Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 29 Hulda Hallgrímsdóttir, Menntaskólinn að Laugarvatni Stefndi að þessu HULDA Hallgrímsdóttir, dúx Menntaskólans að Laugarvatni, var stödd á Costa del Sol þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar fyrir helgina. „Ég er í sundlaugargarðinum við hótelið í um 30 stiga hita en við erum búin að vera hérna í viku og komum heim á fimmtudaginn. Það útskrifaðist 31 nemandi en það var 35 manna hópur sem fór út þar sem einhverjar kærustur og kær- astar fengu að fljóta með. Við er- um eini skólinn hérna en það er búið að vera alveg svaka stuð. Við fórum til Afríku í gær og var það um 10 klukkustunda ferð og fórum við meðal annars til Marokkó. Þá erum við búin að fara til Malaga í verslunarferð og bara verið í af- slöppun og er það kærkomið eftir prófin.“ Góður andi í ML Hulda, sem er frá Húsavík, út- skrifaðist af náttúrufræðibraut skólans og líkaði henni mjög vel við bekkjarkerfið. „Þarna var sam- an kominn lítill hópur og urðu allir mjög góðir vinir. Það ríkti mjög góður andi í skólanum og við för- um örugglega að gráta þegar við kveðjum hvort annað eftir ferð- ina,“ segir hún. Aðspurð segir Hulda að hún hafi stefnt að svo góðum árangri eins og raun bar vitni enda hafi hún verið með góðar einkunnir allan námstímann. „Árangurinn var því í samræmi við þann árangur sem ég hafði verið með.“ Hún segir að til að ná svona námsárangri þurfi metnaður að vera til staðar. „Þetta er mikil vinna og það þarf gott skipulag. En til hvers að vera að þessu ef maður getur ekki gert þetta vel.“ Hulda segir að félagslífið í skól- anum hafi verið mjög gott en hún var í félagsstjórn skólans. „Þá hafa bestu vinir mínir verið að stjórna félagslífi skólans síðustu árin og tíminn hefur verið hreint frábær. Það gera allir allt saman og maður týnist ekkert í fjöldanum.“ Til Spánar í haust Þegar Hulda kemur heim frá Spáni fer hún að vinna á veit- ingastaðnum Sölku á Húsavík. „Ég hef verið að vinna á veitingastöð- um og í kringum ferðamenn síð- ustu þrjú árin. Það er mjög gaman enda er maður að vinna með skemmtilegu fólki.“ Í haust ætlar Hulda aftur til Spánar þar sem hún fer í mála- skóla. „Þetta er einkaskóli á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar og verð ég að minnsta kosti fram að jólum þar að læra spænsku. Svo ætla ég að reyna að útvega mér vinnu hérna á Spáni eftir áramótin og slaka aðeins á eftir menntaskól- ann. Þar næsta haust ætla ég svo í Háskóla Íslands og stefni á verk- fræði, þá í tölvunarfræði en hún heillar mig ágætlega. Ég er þó ekki alveg viss og ætla að melta það aðeins betur,“ sagði Hulda og hélt áfram að njóta sólarinnar. félagsskap í skólanum. Það verður að vera gaman og skólinn verður að vera skemmtilegur. Í Kvennó er þokkalegt félagslíf, stór böll og slíkt, en ekki mikið um klúbba- starfsemi og þess háttar en von- andi verður meira um slíkt í fram- tíðinni.“ Er talið berst að því hvað mætti bæta í kennslu í framhaldsskólum segir Sigríður: „Það þarf að hætta að mata og kenna í staðinn sjálf- stæð vinnubrögð. Í grunnskóla var okkur sagt að það yrði stórt stökk að fara í framhaldsskóla, en mér fannst það alls ekki, þar sem um sömu mötunina er að ræða á báð- um stöðum. Þess vegna reynist það ef til vill sumum erfitt að tak- ast á við nám á háskólastigi þar sem kröfurnar eru oft aðrar. Það bitnar auðvitað líka á nemendum, hversu illa gengur að fá fólk í raungreinakennslu. Ég vil samt ekki hljóma of neikvæð, því ég sé síður en svo eftir því að hafa valið Kvennaskólann, Kvennó er frábær skóli.“ Ætlar í læknisfræði Sigríður segir að það sé enn óráðið hvað hún muni gera í sumar en í haust ætli hún í Háskóla Ís- lands. „Ég er búin að innrita mig í læknisfræði og hafði hugsað um það lengi, þó svo að ákvörðunin hafi ekki verið tekin endanlega fyrr en við innritunarborðið. Það er margt sem stendur til boða hvað nám varðar, en ég held að læknisfræðin eigi ágætlega vel við mig og bíð ég spennt eftir því að takast á við hana.