. Af sömu ástæðum var ákveðið að halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningarnar 1999 og hvergi hefur samsteypustjórn kristilegra demó- krata og jafnaðarmanna staðið jafn- lengi og í Berlín. Stjórnmál í formi vinargreiða Á fimmtudag voru dagar Diepg- ens sem borgarstjóra Berlínar tald- ir, er fulltrúar SPD og græningja báru á borgarþinginu formlega upp vantrauststillögu á Diepgen og hina fjóra „ráðherra“ borgarstjórnarinn- ar sem eru úr röðum CDU. SPD og græningjar hafa gert með sér sátt- mála um að standa saman að bráða- birgðaborgarstjórn sem halda mun um stjórnartaumana í Berlín fram að kosningum í haust og gert er ráð fyrir að muni einnig njóta stuðnings fulltrúa PDS á borgarþinginu. Bráðabirgðastjórnina skipa fimm jafnaðarmenn og tveir græningjar. Eftir kosningarnar í haust kemur til greina að SPD starfi einnig með PDS. Samkvæmt skoðanakönnun fengi CDU 31 prósent atkvæða, SPD 27, PDS 20, Græningjar 10 og FDP 7 prósent. Samkvæmt heimild- um Frankfurter Allgemeine Zeitung verður Diepgen ekki í framboði fyrir CDU í kosningunum í haust. Orsökina að falli Diepgens má rekja til vinar borgarstjórans, Klaus Landowsky, sem var í senn formað- ur þingflokks CDU í Berlín og for- stjóri fasteignabankans Berlin Hyp. Sú staðreynd að Landowsky skuli hafa gegnt þessum embættum sam- tímis er aðeins eitt af mörgum dæm- um um hin nánu tengsl stjórnmála, bankastofnana, fasteigna- og bygg- ingarfyrirtækja og einkareikninga í Berlín. Í febrúar kom í ljós að árið 1995 hafði bankastjórinn Land- owsky lánað stjórnendum fasteigna- fyrirtækisins Aubis, sem báðir eru meðlimir CDU, 600 milljónir marka þrátt fyrir að aðrir bankar hefðu þegar hafnað slíkri beiðni. Í fram- haldi af því fékk CDU í Berlín 40.000 marka fjárframlag frá Aubis sem formaður þingflokksins, Land- owsky, gaf ekki upp. Þar sem hann var í senn formaður bankans og þingflokks CDU var Landowsky þannig í aðstöðu til að stunda vin- argreiða sem skiluðu sér síðan í kassa flokksins. Vinatengsl þessi voru m.a. ræktuð í formi einka- klúbba þar sem stjórnmálamenn, bankastjórar, forstjórar og stuðn- ingsmenn hittust reglulega. Flestir voru þeir að kaupa eða leigja hús- næði á verði sem var langt undir raunvirði þess. Vinir flokksins þurftu ekki alltaf að endurgreiða Berlin Hyp lánin og talið er að veitt hafi verið samtals 193 vafasöm lán til fasteignafyrirtækja. Hjá ríkissak- sóknara liggja fyrir 14 kærur á hendur móðurbanka Berlin Hyp, BGB. Hin nánu tengsl stjórnmála við fasteignafyrirtæki í Berlín eru ekki ný af nálinni. Árið 1985 kom í ljós að fasteignafyrirtæki höfðu styrkt CDU í kjölfar bankagreiða. Í kjölfar fjármálahneykslis CDU hótaði SPD að slíta stjórnarsam- starfinu ef Landowsky yrði ekki lát- inn fara. Í febrúar tilkynnti Land- owsky að hann myndi segja af sér sem bankastjóri Berlin Hyp og um miðjan maímánuð sagði hann stöðu sinni sem formaður þingflokks CDU lausri. 22. maí greindi borgarstjór- inn frá því að Berlín þyrfti að leggja til 4 milljarða marka til að bjarga bankanum frá gjaldþroti í kjölfar vafasamra fasteignaviðskipta. Á þessum tímapunkti var Landowsky- hneykslið orðið að bankakreppu sem veldur milljarðahalla í fjárlögum Berlínarborgar, og því má segja að úr fjármálahneyksli CDU hafi orðið kreppa sambandslandsins Berlínar. Landowsky þurfti einnig að segja af sér í ýmsum nefndum og ráðum, og á föstudaginn fyrir viku sagði hann af sér embætti varaformanns CDU og mun ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. En þótt Landowsky hafi ekki lengur völd er fjárhagsleg framtíð hans ekki jafnsvört og fram- tíð Berlínarborgar. Næstu tvö árin mun bankastjórinn fyrrverandi fá 700.000 mörk árlega auk bíls og ritara, og síðan helminginn af þessari upphæð til æviloka. Berlín- arbúar eru reiðir yfir