Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. HARALDUR Örn Ólafsson náði fyr- ir viku á tind Denali-fjalls, hæsta fjalls Norður-Ameríku. Hann sagði það ótrúlega tilfinningu að vera á tindinum. „Ég var þarna kannski í hálftíma og tók myndir. Útsýnið er reyndar með ólíkindum því fjallið stendur svo hátt í umhverfinu. Það- an sér alveg ofan í sjó og á láglendi og stórglæsileg fjöll í nágrenninu. Þetta var dálítið eins og að vera í flugvél og horfa niður, en ein- staklega sterk og mögnuð upp- lifun,“ sagði Haraldur Örn. Morgunblaðið/Erik Fryman Haraldur Örn Ólafsson, vígalegur á tindi Denali-fjalls. Fyrsti tindurinn að baki GERT er ráð fyrir blandaðri byggð og útivistarsvæði í Viðey, samkvæmt grunnáætlunum um breytingar á að- alskipulagi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1996–2024 sem lagðar voru fram í vikunni. Þá er gert ráð fyrir hjólreiða- og göngubrú út í Viðey frá Gufunesi til að eyjan verði aðgengi- legri og nýtist betur sem útivistar- svæði, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra í Reykja- vík, sem leggur áherslu á að hér sé um umræðutillögur að ræða sem eigi eftir að fá frekari meðferð áður en ákvarðanir varðandi þær verði tekn- ar. „Fram hefur komið sú hugmynd að á austurenda Viðeyjar, þar sem talsverð byggð var áður, mætti hugs- anlega koma fyrir gömlum húsum borgarinnar sem flytja þarf af skipu- lagsástæðum en þá þyrfti jafnvel að skilyrða hvernig mætti nota þau,“ segir borgarstjóri. Í tillögunum er gert ráð fyrir að á hluta athafnasvæðis á Gufunesi verði blönduð þétt byggð, m.a. þyrfti Áburðarverksmiðjan að víkja, að sögn Ingibjargar Sólrúnar, en hún segir staðinn mjög skemmtilegan fyrir íbúðarbyggð. „Síðan er hugmyndin sú að lögð yrði brú út í Viðey frá Gufunesi en þannig myndi eyjan nýtast betur sem útivistarsvæði, ekki síst fyrir byggðina í Grafarvogi og Borgar- holti. Brúin yrði fyrst og fremst göngu- og hjólreiðabrú en bílaum- ferð yrði aðeins leyfð í þeim tilgangi að flytja aðföng, en einnig fatlaða og aldraða og myndi hún þannig auð- velda aðgengi þeirra út í eyjuna frá því sem nú er.“ Hún segir að ef sátt yrði um tillög- urnar tæki aðalskipulagið gildi í haust og þá yrði fljótlega hægt að byrja að vinna að framkvæmdum. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir blandaðri byggð á flugvallar- svæðinu með einu miðsvæði fyrir þekkingargarða og öðru fyrir at- vinnustarfsemi sem ekki keppir við starfsemi miðborgar. „Gert er ráð fyrir að sú niðurstaða, sem varð í at- kvæðagreiðslunni um flugvöllinn, endurspeglist með einhverjum hætti í aðalskipulaginu og að eftir 2016 geti menn farið að huga að meiri nýt- ingu svæðisins,“ segir Ingibjörg. Kringlumýrarbraut í göng undir Miklubraut Þá er í grunnáætluninni gert ráð fyrir að Kringlumýrarbraut verði lögð í göng undir Miklubraut en þannig yrði umferð af Miklubraut beint niður í Sætún. Miklabraut frá Reykjahlíð að Snorrabraut yrði lögð í stokk. Gert er ráð fyrir nýrri stofnbraut frá Hringbraut að Kringlumýrar- braut í Fossvogsdal, sem síðar mun halda áfram í göngum undir Kópa- vogsháls og tengjast Reykjanes- braut. Gert er ráð fyrir að stofn- brautin verði að stórum hluta í göngum undir Öskjuhlíðinni. Grunnáætlanir um breytt aðalskipulag Reykjavíkur Gert ráð fyrir bland- aðri byggð í Viðey Reiknað með aukinni nýtingu flugvallarsvæðis eftir 2016 HÓPUR vísinda- manna í Bandaríkjun- um hefur fundið sterkar vísbendingar um ís skammt undir yfirborði reikistjörn- unnar Mars. Eru nið- urstöðurnar byggðar á samanburði mynda frá könnunarfarinu Mars Global Surveyor af gígum á yfirborði reikistjörnunnar við svonefnda gervigíga á Íslandi. Benda vísindamennirnir á í nýrri grein í tímaritinu Geophysical Research Letters, að þessir gígar lík- ist mjög gervigígum nyrst í Lakagíg- um sem mynduðust í Skaftárelda- hrauni. Íslenskur jarðvísindamaður, Þor- valdur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, er einn