“ Morgunblaðið/Arnaldur Ásthildur Erlingsdóttir, Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölga þarf leiðum ÁSTHILDUR Erlingsdóttir út- skrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð og segir hún að það sé mjög skemmti- legt að vera dúx en það hafi komið svolítið á óvart. Ásthildur vann mikið með nám- inu og þar að auki var hún fjörug í félagslífinu eins og hún orðar það. „Ég var í leikfélaginu og hef tvisv- ar sinnum tekið þátt í uppfærslum á vegum félagsins. Í fyrra var ég meðal annars í stjórn leikfélagsins og í ár var ég framkvæmdastjóri nemendastjórnarinnar. Þetta tók auðvitað talsverðan tíma en ég var búin að taka frekar mikið á fyrstu önnunum og vegna þess átti ég lít- ið eftir síðasta árið. Af þeim sökum var álagið ekki rosalega mikið und- ir lokin. Þetta er nefnilega kost- urinn við áfangakerfi. Annars hef- ur mér ávallt fundist auðvelt að skipuleggja námið og þetta er mér bara frekar einfalt eins og sumir kunna að spila á píanó. Maður verður jafnframt að vinna jafnt og þétt yfir önnina, skila öllum verk- efnum og standa sig vel á prófum á önninni. Auðvitað þarf maður svo að lesa vel fyrir lokaprófin.“ Próf of mikils metin Ásthildur segir að ýmislegt megi bæta er við kemur menntun hér á landi. „Það er fáránlegt hversu námsleiðirnar eru fáar þó svo að í MH sé hvað mesta valfrelsið. Í raun og veru finnst mér allt of mikið af fólki í menntaskóla sem ætti að vera að gera eitthvað ann- að þar sem það er betra í ein- hverju öðru. Þegar fólk kemur úr grunnskóla eru leiðirnar of fáar að mínu mati. Í dag er litið á stúd- entsprófið eins og litið var á gamla landsprófið. Þegar maður kemur upp úr grunnskóla hefur maður í raun og veru enga menntun og mér finnst það ekkert endilega þurfa að vera þannig að allir þurfi að vera að læra á bókina þó svo að menntun sé að sjálfsögðu af hinu góða og menntun veiti fólki ým- islegt. Samt sem áður finnst mér þetta of einhæft núna þar sem þetta hentar of fáum, þ.e. þær námsleiðir sem í boði eru og krafa um stúdentspróf í svo rosalega mörgu, sbr. fyrir fóstrunám, leik- listarnám og listanám. Það þurfa allir að vera með stúdentspróf og með háskólagráðu og það er of mikils metið að mínu mati. Það er auðvitað mikilvægt í sumum grein- um og menntun nauðsynleg í ákveðnum greinum en það er of mikið gert úr þessari einu leið. Hvað mig varðar þá er ég mjög heppin þar sem ég passaði vel inn í þetta kerfi en það á ekkert við um alla og ég held að það væri hægt að nýta krafta margra mun betur heldur en láta þá væflast í mennta- skóla sem þeir hafa jafnvel engan áhuga á og það er jafnvel óljóst hvað þeir vilji gera nema það að komast eitthvað áfram í lífinu.“ Merkilega lítil áhrif verkfalls Er talið berst að verkfalli kenn- ara segir Ásthildur að það hafi haft merkilega lítil áhrif. „Það var merkilegt hversu kennarar gátu verið lengi í verkfalli en samt gat skólastarfið haldið áfram og prófin verið jafnskyld miðað við hve litlu var bætt við. Auðvitað dró verk- fallið kjarkinn úr sumum og enn fremur hafði það hrikaleg áhrif á þá sem ætluðu að útskrifast um jólin og stefndu á að fara út eftir áramótin.“ Í sumar mun Ásthildur starfa í Vesturhlíð á leikjanámskeiði fyrir fatlaða og þá ætlar hún á Hróars- keldu. En hvað á að gera í haust? „Ég ætla í læknisfræði í Háskóla Íslands. Ég hef stefnt að því frek- ar lengi en tók endanlega ákvörð- un um það fyrir um ári síðan.