því að mað- urinn sem ber ábyrgð á slæmri stöðu borgarinnar skuli sleppa svona vel. Þótt SPD hafi stjórnað borginni með CDU í rúman áratug virðist al- menningur gleyma því að Jafnaðar- mannaflokkurinn ber einnig ábyrgð á stöðu mála, og að ekki hafi allir jafnaðarmenn haft hreint mjöl í pokahorninu. Fólk beinir reiði sinni gegn Landowsky og vini hans Diepgen, og hefur lítinn áhuga á því að skoða þátt SPD í þessu máli. Jafnaðarmenn voru fljótir að átta sig á stemmningunni og notuðu tæki- færið til að snúa málunum sér í hag. Í marsmánuði sýndu skoðana- kannanir að CDU hafði tapað fylgi í kjölfar Landowsky-hneykslisins. Klaus Wowereit, formaður þing- flokks SPD, tók að krefjast afsagnar Landowskys og notaði æ oftar orð á borð við „hneyksli“, „kreppa“ og „trúnaðarbrestur“. Það var síðan engin tilviljun að jafnaðarmenn létu verða af því að slíta stjórnarsam- starfinu á miðvikudaginn var. Rann- sóknarnefnd þingsins var byrjuð að vinna að því að upplýsa fjármála- hneykslið, stjórnarandstæðan hafði ákveðið að safna undirskriftum Berlínarbúa fyrir formlegri beiðni um nýjar kosningar og auk þess voru jafnaðarmenn í Berlín komnir með 30 prósent fylgi í skoðanakönn- unum (en þeir fengu 22,4 prósent í síðustu kosningum). Það lá því í aug- um uppi að best væri fyrir flokkinn að slíta samstarfinu við CDU sem allra fyrst, krefjast nýrra kosninga og mynda síðan stjórn með flokkum sem ekki væru tengdir hneykslinu. Forystumenn SPD hótuðu því að slíta stjórnarsamstarfinu ef CDU legði ekki fram sparnaðaráætlun. Kristilegir demókratar settu saman sparnaðaráætlun upp á 800 milljónir marka sem var kynnt samstarfs- flokknum á miðvikudaginn. Beiðni SPD var þó aðeins formsatriði þar sem forystumenn flokksins voru þegar búnir að ákveða að slíta stjórnarsamstarfinu, sem sást best á því að Klaus Wowereit tók hvorki upp blað né penna þegar CDU kynnti SPD-tillögur sínar í fimmtíu liðum. Forystumenn SPD hringdust á oft á dag til að ákveða hver segði hvað hvar. Þar sem jafnaðarmenn gátu ekki réttlætt stjórnarslitin með hagstæðri stöðu flokksins í skoðana- könnunum kvörtuðu þeir undan því við fjölmiðla að Diepgen hafi sent fjölmiðlum sparnaðartillögurnar áð- ur en SPD fékk þær í hendurnar. Þeir sögðu þetta til marks um siða- brest í samstarfinu, að CDU hafi ekki viljað semja í raun, tillögurnar væru óljósar og Diepgen ófær um að takast á við vandann á raunsæjan hátt. Skömmu fyrir miðnætti á mið- vikudeginum lýstu forystumenn SPD því yfir að þeir myndu ekki halda samstarfinu áfram. Úr fjár- málahneyksli CDU í Berlín var því orðin ekki aðeins bankakreppa held- ur einnig stjórnarkreppa. Fellur borgin í hendur kommúnista? Daginn eftir sagði Diepgen það hlægilegt að slíta tíu ára stjórnar- samstarfi sökum einhverra smáat- riða sem tengdust sparnaðartillög- unum, og að það væri vitað mál að SPD hefði skipulagt þessi stjórnar- slit mánuðum saman. En þótt Diepgen hafi ef til vill haft rétt fyrir sér var hann kominn í erfiða stöðu þar sem kristilegir demókratar eiga í raun enga samstarfsmöguleika eft- ir komandi kosningar. Í ljósi þeirrar staðreyndar að kristilegir demó- kratar eru langt frá hreinum meiri- hluta þyrfti flokkurinn að starfa með SPD eða FDP. Jafnaðarmenn eru ekki líklegir til að starfa með flokkn- um sem þeir eru að reyna að steypa af stóli. Frjálslyndir fengu innan við 5 prósent í kosningunum 1999 og eru því ekki með fulltrúa á þingi. Þótt þeir fái nú 7 prósent samkvæmt ný- legri skoðanakönnun dugar það skammt þar sem CDU fær 31 pró- sent fylgi í fyrrnefndri könnun. Það bendir því allt til þess að SPD tefli fram næsta borgarstjóra Berlínar og starfi með Græningjum auk sós- íalista eða frjálslyndra. Kristilegir demókratar eru í erf- iðri stöðu fyrir kosningarnar og gripu strax til þess ráðs að nota gömlu