vís- indamannanna, sem rituðu greinina en samanburðurinn er m.a. byggður á niðurstöðum rannsókna hans á Ís- landi. Greint var frá þessum niðurstöðum í nokkrum fjölmiðlum í Bandaríkjun- um og Ástralíu fyrir helgina og birtar myndir af gígasvæðinu á Mars til samanburðar við gígasvæðið í Skaft- áreldahrauni, skammt frá Innri-Eyr- um. Er m.a. rætt við Þorvald um jarð- fræðirannsóknir hans á Íslandi. Í tímaritinu New Scientist segir að þessar niðurstöður bendi sterklega til þess að ís hafi verið mjög grunnt und- ir yfirborði plánetunnar og haft er eft- ir Alfred McEwen, við háskólann í Arisona, að líkur hafi aukist á að þar megi enn finna ís. Þykja þessar nið- urstöður ennfremur mjög þýðingar- miklar þar sem um er að ræða gíga á hraunasvæði, nálægt miðbaug plán- etunnar, þar sem auðveldara verði að afla upplýsinga við rannsóknir. Gígarnir sem myndaðir hafa verið á Mars þykja bæði líkir íslensku gervigígunum að lögun og stærð og er það talið renna styrkum stoðum undir þá tilgátu að ís hafi verið aðeins nokkra metra undir yfirborði reiki- stjörnunnar. Gervigígar myndast þegar glóandi hraun streymir yfir vatn eða mýrlendi og við snögga kæl- ingu þrýstist gufa úr kvikunni með sprengingu sem myndar þessa sér- stæðu gíga. Skv. frétt ABC-sjónvarpsstöðvar- innar í Ástralíu eru allar líkur taldar á að þessar uppgötvanir muni ýta enn- frekar undir kenningar um líf á Mars. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur sagði í gær að um athyglisverðar nið- urstöður væri að ræða og myndirnar af yfirborði Mars væru ótrúlega líkar gervigígunum á Íslandi. Íslendingur í hópi vísindamanna sem finna merki um ís á Mars Gígar á Mars líkj- ast mjög gervi- gígum á Íslandi Gígasvæði á yfirborði Mars, til vinstri, þykir líkjast mjög gervigígum sem mynduðust í Skaft- áreldahrauni, en mynd af þeim er til hægri. TÖLUVERÐ brögð hafa verið að því að erlend togskip á Reykjaneshrygg fari inn fyrir 200 mílna landhelgismörkin við úthafskarfaveiðar, samkvæmt frásögnum skipstjóra íslenskra togara sem eru við karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Þeir hafa gert Landhelgis- gæslunni viðvart um athæfi er- lendu skipanna og segist Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, taka fullt mark á frásögnum ís- lensku sjómannanna. Hann segir að gerðar verði viðhlít- andi ráðstafanir vegna þessa. Þórður Magnússon, skip- stjóri á Þerney RE, segir um 60 erlenda togara á veiðum við landhelgislínuna á Reykjanes- hrygg og segir þá fara frjáls- lega um landhelgismörkin. „Hættur að ergja sig“ ,,Það eru útlendingar á lín- unni og eru farnir að fara svo- lítið frjálslega með hana og fara 3 til 4 mílur inn fyrir. Það er ekkert verið að spá í þessa landhelgislínu. Við erum búnir að láta vita af þessu og höfum gert það í mörg ár því þetta er ekki nýtt, en það er sjaldan sem maður sér viðbrögð við því. Maður er hættur að ergja sig á þessu. Það þýðir ekkert að vera að stressa sig á því þótt verið sé að stela hérna úr kartöflugörð- unum okkar, þegar þeir sem eiga að passa þetta hafa ekki pening eða áhuga á að skoða þetta,“ sagði Þórður. Að sögn Hafsteins flaug flug- vél Landhelgisgæslunnar ný- lega yfir veiðisvæðið og virtist þá allt vera í lagi. Einnig hefði varðskip farið nýlega á þessar slóðir án þess að nokkuð at- hugavert kæmi í ljós. „En við tökum svo sannarlega mark á því þegar okkar menn eru að kvarta yfir þessu og munum sinna því og gera viðhlítandi ráðstafanir. Við höfum alltaf hlustað á okkar menn og mun- um svo sannarlega gera það líka núna,“ sagði hann. Dræm aflabrögð eru hjá ís- lensku skipunum sem eru á út- hafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. „Það er svona eitt tonn á togstundina. Þetta er afskap- lega dapurt, það virðist ekkert ætla að rætast úr þessu,“ sagði Þórður á Þerney. Útlending- ar sagðir veiða innan línunnar Lítill karfaafli á Reykjaneshrygg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.