“ DAVÍÐ Hilmarsson útskrifaðist af félagsfræðibraut sálfræðilínu Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. „Ég er ekki þessi týpíski lær- dómshestur og ekki þessi „proffi“ eins og menn segja. Það búast ef- laust ekki margir við þegar þeir sjá mig að ég sé góður náms- maður. Ég hef alltaf verið þessi íþróttatýpa og spilaði meðal ann- ars fótbolta með Stjörnunni í mörg ár en hætti fyrir ári síðan.“ Mæta vel og taka eftir í tímum Davíð segir það vera svolítið skrýtið að vera dúx. „Ég vissi að ég ætti möguleika á því en vissi að það voru margir aðrir góðir nem- endur í hópnum. Ég opnaði varla bók fyrr en fyrir lokaprófin og því er ég mjög stoltur af þessum ár- angri. Ég er ekki þessi lærdóms- hestur þó svo að ég hafi ávallt ver- ið duglegur að læra. Það skiptir meginmáli að mæta vel í tíma og taka vel eftir og þá veit maður að- alatriðin. Þá þarf maður jafnframt ekkert að sökkva sér í nokkurra klukkustunda heimanám eftir skóla.“ Aðspurður segir Davíð félagslíf- ið í FG vera gott og hann hafi tek- ið virkan þátt í því. „Vegna verk- fallsins riðlaðist félagslífið aðeins á síðustu önninni en annars er alltaf nóg um að vera og má nefna ýmsa þemadaga og Þórsmerkurferð í því sambandi.“ Hann segir jafnframt að verkfall kennara hafi ekki haft mikil áhrif á hann en það hafi ver- ið mjög erfitt fyrir marga. „Ég var að vinna stanslaust í verkfallinu og kíkti ekki í bók og þar af leiðandi voru viss viðbrigði að byrja aftur í skólanum. Verkfallið var erfitt fyr- ir suma þar sem mikið var að gera, meira að læra heima og einnig var kennt stífar og farið hraðar yfir. Allir skiluðu sér náttúrulega ekki aftur í skólann en þó held ég að þetta hafi bjargast ágætlega og allir hafi bara staðið sig nokkuð vel miðað við allt.“ Áfangakerfi skynsamlegra Hvað má bæta í framhaldsskól- um almennt að þínu mati? „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en tel þó að áfangakerfi sé mun skynsam- legra heldur en bekkjarkerfi eins og MR er með. Í áfangakerfinu hefur maður fleiri valkosti en mað- ur hefur enga valkosti í MR. Mað- ur er bara settur í ákveðna bekki með ákveðin fög og getur ekkert valið. Þeir sem eru í áfangakerfi geta hins vegar valið eftir sínu eig- in höfði. Svo þurfa MR-ingarnir að læra allt námsefnið frá því í 1. bekk fyrir stúdentspróf og ég sé ekki alveg tilganginn með því, því miður.“ Í sumar verður Davíð að vinna hjá byggingarverktökum í múr- verki og er þetta fjórða sumarið hans. Hann segir að það sé hins vegar óráðið hvað hann geri í haust. Hvíla heilasellurnar „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að læra í framtíðinni en er með ýmsar hug- myndir í kollinum. Ég fer þó ekki í nám í haust þar sem ég ætla að taka ársfrí til að hvíla heilasell- urnar. Ég ætla að nota tímann og melta það hvort ég fari í háskóla hérna heima eða erlendis. Ég vill ekki vera að fara að læra eitthvað með hálfum huga og hætta svo jafnvel ef mér líkar ekki námið. Það er mun betra að vera ákveð- inn í hvað maður vill læra og fara í það af heilum hug.“ Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Hilmarsson, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Ekki þessi „proffi“ Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Skeifunni 17 sími 550-4100 Furuvöllum 5 sími 461-5000 Góður heimilisprentari. 4 lita sprautukerfi. 2880 dpi upplausn. A-4 prentstærð. Tengist við PC & Mac. EPSON SC 680 Hraðvirkur prentari með 6 lita sprautukerfi. 1440x720dpi prentupplausn. A-4 prentstærð. Tengist við PC & Mac. EPSON SC 870 SE Hágæða ljósmyndaprentari með 6 lita sprautukerfi. 1440x720dpi prentupplausn. PCMCIA kortalesari. A-4 prentstærð Tengist við PC & Mac. EPSON SC 875 DC Öflugur ljósmyndaprentari með 6 lita sprautukerfi. 1440x720dpi prentupplausn. A-3+ prentstærð. 10 ára litfesta á ljósmydapappír frá EPSON. Tengist við PC & Mac. EPSON SC 1270 A-3 Sumartilboð Sumartilboð Office1 02/06-2001 34.900.- 19.900.- 16.900.- 10.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.