kommagrýluna. Formaður þingflokks CDU sagðist ekki tilbú- inn „að láta borgina falla í hendur kommúnistanna“. Þótt Berlín sé ekki lengur „eyja í Rauðahafinu“ og liðin sé meira en áratugur frá falli múrsins er ekki útilokað að slíkar viðvaranir gætu skilað árangri í kosningabaráttunni sem fer fram í haust þegar liðin eru 40 ár frá því að múrinn var reistur. Menn spyrja sig hvort rétt sé að leyfa PDS, arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, að stjórna í borg Múrsins. Ekki eru heldur allir jafnaðarmenn sáttir við þá staðreynd að SPD gæti þurft að stjórna borginni með PDS. Á meðan sumir jafnaðarmenn álíta PDS vera orðinn venjulegan lýðræðislegan stjórnmálaflokk líta aðrir á PDS sem gamla kommúnista. Menn eru ekki hræddir um að sósíal- isminn snúi aftur heldur er það sag- an sem ekki er gleymd og lýðræð- islegir sósíalistar hafa verið lítt gagnrýnir í garð ógnarverka fyrir- rennara sinna. Þetta hefur þó eitt- hvað verið að breytast að undan- förnu og nokkrir forystumenn flokksins eru vel liðnir í þýskum stjórnmálum þótt flokkurinn í heild sinni sé talinn kreddukenndur. Jafn- aðarmenn eru í stjórnarsamstarfi með PDS í sambandslandinu Meckl- enburg-Vorpommern en skoðana- kannanir sýna að slíkt samstarf er fremur óvinsælt í Berlín. Fyrir síð- ustu kosningar í Berlín lýstu jafn- aðarmenn því yfir að samstarf við PDS kæmi ekki til greina en nú bendir flest til að það verði raunin. „Ég er samkynhneigður“ Af Diepgen tekur hinn 47 ára gamli lögfræðingur Klaus Wowereit við borgarstjóratitli Berlínar. Síð- astliðinn sunnudag staðfesti flokks- þing SPD að Wowereit verði for- ystumaður flokksins í konsinga- baráttunni í haust. Wowereit nýtur stuðnings Gerhard Schröders (SPD) og er jafnöruggur í fjölmiðlum og kanslarinn. Á flokksþinginu gerðist fátt óvænt nema það að Wowereit gaf frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég er samkynhneigður og það er gott mál.“ Yfirlýsingu þessari var ákaft fagnað. Wowereit sagðist með þessum hætti vilja koma í veg fyrir að upplýsingar um einkalíf hans yrðu grafnar upp og notaðar í kosn- ingabaráttu sem yrði eflaust mjög hörð. Í kosningabaráttunni verður væntanlega fátt um kosningaloforð þar sem slík fyrirheit eru varla trú- verðug í sambandslandi sem skuldar 70 milljarða marka. Sparnaðartil- raunir þingsins urðu endanlega að engu þegar í ljós kom að Berlín þarf að láta af hendi a.m.k. 4 milljarða marka, andvirði um 180 milljarða króna, til að bjarga bankanum frá gjaldþroti. Skólana skortir fjár- magn, hætta þurfti við ýmis verkefni sem þegar var byrjað á, loka þarf menningarstofnunum og starfs- mönnum borgarinnar verður fækk- að. Hætt er við því að „kommúnismi“ og „Landowsky“ verði fyrirferðar- meiri þættir í kosningabaráttunni en ítarlegar sparnaðartillögur. Og þótt allt bendi til að Wowereit verði borg- arstjóri er spurningin hvort SPD geti með Græningjum og PDS leyst vanda þann sem flokkurinn réð ekki við í samvinnu við CDU. Jafnaðarmenn slíta stjórnarsamstarfi við kristilega demókrata í Berlín, höfuðborg Þýskalands Tíu ára storma- sömu hjóna- bandi lokið AP Eberhard Diepgen (fyrir miðju), fráfarandi borgarstjóri Berlínar, á blaðamannafundi á föstudag. Með honum sitja aðrir fulltrúar CDU í borgarstjórninni. Þýskir jafnaðarmenn hafa bundið enda á stjórnarsamstarf við kristilega demókrata í Berlín, sem er eitt hinna sextán sambands- landa Þýskalands. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, kannaði hvað liggur að baki þessum sviptingum í stjórnmálalífi þýsku höfuðborgarinnar. AP Jafnaðarmaðurinn Klaus Wowereit (t.h.), sem tekur við sem borgar- stjóri Berlínar til bráðabirgða, og Sibyll Klotz, þingflokksformaður græningja, undirrita samstarfssáttmála sl. fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.